Morgunblaðið - 10.02.1938, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.02.1938, Blaðsíða 5
Hmtudagur 10. febr. 1938. MORGUNBLAÐIÐ 5 -------------- Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrg?5arma?5ur). Aug-lýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreitSsla: Austurstræti 8. — Sííyii 1000. Áskriftargjald: kr. 3,00 á niánuöi. í lausasölu: 15 aura eintakiö — 25 aura með Lesbók. YFIRRÁÐ ALÞÝÐUNNAR K.osningadaginn 30. janúar| prentuðu sendisveinar Stal- :ins yfir þvera síðu í blaði sínu, með rauðu Ietri, að í dag tæki alþýðan yfirráðin 1 Reykjavík. „Yfirráðin til alþýðunnar“, liefir verið slagorð þeirra sósíal- ista og kommúnista, sem kunn- ugt er. Þeir hafa með þessu vígorði sem svo mörgum öðrum xeynt að slá ryki í augu al- mennings. Þeir hafa með þessu reynt að læða þeirri hugsun ínn hjá kjósendum, að yfirráðin :í bæjarstjórn Reykjavíkur væri í raun rjettri ekki í höndum al- Jiýðunnar. En það var reykvísk alþýða, sem réði kosningaúrslitunum hjer þ. 30. janúar, eins og það :altaf er alþýða manna, sem ■öllum kosningaúrslitum ræður í lýðfrjálsum löndum. Flokkur, sem hjer í, Reykjavík fær um 10.000 atkvæði á kjördegi, fær þetta atkvæðamagn vegna ■þess, að alþýðan í bænum fylgir honum. Því var það, þó undar- legt sje það til frásagna, sann- mæli hjá Þjóðviljanum, er hann prentaði með sínu feitasta letri -og rauðasta lit, að alþýðan í Reykjavík tæki völdin í bænum þenna dag. * Hvað eftir annað hefir verið -á það bent hjer í blaðinu, og þó einkum eftir síðustu bæjar- stjórnarkosningar, að Sjálf- stæðisflokkurinn er eini stjórn- málaflokkurinn í landinu, sem er hreinn lýðræðisflokkur. Sam- vinna, samstarf og samhugur hefir á undanförnum árum ríkt milli flokkanna þriggja, Fram- sóknar- Alþýðu- og Kommúnista flokksins. Þegar til kosninga hefir komið, hafa flokkar þessir slegið saman pjönkum sínum. Svo var við Alþingiskosningarn- ar í vor. Stalinmenn kusu Tíma- menn, þar sem samfylkingin taldi sjer það best henta. Og nú er komin fram óræk sönnun fyr- ir því, sem Morgunblaðið hjelt fram í vor, að Framsóknarmenn yfirgáfu flokk sinn hjer í Reykjavík, einir 400, til þess að styðja Einar Olgeirsson. Framsóknarmenn verða að við- urkenna að nokkrir af þing- mönnum þeirra eiga þingsæti sitt að þakka kommúnistum. Og líommúnistar vita vel um stuðning þann er þeir hafa feng- ið hjá Framsókn. Að ógleymd- um Alþýðuflokknum fyrverandi sem er í órjúfandi samfylkingu við kommúnista hjer allan jan- nar, þó bæjarstjórnarkosning- arnar sjeu ekki fyrr um garð gengnar, en Alþýðublaðið stimpl ar fjelaga sína í liðsveitum Stalins eins og svikara og land- ráðamenn. * Lýðræði, valdaaðstaða meiri- hlutans, sem fæst með frjálsum almennum Tíosningum, er hin ó- skeikula trygging fyrir því, að yfirráðin sjeu í höndum alþýð- unnar. í munni einræðispostul- anna frá Moskva er því kraf- an um yfirráð alþýðunnar, því ekkert annað en ljelegt kosn- ingaskrum. Það er Sjálfstæðis- flokkurinn einn, sem engin mök hefir við einræðispiltana. Það er Sjálfstæðisflokkurinn fyrst og fremst, sem með einlægum hug vill vinna að því, að yfir- ráð alþýðunnar fái að haldast í þessum bæ og í þessu landi. * Sterkasta stoð lýðræðisins hjer, sem annarsstaðar er, að alþýða manna í landinu sje svo mentuð, að óvandaðir lýðskrum arar geti aldrei vilt henni sýn. Það er mentun og dómgreind alþýðunnar í landinu, sem á fyrst og fremst að hindra það, að stólíótapólitík Hjeðins Valdi marssonar eða einræðisbrölt Einars Olgeirssonar geti nokk- urntíma náð tökum á meirihluta kjósenda. Sjálfstæðismenn hjer í Reykjavík geta vissulega glaðst yfir sigri flokksins við bæjar- stjórnarkosningarnar. En menn mega ekki missa sjónar af þeirri staðreynd, að 6464 kjósendur, sem greiddu A-listanum atkvæði, greiddu