Morgunblaðið - 10.02.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.1938, Blaðsíða 2
2 MORGl'NBLAt) 1 Ð Fimtudagur 10. febr. 1938. 30 þús. hermenn Mussolinis á Spáni kallaðir heim? Samningar Breta og Itala Frá frjettaritara. vorum. Khöfn í gær. Erfiðleikar ítala í Abyssiníu eru önnur orsök þess — auk lánsf járþarfa þeirra — að Mussolini virðist nú fúsari en áður að ná samkomulagi við Breta. Samtöl þau, sem hafa farið fram undanfarið milli Mr. Edens og Grandi greifa, sendiherra ítala í London, hafa að öllu leyti gengið að óskum. En reynslan hefir þó kent, að ekki er óhugs- anlegt, að enn geti orðið breyting á þessu, þar sem erfitt er að henda reiður á hinni dutlunga- fullu og breytilegu utanríkismálastefnu Musso- linis. Lágmarkskröfur Breta fyrir fullum sættum við ítali, eru sagðar ,vera: 1) að ítalir stöðvi nú þegar alla íhlutun 1 styrjöldina á Spáni og 2) að ítalir stöðvi tafarlaust allan áróður gegn Bretum og breskum hagsmunum í ítalska útvarpið. Prófsteinn á sáttfýsi Mussoiinis verður heimköllun hinna ítölsku hermanna á Spáni. Bresk blöð skýra frá því, að Grandi hafi tjáð Eden að Mussolini væri fús til að kalla heim 75 af hverjum hundrað hermönnum sínum á Spáni. Talið er að enn sjeu a. m. k. 40 þús. ítalskir hermenn á Spáni, svo að hjer er um að ræða að kalla þrjátíu þús. þeirra heim. Margir telja að hin breytta af- staða Mussolinis eigi fyrst og fremst rót sína að rekja til þess, að kann þurfi að nota fje sitt og hermenn til þess að berja niður smáskærustyrjöld höfðingjanna í Abyssiníu, sem honum hefir ekki enn tekist að brjóta undir sig. Hundruð ítalskra hermanna eru drepnir mánaðarlega í þessum smáskærum. Bakdyrnar opnar. En bresk blöð gefa einnig í skyn að Mussolini óttist að nazistar brjótist til valda í Austurríki xneð stnðningi Hitlers, en þá eru framverðir þýska hersins komnir að Bernerskarði, landamærum Ítalíu. Inurás Þjóðverja í Austurríki myndi vafalaust hafa hinar alvar- legustu afleiðingar fyrir samvinnu Þjóðverja og ftala, og er þess vegna ekki ólíklegt að Mussolini vilji hafa bakdyrnar opnar sem snúa að Bretum. Sókn Francos. London í gær FÚ. Uppreisnarmenn á Spáni segj- ast hafa takið 1000 fanga á víg- stöðvunum norðan við Teruel, og auk þess miklar birgðir af her- gögnum og matvælum. Alls segjast þeir hafa tekið 7000 fanga í orustunum sem átt hafa sjer stað í grend við Teruel und- anfarna fimm daga, og hafa náð 300 fermílmim lands úr höndum stjórnarinnar. 80 ára verður á laugardaginn María Jónsdóttir, Laugaveg 37. Sleðaleiðangur til ísjaka-RAss- anna of áhættu- samur Danska Grænlandsst.jórnin hefir boðið Rússum að setja upp tíu hjálparstöðvar í Austur-Grænlandi, sem veitt geti Papinin-leiðangursmönn- unum stuðning, ef þeir komast í land. Sú uppástunga, sem fram hafði komið um að gera út sleðaleiðangur yfir hafísinn út að ísjaka Rússanna var talin of áhættusöm. Engin samvinna Norðmanna og Dana. Osló í gær. Danski Grænlandsmálasjer- fræðingurinn Daugaard Jensen hefir sagt í viðtali við blöðin, að jakinn, sem Rússarnir eru á, muni nú hafa rekið svo langt suður á bóginn, að þeir sjeu komnir suður fyrir syðstu bæki stöðvar noskra veiðimanna í Austur Grænlandi. Norsku veiði mennirnir geti því tæplega að- stoðað Rússana á nokkurn hátt. Hoel docent hefir í dag feng- r Arásir þýskra blaða á Mr. Eden Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Pýsk blöð ráðast þessa dagana ákaft á Mr. Eden, ut- 'Bjnríkismálaráðherra Breta, fyrir að hafa hecrt á gæslustarfinu í Miðjarðarhafi. Þessi árás velcur þeim mun meiri athygli, sem bandamenn Þjóðverja, ítalir, fell- ust