Morgunblaðið - 20.02.1938, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.02.1938, Blaðsíða 5
Stmnudagur 20. febr. 1988. MORGUNBLAÐIÐ — JRorijtmBIaAiö------------------------------- Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: J6n Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgTSarmatSur). Auglýsingar: Árni Óla. R.itstjórn, auglýsingar og afgreiTSsla: Austurstræti 8. Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuíSi. í lausasölu: 15 aura eintakiTS — 25 aura meTS Lesbók. LÝÐRÆÐI EÐA EINRÆÐI PEGAR Framsóknarflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn sömdu til bráðabirgða, á síð- asta þingi, um stjórnarsam- vinnuna, höfðu þessir tveir flokkar 27 þingmönnum á að skipa í þinginu. Þeir höfðu því öruggan meirihluta í báðum 'þingdeildum, og gátu einir ráð- ið öllu. En þótt þingmannatala' :stjórnarflokka.nna væri svona há, vantaði mikið upp á, að þessir flokkar hefðu meiri- hluta kjósenda landsins að haki sjer. Þeir höfðu aðeins 43,9% kjósenda að baki sjer og var því stjórnin, sem þessir flokkar mynduðu raunverulega minnihlutastjóm, þótt meiri- hluta hefði á Alþingi. Þetta út aí fyrir sig sýnir, að eitthvað meira en lítið er bogið við hað kosningafyrirkomulag, sem við nu búum við. Og það getur ekki verið í anda lýðræðisins, að viðhalda slíku ranglæti. Nú liggur við borð, að þessir ;sömu flokkar semji enn á ný um framhaldandi stjórnarsam- ^vinnu. Ef til vill eru samning- ar þegar fullgerðir, en ekki hafa þeir enn verið birtir al- menningi. En hvernig er umhorfs á ætjórnmálasviðinu nú, þegar st j ómarf lokkarnir taka upp samninga um stjórn landsins? Alþýðuflókkurinn hefir ein- um þingmanni færra en hann hafði á síðasta þingi, þar sem síðan hefir það skeð, að Hjeð- inn Valdimarsson hefir verið rekinn úr flokknum. Að vísu hefir Hjeðinn ekki viðurkent það sjálfur, að brottrekstur hans væri lögmætur. En flokks- menn hans á þingi hafa svift hann öllum trúnaðarstörfum fyrir flokhinn, og þeir líta ekki iá hann lengur sem verandi í flokknum. Það er að vlsu svo, að þing- meirihlutinn verður nægur eft- ir sem .áður, þótt einn hverfi íír Alþýðuflokknum.Eftir verða 26 þingmenn í stjórnarflokkun- um, og er það öruggur meiri- hluti í báðum deildum. "En hjer kemur líka annað til greina. Innan Alþýðuflokksins eru nú háð hörð átök um það, hvaða stefna eigi að verða ráð- .andi í flokknum. Annarsvegar eru menn, sem vilja sameinast kommúnistum og er Hjeðinn þeirra foringi. Hinsvegar er Jón Baldvinsson, og þeir sem honum fylgja, en þeir vilja ekki sameinast kommúnistum. Enn verður að vísu ekki sjeð hverir ofan á verða, Hjeðins- eða Jóns-menn. Þó bendir ým- islegt til þess, að kjósendur Al- þ)ýðuflokksins sjeu alment því fylffjandi, að flokkurinn sam- einist kommúnistum. Ýms fje- Iög innan Alþýðusambandsins hafa þegar mótmælt brott- rekstri Hjeðins og krafist þess, að meirihluti sambandsstjórnar vinni að fullkominni samein- ingu við kommúnista. Þessi átök, sem nú eiga sjer stað innan Alþýðuflokksins eru svo alvarleg, að það væri ófor- svaranlegt af Framsóknar- flokknum, að taka