Morgunblaðið - 20.02.1938, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.02.1938, Blaðsíða 3
Sunmidagur 20. febr. 1938. MORGUNBLAÐIÐ 3 Björgunarskút- an „Sæbjðrg" kemur I ðag Vfgsla skipsins T> jörgunarskútan „Sæbjörg“ er væntanieg híngað í dag og fler fram opinber móttaka í sambandi við komu skipsins. Skipið kemur á ytri höfnina kl. 1. e. h. Stjórn Slysavarna- íjelags Islands og stjórn kvenna deildarinnar í Reykjavík, hafn- arstjóri og skipaskoðunarstjóri fara út í skipið á hafnarbátn- um; taka á móti skipinu á ytri höfninni. Kl. 2 legst „Sæbjörg“ að Gróf- arbryggjunni. Para þá út í skip- ið ráðherrar, borgarstjóri, ræðis- menn erlendra ríkja og vígslu- biskup/ Forseti Slysavarnafjelags íslands flytur ræðu og þvínæst at- vinnumálaráðherra. Fara síðau allir gestir í land, nema vígslu- biskup. Fer nú fram vígsla skips- ins með þeim hætti, að biskup blessar starfsmennina, skipið og skipshöfn, sem stendur á þilfari meðan biskup talar. Kl. 3% fara boðsgestir til te- drykkju að Hótel Borg. Hraðskáka- kepni í dag Skáksamband íslands gengst fyrir hraðskákakepni í Yarðarhúsinu í dag kl. 1 og verð- ur þar kept um verðlaunabilcar, sem ritari Skáksambandsins, Garðar Þorsteinsson hrm. hefir gefið Skáksambandinu í þessu augnamiði. Á meðan þýski skákmeistarinn Engels dvaldi hjer í fyrra, var haldin samskonar hraðskáka- kepni um verðlaunabikar, sem Þráinn Sigurðsson skákmeistari frá Siglufirði gaf til vei'ðlauna, og hefir Þráinn Sigurðsson nú einnig gefið annan verðlaitríabik- ar, sem kept verður um í hrað- skákakepni síðar í vetur. Slík hraðskáka-kepni er mjög vinsæl meðal taflmanna hjer og erlendis, og má va;nta mikillar þátttöku og aðsóknar, og verður öllum heimil þátttaka og aðgang- ur á meðan húsrúm leyfir. Þessi kepni er mjög spennandi, vegna ])ess, að mest ríður á að keppand- inn sje fljótur að átta sig, og' kem ur því hinn venjulegi skákstyrk- ur meistaranna að minna gagni, því það er mjög algengt, að jafn- vel annars eða þriðja flokks skák merín sigri sjer langt um betri skákmenn í slíkri kepni og þess- ari. Þráinn Sigurðsson sigraði í kepninni í fyrra, og verður gam- an að sjá, hver gengur með sigur af hólmi að þessu sinni. E. 0. G. Fyrsti kynnikvöld Guðspekifje- lagsins verður í kvöld og' hefsf kl. 9. Þrír ræðumPim. Hljómlist. Barálta rauðu hersingarlnnar: Gegn frelsi og sjálfstæði Rássneska loftskip- ið sem fórst Þeir rifast aðeins um herfangið Mönnum hefir orðið tíðrætt um ágrein- . inginn í Alþýðuflokknum eftir síð- . ustu bæjarstjórnarkosningar hjer í Reykjavík. Virðsíjst margir telja ágreining þenn- an pólitískan stórviðburð. Frá mínu sjónartmiði er þessi síðasta, rifrildis- kviða á rauða heimilinu enginn stórviðburður og varla einu sinni pólitísks eðlis. Róstur eru eðlileg- ar, jafnvel sjálfsagðar á heimili illa siðaðs fólks. En þrátt fyrir allan heimilisófrið, geta þó allir verið sama sinnis.Og svo er vissulega á rauða bæn um íslenska, þótt þar hafi, að nafninu til, verið þríbýli undanfarin ár. ______________ Rauði herinn hjer á landi hefir sett þrjár fylkingar, og er sjerstakt merki borið fyrir hverri fylkingu fyrir ,sig. Þar skortir ekki metnað milli fylk- inga, nje orðaskak og pústra innan fylkinga. En allar skjóta þær þó geiri sínum í eina átt. Meira en ár hafa staðið lát- lausar illdeilur milli Kommún- istaflokksins, Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins, og látlaus valdastreita einnig milli manna innan þessara flokka með launráðum og því orð- bragði, er vel siðuðum mönnum blöskrar. En þó er mark allra hið sama: að leggja þjóðina í þrældóm og afla herfanga. Þess vegna standa allir þessir flokk- ár saman í baráttunni gegn frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar, eins og þríhöfðaður þurs. Inn- byrðisófriðurinn