at- kvæði með Stalin, eins og Ól- afur Friðriksson hafði komist að orði, og er það æði mikill hluti kjósenda. Við getum alveg verið vissir um það, Reykvíkingar, að svona margir kjósendur hjer í bæ, hefðu ekki greitt A-listanum at- kvæði, ef þeir hefðu skilið til fulls, hvað er stefna og einlæg- ur vilji þeirra Moskvamanna. Ef öll alþýða manna skildi til fulls, landráð kommúnista, er- indrekstur hins rússneska glæpavalds, fjörráð þess við ís- lenskt sjálfstæði og menningu, þá myndi ekki tíundi hver mað- ur, sem greiddi A-íistanum at- kvæði að þessu sinni, fylgja þess um mönnum að málum. Þess vegna, Reykvíkingar. Herðum sóknina gegn kommún ismanum, gegn Moskvavald- inu, gegn einræðisbröltinu, gegn æfintýramönnunum, sem ætla að fótum troða lýðræði lands- manna og svifta alþýðuna þeim yfirráðum, sem hún hefir í þess um bæ. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjós ar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa- póstar. Hafnarfjörður. Seltjarnar- nes. Grímsness- og Biskupstungna póstar. Laxfoss til Akraness og Borgarness. Snæfellsnespóstur. Austanpóstur. Lagarfoss til Aust- fjarða. Til Rvíkur: Mosfellssveit- ar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykja- ness-, Ölfuss og Flóapóstar. Hafn- arfjörður. Seltjarnarnes. Laxfoss frá Akranesi og Borgarnesi. Húna vatnssýslup óstur. Sigurður P. Sivertsen prófessor Þegar dánarfregn Sigurðar P. Sívertsens, vígslubiskups og prófessors barst út um bæinn í gærmorgun, þá kom sú fregn engum á óvart, sem honum var kunnugur. Hann hafði gengið með langvarandi vanheilsu, er jókst svo, að hann ljet af embætti, haustið 1936. Veikindin ágerðust þar á e-ftir svo, að hann varð algjörlega frá störfum og að mestu í rúmi, og nú frá áramótunum síðustu var öllum orðið það ljóst og ekki síst honum sjálfum, að brottför hans var búin innan skafmms. Sigurður P. Sívertsen var fæddur í Höfn í Mela- sveit 2. okt. 1868 og var því á 70. aldursári. Foreldrar hans voru Pjetur Sívertsen bóndi og síðari kona hans, Steinunn Þor- grímsdóttir. Hann varð stúdent úr Lærðaskólanum í Reykjavík með 1. einkunn, vorið 1889, fór þá til Kaupmannahafnar til guðfræðináms. Lauk hann þar öllum prófum með lofseinkun- um og kandidatsprófi í guð- fræði, einnig með 1. einkun, vorið 1895. Eftir heimkomu sína var hann í fyrstu tímakennari í Reykjavík, en vígðist prestur til TJtskála 12. júní 1898. Næsta ár gerðist hann prestur að Hofi í Vopnafirði, og þjónaði því embætti þar til Háskóli íslands tók til starfa, haustið 1911. Þá varð hann docent í guðfræði, og var hann því einn af fyrstu kennurum Háskólans. Hann var skipaður prófessor í guðfræði- deildinni 1917, er dr. Jón Ilelga son varð biskup, og gengdi því embætti þar til haustið 1936, er hann fjekk lausn frá því, eins og áður er sagt, vegna heilsubrests. Árið 1898 kvæntist hann Þór- dísi Helgadóttur, lektors, Hálf- danarsonar, en misti hana eftir fárra ára sambúð. Að dr. Valdimar Briem látn- um var hann kosinn vígslu- biskup af prestum Skálholts- stiftis hins forna og tók hann biskupsvígslu í Dómkirkjunni, þann 21. júní 1931. Þeirri stöðu sagði hann og lausri, er hann Ijet af embætti. * Hjer verður naumast unt með litlum fyrirvara, að telja öll þau trúnaðarstörf, sem próf. Sig. P. Sívertsen voru falin bæði við kirkjuleg störf og í þágu mann- úðar og mentamála. En nefna má þó nokkur, ,sem í hugann koma. Hann var einn af stofn- endum Prestafjelags Islands, og um 12 ára skeið formaður þess, eða alt þar til heilsuleysið hamlaði honum frá því staríi, eins og öðrum störfum. Var hann þá af Prestafjelaginu kjör inn heiðursforseti þess. Hann var og í Kirkjuráði frá byrjun og Helgisiðabókanefnd, allan tímann. Hann sat í milliþh.ga- nefnd um fræðslumál 1920—22 og gaf út um þau, ásamt