Morgunblaðið - 12.02.1938, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.02.1938, Blaðsíða 7
Laugardagur 12. febr. 1938. MORGUNB LAÐIi) 7 Á 12 klst. milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur! Versta hríðarveður af austri gerði hjer í bænum og um- hverfi hans í fyrrakvöld. Hlóð svo mikið niður af snjó, að bílaumferð stöðvaðist í bænum. Einnig varð vegurinn milli Hafn arfjarðar og Reykjavíkur ófær bílum. Voru nolckrir almennings vagnar frá Hafnarfirði á leh'- inni til Reykjavíkur, er hríðin skall á og sátu þeir fastir. Farþegarnir urðu að hafast við í bílunum, en sumt komst heim á bæi. Voru t. d. um 40 mans í Arnarnesi um nóttina. Margir fóru gangandi, er veðr- inu slotaði, og sumt fólk, sem fór úr Hafnarfirði í fyrrakvöld kl. 10, komst ekki í bæinn fyrr •en á hádegi í gær. Er þetta eitt hið versta veður, sem hjer hefir komið lengi. Útsala Aðalstræti 10 Eftir áramótavörutalmngn, höfum við ákveðið að selja eftirtaldar vörur með mikið lækkuðu verði, sumar alt að hálf virði: Spínat í dósum. Gúrkur í dósxun. Hunangslíki. Hnetur. Sardínur í tómat. Sardínur í ediki. Fíkjur í pökkum. Grænar baunir í 1. v. Succat. Sinnep í pökkum. Salt í pökkum. Maccaroni. Ostur (gammel). Sósur og ýmislegt fleira. Framleiðam: Skíðalúffur, Skinnlúffur, Hanska, Belti, Veski, Töskur, Svefnpoka, Vattteppi, Kerrupoka o. fl. - Seljum aðeins í heildsölu. - Magni h.f. Bjargarstíg 2. Sími 2088. Tedrykkjan einskonar dauðadómur Maður að nafni Barmin var um skeið sendisveitarritari við rússnesku sendisveitina í Aþenu. Hann er nú flóttamaður, og hefir aðsetur sitt í París. Hann komst i tölu rússneskra flóttamanna með þeim hætti, að því er „The Times“ skýrir frá. í höfninni í Piræus var rúss- neskt herskip. Skipherrann hauð Barmin út í skipið til tedrykkju. Hann hafði fallið í ónáð sovjet- yfirvaldanna, en var þó ekki bein- línis fyrir skipað að koma heim til Rússlands. En er hann fekk hoðið til te- drykkjunnar í hinu rússneska skipi, ljet hann kurteislega í ljós þá skoðun sína, að hann teldi það betur fara að skipherrann kæmi heldur í heimsókn til sín í landi. En þegar ekki var við það kom- andi, og hann átti nauðugur vilj- ugur að fara út í skipið, tók hann til fótanna og bað frönsku sendi- sveitina um vegabrjef til Frakk- lands. Því hann leit svo á, að tedrykkj an úti í hinu rússneska skipi yrði sama sem að ganga *út í opinn dauðann. Fyrir 50 árum ísafold 4. jan. 1888: — Þessir fjórir voru kosnir í bæjarstjórn hjer í gær af flokki hinna liærri gjaldenda til 6 ára: Halldór Kr. Friðriksson yfir- kennari (endurkosinn) með 69 atkv. Dr. J. Jónassen hjeraðslæknir með 52 atkv. Síra Þórhallur Bjarnason presta skólakennari með 51 atkv. Guðhr. Finnhogason konsúll með 46 atkv. Þar næst hlaut Kristján Jóns- son yfirdómari 35 atkv. og Ind- riði Einarsson revisor 26 atkv., en Kr. Ó. Þorgrímsson (fyrrum bæjarfulltrúi) 12. — Þar af ann- aðhvort eitt eða tvö í heyranda hljóði, en hin öll með „innskrift“, þ. e. skrifuðum seðlum, er annars voru æðimikið tíðkaðir við allar kosningarnar. Síra Eiríkur Briem prestaskóla- kennari afsagði fyrirfram að taka á móti kosningu, en hlaut þó 9—10 atkv. Yfirdómari L. E. Sveinbjarn- arson mótmælti kjörgengi dr. J. Jónassens, af því að hann væri í niðnrjöfnunarnefnd, en kjör- stjórnin úrskurðaði á hinn veg- inn. Bæjarstjórnarkosniug þessi verð ur líkast til einhvern tíma talin merkileg