Morgunblaðið - 22.01.1938, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 22.01.1938, Qupperneq 7
Xiaugardagur 22. jan. 1938. MORGUNBLAíJlÐ 7 Veglegur skóli íyrir sjómannast ettina Minningarorð um frú Þóru Þórarinsdóttur Dagbok. □ 59381257 = 2. FRAJMH. AF FIMTU SÍÐU. veglegum opinberum bygging- um og í hjarta bæjarins. Þaðan er örstutt til Sundhallarinnar, þar er hægt um vik fyrir nem- endur að iðka hina hollu og sjó- mönnum nauðsynlegu sund- íþrótt. Þar má gera ráð fyrir að heita vatnið komi von bráðar, svo að skólinn gæti orðið þeirra þæginda aðnjótandi fljótt. Ekki þyrfti heldur að byggja eins stórt þarna, eins og ef skólinn stæði utanbæjar, því að ekki þyrfti að gera ráð fyrir heima- vist eða kennarabústöðum. öllum þessum kostum og mörgum fleiri neitar enginn, en sumir telja það ókost mikinn á staðnum að hann stendur ekki við sjó og gera það að höfuð- skilyrði að sá staður, sem skól- anum verði valinn sje næst sjó eða með góðu útsýni yfir sjó- inn. Er þá næst Valhúshæð á Sel- tjarnarnesi. Hjer er tvímæla- Jaust sá staður, sem uppfyllir þau skilyrði að skólinn standi við sjó. Staðurinn er einn af þeim fegurstu í nágrenni Reykjavíkur, og lega hans sjer- lega ákjósanleg fyrir sjómanna- skóla. Þar er víðsýni í allar áttir og fjallahringurinn í fjarska, þar stæði skólinn einn sjer, eins og klettur úr hafinu, þar yrði byggingarstíll hans ekki háður öðrum byggingum, heldur gæti hann sótt svip sinn til náttúrunnar, hafsins og fjall- anna og orðið glæsilegt lista- verk. Ekki er úr vegi, að benda á hvílík áhrif það mundi hafa á sjómenn og gesti sem til Reykjavíkur koma sjóleið- ina, að sjá þarna á þessari hæð og við Gróttuvita — aðal-inn- siglingavita höfuðstaðarins — fyrst allra bygginga borgarinn- ar, veglegan sjómannaskóla gnæfandi við himinn, sem tákn menningar og vaxandi þróttar hinnar íslensku þjóðar. Þar er hafið á þrjá vegu, í dag sljett sem spegill á morgun úfið og ilt, — orustuvöllur sjómann- anna. Ekki má þó ganga fram hjá: kostnaðarhliðinni þegar talað er um byggingu skólans á þess- um stað- Kostnaður allur við byggingu skólans verður eflaust meiri ef hann verður reistur þarna, heldur en ef hann stæði innanbæjar. Erfiðleikar munu verða með vatnsleiðslu, frá- rensli, raftaugar og sennilega kæmi heita vatnið síðast þang- að. Ennfremur má gera ráð fyrir að þarna þyrfti að vera heimavist og mætti þá einnig búast við að byggja þyrfti kenn- arabústaöi í nánd við skólann. Jeg hefi nú í stórum dráttum lýst þessum stöðum. Er það nú ykkar að velja, íslenskir sjó- menn! Verið framsýnir í val- inu. Þ. Á. B.v. Hannes ráðherra kom frá Englandi í gær. Skipið fer ekki aftur á veiðar fyrst um sinn. Frú Þóra Þórarinsdóttir, sem er borin til grafar í dag, and aðist eftir langvinnan sjúkleika þ. 16. þ. m. að heimili sonar henn- ar, Arna Pjeturssonar læknis. Frú Þóra var fædd 25. desember 1866 á Stóra-Hrauni í Árnessýslu. Foreldrar hennar voru hin góð- kunnu sæmdarhjón Þórarinn jarð- yrkjumaður Árnason og kona hans Ingunn Magnúsdóttir. Var Þórar- inn systursonur síra Tómasar sál. Sæmundssonar, en frá Ingunn var af hinni kunnu Bolholtsætt. Frú Þóra var yngst af 8 systkin- um og fæddist hún nokkrum mán uðum síðar en faðir hennar ljest. Ættingjar þeirra hjóna tóku þá fjögur af börnunum til fósturs, en hin fjögur voru kyr hjá móð- ur sinni; bjó hún 3 ár þar eystra eftir lát manns síns, en hún sá, að svo búið mátti eigi standa, • f börn hennar ætti að geta fengið það uppeldi, er hún þráði að veita þeim. Fyrir því tók frú Ing- unn það ráð, að flytja með börn sín til Reykjavíkur og varð henni sú ráðstöfun að góðu. Með for- sjálni og dugnaði tókst henni að koma börnum sínum