Morgunblaðið - 12.02.1938, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.02.1938, Blaðsíða 5
X<aiigardagur 12. febr. 1938. MORGUNBLAÐIÐ 5 éö orgtstt&I&ðtd Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgBarmaíSur). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiósla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánutSi. í lausasölu: 15 aura eintakiö — 25 aura metS Lesbók. HIÐ „ERLENDA GLÆPAVALГ Kommúnistar — erindrekar hins erlenda glæpavalds, bykjast vera vinir og frömuðir alþýðumentunar. Mentun sú, sem þeir aðhyllast, kalla þeir hina „sönnu“ alþýðumentun. Það á að kenna fólki frá blautu barnsbeini, að líta upp til komm únismans sem trúarbragða, er enginn má andæfa. Dómgreind fóllcsins á að doðna út af. í hlindri hlýðni við sendimenn Moskvavaldsins á fólkið að lifa <og hrærast frá vöggu til grafar. Fyrir slíkri menningu berjast .„utanstefnumennirnir", sem "vinna hjer fyrir erlent fje, eftir rússneskum fyrirskipunum, sem heir verða að hlýða í blindni, eins og Finnur hinn ísfirski lýsti verk að kveða niður slíka ,,al- þýðumentun“ sem þannig er birt íslenskum almenningi. En verum á verði íslendingar. Kommúnistar sem vinna hjer samkvæmt rússneskum fyrir- skipunum, eftir erlendum fyrir- myndum, vita hvaða aðferðir duga best til að sljófga dóm greind og þrengja sjóndeildar- hring alþýðunnar. Það eru slæm kjör, áhyggjur, erfiðleikar, óvissa, alt sem skap- ar vonleysi, öryggisleysi. Það er gegn þessum vopnum og með- ulum kommúnismans, sem Sjálf- stæðismenn verða að vinna af alhug og einbeittni til þess að við Islendingar getum verið viss ir um, að kommúnismanum greinilega í greinum sínum í Ahvergj ^úin sömu örlög, sem hann þýðublaðinu í fyrra. * liefir hlotið hjá frændþjóðunum á Norðurlöndum. Skíðafólk í hríð, verður að búa sig vel Einræðiskenningar og ofstæk- ashneigð kommúnismans er and- legur sjúkdómur, er reis upp frá blóðvöllum Evrópu í heims- styrjöldinni. Á tímabili var svo að sjá, sem pest þessi ætlaði að leggja undir sig mörg lönd og eyða mörgum þjóðum. En það fór á annan veg. Þjóðarbáknið rússneska stynur eitt undir ofur- þunga þessarar vitfirringar. Víða mn lönd hefir þessi far- aldur þó gerst landlægur, eins og andleg kvefpest, sem fólk "verst og venst, en þarf að taka mokkurt tillit til, þó þroski þjóð- anna gegn pestinni sje svo mik- ill, að um engar stórhættur sje lengur að ræða úr þeirri átt. Þannig hafa frændþjóðirnar á Norðurlöndum kveðið þann ó- vin niður að mestu, svo hann er orðinn þar lltið annað en sögu- legt fyrirbrigði, einskonar leif- ar frá hörmungum heimsstyrj- aldarinnar. En hjer úti á ís- landi höfum við oft orðið að sætta okkur við að vera á eftir nágrönnunum að ýmsu leyti. Og svo er með þetta. Hjer er komm nnisminn tiltölulega mikið öfl- ugri enn, en meðal annara nor- rænna þjóða. Stafar þetta af einangrun, þroskaleysi, þekking arskorti og því, hve mótstöðuafl hins tvítuga íslenska ríkis er á margan hátt minna, en hinna :;gömlu ríkja frændþjóða vorra. * Frjálslyndi, rjettsýni og ment tin íslenskrar alþýðu er og verð- <ur öflugasta vörnin gegn pest þessari, gegn þeim Moskva-sann leika, sem Einar Olgeirsson flytur þjóðinni, að böðlar Stal- ins sjeu frelsarar mannkynsins, að hið rotna glæpavald í Moskva, sje hollust fyrirmynd Islendinga, að einveldi og kúg- un, sje ímynd frelsis, en hver þjóðrækinn íslendingur, sem ann þjóðmenning vorri og þjóð- frelsi, sje mannhundur og ihreinn vargur í vjeurri. Það ætti ekki að vera erfitt Hvar fendir hann? Spellvirki“, „óhæfuverk“, „glæpir“, kallar komm- únistablaðið brottrekstur Hjeð- ins Valdimarssonar úr Alþýðu- flokknum. Menn spyrja. Því eru kommúnistar óánægðir að Hjeðni skuli vera vísað beina leið inn í þeirra flokk? Vilja þeir ekki taka við Hjeðni í kommúnistaflokk íslands? Sóm- ir hann sjer ekki vel þar? Því láta þeir Einar Olgeirsson, Bryn jólfur Bjarnason og