dr. Guðm. Finnbogasyni, nefnlar- álit allmikið. Hann vann og af áhuga að því að bæta hag blindra manna og var formaður í Blindravinafjrhtginu. Er enginn efi á, að eitthvað töluvert hefir fallið hjer niður af störfum, sem hann hefir unn- ið að, t. d. hinn langa tíma, sem hann var prestur eystra. Hann var þá lífið og sálin í kirkju- legu starfi á Austfjörðum. Ritstörf próf. Sívertsens urðu ekki eins mikil að vöxtum og vænta hefði mátt af slíkum lær- dóms og eljumanni, vegna þess, hve heilsa hans gerði honum erfitt fyrir um mikla vinnu. Auk þess varði hann afar miklum tíma, auk kenslustarfans, til kirkjulegs starfs og stóð í brjefa skiftum við fjölda presta og aðra. Bækur próf. Sívertsens, sem jeg man eftir voru þessar: Opinberunarrit Síðgyðing- dómsins, fylgirit með árbók Há- skólans 1920, allmikið rit. Trúarsaga Nýja testamentis- ins 1923, kenslubók. Fimm höfuðjátningar ev. lút. kirkju, 1925, notuð við kenslu. Samanburður samstofna guð- spjallanna, fylgirit með árbók Háskólans, 1928. Auk þess átti hann hlutdeild í þessum bókum: 100 hugvekjur eftir ísl. kenni menn, 1926. Heimilisguðrækni (ásamt próf. Ásm. Guðm. og Þ. Briem), 1927. Apokrýfar bækur gamla testamentisins, útgáfa og sum- part ný þýðing eða lagfærð (á- samt próf. Á. G.), 1931. Helgisiðabók, ísl. Þjóðkirkj- unnar, sem hann var ásamt próf. Ásm. Guðmundssyni aðal- höfundur að, þótt nefnd hefði unnið að því starfi, 1934. Hann var um skeið meðrit- stjóri að tímaritinu Verði ljós! ásamt próf. Har. Níelssyni, en dr. Jón Helgason, biskup var, sem kunnugt er, aðalritstjóri >ess og útgefandi. Þá var hann ritstjóri Presta- f jelagsritsins 1919—’34, eða all an þann tíma, sem það kom út, og ritaði mjög mikið í það sjálf- ur. Því næst var hann, ásamt próf. Ásm. Guðmundssyni, rit- stjóri Kirkjuritsins, sem tók við Sigurður P. Sívertsen. af hinu, og ljet af ritstjórn þess iðastl. sumar. Auk þessa skrifaði hann mik- ið í ýmis tímarit, en ekki er tóm til að tína það saman. Má og vel vera, að hjer hafi gleymst eitthvað af ritstorfum hans, því að þessi skrá er gerð í flýti. Kenslustarf sitt rækti próf. Sívertsen með frábærri sam- viskusemi. Þó að hann gæfi ekki út margar kenslubækur, þá liggja eftir hann heilar bækur og uppteiknunum, sjerstaklega í trúfræði og siðfræði, og hefir ekki nema herslumun vantað til þess að hann gæfi út bækur í þessum vísindagreinum. * Með próf. Sig. P. Sívertsen er á brott genginn einn af far- sælustu starfsmönnum íslenskr- ar kirkju, samviskusamur kenn- ari og hinn mesti drengskapar- maður, hugljúfi allra sarakenn- ara hans, stúdenta og annara, sem hann starfaði með. Próf. Sívertsen var ekki eitt í dag og annað á morgun, og jeg hygg því, að jeg geti vel tilfært hjer nokkuð af því, sem jeg ritaði í heillaósk til hans, er hann varð sextugur. Jeg segi þar: ,,Á þessum breytingatímum, þegar nýjar stefnur ryðja sjer braut, og þá oft með ærslum ekki litlum, en aðrir búast til varnar og vilja hvergi hrærast „hvort sem angrar rsykur eða bruni“, þegar bardaginn elur upp í mönnum oftrú á stórum höggum, og '"ivkist neinu geta fram komið nema með ó- sköpum, — þá er sjaldgæft að finna menn, sem kunna að bera jöfnum höndum fram ,,úr fjár- sjóði sínum, nýtt og gamalt“ og hafa meiri trú á aðferð sól- arinnar en stormsins, er yfir- vinna skal mótstöðu. En slíkur maður er Sigurður Sívertsen, prófessor. — Hann er frjálslyndur guðfræð ingur í þeirri merking, sem það orð í raun og veru á að hafa. víðsýnn maður og glöggur á það fagra og milda í lífsskoðun kristindómsins, hvaðan sem það kemur og hvórt sem það er ,,gömul“ eða ,,ný“ guðfræði. Hann er í þeim efnum eins og háskólakennarar verða að vera. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Eftir próf. Magnðs Jénsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.