Morgunblaðið - 05.01.1938, Blaðsíða 6
6
M ORGUN B LAÐIÐ
Miðvikudagur 5. jan. 1938-
Túnlistarmenning og sjóður
Guðjðns Sigurðssonar
Hvernig Spánar-
styrjöldin byrjaöi
FRAMH. AF FIMTTJ SÍÐU.
Franeo var einn af hinum átta
hershöfðingjum, sem alt valt á
»3 byltingartilraunin hepnaðist.
Alt valt á að uppreisn yrði haf-
ki samtímis á hinum mikilvæg-
*stu stöðum á Spáni. Þetta tókst
•kki til fulls og þessvegna fjekk
hin valta stjóm í Madrid ráð-
rúm til þess að gera gagnráð-
stafanir.
1 stað þess að standa í nokkra
daga, eins og hershöfðingjarnir
hðfðu gert ráð fyTÍr, hefir bylt-
iaagin nú staðið í hálft annað ár.
*
ex dögum eftir að styrjöld-
in hófst hafði Franco ná-
lægt því helming af Spáni á sínu
valdi, vestari helminginn. En sá
hluti, sem var í höndum stjórn-
arinnár, var þjettbýlli og var
þessvegna auðveldara að draga
þar saman herlið.
Tvær stærstu borgir SpánaT
hafa frá byrjun verið í höndum
atjórnarinnar, Madrid og Barce-
lona.
*
Þessi forsaga spðnsku borgara-
vtyrjaldarinnar gleymdist fljótt.
Uppreisnarmenn sögðu, að þeir
væru að berjast alþjóðalegri bar-
áttu gegn kommúnisma og stjórn
in sagðist vera að berjast gegn
hinum alþjóðlega fascisma.
Upp úr því fóru Þjóðverjar,
ítalir og Rússar (og Frakkar að
•inhverju leyti) að láta Spánar-
•tyrjöldina til sín taka.
Mussolini
sakar Breta
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
1 grein eftir Mussolini, sem
birtist í þýsku blaði í dag, eru
Bretar ásakaðir um að hafa
ekki staðið við samninga þá er
þeir gerðu við Itali fyrir ári
síðan. 1 þessum samningum
skuldbundu báðir aðilar sig til
þess að virða sjerrjettindi hvors
annars í Miðjarðarhafi og að-
hafast ekkert það, er gæti verið
skaðsamt fyrir hinn.
Mussolini segir, að Bretar
hafi ekki gert neinar ráðstaf-
anir til þess að sjá um, að sátt-
málinn væri haldinn frá þeirra
hendi.
Hann bar á móti því, að 1-
talir hafi rekið undirróðurstarf-
semi í Palestínu og að þeir hafi
átt sök á kafbátaárásunum sem
áttu sjer stað við Miðjarðarhaf-
ið síðastliðið sumar.
Hann segir, að fyrsta skil-
yrðið fyrir bættu samkomulagi
milli Breta og ítala sje það, að
Bretar viðurkenni yfirráðarjett
Itala í Abyssiníu.
Ingerto er nýkomið hingað með
kolafarm til h.f. Kol & Salt, Sf.
Kolasölunnar og Kolaverslun Sig.
Ólafssonar. Er nú verið að af-
ferma skipið.
Knattspymufjelag Reykjavíkur
byrjar aftur æfingar í öllum
flokkum á morgun.
Hljómleikar Tónlistarfjelags-
ins í Gamla Bíó þ. 15. f.
m. voru merkilegur viðburður í
menningarlífi höfuðborgarinnar.
Þeir sýndu tvent í senn: 1) að
hjer eru til hljómlistarmenn, sem
hafa kunnáttu, smekkvísi og
dugnað til að koma hinum ágæt-
ustu tónlistaverkum á framfæri,
2) að bærinn á þegar svo marga
góða hljómleikara og söngkrafta,
að unt er að færa upp stór mús-
ikverk, og 3) að hjer er til nóg
af fólki, sem kann að meta góða
hljómlist.
Þeim mönnum, sem að þessum
hljómleikum Tónlistarfjelagsins
standa, verður ekki fullþakkað
alt það starf, sem liggur á bak
við að koma slíkum hljómleikum
upp. Það eru aðstandendur Tón-
listarskólans, sem munu eiga
frumkvæðið að því, að músiklíf
Reykjavíkur er nú á hraðri
framfara braut, og er vonandi, að
á því megi verða mikið framhald
og gott. Dr. Mixa er ctull og
áhugasamur hljómsveitarstjóri,
sem kann vel að velja sjer verk-
efni, hefir gott vald á hljóm-
sveit sinni og á þann eld, sem
ér nauðsynlegur til að geta kveikt
áhuga í öðrum. Bærinn á marga
hljóðfæraleikara, sem kunna að
fara með strengja- og blásturs-
hljóðfæri, og söngkraftarnir eru
ágætir, svo að út úr þessu öllu
má fá mikla og góða músik, eins
og greinilega sannaðist á hljóm-
leikunum.