fjelagar þeirra nokkurn dag líða, án þess Hjeðni sje boðið að ganga inn í Kommúnistaflokkinn. Ef kommúnistar láta það dragast stundinni lengur, að bjóða Hjeðinn velkominn í Moskvaflokkinn, þá verður það ekki skilið á annan hátt, en þann, að Moskvamennirnir vilji ekki heldur hafa hann hjá sjer. Hvað verður þá um Hjeðinn Valdimarsson? Því einhverssaðar verða vond ir að vera. BREYTINGAR Á STJÓRNARSKRÁ DANA. Khöfn í gær. FÚ. O tauning, forsætisráðherra ^ Dana hefir látið svo um mælt opinberlega, að tillögur danskra íhaldsmanna í stjórnar skrár málinu, sem að miklu leyti sjeu sniðnar eftir hinu norska fyrirkomulagi, sjeu að hans áliti nothæfur samnings- grundvöllur. I tillögunum felist ýmislegt, sem alþýðuflokksmenn láti sjer mjög umhugað um, eins og t. d. jafn kosningarrjettur fyrir alla, en hinsvegar sje flokkurinn á móti tveggja deilda fyrirkorau- laginu, en alt sjeu þetta samn- ingsatriði, sem samkomulag ná- ist vonandi um. Eins og' flestir Reykvík- ingar vita, hefir íþrótta fjelag Reykjavíkur nú und- anfarið staðið fyrir skíða- námskeiði hjer í bænum og sóttu það um 200 manns. Síðastliðinn sunnudag lagði liópur þessi af stað hjeðan úr bænum til útiæfinga tilheyrandi námskeiðinu; var ferðinni heitið að Kolviðarhóli. Þegar upp fyrir Lögberg kom skall á liríð og varð eltki lengra komist. Hefir því verið lýst í dagblöðum bæjarins, svo jeg sleppi því hjer. Að mínu áliti er þessi skíðaferð eins og hún var ómetanlegur þáttur í nám- skeiði í. R., ef fólk það, sem með var í liópnum, vill eða kann að notfæra sjer það. Slíkt veður, sem skall á að Lögbergi fyrirvara- laust verður ósjálfrátt til að und irstrika þá ágalla, sem fyrir kunna að koma við slík tækifæri, sem hjer um ræðir, og skal jeg minnast á þá helstu. Það er þá fyrst, að áberandi var, að nokkrir, sem með voru, voru ekki eins vel búnir og skyldi, og verður það aldrei nægi lega brýnt fyrir skíðafólki eða ferðafólki yfirleitt, að búa sig vel að heiman. Þetta er þó mikið að lagast frá því sem verið kefir, en betur má ef duga skal. Tryggvi Þorsteinsson skíðakennari ritaði ítarlega um búning skíða- fólks í Alþ.bl. síðastl. þriðju- dag og vísa jeg til þeirrar grein- ar, fólki til leiðbeiningar. Ef veður hefði verið gott þenna dag, hefði naumast verið tekið eftir þessum ágalla, en jeg vona, að þeir, sem lijer u’m ræðir, hafi fengið þá áminningu, sem verði þeim til góðs í framtíðinni, og þeir hinir sömu geti gefið öðr- um leiðbeiningar af reynslu sinni. Annar ágallinn, sem jeg vil minnast á þegar blindhríð skell- ur á alt í einu eins og í ferð þess ari, er þegar smáhópar skerast úr leik og ætla að bjarga sjer og hlaupa burtu frá fjelögunum. Slíkt kom oft fyrir þarna, en var oftast afstýrt. Þó sluppu nokkrir niður að Lögbergi áður en ákveðið var að allur hópurinn skyldi halda þangað. Varð þetta oft til að tefja fyrir þeim, sem sáu um ferðina og auka ábyrgð þeirra. Slíku fólki finst, meðan kraftarnir eru ónotaðir, allir veg- ir færir, en þegar á reynir getur samt illa farið, og skal jeg geta þess, að einn hópurinn, sem slapp, tók alveg skakka stefnu og stefndi á Mosfellsheiði. Honum var náð áður en það var of seint. Þetta kostaði þá, sem sáu um ferðina, margar ferðir frá bílun- um niður að Lögbergi, til að vita um, hvort allir hefðu náð þangað heilu og höldnu. Það er skylda fólks undir svona kringumstæðum að halda hópinn og skilja ekki fyr en end- anlega er ákveðið hvað gera skuli. Eins er það æskilegt að þeir, sem Eftir Jón Kaldal hraustastir eru, geri alt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa þeim, sem hjálpar þurfa og muna, að við íþróttaæfingar er liver annars fjelagi. Það var liapp að veðrinu slot- aði svo fljótt sem varð og að allir komust 1 bæinn aftur í góðu á- standi, en það gat líka farið á annan veg, ef óveðrið hefði hald- ist. Þó álít jeg, að ef fólk er vel búið og með gott nesti og hlýðir