Morgunblaðið - 05.01.1938, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 5. jan. 1938.
MORGUNBLAÐIÐ
5
Útgef.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Ritstjórar: Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgT5armaður).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgrei?5sla: Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuM.
í lausasöiu: 16 aura eintakift — 26 aura me?5 Lesbók.
VERKFALLS-VOPNIÐ
Alþýðuflokkurinn hefir bygt
tilveru sína á verkföllum.
Hjer á árum áður gátu ýms
•atvinnufyrirtæki greitt hærra
kaup en greitt var. Rekstur
'þeirra þoldi kauphækkun, án
:þess til tapreksturs kæmi. Þetta
vissi fólkið, sem við fyrirtækin
vann. Eigendur fyrirtækjanna
aftur á móti vildu auka fjár-
®aagn sitt, starfræksluna, veita
fieira og fleira fólki atvinnu,
auka framleiðslu sína, og ljetu
sumir þeirrra sig litlu skifta,
iþótt það kaup, sem þeir
greiddu væri ekki nákvæmlega
það hæsta, sem fyrirtækin
,'þoldu.
Alþýðuflokkurinn stofnaði til
'samtaka verkafólksins. Hann
ttólc upp verkfallsvopnið. Meðan
su hreyfing var ung hjer á landi
undu ýmsir menn henni ákaf-
lega illa, svo til úlfúðar kom og
illinda og fulls fjandskapar.
I hvert sinn sem iliindi mögn-
uðust, brostu forvígismenn Al-
þýðuflokksins í kampinn. Þeir
sáu stjettarhatrið loga, hatrið,
sem átti að efla verkfallssam-
tökin, og skara eld að köku
Alþýðuflokksbroddanna. Þeir
•sáu í anda hið ísl. þjóðfjelag
skift í sundurleitar stjettir, sem
okkert gat sameinað, og vonað-
ist eftir, að því glaðara sem
stjettarhatrið logaði, þeim mun
erfiðari yrði afkoma alls al-
mennings, þeim mun fjölmenn-
•ari yrði „öreigastjettin“, sem
skoðaði verkfallsvopnið sitt
aðalbjargráð gegnum erfiðleika
lífsins.
*
Tímarnir breytast. Meðan til
voru þau fyrirtæki í landinu og
þær atvinnugreinar, sem
greiddu óhæfilega lágt kaup,
unnu verklýðssamtök þau, sem
Alþýðuflokkurinn stjórnar,
þarft verk. Það er öllum lands-
lýð fyrir bestu að kaupgjaldið
geti verið sem hæst, án þess
það skerði möguleika atvinnu-
veganna til heilbrigðrar fram-
þróunar.
En þegar ,,verkfallsvopnið“
var einu sinni komið á loft,
■og það hafði veitt nokkrum
flokksforingjum Alþýðuflokks-
ins pólitískt brautargengi, þá
var haldið áfram að^beita þeim
hinum sömu aðferðum, alveg án
þillits til þess, hvort atvinnu-
vegir þeir, sem átt var í höggi
við, gætu staðist kaupkröfurn-
ar.
Nú hefir stjórn setið hjer að
völdum um skeið, sem hækkað
hefir ríkisútgjöldin um eina
miljón á ári að meðaltali. í tíu
ár hefir sú hækkun átt sjer
stað. Þessar 10 miljónir verður
framleiðsla landsmanna að bera
beinlinis og óbeinlínis, um fram
það, sem hún bar 1927.
Því er haldið fram að þetta
fje sje af þjóðinni tekið, til þess
að hjálpa henni, atvinnuvegun-
um og öllu bágstöddu fólki í
landinu. Hjálpin, sem fæst fyrir
þessar 10 miljónir virðast vera
með svipuðum hætti, og ef mað-
ur væri flettur klæðum, fötin
klipt í pjötlur og rifrildi af
skjólflíkunum síðan saumað
hjer og þar inn í bjórinn.
*
En geta má nærri, að þegar
ríkisstjórn hefir hækkað svo
gífurlega kröfur sínar til lands-
fólksins, er getan minni til þess
að standast kröfur um hækkað
kaup en áður var.
Jafnframt aukast vandræði
íls almennings í landinu vegna
sívaxandi dýrtíðar, er stafar af
hækkandi tollum og sköttum.
¥
Undir þessum kringumstæð-
um er verkfallsvopnið ekki
lengur „sverð og skjöldur“
verkalýðsins í landinu, og síst
meðan því er beitt eins og tíðk-
ast hefir.
