Morgunblaðið - 20.02.1938, Blaðsíða 2
2
Sunnudagur 20. febr. 1938.
MORGUNBLAÐIÐ
Mussolini fús til að
vingasl við Brela
Óltasl valdabrölt
Hitlers i Austurriki
Hitler heldur ræðu sína í dag
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
STJÓRNMÁLAMENN í öllum löndum
Evrópu bíða með eftirvæntingu eftir
ræðu Hitlers, sem hann heldur kl. 1
á morgun (sunnudag), (kl. 11 árd. ísl. tími.) —
Ræðunni verður útvarpað um allar þýskar og aust
urrískar útvarpsstöðvar.
Til marks um hve stjórnmálaviðhorfið í álf-
unni er alvarlegt, er það, að ráðherrafundir eru
haldnir í London og Róm, þrátt fyrir helgifríið.
Ráðherrafundur hefir ekki verið haldinn á laug-
ardegi í London síðan valdaafsal Edwards fyrv.
Bretakonungs var á döfinni. Alment er búist við
stórtíðindum næstu daga.
Neville Chamberlain forsætisráðherra Breta kallaði
Grandi, sendiherra ítala í London, á fund sinn í gær og
ræddust þeir, ásamt Eden utanríkismálaráðherra Breta
við í hálfa aðra klukkunstund.
Hitler heldur ræðu í þýska út-
varpið í dag.
Franco vinnur
á við Teruel
London í gær. FÚ.
ppreisnarmenn á Spáni
telja sjer hafa orðið mik-
ið ágengt á vígstöðvunum norð-
an við Teruel undanfarna daga'.
Segjast þeir í gær hafa komist
yfir Alfambra-fljótið og hafa
náð undir sig mikilsverðum
hæðum á átta mílna breiðu
svæði. Segjast þeir nú vera að
eins fimm mílur, eða 8 kíló-
metra frá sjálfri Teruelborg.
Stjórnin á Spáni viðurkennir
að hersveitir hennar á þessum
slóðum hafi orðið að draga
saman herlínur sínar.
Hitler heimsæk-
ir Kristján X
Kalundborg í gær. FÚ.
ÖNSKU konungshjónin eru
nú á leið til Cannes í Suð-
ur-Frakklandi og staðnæmdust
þau í Berlín í morgun. Á með-
an þau dvöldu í borginni
hjeldu þau til hjá danska sendi
herranum þar. Þangað kom
Hitler í heimsókn til konungs-
hjónanna. — Konungshjónin
hjeldu ferðalaginu áfram síð-
degis í dag.
Breskur læknir
drepinn
í Palestínu
London í gær. FÚ.
reskur læknir beið bana í
gær í Palestínu, er vopn-
aður flokkur Araba skaut úr
launsátri á almenningsvagn, en
tveir farþegar í vagninum og
ökumaðurinn særðust. Læknir-
inn var í þjónustu breska flot-
ans.
Snemma í morgun hóf lög-
reglan leit að þessum ofbeldis-
flokki og hafði upp á honum
að lokum. Tókst lögreglunni að
umkringja flokkinn, en einn
Arabi, sem reyndi að brjótast
í gegnum lögregluvörðinn var
skotinn til bana.
Skagfirðingafjelagið Varmahlíð
heldur aðalfund sinn í dag kl. 4
á Ilótel Borg.
—Papanin—
um borð í ísbrjótnum
London í gær. FÚ.
LUKKAN fimm síðdegis
í dag barst sú frjett út
frá Moskva að búið væri að
bjarga hinum fjórum rúss-
nesku vísindamönnum af ís-
flekanum í Norðurhöfum.
Það var sagt að þeir væri
allir komnir um borð í hina
tvo íshrjóta, sem brotist
höfðu í gegnum íshroðann
að fleka þeirra.
Meira öryggi íyrir
sjómenn við Eyjar
Jóhann Jósefsson flytur í efri
deild svolxljóðandi þingsálykt
unartillögu:
„Bfri deild Alþingis ályktar að
skora á ríkisstjórnina að láta á
komandi sumri fara fram rann-
sókn á því, hvort kleift sje að
byggja og starfrækja ljósvita á
Þrídröngum, og gera áætlun um
byggíngar- og starfrækslukostnað
slíks vita“.
I greinargerð segir:
Það er alkunna, að siglingaleið-
ir kringum Vestmannaeyjar eru
einhverjar þær fjölförnustu hjer
við land, bæði af verslunar- og
fiskiskipum, en um leið stórhættu
legar í dimmviðri, vegna skerja,
grynninga og strauma, jafnvel fyr
ir kunnuga menn. Nægir í því
sambandi að benda á hin tíðu sjó-
slys, sem þar hafa orðið og efa-
laust má að nokkru leyti um
kenna ónógum Ijósvitum á eyjun-
um og kringum þær.
Einn hættulegasti staðurinn er
svæðið kringum Þrídranga, því
bæði er þar fjölfarnast af allskon-
ar skipum og leiðin óhrein bæði
fyrir sunnan þá og vestan. Auk
þess liggja drangarnir það langt
undan landi, að Stórhöfðavitinn,
sem er aðalvitinn á eyjunum, sjest
ekki þangað nema í sæmilega góðu
skygni, og því alls ekki þegar hans
væri mest þörf.
Það er álit sjómanna, bæði í
Eyjum og annara, að nýr viti
myndi stórum draga úr hættum
þeim og óþægindum, sem sigling-
'um við Vestmannaeyjar eru sam-
fara, og að slíkur viti kæmi að
hestu gagni á Þrídröngum, ef
hægt væri að reisa hann þar og
starfrækja með nægilegu öryggi.
Otto príns vill
verða konungur
Kalundborg í gær. FÚ.
