Morgunblaðið - 10.02.1938, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.02.1938, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 10. febr. 1938. Sigurður Nordal skrifar um hið nýfa leikrlt Leikf jelagsins: FYRIRVINNAN Manneldisfískimjöl Guðmundar Jónssonar gæti orðið mikil útflutningsvara GUÐMUNDUR JÓNSSON verkfræðingnr hefir undan- farið gert rannsóknir og tilraunir með framleiðslu á fiskimjöli til manneldis. Var skýrt frá því hjer í blaðinu fyrir nokkrum dögum, að hann hefði framreitt ýmiskonar fiskrjetti úr þessu fiskimjöli sínu, er þóttu góðir. Blaðið hcfir átt tal við Guðmund útaf þessum tilraunum hans, og skýrði hann m. a. frá á þessa leið: ÞAÐ sem fyrir mjer vakir er fyrst og fremst að koma fiskimim okkar til neytenda í fjarlæg- um löndum í því ásigkomulagi, að hann geti orðið neytendunum svo ódýr, að okkar fiskur verði jafn- vel ódýrari þar en fiskur, sem veiddur er í landinu sjálfu. Hjer er hægt að fá nýjan fisk fyrir 8 aura kg. Ætlast jeg til, að úti í Englandi verði hægt að selja 1 kg. til neytenda af fiskimjöli fyrir sein svarar kr. 1.50. En 1 kg. af mjölinu samsvarar 5 kg. af fiski að fiskefnismagni. M. ö. o. hin útlenda húsmóðir, sem keypti íslenskt fiskimjöl, til þess að gera úr því fiskihollur eða aðra fiskrjetti, fengi mjölið fyrir vcrð, sem svaraði til þess að fiskpundið kostaði 15 aura. En hraðfrysti fiskurinn og annar fiskur, sem fluttur er út hjeðan, kostar á borði nevtendanna margfalt meira. jaldan hefi jeg farið eins á- nægður heim lir leikhúsinu hjer í Reykjavík og af frumsýn- ingu Fyrirvinnunnar á fimtu- dagskvoldið. Þess vegna langar mig til að þakka Leikfjelaginu fyrir skemtunina með fáum orð- um og taka undir hina góðu blaðadóma, sem þessi sýning hef- ir þegar fengið. Hjer er nú úr mörgu að velja til dægrastytt- ingar þessar vikurnar og hætt við, að eitthvað verði út undan. Fyrir 50 árum ísafold 18. jan. 1888: — Fyrir- lestur um ástand íslensks skáld- skapar nú á tímum hjelt Hannes Hafstein í Goodtemplarahúsinu 14. þ. m. Hann lýsti fyrst laus- lega kveðskap hinna helstu skálda, er nú eru uppi hjer á landi: Gríms Thomsens, Matth. Jochumssonar, Steingr. Thorsteins sonar, Benedikts Gröndals og Jóns Olafssonar. Gísla Brynjólfs- son nefndi hann aðeins á nafn, en mintist ekkert á kveðskap hans. Pál Olafsson nefndi hann alls ekki. — — hann mintist lausiega. á þá tvo skáldsagnahöfunda ís- lenska, er nú fengjust við rit- smíð: Jónas Jónasson og Gest Pálsson og þótti honum miklu meira koma til Gests. Niðurstaðan var sú, að íslensk- ur skáldskapur væri á afturfara- slreiði eða nær því í fullkomnu dái nú sem stendur, og lýsti það sjer best í því, að þjóðskáld vor væri nú hjer um bil alveg hætt að yrkja, annað en erfiljóð, mis- jafnlega merkileg, eins og oft vill verða um þann kveðskap. Enda ætti það vel við, þar sem kveð- skapur sá, er nú væri að líða undir lok, hefði hneigst mest að einstrengingslegum þjóðernis- átrúnaði, er heimurinn nú, öld rafmagns og gufuafls, væri löngu fariiin að sjá, að ekki væri annað en reykur. Með öðruin orðum: yrkisefnið væri orðið úrelt; það fyndu skáldin ósjálfrátt og því væri þau þögnuð. Þetta mundi vera aðalorsök hinnar miklu ör- deyðu í íslensknm skáldskap nú á tímum; annað, sem altaf stæði honum fyrir þrifum, væri fátækt iandsins og einstæðingsskapur og ekki síst það, hvað skáldskapur væri hjer í iitlum metum hjá heldri mönnum einkanlega, í sam anburði við það, sem annarsstað- ar gerist. Endurrei.sn íslensks skáldskap- ar væri undir því komin, að skáldin fengju nýjar hugmyndir til yrkisefnis, í stað hinna úr- eltu, eða að upp risu ný skáld með nýjum hugmyndum. Það vildi hann vona, að