ekkert til- lit til þeirra nú, þegar ákvörð- un er tekin um stjórn landsins. Ef Hjeðinn verður ofan á í þessari viðureign, getur vitan- lega svo farið, að þeir þing- menn Alþýðuflokksins, sem Framsókn ætlar nú að semja við, stæðu uppi með kjörbrjef- in ein í vasanum, en hefðu nga kjósendur að baki. Myndi ekki lítill lýðræðissvipur verða á slíkri stjórn? > Framsóknarflokkurinn hafði við síðustu alþingiskosningar aðeins 24.9% kjósenda lands- ins, eða tæplega fjórðung þeirra. Það væri svo freklegt brot á lýðræðinu, ef flokkur með ekki meira fylgi að baki sjer, færi að stjórna landinu, að óhugsandi er, að aðrir en einræðisflokkar Ijetu sjer slíkt til hugar koma. Það er vissulega ekki nóg fyrir Framsóknarflokkinn, eins og nú er í pottinn búið, að benda á hina 26 þingmenn og segja: Hjer er meirihlutinn. — Ábyrgur stjórnmálaflokkur, sem þar að auki vill vera í tölu lýðræðisflokka, getur ekki lok- að augunum fyrir þeim atburð- um, sem nú eru að ske innan Alþýðuflokksins. Hann verður að ganga úr skugga um, hvað ofan á verður í Alþýðuflokkn- um, áður en ákvörðun er tekin um stjórn landsins. Til þess að ganga úr skugga um þetta, getur Framsókn krafist þess, að þing Alþýðu- sambandsins verði kvatt saman, því að það er æðsta ráð Al- þýðuflokksins. Fáist það ekki, er eina leiðin að rjúfa Alþingi og láta kosningar fara fram á næstkomandi vori. Ef að ekki á að stefna með stjórn landsins beint inn á ein- ræðisbrautina, verður nú þegar að fá úr því skorið, hvar lcjós- endur Alþýðuflokksins standa i fylkingunni. 30 BÁTAR GANGA FRÁ GRINDAAÍK í VETUR. Grindavík í gær. dag rjeru 26 bátar hjeðan úr Grindavík. Afli var sæmileg- ur, frá 2 til 8 skippund. Alls munu verða gerðir út um 30 bátar hjeðan í vetur. Flest eru það opnir vjelbátar frá 3 til 6 tonn, en þá eru 5 þilbátar. f gær og dag hefir verið flutt hingað salt úr saltskipinu Diana, sem affermir nú í Keflavík. Eiríkur. 5 Veðráttan. venjuleg veðurblíða hefir ver ið um alt laud alla síðast- liðna viku, með 7—8 gráðu liita oft hjer sunnanlands og vestan, en hitinn hefir komist upp í 13 stig á Norður- og Austurlandi. Frá frosta- og hríðarkaflanum sem gerði frá 25. jan. til 12. febr. var komin allmikil fönn. En nú er orðið örísa að kalla á Suðvest- urlandi, og fönn að mestu tekin upp í öðrum sveitum landsins. Háþrýstisvæði er hjer nú um landið, og loftþrýsting óvenju- lega mikil. Sýndi loftvog í Yest- mannaeyjum í dag 784 mm. Segir Veðurstofan að um þetta leyti árs sje slíkt háþrýstisvæði oft suð- ur við Azoreyjar, en liefir nú færst þetta norður á bóginn. Minnir þetta óvenjulega veður- lag á veðráttuna 1929. En þá var hjer háþrýstisvæði og hlýindi um þetta leyti, og hjeldust þíður óslit ið til páska, með lxægviðrum, þó veðráttan spilti síðar mjög gróðri, er menn gerður sjer óvenjulegar vonir um, sakir þess hve snemma byrjaði að gróa. Afli og fiskverslun. fli var kominn á land þ. 15. febrúar 1300 smálestir, er var ofurlítið meira en á sama tíma í fyrra. Að munurinn var ekki meiri, er talið fremur stafa af gæftaleysi en hinu, að fisk sje lítinn að fá úr sjó