og skilur það, sem áður liefir ver- ið minst á, að þá sje hættunni af- stýrt. Jeg liefi heyrt, að nokkrir hafi mist kjarkinn fyrir skíðaferðum á sunnudaginn var, en slíkt er á- stæðulaust, því hvað er eðlilegra hjer á íslandi um hávetur, en að lenda í hríð einstöku sinnum, og finst mjer það hreint og beint til- heyra skíðaíþróttinni, og því bet- ur kann fólk að meta góða veðrið og sólina, þegar hún er. Jeg vil enda með orðum Frið- þ.jófs Nansens um skíðaíþróttina: „Getum við hugsað okkur nokk uð frjálsara og heilbrigðara en að taka skíðin okkar og fara út um fjöll og firnindi á björtum og heiðríkum vetrardegi? Getum við hugsað okkur nokkuð hreinna og göfugra en sjálfa náttúruna, þegar álnar djúpur snjórinn þek- ur holt og hæðir, fjöll og dali nær og fjær? Getum við hugsað okkur nokk- nð frískara og hressilegra en að rjúka eins og fuglinn fljúgandi niður skógivaxna fjallshlíðina, þar sem frostkalt vetrarloftið streymir að vitum okkar og hrím- hjelaðar hríslur grenitrjánna strjúkast um vanga okkar og eyru, á meðan liugur og sjón, sjerhver vöðvi og sjerhver taug er spent til hins ýtrasta, tilbúin FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. iijiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiimiiiijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiDiiiiiiii | Námskeið fyrir leiðsogumenn skfðatðlks: I Slysavarnafjelagið og fþróttafjelög | bæiarins taka hóndum saman 1 il þess að fyrirbygg'ja slysahættu á skíðaferðum og geta veitt góða hjálp ef slys ber að höndum, hefir §| fulltrúi Slysavarnafjelagsins ásamt nokkrum forvígis mönn- H um skíðaíþróttarinnar úr íþrótta- og skíðafjelögum bæj- §j arins ákveðið að koma eftirfarandi í framkvæmd: 1. Starfsemi Slysavarnafjelagsins, sem vinnur að 1 slysavörnum á landi, gengist fyrir námskeiðum, sem hefj- |§ ist eftir vikutíma, fyrir 15 menn úr hverju eftirtaldra fje- I laga: K. R., I. R„ Ármanni og Skíðafjelagi Reykjavíkur. 1 Á námskeið þessi velji fjelögin þá menn, sem mest eru § með í skíðaferðum fjelaganna og eru þar leiðsögumenn og 1 foringjar. Á námskeiðum þessum verði kent eftirfarandi: 1 Að glöggva sig á veðri, ratvísi, að búa til skyndisleða úr H skíðum, notkun lyfjakassa og öll almenn atriði í hjálp í I viðlögum. 2. Að reisa hjálparstöðvar á fjollum uppi, þar sem 1 hafðir sjeu menn á verði, einkum um helgar, þegar margt § manna er þar á skíðum. Á stöðvum þessum geti skíða- §j fólk fengið leiðbeiningar um rjettar leiðir og hjálp, ef 1 slys ber að höndum. Fyrsta stöðin verði höfð í Instadal í §{ Henglafjöllum, önnur uppi á Bláfjöllum og víðai’, eftir §j því, sem reynslan sýnir þörfina. 3. Að vinna að því að öll f jelög 1 Reykjavík, sem skíða- I ferðir stunda, taki upp þann sið (sem sum fjelaganna hafa 1 gert) að skylda alla þá, sem með vilja vera í skíðaferðum, 1 að láta skrá sig hjá fjelagsstjóminni, eða umboðsmönnum 1 hennar, í síðasta lagi daginn áður en farið er, en enginn 1 fái að fara með, sem gefur sig fram t. d. á sunnudags- = morgna, eða sama daginn og farið er, þar sem það eykur 1 mjög á erfiðleika fjelaganna, um það að fylgjast vel með, {§ hverjir fara. Afrit af nafnaskrám þessum sjeu síðan höfð 1 hjá vissum mönnum í bænum, en fararstjóri hafi með sjer 1 frumritið að skránni. Að skylda menn til þess að búa sig vel, og sje farar- §§ stjóra heimilt að gera þá afturreka, sem mæta illa búnir §j til fararinnar. Að skylda menn, sem með eru í skíðaferð- §{ um fjelaganna, að fara aldrei á undan fjelögum sínum til |j bæjarins, án þess að láta fararstjóra vita, því slíkt hefir 1 oft valdið töfum og jafnvel leitum að mönnum, sem farið E hafa án þess að nokkur af fjelögum hans vissi. UÍlllliillUlillitlilHíilllHllIllUÍlilIlllllllllllSlIlllllIllllllllllllllllllllllliilIllillIliílilililllllllliillllllllllIlllilllillillillllllimillllllillil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.