það mundi rætast, ef nægileg áhersla væri á það lögð, að hver einstakur maður yrði sem færastur og nýt- astur borgari í niannlegu fjelagi. Besti rómur var gerður að fyr- irlestri þessum. Tannlæknir Nickolin skemti vel fyrir og eftir með söng. En það er víst, að þessa sýningu iðrast enginn eftir að sækja. Hinu mundu margir; iðrast eftir síðar, að hafa farið á mis við áð sjá þennan leik og sýna Leikfjelag- inu tómlæti, þegar því hefir tek- ist jafnvel upp að öllu leyti. Leikrit Somerset Maughams er, eins og vænta mátti af lionum, ágætlega samið. Það er svo leik- andi fyndið og gamansamt, að hægt er að sjá það og heyra í því einu skyiii að fá sjer hressandi hlátur. En undir gamninu býr mikil alvara, svo að nóg er um að hngsa eftir á. Það verður eng- in tóma-tilfinning hjá áliorfand- anum, þegar hann fer heim, eins og eftir suma gamanleiki. Þó að margsinnis hafi verið skrifað um svipað efni, manninn, sem alt í einu vaknar til meðvitundar um, að hann er að bíða tjón á sálu sinni í hinu borgaralega venju- lífi, — þá er umgerðin nýstár- leg og tæknin að sumu leyti ó- venjuleg. Og leikendurnir voru hlutverkum sínum alveg vaxnir. Þeir gerðu allir skyldu sína og flestir meira. Samleikurinn var öruggur og notalegur veruleika- blær á allri sýningunni. Það er sjerstök ástæða til þess að geta Ragnars Kvarans, sem hefir þýtt leikritið, stjórnað sýningunni og leikur aðalpersónuna. Jeg hefi aldrei sjeð honum takast jafnvel upp á leiksviði, og mörgum mun verða leikur hans minnisstæður. Mjer dettur ekki í hug að gera lítið úr gamánleikum eins og Þorláki þreyíta, sem varð svo mikið eftirlæti áheyrenda hjer í haust. Það er sannarlega ekki of mikið til af skemtilegri vitleysu. En hennar vegna mega menn ekki vanrækja skemtilegt vit, þá sjald- an það býðst, einkum þegar það er alveg jafnhlægilegt og vitleys- an. Þó að leikendur vorir vinni við erfið kjör og af fölskvalaus- um áhuga á listinni, er engip ástæða til þess að sýna þeim neina vægð nje miskunn. Leik- list vor kemst aldrei langt áleið- is fyrir góðmensku áheyrenda. Liljur vallarins var leikrit, sem var illa valið til sýningar hjer. Það fjell í gegn og átti það skil- ið. En hitt má ekki koma fyrir, að almenningur greini ekki á milli góðs og ills og viðurkenni ekki það, sem sjerstaklega vel er gert. Ef leikrit eins og Fyrir- vinnan verður ekki a. m. k. jafn- vel sótt og Þorlákur þreytti, er það alt of greinileg bending til Leikfjelagsins, að höfuðstaðurinn vilji að öllu öðru jöfnu heldur ljelega list en góða, að leikhúsið hjer í Reykjavík eigi að vera á borð við úthverfaleikhús stór- bæjanna, / en ekki sannarlegt þjóðleikhús. En fyrir slíka leik- starfsemi væri sú mikla bygging alt of vegleg umgerð. En jeg treysti leikhúsgestum til þess að eiga sinn þátt í að hvetja Leik- fjelagið heldur til þess að sækja á brekkuna, heldur en hina hægu leið, sem hallar undan fæti. S N. | Þegar holienska | | prinsessan fæddist | Þetía er mynd af vöggu hinnar nýfæddu prinsessu. Myndina tók Bernhard prins, sjálfur, í barna- herberginu í Soestdjik-höllinni. Tvö hollensk börn í Baarn veifa fánum til þess að votta gleði sína jrfir fæðingu prinsessu Vilhelmínn. Skíðanámskeið I, R, FIMTÁN manns eru þessa viku á skíðanámskeiði í. R. á Kolviðarhóli. Tryggvi Þorsteins- son skíðakennari frá Isafirði kennir. Skíðafæri var svo gott hjá Kolviðarhóli í gær, að Tryggvi segist sjaldan eða aldrei hafa vitað það betra. Skíðanemendur æfa sig úti á daginn, en á kvöldin eru sýndir kaflar úr skíðakvikmynd í. R. og eru á hverju kvöldi teknir fyrir þeir lcaflar, sem eiga við það sem oft hefir verið þann daginn. Nýtt náinskeið byr.jar um næstu helgi og er