Morgunblaðið - 05.01.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.01.1938, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 5. jan. 1938. ------Evrópuráðstefna----------------- um viðskiftamál Khöfn í gær. FÚ. VAN Zeeland fyrverandi forsœtisráðherra Belgíu hefir birt opinbera tilkynningu þar sem hann lýsir yfir því, að hann hafi undanfarið unnið að því að koma á ráðstefnu milii Evrópuríkjanna til þess að rœða um möguleika á því að auka millilandaviðskifti á þeim grundvelli, sem lagður er í samningi Oslo-veldanna. Segist hann hafa fengið góðar undirtektir undir það mál víðsvegar um Evrópu með því að öllum sje ljós nauðsynin á að koma á greiðari viðskiftum. Þessa ráðstefnu vill van Zeeland láta halda í vor og ef hún ber tilætlaðan árangur vill hann láta kveðja til alþjóða- ráðstefnu um viðskiftamál eins fljótt og verða má. ><>00000000000000000000000000000000000 0 0 0 0 0 0 0 0 Foringi Járnvarðanna í Rúmeníu 0 0 0 0 0 0 Ræða Roosevelts: Gremja i Italíu og Þýskalandi FRÁ FRJETTARITARA VORIJM. KAUPMANNAHÖFN I GÆR. Nýársboðskapur Roosevelts hefir vakið fögnuð í Bretlandi og Frakklandi. 1 Þýskalandi og Ítalíu hefir boðskapur- inn eins og vænta mátti, vakið gremju. Itölsk blöð voru látin sleppa þéim kafla ræð- unnar, þar sem Roosevelt fordæmir einræðisstefn- una í heiminum, og lýðræðinu er sungið lof og dýrð. Franska blaðið „OEUVRE“ segir að Roosevelt hafi leitt ein- ræðisríkin í allan sannleika um það, að öflugrar mótstöðu væri að vænta frá Bandaríkjunum, ef þau freistuðust út í einhver meiriháttar ævintýr. „PETIT JOURNAL“ segir að margir Bandaríkjamenn hafi hug á að stofnað verði bandalag Washington—London—París gegn Róm—Berlín—Tokio bandalaginu. r. __ ___________ ÁRÁS Á ROOSEVELT Kínverjar taka * Hangchow London í gær. FÚ. Fregnir frá Shanghai herma að Kínverjar hafi náð Hangchow aftur úr höndum Japana. Japanir tóku Hangkow fyrir rúmri viku. Japanir birta í dag þá frjett að þeir hafi tekið Choo-hu, fæð- ingarbæ Konfusiusar. 1 þessum bæ er niðji Konfus- iusar sagður eiga heima, og er sagt að Japanir hafi síðastlið- inn ágúst boðið honum keisara- dæmið í Kína, en að hann hafi neitað því. KRISTJÁN KONUNGUR VIÐSTADDUR ÚT- FÖRINA. Kalundborg í gær. FÚ. I tlag var H. N. Andersen, forstjóri Austur-Asíufje- lagsins danska jarðsettur að Vestre-Kirkegaard í Danmörku. Kristján konungur X. og Valdimar prins vörU báðir við- staddir, en hvorugur í einkenn- isbúningi, með því að þeir mættu sem einkavinir heimilis- ins og hins látna. London í gær. FÚ. Italski ritstjórinn Signor Gayda ræðst í dag á Roosevelt í grein í „Gi- ornale d’ltalia“ og ber þar á móti því að einræðisstjóm ir sjeu óvinveittar friðnum eða að friðinum stafi nokkur hætta af stefnu þeirra ríkja þar sem ein- ræðisstjórn situr við völd. Hann segir það tálvon, að lýðræðisríki nútímans fái stað- ist, en að hin fascistisku ríki íði undir lok. ÞÝSKALAND: Þá er einnig í þýskum blöð- um mótmælt þeim staðhæfing- um Roosevelts, að stjórnir ein- ræðislandanna virði samninga að vettugi og stofni friðinum í hættu. BÖRSEN ZEITUNG segir að forsetinn hafi ekki ætlast til að þessi staðhæfing væri tekin al- varlega utan sjálfra Bandaríkj- anna, og að orð hans hafi ekki verið til þess fallin að auka traust og vináttu þjóða á milli, heldur hið gagnstæða. VIÐSJÁR í EGYPTA- LANDI. Miklar viðsjár eru enn í Egyptalandi út af frá- vikningu Nahas Pasha. í gær var háreysti mikið í egyptska þinginu og var Nahas Pasha varnað að taka til máls. C'orneliu O'odreann, foringi Jámvarðanna í Rúmsníu, í þjóðbún- ingi Rúmena. Mussolini sakar Breta um rof á samningi Útvarpað á Arabisku í gær FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í 6ÆR. Italska útbreiðslumáia ráðuneytíð er sagt hafa hlustað ákafast eftir útvarpi breska út- varpsins á arabísku í gær. Utvarpað var sjer- stökum kveðjum