Morgunblaðið - 12.01.1938, Page 6

Morgunblaðið - 12.01.1938, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 12. jan. 1938, 6 Kosningaskrifstofa SjdlfstæðisfloKksins í Yarðarhúsinu er opin dag- lega frá kl. 9 fyrir hádegi til kl. 7 eftir hádegi. Sími 2398. Sfldarnet Joseph Gundry&Co.Lto. ! BRIDPORT framleiða aflasælustu og endingarbestu herpinæt- urnar og síldarnetin. Leitið upplýsinga. OLAFUR GÍSLASCHj) REYKJAVÍK Sími 1370. FunÖarboð. Aðalfundur Flóaáveitufjelagsins verður haldinn að Tryggvaskála fimtudaginn 10. febrúar n.k. Fundurinn hefst kl. 1 e. h. Dagskrá er samkvæmt fjelagslögunum. FLÓAÁVEITUSTJÓRNIN. Iðnaðarmannafjelap Keflavíkur tilkynnir: Á fundi fjelagsins 9. þ. m. var samþykt að frá 15. jan. verði kaup- taxti f jelagsins þannig: Lágmarkskaup í dagvinnu kr. 1.50 um klst. Fyrir þá sem standa fyrir verki kr. 1.70. Að öðru leyti gilda eldri ákvæði. STJÓBN IÐNAÐARMANNAFJEL. KEFLAVÍKUR. JörOin EndagerOi við Sandgerði á Miðnesi er til sölu. — Jörðin er laus til ábúðar í næstu fardögum. Væntanlegir kaupendur snúi sjer til Eyjólfs Jóhanns- sonar, framkvæmdastjóra Mjólkurfjelags Reykjavíkur, eða eiganda jarðarinnar, Guðjóns Jónssonar, Endagerði. Morgunblaðið meO morgunkaffinii Samtal við málmfræðing FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. magn, möguleika fyrir vatnsafli, hafnarstæði og yfir höfuð alt, sem lýtur að framleiðslukostnaði við hina væntanlegu námu. Legg- nr svo námuverkfræðingurinn skýrslur sínar fyrir þá, sem leggja til stofnfjeð í fyrirtæk- ið. Eftir þessum skýrslum er venjulega farið, þegar ákveðið er um, hversu arðvænlegt fyrir- tæki sje að ræða. — Eftir að byrjað er að vinna námu eru það einnig námuverkfræðingarnir, sem yfirumsjón hafa með öllu verkinu, og verða því að þekkja til hlítar allar greinar námm- verkfræðinnar. — Námubrask er sennilega á- hættusamur atvinnuvegur í —. Já, það kemur oft fyrir, að menn tapi fje sínu þannig. En oft kemur það einnig fyrir, að menn verða alt í einu stórríkir á því að hafa lagt fram fáeina dollara til málmleitar eða rann- sókna á líklegum en lítt þektum stöðum. —• Hafið þjer á ferðum yðar hjer á landi fundið svo mikinn málm, að til námugreftrar gæti komið ? — Þessari spurningu á jeg erf- itt með að svara. Jeg vildi verða manna síðastur til að gefa fólki nokkrar tálvonir. Jeg hefi feng- ið fjölda fyrirspurna um ferðir mínar og árangur þeirra. Svör mín hafa jafnan verið eitthvað á þessa leið: „Rannsóknir mín- ar hafa verið nær eingöngu yfir- borðsrannsóknir, þ. e. a. s: rann- sókn steina, sern teknir hafa ver- ið á yfirborðinu (úr efstu jarð- lögunum) ■ hvergi hefir verið bor- að eða grafið. Hitt get jeg sagt með vissu, að svo margar tegundir málma hafa fundist á þessu landi, og það víðsvegar um land, bæði af mjer og 'öðrum, að engin menn- ingarþjóð í heimi myndi láta frekari rannsóknir undir höfuð leggjast. — Finst yður að íslendingar yfirleitt hafi áhuga fyrir þessum málum? — Afarmikinn áhuga. Hvar sem jeg hefi farið, hefir rignt yfir mig spurningum og allir hafa verið boðnir ög búnir til að leiðbeina og hjálpa. Mjer virð- ist sem fjöldi manna sje sann- færður um, að hjer á landi liggi fjársjóðir miklir faldir í jörðu. — Því hefir stundum verið haldið fram, að landið væri jarð- fræðislega of ungt til þess, að hjer gæti verið um málma að ræða. Hvað segið þjer um það? — Það væri heldur erfitt fyrir mig að aðhyllast slíka skoðun, eftír að hafa rannsakað, sjeð og vigtað málma úr íslensku bergi, bæði einn hjer heima og með prófessor Reed á M. I. T. háskól- anum. Sjerstaklega þegar tekið er tillit til, að R. C. Reed er á- litinn einn af alfremstu málm- rannsóknarmönnum Ameríku, en M. I. T. háskólinn tekinn fram yfir alla aðra tekniska háskóla af mörgum bestu vísindamönnum heimsins. ■—■ Hvað er álitið að mikið gull- . innihald þurfi að fást úr tonni ‘ af grjóti til þess að námurekstur borgi sig? — Það er alt undir aðstöðu og staðháttum komið. Jeg hefi skýrslur frá „The American In- stitute of Mining and Metallur- gical Í3ngineers“, sem gefa yfirlit yfir allar helstu gullnámur í heimi. Sú náma, sem minst gull gefur af