í sögu landsins, fyrir það, að það mun liafa verið í fyrsta skifti, er kona hefir hag- nýtt sjer kosningarrjett þann til sveitarstjórnar, sem konum hjer á landi var veittur með lögum fyrir nær 6 árum og frægt er orð- ið víða. Þær stóðu nú 10—12 á kjörskrá hjer sem áður. Ein hafði nú loks einurð á að koma á kjör- fund. Þessi eina, sem á kjörfund kom og atkvæði greiddi, var hús- frú Kristín Bjarnadóttir frá Esjubergi. Dagbók. □ Edda 59382157 — Fyrl. Atkv. Veðurútlit í Rvík í dag: Mink- andi NV-átt. Úrkomulaust að rrestu. Veðrið (föstudagskvöld kl. 5): Vestan lands er NV-átt með snörp um skúrum eða jeljum og 1—3 st. hita. Austan lands er V-kaldi og bjart veður. Alldjúp lægð fyrir norðan land og austan á hreyfingu austur eftir. Næturlæknir er í nótt Kjartan Ólafsson, Lækjargötu 6 B. Sími 2614. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Messur í dómkirkjunni á morg- un — sjómannadagurinn: Kl. 11, síra Bjarni Jónsson; kl. 2, harna- guðsþjónnsta (sr. Fr. H.); kl. 5, síra Friðrik Hallgrímsson. Við guðsþjónusturnar verður tekið á móti gjöfnm til starfsins á Sjó- mannastofunni. Messað í fríkirkjunni á morgun (sjómannaguðsþjónusta), sr. Árni Sigurðsson. Sjómannamessa í Laugarnes- skóla á morgun kl. 2, síra Garðar Svavarsson. Barnaguðsþjónusta í Laugarnes skóla á morgun kl. 10.30. Messað í Hafnarfjarðarkirkju á morgun kl. 5, síra Garðar Þor- steinsson. Messað í fríkirkjunni í Ilafn- arfirði á mórgun kl. 5 (sjómanna- dagur), síra Jón Auðuns. Bamaguðsþjónusta í fríkirkj- unni í Hafnarfirði á morgun kl. 2, síra Jón Auðuus. Messað í Aðventkirkjunni sunnu daginn 13. febr. kl. 8.30 síðd. O. J. Olsen. B.v. Tryggvi gamli kom af upsa veiðum í gær. Afli var rúmlega 100 smálestir. Olíuskip kom í gær með farm til Olíuverslunar íslands. Árshátíð sína halda í kvöld Fjelag íslenskra símamanna og Póstmannafjelag íslands að Hótel Borg. ísfisksala. Haukanes seldi afla sinn í Grimsby í gær, 1890 vættir, fyrir 1338 sterlingspund. Dansleik heldur fjelag harmon- ikuleikara í K. R.-húsinu annað kvöld. Bjarni Björnsson gamanleikari heldur þriðju skemtun sína í Gamla Bíó í kvöld kl. 7.15. Tvær fyrri skemtanir Bjarna voru svo vel sóttar að aðgöngumiðar seld- ust, upp á örstuttum tíma. Má buast við jafnmikilli aðsókn nú. Farþegar með Lagarfossi í gær frá Reykjavík til Austfjarða og Vestmannaeyja voru: Jón Gunn- arsson, Herm. Hermannsson toll- þjón, Vilhelmína Guðmundsdóttir, Sigríður Ingólfsdóttir, Kristján Jónsson og fni, Björgvin Pálsson, Sigurður Jónsson, Ólöf Einars- dóttir, Jóna Jónsdóttir, Jóna Ei- ríksdóttir. Ketill Ólafsson skíðakappi frá Siglufirði, sem Reykvíkingar munu kannast við frá landsmót- inu í fyrra, er nýkominn til bæj- arins á vegum „Ármanns“. Ætlar Ketill að annast skíðakenslu í skála Ármenninga í Jósefsdal. Öllum þeim fjelagsmönnum, sem tök hafa á, er gefinn kostur á að dvelja í skálanum og njóta til- sagnar Ketils ókeypis. Upplýsing- ar geta menn fengið á skrifstofu fjelagsins, sími 3356. Hjónaefni. Nýlega hafa birt trúlofun sína ungfrú Þorbjörg Jónsdóttir, Reykjavík, og dr. Bruno Schweiger, Dussen Ammer- see, sem mörgum íslendingum er kunnur bæði frá Miinchen og eins frá ferðum hans hjer á landi. Útvarpið: 20.15 Erindi: Shakespeare og leik listin á hans dögum, II. (Har- aldur Björnsson leikari). 