og síð- an frjettum. Útvarpið heyrðist á- gætlega um öll Austur- Iönd og voru margir Ar- abar, sem á hlýddu. I ItaÍíu —- og einnig í Þýskalandi er mikið úr því gert að Mussolini ljet afar vinsælan arabískan söngv- ara syngja í útvarpið í Bari um sama leyti og breska útvarpið fór fram. Er sagt að Arabar hafi heldur kosið að hlýða á söngvarann en útvarp Breta. Herstyrkur Breta í Austur-Asíu BYLGJUR OG „STUTTBYLGJUR“ Útvarp Breta á arabíska tungu hefir vakið feiknar gremju í ítalíu. „Régime Fas- cista“, fer um það mörgum orð- um að ofan á áróður breska þingsins og breskra blaða gegn ítölum, bætist nú áróður breska útvarpsins. I stað breska söngsins „Bri- tannia rules the waves“ ætti að setja nýjan söng „Britannia rules the shortwaves". FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. ■ "ésaar- Stórfeld hersýning við Singapore London í gær. FÚ. Stórkostlegar heræfingnar eiga að fara fram í Singapore í siðari hiuta fe- brúarmánaðar og eiga að taka þátt í þeim 10 þúsund hermenn, þar á meðai sveit- ir frá Indlandi og Hong Kong. Einnig verða sendar þrjár deildir sprengiflugvjela og flugvjelamóðurskipa tilSinga pore í viðbót við flotann sem þar er fyrir. í samhandi við ráðstafanir vegna þessara heræfinga er ckýrt frá því að í Singapore sjeu 15 failbyssustæði útbú- in átján þumlungafallbyssum og er það fyrsta upplýsingin sem birt hefir verið um byssustærð virkjanna. SJERSTÖK SJÁVAR- AFURÐASÝNING. Khöfn í "ær. FÚ. jórn heimssýningarinnar í New York hefir ákveðið ið efna til sjerstakrar sýning- rdeildar fyrir fiskveiðar og fiskiafurðir frá öllum löndum í heimi, sem þar eiga sjerstak- lega hlut að máli. Af þessu tilefni hafa Norð- menn skipað sjerstaka menn til þess að annast um þátttöku þeirra í þessari sýningu. Hjónaband. Á nýársdag voru gefin saman í hjónaband af síra Garðarj Þorsteinssyni ungfrú Bergrós Jónasdóttir frá Efri- Kvíhóhna við Éyjafjöll og Ey- þór Erlendsson frá Helgastöðum í Biskupstungum. Heimili þeirra #r að Merkurgötu 14, Hafnarfitði. Rúmenla óróamiöstöD f Evrópu ' • Fer von Ribbentrop til Bukarest? FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆR. p.FTIR að hin hálf- fascistiska stjórn Gogas tók við völdum í Rúmeníu, er óttast að Rúmenía verði alvarleg- asta óróasvæðið í Ev- rópu, á næsta ári. Lausafregnir herma að Þjóðverjar ætli að senda vón Ribbentrop til Rúmeníu til þess að koma á fullum sættum milli „Járnvarðanna“, sem eru hinn eiginlegi fascistaflokkur Rúmena og flokks Gogas. örðugasti hjallinn, sem von Ribbentrop yrðí að yfirstíga til þess að fá „Járnverðina“ til þess að taka þátt í stjórnarmynd- un í Rúmeníu, væri, að sætta „Járnverðina“ og Madame Lupescu, hjá- konu Karols konungs. GYÐINGA- OFSÓKNIR Þar sem Madame Lupescu er Gyðingur, telja sumir að óhjá- kvæmilegt sje að árekstur verði milli Goga og hennar, þar sem Goga hefir, að þýskri fyrirmynd hafið árásir á Gyðinga. Hann er sagður ætla að taka jarð- eignir Gyðinga eignarnámi. Hin and-kapitalistiska stjórn- málastefna Goga hefir þegar leitt til all-verulegs gengishruns á kauphöllinni í Búkarest. FRÖNSK BLÖÐ BÖNNUÐ London í gær. FÚ. Ekki hefir enn tekist að kveða niður þann orðróm, að Frakkar hafi stöðvað allar her- gagnasendingar til Rúmeníu. Eins er því enn haldið fram að Rússar ætli að segja upp rú- mensk-rússneska vináttusátt- málanum. Fimtán frönsk blöð hafa ver- ið gerð upptæk í Búkarest vegna árása á stjórn Goga. Nú um nýárið sendi Goga forsætisráðherra Adolf Hitler símskeyti, þar sem hann lýsir yfir vináttu sinni í garð Hitlers og stefnu hans. Til Ítalíu. í dag komu 1500 ferðamenm frá Rúmeníu til Rómaborgar, em fascistáflokkurinn hefir sjeð ura ferðaáætlunina. í dag lögðu ferðá mennirnir sveig á leiði hins 6- þekta hermanns, og síðar gengn þeir til hallar Mussolini og hyltm hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.