Morgunblaðið - 12.02.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.02.1938, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 12. febr. 1938. MORGUNBLAÐiÐ Hvað er að gerast í Þýskalanði? Hernaðar- eiiiræði í Rúmeníu Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. T7' aroi konungur neyddi “ Octavian Goga, skáld og fasista-forsæt- isráðherra Rúmena til þess að biðjast lausnar í gærkvöldi vegna þess að hæstir jettur hafi kveð ið upp þann úrskurð að Gyðingalöggjöf hans væri ósamrýmanleg hinni rúmensku stjórnar- skrá. En auk þess hafa Gyðingaofsóknir undan- farinna mánaða laimað utanríkisverslun Rúm- ena. Karol konungur kvaddi Mir- on patriark til þess að mynda nýja stjórn. Samtímis lýsti konungur yfir hernaðarein- rœði og alt landið í hernaðar- ástand. Herinn verður látinn taka að sjer stjórn allra innan- landsmála. Það kemur ekki á óvart, að hernaðareinræði skuli hafa ver ið stofnað. Eftir að Goga tók við völdum fyrir nokkrum mán- uðum, hefir hvað eftir annað verið rætt um að stjórn hans væri aðeins undanfari einræð- is konungs. Kosningar eiga að fara fram í Rúmeníu í byrjun næsta mánaðar. Miðflokkastjórn. London í gær. PÚ. Frjettaritari Reuters lýsir nýju stjórninni sem miðflokka- stjórn, sem hneigist til hægri. Varaforsætisráðherra og ut- anríkisráðherra er Tatarescu, fyrverandi forsætisráðherra. Auk þess eiga sæti í stjórninni allir fyrv. forsætisráðherrar nema Goga og Codreanu, for- maður „járnvarðanna". Hvarf rússneska sendiherrans. Frjettaritari -Reuters í Buk- jharest heldur því fram, að á- stæðan til þess, að Goga var látinn fara frá völdum, hafi ver ið mjög harðort mótmælaskjal sem rússnesku stjórninni barst í fyrradag frá stjórn Sovjet-Rúss- lands, út af hvarfi rússneska sendiherrans í Bukarest. (Rússneski sendiherrann í Bukarest hvarf fyrir nokkrum dögum og hefir ekkert til hans spurst. Fasistar hafa haldið því fram, að rússneska leynilögregl an (G.P.U.) hafi rænt honum, en aðrir segja, að rúmenskir fasistar hafi myrt hann). London í gær. FÚ. Georg Bretakonungur tilkynti í gær, að hann myndi ekki fara til Indlands, til þess að láta krýna sig á þessu ári, eins og áður hafði verið gert ráð fyrir, Octavian Goga, Viðvörun Japana til Rossevelts Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Reuter-skeyti frá Shanghai hermir, að fundist hafi fyr ir utan dyr hermálasjerfræð- ings Bandaríkjamanna þar af- höggvið höfuð Kínverja með þessari áletrun: „Viðvörun til óvina Japana“. Sakaruppgjöf. Lóndon í gær. FÚ. Þrjú hundruð þúsund mönn- um sem setið hafa í fangabúð- um í Japan fyrir pólitískar sak- ir, hafa verið gefnar upp sakir í dag, í tilefni af því að liðin eru 50 ár síðan hin nýja stjórn- arskrá gekk í gildi. SÆBJÖRG LEGGUR AF STAÐ HEIM í DAG. Khöfn í gær. FÚ. r r Tslensk áhöfn hefir nú tekið við björgunarskútunni „Sæ- björg“ og er gert ráð fyrir, að skipið leggi af stað heimleiðis í dag. Þorsteinn skipstjóri Þor- steinsson í Þórshamri í Reykja- vík, sem sjeð hefir um smíði segir í viðtali við Ber- linske Tidende, að Slysavarna- fjelag íslands myndi