20.40 Þættir úr „Storminum", leik riti Shakespeares (Haraldur Björnsson o. fl.). „í LANDI ELDVAÐENDA OG HINNA LANGLÍFU“. „í landi eldvaðenda og hinna langlífu". Fyrir lestur sá, er Ivan Krestanoff, búlgarski rithöfundur- inn, ætlaði að halda um ofanskráð efni síðastliðinn sunnudag, fórst fyrir vegna veðurs. Annað kvöld (sunnudagskvöld 13. þ. m.) mun hann flytja þanna sama fyrirlest- ur í Guðspekifjelagshúsinu kl. 9. Búlgaría er, eins og kunnugt er, land hinna Langlífu, og verða þar rnargir 100 ára og þar yfir. Þar eru einnig konur, sem vaða eld. Herra Krestanoff mun segja frá þessu, og auk þess mun hann segja frá ýmsum andlegum stefn- um og hreyfingum, er láta til sín taka í Búlgaríu. Hann mun yfir- leitt segja frá ýmsum hlutum furðulegum, og ekki spillir það, að hann mun og sýna skugga- myndir. Herra Krestanoff er sann- mentaðnr maður, þar af leiðandi yfirlætislaus og hugþekkur, og hefir yfirsýn hins víðförla heims- borgara yfir menn og málefni. — Slíkir menn eru góðir gestir og þess verðir, að á þá sje hlustað. Grjetar Fells. SJÓMANNABÓKASAFN I SANDGERÐI. Hr. ritstj. ótt ótrúlegt sje, þá er ekkert bókasafn í Sandgerði fyrir sjómenn, þó að tugir fiskibáta stundi þar veiðar á hverri vetr- arvertíð — eða 3—4 hundruð manns víðsvegar að af landinu — að sunnan og vestan, norðan og austan. Nú er þegar byrjað á því, að safna tillögum meðal skipshafna hjer til þess að stofna „Bóka- safn sjómanna í Sandgerði", og hefir það fengið góðar undir- tektir, og byrjar safnið vonandi að starfa fyrir miðjan þennan mánuð. En betur má ef duga skal, og þarf að fara fleiri leiðir til þess að afla bókasafninu fjár og lesefnis. Sótt mun verða um lít- ilsháttar styrk til Alþingis, í því skyni, í eitt skifti fyrir öll. Það þarf ekki að eyða orðum um nauðsyn þessa máls. Svona langvanrækt málefni þarf skjótra aðgerða og stuðning áhugasamra manna, sem bera hlýjan hug til sjómanna og vilja vel til þeirra* gera. Og það vilja víst flestir gera, að minsta kosti á sjómanna- sunnudaginn. Þeir, sem standa hak við þetta málefni ásamt undirrituðum, eru oddvitinn og hreppstjórinn hjer í Miðneshreppi. Ef einstakir áhugamenn og velunnarar sjómanna vildu styrkja þetta fyrirtæki með bóka-, tímarita- eða hlaðasendingum, þá þurfa menn í Reykjavík ekki ann að en árita það til „Bókasafns sjómanna, Sandgerði“, og biðja fyrir það á Steindórsstöð eða Mjólkurbílastöðinni, og kemst það þá örugglega sendanda að kostnaðarlausu til skila. Stutt skilagrein um safnið mun verða hirt í einu eða fleirum dagblöðunum, að lokinni vertíð. Heill góðu málefni. Valdimar össurarson ' ’ i’ H \ l I ' Það tilkynnist vinum og ættingjum, að konan mín, móðir okkar og tengdamóðir, Halldóra Loftsdóttir, andaðist hjer í Reykjavík 10. þessa mánaðar. Guðmundur Helgason, böm og tengdabörn. Faðir minn og tengdafaðir, Jón Magnússon Melsteð, andaðist í gær. Ólafur L. Jónsson, Guðrún Karvelsdóttir, Ránargötu 6. Hjer með tilkynnist að maðurinn minn, Árni Gíslason, frá Miðdal, andaðist í Landspítalanum í gærmorgun. Guðrún Magnúsdóttir. Jarðarför okkar hjartkæru dóttur og systur, Jóhönnu Filippusdóttur, fer fram frá dómkirkjunni mánudaginn 14. þ. mán. kl. V/2. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Guðrún Pjetursdóttir. Filippus Jóhannsson. Ingveldur S. Filippusdóttir. Hugheilar þakkir fyrir sýnda hluttekningu við jarðarför mannsins míns og föður okkar, Jóns Kristjánssonar. Guðbjörg S. Jónsdóttir og böm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.