Það leyndi sjer ekki á þessum
hljómleikum, að allir sem þar
voru höfðu óblandna ánægju af
þeim. Hljómlistarfólkið af að
leggja sitt til fagurrar listar og
fólkið af að njóta hennar og
verða fyrir þeim göfgandi áhrif-
um, sem góð músik hefir. Hvorki
læknar nje eðlisfræðingar geta
mælt þau áhrif, er hver einstakl-
ingur, sem músikeyra hefir, veit
hve mikils virði þau eru. Mjer
fanst Reykjavík hafa stigið stórt
spor á menningarbrautinni og
mega kallast menningarbær, ef
þessu hjeldi áfram, því að þá
myndi fleira gott fljóta með. Og
slík menning á að vera til í höf-
uðborginni og það á meira að
segja að styrkja hana svo, að
ekki sje hætt við, að þessi dýr-
mæti nýgræðingur krókni í upp-
vextinum, og það þrátt fyrir alla
fátækt, dýrtíð og atvinnuleysi.
Góð músik er andleg næring, sem
er jafn nauðsynleg andlegu lífi
og maturinn er líkamanum.
Þetta verðum við að læra að
skilja, og það því fyr því betur.
Þessi skilningur á gildi hljóm-
listarinnar kom glögt í ljós á
hallærisárunum í Miðevrópu eft-
ir ófriðinn. Þótt ríki og bæjar-
fjelög í Þýskalandi og Austur-
ríki væru í stöðugu fjárhagslegu
öngþveiti, þá ljetu þau samt ekki
niður falla hljómsveitir sínar, því
að álitið var, að menningarlífið
biði óbætanlegan hnekki við að
missa af hljómlistinni. Og marg-
ir voru þeir í þá daga, sem spör-
uðu við sig máltíð til að geta
komist á góða hljómleika.
Tónlistarskólann þarf að styrkja
betur, bæði af ríkis- og bæjarfje,
því að þaðan er og verður upp-
spretta músiklífsins í landinu. Og
hljómsveit sú, sem þegar hefir
sýnt hve mikið hún getur og hve
mikil menningarbót er að henni,
verður að hafa skilyrði til að
dafna vel. Hljómsveitarmennirn-
ir hafa lagt fram vinnu sína af
áhuga fyrir listinni og fengið lít-
ið eða ekkert fyrir. Til lang-
frama er ekki unt að ætlast til
að nokkur maður leggi fram
krafta sína endurgjaldslaust. Þess
er ekki krafist af verkamannin-
um og á heldur ekki að krefjast
af hinum, sem vinna vandaverk.
Yæri nú ekki hægt að koma
hljómlistamálum okkar í vænlegt
horf fyrir framtíðina með því
að ríki og bæjarfjelag tæki Tón-
listarskólann að sjer, en hljóm-
sveitin yrði styrkt af sjóði, sem
hjer er til, gefinn fyrir rúmum
20 árum af mætum músikvini,
Guðjóni Sigurðssyni úrsmið, til að
kosta músik handa bæjarbúum?
Að vísu er í gjafabrjefinu ætl-
ast til, að sjóðurinn standi straum
af kostnaði við „salon-orkester“,
sem leiki ókeypis fyrir bæjarbúa,
en síðan sjóðurinn var stofnað-
ur hafa aðstæður breyst svo mik
ið, að taka verður tillit til þess.
Þegar Guðjón heitinn Sigurðs-
son gaf þennan sjóð, var Reykja-
vík smábær. Einn eða enginn
fiðluleikari var til í bænum og
því fjarstæða að láta sjer detta
í hug heila hljómsveit. En nú er
Reykjavík orðin því sem næst
þrisvar sinnum stærri en þegar
gjafabrjefið var samið, og mikil
framför orðin í músiklífi borgar-
innar. Vafalaust væri það miklu
nær tilgangi gefandans, að tekj-
ur sjóðsins rynnu til góðrar
hljómsveitar, eins og þeirrar, sem
nú lætur til sín heyra. Hún mun
verða mikil bæjarprýði, ef hún
getur notið þess styrks, sem hún
þarfnast. Vil jeg hjer með beina
þeim tilmælum til forráðamanna
sjóðsins, að þessi uppástunga
verði tekin til athugunar, því
að sjóðurinn mun nú vera orð-
inn svo stór, að tekjur hans ættu
að nægja til að tryggja varan-
legt framhald á starfi hljómveit-
ar Tónlistarfjelagsins.
ísfiskssölur. Kári seldi í Grims-
by í gær, 1347 vættir fyrir 692
sterlingspund. Skallagrímur seldi
í Hull í gær, 1968 vættir fyrir
752 stpd.
JÓN ENGILBERTS.
FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU.
eflaust myndir Jóns Engilberts,
Engilberts er litasnillingurinn,
sem með fullu áræði knýr út úr
litunum alt, sem þeir hafa að gefa.
Hin stóra mynd hans ,,Madame“
hefir marga kosti. Hún er ein-
föld í línum og fallega kröftug í
inntaki sínu“.