fúslega vilja láta smíða annað skip í Danmörku. En hann taldi þó líklegt að ekki gæti af því orðið. Fyrst og fremst af gjaldeyris ástæð- um, með því að viðskiftajöfn- uður íslands Danmerkur væri íslandi svo mjög óhag- stæður. Orðrómur um uppreisn og flótta herforingja: Þýski krónprinsinn vegabrjefslaus í Italíu Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Þrátt fyrir stöðug mótmæli af hálfu hins opinbera í Þýskalandi, hefir ekki tek- ist áð kveða niður þann orðróm, að alvarleg óánægja ríki innan þýska hersins út af breytingu þeirri, sem gerð hefir verið á yfirstjórn hans. Er á það bent, að öllurn fregnum um vænt- anlegt valdaafsal von Blombergs var mótmælt, þar til valdaafsalið var orðin staðreynd. Lausafregnir ganga um það, að foringjar hersins í Pommern og Austur-Prússlandi hafi gert uppreisn og neitað að hlýða hinni nýju her- stjórn þar. Margir herforingjanna voru teknir fast- is, en sumir komust undan á flótta til Póllands. Það fylgdi fregninni, að landamæraverðir hafi skotið herforingja á flótta. Italíuferðalag krónprinsins. önnur fregn hermir, að Vilhjálmur krónprins, (sonur Vil- hjálms II.) hafi flúið til ítalíu. Krónprinsinn fór í ferðalag til Norður-ftalíu 2. febrúar, án þess að hafa með sjer vegabrjef. Hann neit- ar því þá að hann hafi flúið og segir að einn af þjónum hans hafi gleymt vegabrjefinu heima! Breska frjettastofan „Exchange Telegraph“ skýrir frá því að Gestapo menn (Gestapo er ríkisleynilögregla Hitlers) hafi undanfarið gert húsleit hjá herforingjum í Rínarhjeruðunum, sem ekki eru nazistar og hjá vinum þeirra. Margir hafa verið teknir fastir. Frjettastofan heldur því fram, að margir her- foringjar og stóriðnaðarmenn hafi flúið til útlanda, þ. á. m. sex herforingjar til Austurríkis. Eimskip. Gullfoss er í Reykja- vík. Goðafoss er á leið til ísa- fjarðar frá Siglufirði. Brúarfoss fór frá Leith í gær áleiðis til Vestmannaeyja. Dettifoss er í Hamborg. Lagarfoss fór austur um land til útlanda í gærkvöldi kl. 8. Selfoss er í Reykjavík. Ekkert af þessum frjettum hefir fengist staðfest, þvert á móti, þeim er öllum mótmælt og fullyrt að þær sjeu t unn- ar undan rifjum Gyðinga í Póllandi. Ekki uppreisn — Þeir sem kunnugir eru, telja fregnina um uppreisn herfor- ingjanna í Pommern og Austur- Prússlandi rangar, en viður- kenna að breytingar þær, sem gerðár hafa verið á stjórn hers- ins, mælist mjög illa fyrir með- al hinna tiginbornu herforingja í þessum hjeruðum. Þetta er að viðurkent meðal þýskra nazista. von Blomberg var áður en hann gerðist hermálaráðherra, setu- liðsforingi í Königsberg í Aust- ur-Prússlandi. Hreinsunin heldur áfram. En þessi andstaða hefir engin óhrif haft á stjórnina. Frjetta- ritari Berlingske Tidende 1 Khöfn símar að „hreinsunin" innan hersins haldi áfram, og að þvi sje stefnt með fullum krafti að gera alla foringja hers ins að nazistum. Gestapomenn og S. S. foringjar rannsaka ná- kvæmlega skrána yfir starfandi herforingja og þeir sem ekki eru nazistar eru annaðhvort reknir úr embættum, eða fluttir á hernaðarlega lítilvæga staði. I stað