eins og í fyrra, Saltfiskur óverkaður hefir selst jafnóðum að kalla, fyrir hærra verð en í fyrra fyrsta sprettinn. Fer Hekla bráðiega með 300 smá- lestir til Englands af óverkuðum fiski. ítalskt skip er hjer að taka síðustu leifarnar af fyrra árs fiski. Þrír togarar stunda nú upsa- veiðar og hefir afli þeirra verið sæmilegur. Þingið. á er Alþingi sest á rökstóla, til að framlengja skatta- og tollalöggjöfina, svo stjórnarsam- fylkingin geti fleytt sjer áfram eitt árið til. Undirbúningurinn fyrsti undir þá samvinnu var það, er Alþýðusambandsstjórnin vipp- aði Hjeðni Valdimarssyni fyrir borð. Alþýðuflokksbroddarnir voru sem sje smeykir um, að bænda- þingmönnum Framsóknarflokks- ins myndi finnast vera kominn helst til mikill kommúnistaþefur í flatsængina eftir bæjar- og hreppsnefndarkosningarnar, ef eigi færi fram einhverskonar „hreinsun“ fyrir þing. „Hreins- unin“ var svo látin fara fram með þeim hætti, að Hjeðinn var rek- inn. Það þykir aldrei prýði að honum í samstarfi livort sem er. Samlyndi og eindrægni fer sjald- an vaxandi þar sem hann er. Hjeldu sósíalistabroddar að þeim yrði Ijettir að því að losna við hann. Og þetta er að vissu leyti rjett. Loftið hreinast í íslenskri pólitík, við þessa úthremsun Al- þýðuflokksins. Æfisaga. Isambandi við brottrekstur Hjeðins hefir Jónas Jóns- son bj’rjað á „framlialdssögu" um hann í Tímadagblaðinu. Ber það skrif hans, sem ýms önnur í seinni tíð, vott um live tiltölulega ungir menn lijer geta verið gamlaðir í hugsun og langt á eftir tíman- um. Því J. J. heldur sýnilega, að fylgi það, sem Hjeðinn sýnilega hefir meðal alþýðu manna í Al- þýðuflokknum, sje persónufylgi. Það sjeu mannkostir og foryst'U- hæfileikar Hjeðins, sem ráði því. Og síðan heldur þessi gamli dálka fyllir, að hann geti reitt af Hjeðni þessar ímynduðu fjaðrir. En í raun og sannleika er það svo, að þessa hæfileika, sem J. J. ætlar að skyggja á með skrifum sínum, hefir Hjeðinn aldrei átt. En þó svo væri, þá gæti J. J. eng- in áhrif haft á það hvernig þeir notuðust. Nú eru áhrifin af slíku æfisöguskrifi þau ein, að menn í fjarsveitum, sem minst þekkja til hjer, geta haldið að Hjeðinn Valdi marsson sje miklum kostum bú- inn, af því J. J. spandérer upp á hann langloku mikilli. Ef J. J. skilur ekki svona ein- faldan hlut, ef hin langa reynsla hans hefir ekki getað kent hon- um, að meginstraumar stjórnmál- anna fara ekki eftir einstökum persónum og að skrif hans um Hjeðinn Valdimarsson eru úrelt blaðamenska, þá verða menn að líta svo á, að liann sje beinlínis farinn að ganga í barndóm. Bíó-fundurinn. sögu íslenskrar verkalýðshreyf- ingar er fundurinn í Nýja Bíó á sunnudaginn var merkisat- burður. Á þeim fundi var höfuðs- manni hins íslenska sósíalisma, Jóni Baldvinssyni, sparkað út úr fjölmennasta verkalýðsfjelagi landsins, með þeim ópum og ó- hljóðum, að slíks eru fá dæmi á mannfundum hjer á landi. Hann sá fram á, að hann átti ekki leng- ur samleið með verulegum hluta af reykvískum verkalýð. Og hon- um var sýnt fram á það, með þeim hætti, sem á ekkert skylt við neina kurteisi. Innan um