Alt fram á þennan dag hafa
foringjar Alþýðuflokksins efnt
til verkfalla með slíkum forsend
um, að það sje rjett eins og þeir
blandi saman árum og dögum,
og mánuð hvern telji þeir heila
mannsæfi. Því verkföllin miða
þeir alt af við það, hvað hver
maður skuli bera úr býtum þær
■agstundir, sem hann vinnur,
án þess að það komi málinu
nokkra minstu vitund við, hve
miklar tekjur menn geta fengið
yfir árið. Yið fiskiveiðar miðar
því starf verkfallsmanna að því,
að stytta veiðitíma skipanna.
Og við alla atvinnu á landi sem
sjó, verða hinar einhæfu kaup-
hækkunarkröfur til þess að
fækka atvinnudögum, fjölga at-
vinnuleysingjum, lengja atvinnu
leysistímann og auka yfirleitt
á vandræði þjóðarinnar og bág-
indi fólksins. Því síðan Hambros
banki tók fjármálaráðherrann
okkur í bóndabeygju verður tap
reksturinn ekki jafnaður með
erlendum lánum.
Um tíma urðu úrslitin betri
í þessum viðureignum fyrir Al-
þýðuflokksbroddana, en efni
stóðu raunverulega til. Því þó
mörg atvinnufyrirtæki lands-
manna, og þá einkum sjávar-
útvegurinn, væri rekinn í tap-
rekstri, þá var hallinn jafnaður
í bili, með því að veita erlendu
lánsfje óspart inn í landið. Með
þessu erlenda lánsfje var tapið
.greitt.
Listi Sjálfstæðismanna og ó-
háðra borgara við bæjarstjórnar-
kosningarnar á Akureyri, er nú
fullskipaður. I gær var sagt frá
6 efstu mönnum listans. Hinir
eru: Jón Guðlaugsson fulltrúi,
Jónas Jensson símritari, Elinborg
Jónsdóttir frú, Jón Solnæs banka
ritari, Guðmundur Pjetursson út-
gerðarmaður og Gunnlaugur Tr.
Jónsson bólcsali.
Hvernig byrjaði
borgarasty rjöld i n
O álft annað ár hefir
* ■* styrjöld geisað á
Spáni. Styrjöldin hófst
17. júlí 1936, er fascist-
ar og konungssinnar
gerðu sameiginlega upp
reisn gegn hinu ,,flekk-
lausa“ lýðveldi, sem svo
var kallað vegna þess,
að það hafði verið sett
á stofn án bióðsúthell-
inga. Blóðbaðið, er síð-
an hefir gengið yfir
spönsku þjóðina hefir þó
jafnað metin og það
margfaít.
Hjer verður ekki farið lengra
aftur í tímann til þess að
rekja upptökin að spönsku
styrjöldinni en til febrúar 1936.
Það er auðvitað hægt að rekja
orsakir byltingarinnar miklu
lengra aftur í tímann. Frá því
að hið „flekklausa“ lýðveldi
var sett á stofn 1931 og þar til
1936, blossuðu hvað eftir ann-
að blóðugar óeirðir, ýmist gegn
vinstri stjórn eða hægri stjórn,
eftir því hvor með völdin fór,
víðsvegar um Spán. Haustið
1934 stóðu blóðugar orustur
milli hægri stjórnar og vinstri-
uppreisnarmanna í Madrid og
fleiri stórborgum á Spáni.
*
Það hefir stundum verið á
það bent, að ástandið á Spáni
hafi verið svipað árið 1931 og
í Frakklandi árið 1789, þegar
franska byltingin hófst. Ógur-
legt djúp var staðfest
milli auðugra jarðeigenda cg
landlausra bænda, ríkra kirkju
höfðingja og presta, sem ekki
höfðu málungi matar, hálaun-
aðra hershöfðingja og liðsfor-
ingja, sem ekki höfðu nægileg
laun til þess að íæða sig og
klæða. Helmingur þjóðarinnar
kunni hvorki að lesa nje skrifa.
í Frakklandi var ráðið frarn
úr þessu misræmi með blóðugri
byltingu: jörðum var skift upp
meðal bænda, forrjettindin
voru þurkuð út, og rjettlætið
sett í hásæti. Á Spáni var einn-
ig gerð bylting — en án blóðs-
úthellinga og hið nýja lýðveldi
vann það eitt að gera hina ríku
óánægða, án þess að gera hina
fátælcu ánægða, svo að engir
töldu óskum sínum fullnægt
með hinu nýja stjórnarfari.