sjer, að meðaltali, í tonni hverju, er Alaska Junean náman. Árið 1934 var nnnið úr 4.302.600 tonnum af grjóti, og gaf hvert tonn af sjer að meðal- tali gull sem nam einum dollar og fjórum centum ($ 1.04), eða um kr. 4.50. Framleiðslukostnað- ur við hvert tonn var fimtíu og sex cents ($ 0.56). AIls voru framleiddar 128.015 únsur af gulli. Framleiðslukostnaður við hverja únsu var, þegar búið var að greiða allan kostnað og alla skatta, tuttugu dollarar og þrjá- tíu og níu cents ($ 20.39)". En þá var gull selt fyrir $35.00 úns- an. Varð því nettóhagnaður af hverri únsu $ 14.61. Alls varð á- góði fjelagsins því fyrir árið 128015X14.61 = $ 1.870.299.15, ein miljón átta hundruð og sjö- tíu þúsundir tvö hundru, níutíu og níu dollarar og fimtán cents. Þessari námu er líka viðbrugðið fyrir óvenju lágan reksturskostn- að. Fyrir ekki ýkja löngu þóttu gullnámur ekki borga sig nema þær gæfu af sjer að meðaltali 18 til 20 dollara úr tonni af grjóti. Þetta hefir breyst svo með vaxandi þekkingu og endurbætt- um og nýjum vjelum, að það, sem áður var ókleyft með öllu', er nú rekið með geypimiklum ágóða. — Hafið þjer hugsað yður að halda áfram rannsóknum hjer á .landi í framtíðinni? —- Ekkert kysi jeg fremur. Landið er að mestu órannsakað, og jeg hefi óbifanlega trú á möguleikunum. Þó dylst mjer ekki, að við margar torfærur verður að stríða; en hvort það tekst að yfirbuga þær, er að miklu leyti komið undir fram- sýni og dugnaði landsmanna sjálfra. Jeg mun gera alt, sem í mínu valdi stendur, til þess að landið verði rannsakað. Jeg gæti ekki hugsað mjer meiri blessun fyrir þessi þjóð en þá, að hjer fyndust skilyrði fyrir arðbærum námugreftri. Hjónaefni. Síðastliðinn laugar- dag opinberuðu trúlofun sína Gunnþóra Björgvinsdóttir frá Fáskrúðsfirði og Óskar Björnsson frá Berunesi í Reyðarfirði. Rauðu flokkarnir og Reykjavík FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. urnar beinast til, fær ekki ann- að hjá stjórninni en nýja skatta og tolla, ofan á margra ára taprekstur! Togaraútgerðin hefir ekki átt vinsældum að fagna hjá núver- andi ríkisstjórn. En hitt mætti ætla, að ríkisstjórnin, sem skreytir sig með nafnbótinni „stjórn hinna vinnandi stjetta“, reyndi að líta á þetta mál frá sjónarmiði þess fólks, sem á lífsafkomu sína undir þessum atvinnurekstri, og sæi um, að flotinn gæti haldið áfram. En stjórnin gerir ekkert til þesa að það megi verða. „Atvinnuleysið fer ört vax- andi“, segja stjórnarblöðin, og eru þau þá sennilega búin að gleyma loforðinu, sem stjórnar- flokkarnir gáfu fjrrir valdatök- una 1934. Þá var því hátíðlega lofað, að atvinnuleysinu skyldi með öllu útrýmt. Efndirnar eru þær, að atvinnuleysið fer vax- andi með hverju ári og játa stjórnarblöðin það sjálf. En hvernig snúast stjórnar- blöðin við langstærsta atvinnu- máli Reykjavíkurbæjar, hita- veitunni? Hitaveitan mun færa verka- mönnum Reykjavíkurbæjar at- vinnu á þessu og næsta ári, sem nema mun um 2 miljónum króna. Hvernig snúant sdjórnarblöð- in við þessari stórfcldu atvinnu- bót reykvískum verkamönnum til handa? Þannig, að þau vilja hitaveituna norður og nið- ur, og að ekkert verði afhafst. Þau vilja slá öllu á frest um ó- ákveðinn tíma, og fara að rannsaka einhverja staði ein- hvers staðar á landinu. Slík rannsókn myndi taka mörg ár, máske áratugi. Ef rauðu flokkarnir fengju meirihluta í bæjarstjórn Reykjavíkur, myndi fyrsta af- leiðingin verða sú, að stöðvuð yrði hitaveitan frá Reykjum. Það hefði þær afleiðingar fyrir verkamenn Ryekjavíkur, að þeir yrðu sviftir tveggja milj- óna króna atvinnu. Er nokkur sá reykvískur verkamaður til, sem vill stuðla að því, að þetta megi þannig verða? Ef svo er ekki, þá verð- ur HANN að gera skyldu sína á kjördegi og kjósa lista Sjálf- stæðismanna, C-LISTANN! ’.vr ITlmbnrvcrsIun P. UÁ lacobsen & 5ön fl s. Stofnuð 1824. Símnefni: öranfnru — 40 Uplandsgade, Köbenhavn S. Selur timbur í stærri og smserri sendingum frá Kaup- mannahöfn. —— Eik til skipasmíða. - Einnig beila skipsfarma frá Svíþjóð og Finnlandi. Hefi verslað við ísland í circa 100 ár. 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.