alt upptekið á því námskeiði eða alls 20 manns. íþróttafjelag Reykjavíkur mun hakla þessum vikunámskeiðum áfram eins lengi og Tryggvi Þor- steinsson getur verið hjer syðra. Mikil eftirspurn er að plássi á skíðanámskeiðum I. R. og komast færi að en vilja. B.v. Ólafur kom frá Englandi í fyrrakvöld. Norðmenn og Ameríkumenn hafa reynt að framleiða fiskimjöl til manneldis, og fá fólk til að kaupa það. En þeim hefir ekki tekist að vinna markað fyrir þessa vöru, líklega vegna þess, að fólki fellur ekki í geð að nota mjölið á þann hátt sem það hefir verið framleitt og framborið. En jeg fæ ekki betur sjeð, en þeir fiskrjettir, sem gerðir eru úr mínu mjöli; sjeu fyllilega jafn- góðir og samskonar rjettir úr nýjum fiski. Hjer sje því fundin leið til þess að fá mun betra verð en fengist hefir fyrir okkar ágæta vertíðarþorsk. Við þurkunina á fiskinum nota jeg sjerstaka hraðþurkun, sem fer fram við lágt hitastig. Hefi jeg sótt um einkaleyfi á þurkunarað- ferð þessari, og fiskmjölsfram- leiðslu til manneldis í sambandi við hana. Patentstofnanir ýmsra landa eiga svo eftir að kveða upp sinn dóm um það, hvort hjer sje um þá nýjung að ræða, að einka- leyfi sje fáanlegt. — Þjer hafið líka fengist við að gera mjöl iir sviljum og hrogn- um til skepnufóðurs ? — Já, og fengið einkaleyfi á þeirri framleiðslu. Ríkispatent- skrifstofan í Khöfn („Direktorat- et for Patent- og Varemærke- væsenet m. v.“) rannsakaði ná- kvæmlega einkaleyfisumsóknina. Að þeirri rannsókn lokinni, sem fjell mjer í vil, auglýsti skrifstof- an aðferð þessa almenningi, eins og venja er til, um tveggja mán- aða skeið, til þess að mönnnm gæf ist kostur á að koma fram með athugasemdir, ef einhverjar eru gegn einkaleyfinu. En þær komu ekki úr neinni átt. Fisksvil hafa að mestu leyti farið forgörðum hjer á landi, nema hvað þau hafa eitthvað ver- ið notuð til áburðar, eða lítils- háttar til fóðurs, hrá eða soðin. En sjeu þau þurkuð og seld og flutt sem mjöl, er hægt að nota þau upp til sveita. Fóðurmjöl úr sviljum eða hrogn um er hentugt fyrir mjólkurkýr. Þó talsvert sje gefið af því, kem- ur ekkert óbragð að mjólkinni. Úr nýjum ógölluðum hrognum verður ekki gert slíkt mjöl, því það yrði of dýrt. Svo mikið fæst fyrir slík lirong. En sjeu hrogn- in gölluð, eru þau tilvalin í fóð- urmjöl. — En hvað um það að nota þetta mjöl í kex? — Matthías Þórðarson ritstjóri minnist í brjefi til Morgunblaðs- ins þ. 3. febr. á grein eftir mig í Ægi s.l. ár um framleiðslu á fiskimjöli til manneldis, á þairn hátt að blanda því saman við hveiti eða rúg. Hann talar um, að þetta sje engin nýjung. Jeg er sammála M. Þ. í þessu efn’i, enda segi jeg það í U/m- ræddri grein, að það hafi enga þýðingu að nota mjölið í brauð eða þ. h. Fólk vilji hafa fisk fyrir sig og brauð fyrir sig, en fiskinn ekki faldan í brauði eða kexi. Brauð eða kex úr slíkri vöru yrði ekki eins bragðgott og ef það væri gert úr sínu upprunalega efni þ. e. a. k hveiti o. þ. h. enda þekkja margir íslendingar brauð og kök- ur, sem hrogn voru sett í hjer í gamla daga til heimilisnotkunar. Býst jeg ekki við, að kex úr fiskúrgangi verði nokkurn tíma útflutningsvara fyrir okkur, nema þá að litlu leyti. Tollar á slíkri vöru myndu verða há- ir, og kexið frá okkur því altaf dýrara, en það sem framleitt yrði í neyslulöndunum, enda þyrftum vjer að flytja inn mikið af efn- um í kexið. En úr því jeg mintist á Matt- hías Þórðarson, þá er líklega rjett að jeg skýri nokkuð frá einkenni legum viðskiftum, sem jeg hefi haft við hann út af svilja- og hrognamjölinu, og einkaleyfi mínu á framleiðslu þess. En það' er efni í aðra grein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.