sköllin og hávaðann, skammirnar og ókvæðisorðin, sem fundarmenn ljetu dynja á forseta Alþýðusambands Islands, heyrðist hann tala um það, að hann hefði margoft sagt þeim flokksbræðr- um sínum, að Alþýðuflokkurinn ætti aldrei að hugsa sjer sam- vinnu til vinstri. Ef hann gerði svo, þá þýddi það ekki annað en það, að hann yrði eilíflega áhrifa- laus minnihlutaflokkur. Fundarmenn hlógu að áminn- ingum og fortölum Jóns, og höfðu ræðu hans að háði. Haraldur Guð- mundsson ráðherra, er var stadd- 'ur á fundinum, reyndi að koma fundarmönnum í skilning um, að ástandið í Alþýðuflokknum væri ekkert aðhlátursefni. Og meðferð sú, sem frumherji Alþýðuflokksins fengi, væri það ekki heldur. Togarastöðvunin. ogararnir eru nú flestir bundnir í höfn. Meðan ís- fiskveiðar voru stundaðar, voru þeir flestir að veiðum, og það enda þótt yfirlýst verkfall væri. Þeir fóru út fyrir áramót, og komu ekki hingað fyrir en að af- loknum ísfiskveiðum. IJin langa útivera þeirra var vitanlega í fullu samræmi við vilja sjómannanna. Þannig bókstaflega flúðu þeir undan svonefndri forsjá „verka- lýðsleiðtoganna“ hjer í Reykja- vík, sem með kauptaxtaauglýs- ingu sinni um áramót gerðu sitt til að svifta þá atvinnu í janúar og fram í febrúar. Það er kannske ekki undarlegt, þó stjórnmálaflokkur, sem byggir tilveru sína á verkfallapólitík, í óþökk verkamannanna sjálfra, eigi dálítið erfitt uppdráttar. Nú líður að saltfisksvertíð. Sáttasemjari hefir málið til með- ferðar. Oefað vinnur hann að lausn deilunnar eftir fremsta megni, j Ólafur Thors hefir lagt fram ákveðna tillögu í málinu og fært liin Ijósustu rök fyrir rjettmæti hennar. Að sætt verði gerð upp á það, að sjómenn hafi sama kaup og áður. En hvað gerir Alþ.bl.? Birtir svívirðingar um Ólaf og tillögu hans. Og ríkisstjórnin lieldur að sjer höndum, daufheyrist við öll- um málaleitunum útgerðarinnar, eins og málefni hennar komi ísl. ríkisstjórninni harla lítið við. Hve lengi þolir þjóðin slíkan sofandaskap í aðkallandi vanda- málum ? Lífsmerki. kylt er þó í þessu sambandi að geta þess, að stjórnar- flokkarnir hafa komið sjer sam- an um frumvarp til vinnulöggjaf- ar, sem stjórnarblöðin segja að sje sniðið eftir slíkri löggjöf og fyrirkomulagi á Norðurlöndum. Sje þetta rjett, og verði nokkur alvara í því að koma frumvarpi þessu gegnum þingið, þá er það spor í rjetta átt, sem stjórnar- flokkarnir hafa vissulega trassað helst til lengi að stíga. fc En rjett er að gera sjer ekki alt of miklar vonir um röggsemi stjórnarliða í máli þessu, ef að vanda lætur. Endurskoðun. It bendir til þess að þing það, sem nú er nýkomið saman, verði snautt af nýjungum frá stjórnarfylkingunni. Að þar verði enn á ný lagt út í að leggja sömu drápsklyfjar skatta og tolla á þjóðina. Að þeir, sem með völdin fara, hugsi sjer enn sem fyrr, að loka augunum fyrir þeim fjár- hagsvoða,. sem yfir þjóðinni vofir, og beinlínis revna að gylla á- standið eftir föngum. En ef þjóð vorri á að auðnast að brjótast út úr örðugleikunum, þá verður fyrsta boðorðið að vera FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.