*
1 febrúar 1936 söfnuðust hin
andstæðu öfl, sem börðust um
völdin á Spáni, hvort undir sitt
merki til úrslitabaráttu: hægri-
okkarnir undir merki fascism-
ans og konungdóms, og vinstri-
flokkarnir í alþýðufylkingu. —
Almennar kosningar til spánska
þingsins áttu að fara fram 12.
febrúar. Sotelo, foringi konungs
sinna sagði rjett fyrir kosning-
arnar að „lýðræði á Spáni hlyti
óhjákvæmilega að leiða til kom
1 múnisma".
á Spáni?
Til þess að skilja utanríkismál, þarf að fylgjast með
þeim. frá byrjun. Margir hafa gleymt því, eða aldrei fylgst
með því, hvernig styrjöldin á Spáni braust út. Hjer er grein
úr ensku blaði, sem lýsir því, hvernig Spánarstyrjöldin hófst.
Frá fyrstu dögum styrjaldarinnar, Myndin í horninu er af Sotelo.
Kosningarnar fóru þannig að
alþýðufylldngin — lýðræðið • —
sigraði.
Uppreisnarmenn á Spáni |
halda því jafnan fram, að gíi-|
urleg svik hafi verið í cafli í
kosningunum og því hafi verið ■
þannig fyrir komið að hægri-
flokkarnir hefðu aldrei getað'
unnið. En hvað um það : alþýðu !
fylkingin myndaði stjórn.
En í mars kom það strax;
fram að andstöðuflokkarnir j
ætluðu ekki að fella sig við dóm 1
kosninganna, hvort sem hann I
nú var rjettur eða falsaður. ■—
Það fór að bera á morðum og ,
óeirðum. Notaðar voru stiga-1
mannaaðferðir, skotið var á 1
fólk með vjelbyssum úr bif-1
reiðum á hraðri ferð. Einu sinni
var gerð tilraun til að mvrða i
spánska þingmanninn Asua á!
þenna hátt. Asua komst undan,
en vinur hans var drepinn.
Önnur dæmi mætti nefna um
það að sósíalistar hafi myrt
málsmetandi menn innan hægri
flokkanna. Það varð liósara
með degi hverjum að alþýðu-
fylkingarstjórnin gat ekki hald-
ið uppi lögum og reglu.
í apríl fóru að heyrast radd-
ir um það, að í undirbúningi
væri að setja á stofn hernaðar-
einræði á Spáni. Daginn fyrir
afmælisdag spánska lýðveldis-
ins (12. apríl) var setudóm-
arinn, sem átti að dæma í máli
þeirra manna, sem ákærðir vor.u
um að hafa myrt vin Asua,
myrtur. Til hefnda, rjeðust and
fascistar á aðalbækistöö fas-
cista í Madrid og myrtu þá,
sem þar voru fyrir.
Um miðjan júní uppgötvaði
stjórnin að spánskir hershöfð-
ingjar höfðu mikinn undirbún-
ing undir að taka völdin í sín-
ar hendur. Vopnum hafði verið
smyglað í stórum stíl og liðs-
foringjar, sem ekki höfðu á
sjer gott orð um trúnað við al-
þýðufylkinguna höfðu verið
settir í hernaðarlega mikilvæg-
ar stöður.
Til vinstri ríkti megn óá-
nægja, sem blásið var af anar-
kistum; 250 þúsund verkamenn
gerðu verkfall og jók það mjög
á erfiðileika stjórnarinnar.
*
’TT'ólfta júlí sást fyrsta leiftrið á
fj himnuin, sem boðaði óveðr-
ið. Castillo liðsforingi, sem var
vinsæll foringi meðal and-fascista,
var myrtur þann dag. Sex klukku
stundum síðar var Calvo Sotelo,
foringi hægrimanna myrtur. Hann
var lokkaður frá heimili sínu
undir því yfirskyni, að lögregl-
an gerði boð eftir honum, og
myrtur á víðavangi. í spánska
þinginu tók spánska stjórnin
svari morðingjanna, þar sem So-
I telo liafi verið myrtur í liefnd-
! arskyni fyrir morðið á Castillo.
I Þegar þessir tveir menn voru
bornir til grafar, var alt með
; kyrrum kjörum í Madrid. En það
i var aðeins lognið, áður en óveðr-
■ ið skall á.
' Seytjánda júlí hófst byltingin
| fyrst í Ceúta og Manilla í
' spánska Marokko og á Kanarí-
j
: eyjum.
I FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.