áfram; til mentunar og góðs gengis. Syst- kini frú Þóru sem lifa eru: fvrv. prestur sr. Bjarni, frú Þuríður ekkja Guðmundar sál. Jakobs- sonar, fyrv. prófastur sr. Árni frá Stóra-IIrauni og Ágúst kaupmað- ur í Stykkishólmi. Frú Þóra gekk á Kvennaskól- ann í Reykjavík og tók þaðan fullnaðarpróf. Um tvítugsaldur rjeðst hún til síra Árna bróður síns að Miklaholti og stóð fyrir búi með honum 3 ár. 1889 giftist hún mjög myndarlegum og góð- um manni, Pjetri, syni Þórðar óð- alsbónda á Rauðkollsstöðum í Snæfellsnessýslu, voru þau hjón- in fyrst þar í tvíbýli við foreldra hans, en tóku síðan jörðina Borg- arholt í sömu -sýslu til ábúðar. Bjuggu þau þar rausnarbúi nokk- ur ár, en fluttu svo til Ólafsvík- ur, þar sem Pjetur varð bók- haldari við verslun þar á staðn- um. Nokkrum árum síðar, 1914 fóru þau til Reykjavíkur og áttu hjer heimili æ síðan. Þeim hjónum varð 6 barna auð ið og eru 5 á lífi: Ingibjörg, .ekkja Brynjólfs Einarssonar sím- 'lagningarmanns, Þórður kaup- maður, Sólveig, gift Erlendi Þor- bergssyni verslúnarmanni, Árni læknir og Iiigunn, gift Þorvaldi Thoroddsen forstjóra. Þau eru öll búsett hjer í Reykjavík. Magnús sonur þeirra hjóna átti heima vestur í Ameríku þegar heims- styrjöldin skall á, gerðist hann sjálfboðaliði í her Kanadamanna og fjell hann í stríðinu. Þegar forlögin fluttu frú Þórn, Reykjavíkurbarnið langt upp í sveit, samlagaði hún sig strax hinu ólíka umhverfi og gerðist hin mesta búsýslukona og leysti svo vel af hendi húsmóður- og móðurstörfin, að til fyrirmyndar var. Þá gerði og glaðlyndi henn- ar ekki síður heimilið aðlaðandi; iiún var það, sem síra Mattliías segir á einum stað: „Hýr í sal og sæti sólargeisla lík, allra eftirlæti, ung og kostarík“. Frú Þóra var afbragðsvel gef- in kona, bókhneigð, söngelsk, hafði fagra söngrödd, og stálminn ug; hún hafði hið mesta. yndi af góðum skáldskap og kunni ó- grynni af ljóðum, sjerstaklega eftir uppáhaldsskáld hennar, síra Matthías. Hún átti því láni að fagna að böm hennar voru öll búsett hjer í bænum og voru henni svo _ góð og umhyggjusöm eins og börn geta best verið foreldrum sínum, og hjá þeim dvaldi hún á víxl eftir að hún misti mann sinn eft- ir 32ja ára sambúð. Nokkru eft- ir dauða hans kendi hún sjúk- dóms þess, er þjáði hana til síð- ustu stundar. Með sorg í hjarta sjá nú börnin á bak þeirra ást- kæru móður, en bæði þau og við vinir hennar vitum, að henni var hvíldin góð eftir hennar langa og dáðríka æfistarf. Guðrún J. Briem. i Veðurútlit í Reykjavík í dag: Stinningskaldi á SV eða S. Snjó- eða slyddujel. Veðrið í gær (föstud. kl. 17): Fyrir vestan og norðan land er djúp og víðáttumikil lægð. V- og SV-átt er hjer á landi, sumstaðar hvöss. Norðan til á A-landi er bjartviðri og einnig nyrst á Vest- fjörðum, en í öðrum landshlutum eru snjójel. Á S- og A-landi er sumstaðar 1—2 st. hiti, en ann- arsstaðar dálítið frost. Líklega er ný lægð að nálgast úr SV, svo að búast má við, að vindur verði S-lægari á morgun. Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránargötu 12. Sími 2234. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Messur í dómkirkjunni á morg- un: Ki. 11 síra Friðrik Hall- grímsson. Kl. 5 síra Bjarni Jóns- son. Me-ssað í fríkirkjunni á morgun kl. 2, barnaguðsþjónusta, síra Árni Sigurðsson. Kl. 5 síra. Árni Sigurðsson. Messað í Laugarnesskóla á morgun kl. 5. Stud. theol. Ragn- ar Benediktsson prjedikar. Barnaguðsþjónusta í Laugar- nesskóla á morgun kl. 10.30. Messað í fríkirkjunni í Hafn- Framtöl til tekju- og eignarskatts Samkvæmt 32. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt er hjer með skorað á þá, sem ekki hafa þegar sent framtal til tekju- og eignarskatts að senda það sem fyrst og ekki seinna en 31. jan. næstkomandi til Skattstofunnar í Alþýðuhúsinu. Ella skal, samkvæmt 34. gr. skattalaganna „áætla tekjur og eign svo ríflega, að ekki sje hætt við að upphæðin sje sett lægri en hún á að vera í raun rjettri“. Jafnframt er skorað á atvinnurekendur, sem eigi hafa skilað skýrslum um kaup- greiðslur, og fjelög, sem eigi hafa gefið skýrslur um hluthafa og arðsúthlutun, að senda þessar skýrslur þegar í stað, ella verða aðilar látnir sæta dagsektum. Skattstofan verður opin kl. 10—12 og 1—7 til 31. jan. og á þeim tíma veitt aðstoð við framtöl. Eftir það verður slík aðstoð ekki veitt. Skattstjórinn í Reykjavík Halldór SiMfússon (settur). arfirði á morgun kl. 2. Sr. Jón Auðuns. Póstferðir sunnudaginn 23. jan. 1938: Frá Reykjavík: Þingvellir. Mánudaginn 24. jan. 1938. Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjal- arness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar (Ölfusá, Eyrarbakki, Stokkseyri). Hafnar- fjörður, Seltjarnarnes. Fagranes til Akraness. — Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjós- ar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa- póstar. Hafnarf jörður, Seltjarn- arnes. Grímsness- og Biskups- tungna-póstur. Fagranes frá Akra- nesi. Brúarfoss frá ísafirði. Lyra frá Bergen. Eimskip. Gullfoss fer frá Kaup- mannahöfn í dag. Goðafoss er í Khöfn. Brúarfoss var á Patreks- firði í gær. Dettifoss kom til ísa- fjarðar í gær um kl. 3. Lagar- foss er á leið til Austfjarða frá Leith. Selfoss fór frá Hamborg í gær. „Til draumalandsins“, myndin, sem Gamla Bíó sýnir þessi kvöld- in, er með betri myndum, sem hjer hafa sjest lengi. Aðalhlut- verk myndarinnar leikur sænska söngkonan Zarah Leander af slíkri snild, að hún hlýtur að hrífa áhorfendur. Myndin verð- ur sýnd í síðasta sinn í kvöld. C.-listinn er listi Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. Skátar! Farið verður í skíða- ferð á morgun, sunnudag. Lagt af stað frá Miklagarði við Lauf- ásveg kl. 8% f- L- Farmiðar fást í Bókhlöðunni. Verða ekki seldir við bílana. Árshátíð sína heldur Vörubíla- stöðin Þróttur í kvöld í Oddfell- owhúsinu. Mentaskólanemendur ljeku í gær Tímaleysingjann eftir Hol- berg fyrir fullu húsi. Verður leik sýningin endurtekin annað kvöld kl.^8. Ármenningar fara í skíðaferð um helgina. Farið verður í kvöld kl. 8 og í fyrramálið kl. 9. Far- miðar eru seldir í Brynju, en þar er fyrirspurnum ekki svarað í síma. Ennfremur er selt á skrif- stofu Ármanns kl. 6—9 og þar gefnar allar upplýsingar. Kvöld- miðar eru seldir kl. 6—7 og að- eins fjelagsmönnum. Framvegis verður ekkert selt við bílana að morgni. Ríkisskip. Súðin var á Blöndu- ósi kl. 3 í gær. Framtöl til tekju og eignar- skatts eiga að vera komin til Skattstofunnar fyrir 31. jan., ann- ars verða tekjur og eignir áætlað ríflega. Atvinnurekendur og fje- lög eiga nú þegar að skila skýrsl- um um kaupgreiðslur og arðsút- hlutun, að viðlögðum dagsektum. Skíðafjelag Reykjavíkur fer í tveimur hópum upp í Skíðaskála um helgina, ef veður og færð leyfir. Annar hópurinn leggur á stað frá Steindórsstöð kl. 7 í kvöld og hinn kl. 9 í fyrramálið frá Austurvelli. Farmiðar fást aðeins í dag. Iðnráð Hafnaríjarðar. Þann 29. fyrra mánaðar var kosið í fyrsta sinni í iðnráð Hafnarf jarðar sam- kvæmt hinum nýju lögum, og hlutu þess'ir menn kosningu: Þór- oddur Sveinsson formaður, Magn- ús Kjartansson, Daníel Berg- mann, Jóhann Jónsson og Guðjón Magnússon méðstjótnendur. Útvarpið: 19.20 Hljómplötur; Endurtek; i lög. 19.50 Frjettir. 20.15 Leikrit: „Happið“, efti:- Pál J. Árdal (Leikstj.: I' steinn Ö. Stephensen).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.