hiklaust á það, fjrrir sitt leyti, að auka gæslustarfið. Þýsk blöð gagnrýna einnig mjög, það sem þau kaíla hótun Breta um hefndarráðstafanir gagnvart Franco af því að breskum skipum hafi. verið sölct í Miðjarðarhafi. Með þessu r-jeu Bretar að hjálpa rauðliðum, segja biöðin. „Bretar halda fram rjetti hins sterkara með rudda- legu miskunarleysi“, segir í einu hlaði Þjóðverja. ,,The Times4' kastar fram þeirri spurningu, hvort að biaða- ádeilur þessar eigi rætur að rekja til hins nýja utanríkis- málaráðherra, von Ribbentrops, sem áður var sendiherra í London. , í, í NorCur-frlandi fóru í gær fram kosningar, sem m. a. eiga að skera úr því hvort Norður-írland skuli sameinast írska fríríkinu. de Valera var nýlega í London til þess að semja um framtíð Norður-ír- lands, en breska stjórnin kvaðst fyrst vilja heyra úrsknrð sjálfra íbú- anna þar, áður en hún tæki nokkrar ákvarðanir. — Myndin er tekin er de Valera var í London. ,Víði“ hefir rekið á land FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Byrðinginn af vjelbátnum „Víð ir“ frá \restmannaeyjum, sem fórst í róðri um síðustn helgi, hefir rekið á Skúmstaðafjöru í V estur-Landeyjmn. Möstrin voru brotin af bátnum og þílfarið úr honum. Lík skipverja hafa ekki rekið svo vitað sje. Fánar voru dvegnir í hálfa stöng í Vestmgnnaeyjnm í gærdag. YFIRHEYRSLIJM I MÁLI DR. NIEMÖLLERS ENN FRSTAÐ? Khöfn í gær. Talið er að svo kunni að fara að yfirheyrslum í máli dr. Niemöllers, hins kunna þýska prests, sem setið hefir í fangelsi í Berlín síðan í júlí í sumar, verði frestað. vegna'þess að hann liefir sagt u])]) hiuum þrem verjendunt sínum. Þeir neituðu að endurtaka kröfu hans um að yfirheyrslan fari fram opinberlega. Dómarinn bauð dr. Niemöller að velja sjer nýjan verjanda, eu Nieníoller neitaði. Bretar til alls búnir gegn Japflnum! London í gær. FÚ. Prófessor dr. Gilbert Murray sagði í ræðu sem hann flutti í dag í London, að breska stjórnin hefði tjáð stjórn Bandaríkj anna, að hún væri reiðubú- in að styðja Bandaríkja- stjórn nú þegar eða hve- nær sem væri, í hvaða ráð- stöfunum, sem Bandaríkja- stjórn kynni að gera vegna styrjaldarinnar í Kína, og leggja alt í hættu. Þetta sagði prófessor M.urray, hefði almenning- ur í Bretlandi enga hug- mynd um ekki heldur al- menningur í Bandaríkjun- um, en þar myndi því ekki verða trúað. Hvorki breska stjórnin nje Bandaríkjastjóm hafa birt nein mótmæli gega þessum staðhæfingum dr. Murrays. Sóslalistastjúrn- in I Noregi vill geröardóm I verkfallsmáli Khöfn í gær. FÚ. Norska stjórnin hefir stungið upp á því að flutninga- verkamannaverkfallið í Noregi verði leitt til lykta af gerðardómi, þar sem að verkfallið annars mnni leiða t-il mikils tjóns fyrir fisk- veiðai- Norðmanna. 50% meiri. Síldveiðar Norðmanna hafa nú gengið svo, eftir að veður tók að batna, að aflinn er orðinn 50% meiri en á sama tíma í fyrra. Norðmenn hafa Sfelt mikið af nýrri síld til Mið-Evrópu og Sví- þjóðar. Knattspyrnufjelagið Haukar í Hafnarfirði hjelt skemtifund s.l. mánudagskvöld á Hótel Björninn. Formaður fjelagsins, Hermann Guðmundsson, setti samkomnna og stjórnaði henni. Var þar margt til skemtunar; meðal annars flutti forseti I. S. I. erindi um bindindi og íþróttir, ungfrú Elín Guðjóns- dóttir las upp skemtjlega siigu. Þá var þar söngur og annar gleð- skapur, og loks var dansað' fram yfir miðnætti. Knattspyfnui jel. Háukar eru nú í miklum upp- gangi; nýlega hafa þeir stofnað kvennadeild í fjelaginu. Er nú mikill áhugi fyrir fimleikaiðkun kvenna í Ilafnarfrði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.