TTO hertogi af Habsburg,
hefir látið það uppi við
blaðamenn að hann muni aldrei
sleppa tilkalli sínu til ríkiserfða
í Austurríki.
Chamberlain vill koma því
til leiðar strax, að vinsamleg
samvinna verði með ítölum og
Bretum og margir spá því, að
viðburðir síðustu daga er Hitl-
er kúgaði Schussnigg, Austur-
ríkiskanslara, verði til þess að
ítalir verði samvinnuþýðari við
Breta.
Mussolini er ekkert um að
Hitler færi landamæri Þýska-
lands að Brennerskarði.
BRETAR VILJA
EKKI HESTA-
KAUP.
Vitað er, að samræður þeirra
Jjhamberlains, Edens og
Grandi greifa, snerust um Mið-
Evrópumálin og Miðjarðarhafs-
málin. Ekkert hefir þó verið
látið uppi um árangur af þess-
Lm viðræðum.
,,Times“ í London skrifar
um mál þessi í dag og segir að
Bretar óski eftir varanlegri vin-
áttu ítala, en ekki kvikuls sam-
komulags eða hestakaupa, sem
aðeins standi einn dag.
FRAKKAR
VILJA STÖÐVA
HITLER.
Franska stjórnin hefir boðið
bresku ríkisstjórninni aðstoð
sína til að stöðva Hitler í út-
þenslupólitík hans. — Óska
Frakkar þess að stjórnir
beggja, gefi út yfirlýsingu um
það, að Frakkar og Bretar
muni aldrei þola, að ráðist sje
inn í lönd þeim vinveittra þjóða
eða neinar aðrar ráðstafanir
sjeu gerðar sem skerða sjálf-
stæði vinveittra þjóða. Heldur
ekki muni stjórnir þessara ríkja
þola neinar ráðstafanir sem feli
í sjer breytingar á þeirri landa
mæraskipun, §em nú ríkir í Ev-
rópu.
VON RIBBENTROP
TIL RÓMABORGAR
London í gær. FÚ.
'Dr. Seyssin Quart, hinn nýi
innanrríkismálaráðherra Aust-
urríkis er nú kominn aftur til
Vínarborgar frá Berlín, en í
dag lagði von Papen sendi-
herra Þýskalands í Austurríki
af stað til Berlínar. Að lok-
inni ræðu Hitlers í Ríkisþing-
inu á morgun mun von Ribb-
entrop hinn nýi utanríkismála-
ráðherra Þjóðverja leggja af
stað til Rómaborgar.
NASISTAR
í FÖÐURLANDS-
FYLKINGUNNI
í Linz í Austurríki var í dag
mikil fagnaðarhátíð, þegar 25
a.usturrískir nasistar sem setið
höfðu í fangelsi komu heim aft-
ur.
Einn af leiðtogum keisara-
sinna, dr. Fritsch, búsettur í
Linz, sagði af sjer embætti í
Föðurlandsfylkingunni í dag
og sagðist ekki geta fundið sig
lengur í starfinu, ef taka ætti
nasista upp í fylkinguna.
ITALIR segjast
VERA ÁNÆGÐIR
Berlín í gær. FÚ.
ÖIl ítölsku blöðin qru sam-
taka um að mótmæla öllum
fregnum um það, að ítalir líti
hið nýja samkomulag þeirra
Hitlers og Schussniggs óhýru
auga. Þau segja, að Italía
styðji sjálf þetta, samkomulag
Þýskalands og Austurríkis, hafi
fyrirfram gefið samþykki sitt
til þess.
Leikfjelag Reykjavíkur sýnir í
kvöld hinn ágæta sjónleik „Fyr-
irvinnan" eftir W. Sommerset
Mangham.
Chamberlain vill semja við Musso-
lini.
Stærsta
loftorusta
í Kínastríðinu
30 flugvjelar
skotnar niður
London í gær. FÚ.
oftorustan, sem átti sjer
stað í gær yfir Hankow,
er sögð hafa verið sú stærsta
sem átt hefir sjer stað síðan
styrjöldin í Kína hófst.
Japanar hálda því fram, að þeir
hafi skotið niður 30 kínverskar
flugvjelar, en samkvæmt frjett
frá Kínverjum voru flugvjelar
þeirra ekki nema 35. Kínverjar
segjast hafa skotið niður fimm
flugvjelar fyrir Japönum.
Kínverjar stöðva
framrás Japana.
I frjettum frá Kína segir, eftir
kínverskum heimildum, að Kín-
verjum hafi tekist að stemma
stigu fyrir framrás japanska hers
inst í Ho-peh með því að eyði-
leggja Löngu-brúna svo nefndu
yfir Gulafljótið, en um Löngubrú
liggur járnbrautin frá Peiping til
Hankow.
I frjettum frá Japönum sjálfum
er viðurkent, að hersveitir Kín-
verja hafi haft sig mikið í frammi
á allstóru svæði undanfarna daga,
en ekki greint nánar frá orustum.
Heilt þorp legst í eyði
vegna sjávargangs
London í gær. FÚ.
i^ER einasti íbúi í bænum
Jorsey í austur Nordfolk-
hjeraðinu í Englandi, hefir nú
yfirgefið bæinn. I óveðrinu, sem
geisaði við Englandsstrendur
um síðustu helgi, gekk þarna
svo mikill sjór á land, að bær-
inn einangraðist.
Flestir íbúar hans flýðu þeg-
ar í burtu, en nokkrir hjeldust
þar við þangað til í gærkvöldi.
Sjórinn hefir eyðilagt öll vatns-
ból bæjarins, og að öðru leyti
gert fólki ókleift að haldast
þar við.
í Horsey voru um 300 manns
búsettir.
Skemtun Bjarna Björnssonar
verður í Gamla Bíó kl. 3 í dag.