foringjanna, sein sagt — Þjóðverjar — og ítalir Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Skeyti til „The Times“ frá Múnchen segir að „Verein Deutschtums im Ausland“ (fjelag þjóðverja erlendis) hafi sett upp götuspjöld þar sem letrað er: „Trúið ekki lygum Itala. ftalir ofsækja Þjóðverja í Suður-Tyrol“. Enginn liðs- samdráttur. London í gær. FÚ. I Róm hefir verið tilkynt opinberlega, að frjett sem barst út frá Vínarborg í gær, um að ítalska stjórnin hefði sent herlið til norður landa- mæranna, hefði ekki við neitl að styðjast. NORSKT SKIP SENT TIL AÐSTOÐAR fS- JAKA-RÚSSUNUM. Khöfn í gær. FÚ. Norski landvarnarmálaráð- herrann hefir gefið fyrir- skipun um að eftirlitsskipið Frithjof Nansen skuli leitast við að koma Papininleiðangurs- mönnunum til hjálpar, þar sem þeir eru á reki á ísnum. Hugs- anlegt er einnig að fleiri norsk skip sem eru á veiðum í nánd við ísland geri tilraun til þess að hjálpa leiðangursmönnun- um. er upp, er búist við að settir verði foringjar S. S. (svart- stakka) fjelaginu. „Gamli skólinn“. Loudon í gær. FÚ. Nokkrir embættismenn Naz- istaflokksins hafa kannast við það fyrir blaðamönnum, að „hreingemingarstarfsemi“ ætti sjer stað meðal embættismanna þýska hersins og að nokkrir þeirra, sem væru „af gamla skólanum“ hefðu reynst erfið- ir upp á síðkastið. Blöð í Þýskalandi birta annars ekkert um orðróminn um mót- þróa innan hersins, nje um skrif erlendra blaða í gær. En í gær birti eitt af helstu blöðum Þýskalands utan Ber- línar grein um afstöðu hersins til þjóðfjelagsheildarinnar, þar segir, að ópólitískur her sje gagnbyltingartæki. Herinn hafi enga þá sjerstöðu í þjóðfjelag- inu, sem rjettlæti það, að hann hafi sín eigin lög. Her Þýska- lands hljóti að vera nazistaher og lúta flokkslögunum. Til þess að kveða niður fregn- irnar í erlendum blöðum um á- standið í Þýskalandi kallaði fulltrúi dr. Göbbels í þýska ut- nríkisráðuneytinu dr. Bernt(?) í dag á fund sinn alla erlenda EKKERT ÁKVEÐIÐ UM FLUG FRÁ NOR- EGI TIL ÍSLANDS. Khöfn í gær. FÚ. C tj órn norska f lugf j elagsins ^ skýrir frjettaritara útvarps ins í Kaupmannahöfn frá því, að ennþá sje ekkert afráðið um það, hvenæv flug geti hafist á milli Noregs og Islands og lætur þess getið um leið, að þetta. mál hafi ennþá ekki verið rætt í fullri alvöru milli fulltrúa frá fjelaginu og íslenskra stjórnar- valda. Hinsvegar hljóti samvinna Danmerkur og Islands að hafa mjög mikla þýðingu fyrir fram- gang málsins. ÓSIGUR DE VALERA. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. London í gær. FÚ. Qtjórn Craigavons lávarðar í Norður-Irlandi hefir hlotið yfirgnæfandi meirihluta í þing- kosningunum sem fóru fram í fyrradag. Enn er ófrjett úr fjór- um kjördæmum, en fyrri þing- menn þeirra voru allir úr flokki Craigavons. Auk þess hefir flokkurinn hlotið 35 þingsæti af 52. Árshátíð sína heldur St. Verð- andi í kvöld í G. T.-húsinu. Hefst hun kl. 8y2. Verður þar ýmislegt til skemtunar haft, svo s|m kvart- ettsöngur, gamanvísnásongur, leik sýning og dans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.