B. T. 4. nóv. (0. V. Borch).
„Geðþekkar og fullar af æsku-
fjöri eru landslagsmyndir og
mannamyndir Jóns Engilberts, en
ef til vill full-vanstiltar í litum.
En hann á til ótvírætt hugmynda-
flug og hæfileika til að byggja
upp myndir sínar“.
Politeken. 5. nóv. (Knud Pont-
oppidan).
„Að því er liti snertir, er ís-
lendingurinn Jón Engilberts at-
hyglisverðastur. Hann byggii'
myndir sínar með öryggi, og hann
’hefir til að bera mikla litaauðlegð,
en samt sem áður er einhverju
ábótavant, einmitt að því er litina
snertir. Þegar jeg sá hina vel
gerðu konumynd hans, datt mjer
í hug það, sem Julius heitinn
Lange skrifaði einu sinni. Hann
italdi það „reglu, sem styddist við
athuganir“, að málaranum bæri í
hverri mynd að útiloka einhvern
af hinum fjórum aðallitum, rauðu,
gulu, grænu eða bláu. Hvort sem
menn kunna nú að leggja mikið
eða lítið upp úr þessari kenningu,
held jeg þó að Jón Engilberts
ætti að taka hana til greina. Það
er varla vafi á því, að það hvað
mynd hans „Madame" er óákveð-
in í litum, stendur í sambandi við
það, hvað þessum fjórum litum er
jafnskipt í myndinni“.
Berlingske Tidende. 29. okt.
„Sjerstæður, bæði sem málari
og að því er skaplyndi snertir, er
íslendingurinn Jón Engilberts,
sem dregur upp fyrirmyndir sín-
ar með sterkum útlínum, og sem
auk olíumyndanna frá íslandi og
hinnar fyndnu myndar „Madame“
sýnir nokkur uppköst að vegg-
skreytingum, máluð með límlit-
um“.
Vejle Amts Folkeblad. 29. okt.
(L.).
„fslendingurinn Jón Engilberts,
sem er ágætur steinteiknari (Gra-
fiker), varðveitir í olíumyndum
sínum hina sterku liti, en heldur
þeim þó innan takmarka hins
fagurfræðilega".
Hjúskapur. Á gamlárskvöld
voru gefin saman í hjónaband í
Vestmannaeyjum ungfrú Eygló
Stefánsdóttir og Ólafur Bjama-
son húsgagnasmiður frá Kirkju-
landi.
Ríkisskip. Esja var á Djúpa-
vogi í .gær. Súðin er í Vestmanna-
eyjum.
Minningarorð um
Þórð Sigurðsson
Nýlega er látinn í Keflavík
Þórður Sigurðsson íshússtj.
Hann var fæddur í Keflavík 21.
maí 1898, og ól þar mestan sinn
aldur.
Hann kvæntist ungur eftirlif-
andi konu sinni, Kristjönu Magn-
úsdóttur, og áttu þau saman 4
börn, sem nú á ungaaldri eiga að
sjá á bak ástríkum og umhyggju-
sömum föður.
Þórður heitinn ljest af völdum
bílslyss þ. 17. des. og sýnir það
oss enn einu sinni lxve skamt er á
milli lífs og dauða og hve forlögin
virðast oft vera óvægin að hrífa
burtu á svo sviplegan hátt atorku
og dugnaðarmann frá heimili sínu
og börnum.
Þórður heitinn lagði gjörva
hönd á margt, enda þótt atvinna
hans hafi löngum verið við sjó-
inn, þar til nú síðustu ár, er hajm
gerðist íshússtjóri og gegndi því
starfi með prýði til dauðadags.
Ástvinir Þórðar sakna hans sár-
ast, því þeir þektu hann best, en
allir þeir, sem kyntust honum og
allir þeir, sem með honum störf-
uðu, sakna hans einnig, því vart
gat prúðari eða betri dreng en
Þórður var, og þótt hann á svo
sviplegan hátt hafi verið hjeðan
kallaður, þá mun minning hans
ávalt geymast sem hins ágætasta
fjelaga og vinar.
Með framkomu sinni allri reisti
Þórður sjer þann minnisvarða, sem
lengst mun standa, og í sínu bygð-
arlagi verður hans minst, sem eina
hins ágætasta manns.
Hjeðan til ókunna landsins
fylgja honum þakkir og virðing
húsbænda hans, vina og sam-
starfsmanna allra, vjer biðjum
þann, sem ræður lífi og dauða að
gefa ástvinum hans þrek til að
bíða endurfundanna.
Vertu sæll Þórður, við þökkum
þjer samveruna.
Samverkamaður.
MÁLTÆ 'Q SEGIR:
BLINDUR ER BÓK-
LAUS MAÐUR.
REYKVÍKINGAR SEGJA;
BLINDUR E R
SÁ SEM EKKI
LES
Tollstjóraskrifstofunni
verður lokaO i dag kl. 10—12 f.
h. vegna flnlnings af 2. á 1. hæð
i Arnarhvoli.
Tollstjórinn.