rís, þegar skifta á herfanginu. Þá sjest, að höfuðin eru þrjú, og á hverju þeirra margir munnar, sem bítast og blása eitri. * Menn tala mikið um það, að nú sje orðinn alvarlegu ágrein- ingur milli róttækra manna og hægfara manna í Alþýðu- flokknum. Jeg hlýt að spyrja: Hvar eru hægfara mennirnir meðal for- ustumannanna í þeim flokki? Menn hafa bent á formann flokksins í því sambandi. En hvar eru rökin fyrir því, að hann sje hægfara? Á fyrra þinginu 1937 flutti for- maður Alþýðuflokksins, Jón Bald vinsson frv. um togaraútgerðina. I 8. gr. frv. er svó fýrir mælt, að þegar á því ári skuli nefnd manna framkvæma rannsókn og mat á efnahag og rekstrarafkomu allra togaraútgerðarfjelaga á laudinu, og skuli miða matið við solu eign- anna í frjálsum viðskiftum. En þá voru slík útgerðai'fyrirtæki vit- anlega lítt seljanleg. Þau fyrir- tæki, sem ekki gætu greitt skuld- ir sínar og liefðu t-apað síðasta reikningsár, eða lent í vanskilum með greiðslur Araxta og afborg- ana, skyldu gerð gjaldþrota. Með öðruni orðum: að svo að segja öll togaraútgerð íslend- ing'a yrði stöðvuð og tekin til gjaldþrotameðferðar. Og þetta kölluðu flutningsmenn „stuðning við togarautgerðina“! Ef þetta eru tillögur þeirra „hægfara“, liverjar mundu þá vera tillögur þeirra róttæku? Er hægt að bæta við þetta öðru en því, að leiða útgerðarmennina að höggstokknum ? Það mundi þá lík lega á máli þeirra „hægfara“ vera kallað „stuðningur við togaraeig- endur“. Sannleikurinn er sá, að milli rauðu flokkanna, og milli forustu- mannanna innbyrðis, hefir verið kapphlaup um það, að bvetja til sem róttækrasta aðgerða gagnvart andstæðingunum, sem fyrst og fremst eru atvinnurekendurnir í landinu. Tillögul’nar hafa margar hverjar verið um fullkomin óhæfu verk. — En minnast menn þess, að nokkur forustmnaður í Alþýðu- flokknum hafi nokkru sinni risið gegn slíkum áformum? Forustumenn Framsóknar vita vel, að mikill fjöldi þeirra manna, sem greiðir þeim atkvæði við kosn iugar, gerir það í þeirri trú, - að flokkúrinn í heild sje andvígur rauðu stefnunni. Forustumennirnir vita það líka, að þetta fólk er nú FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐTJ Maður druknar i hofnmm Verkamatkir á sextugsaldri, Gestur Guðmundsson, Fálkagötu 8, fanst drukknaSur í höfninni í gærmorgun. -— Drukknaði hann í fyrrinótt, en með hvaða hætti, er ekki kunn- ugt. Vökumaður hafnarinnar fann lík Gests í gærmorgun um átta leytið, vestanvert við hinn nýja Ægisgarð, sem nú er í bygg- ingu. Tilkynti hann lögreglunni þegar málið, og var Iíkið flutt á Rannsóknarstofu Háskólans. Gestur Guðmundsson mun hafa haft umsjón með vjelbát, sem liggur í króknum við Hauksbryggju og fór hann iðu- lega út í bát þenna til að dæla úr honum sjó og líta eftir fest- um. MMiM Þetta er fyrsta myndin, sem hingað herst af rússneska loft- skipinu „W — 6“, sem fórst nýlega er það var á reynsluflugi skamt frá Munnansk. — Þrettán manns af 19 manna áhöfn hiðu bana er loftíarið fórst. Loftskip þetta átti að freista að bjarga Papanin og fjelÖgum hans. Afbrot barna fara vaxandí í bænum 112. arnaverndarnefnd hef ir nýleg'a sent frá sjer skýrslu um störf nefndar- innar á árinu 1937. Á skýrsl- unni sjest m. a. að tala af- brotabarna hjer í bæ hefir aukist ískyggilega mikið á síðasta ári. Árið 1936 gerðust- 88 hörn, 16 ára og yngri, sek um afbrot, en 1937 var t-ala afbrotabarna 172, og urðu þau uppvís að samtals 526 afbrotum. Tölur þessar tala sínu máli os segja greinilegar en nokkur orð hve nauðsyn er rík á því að gera einhverjar áhrifamiklar ráðstafau ir til að fækka afbrotum barna. Lauslætis- og' kynferðismál barna eru ekki í skýrslunni talin nema eitt afbrot, enda þótt þar sje oft um tíðar endurtekningar á af- brotum að ræða. Segir svo m. a. í skýrslunni: „Sum kynferðismál hjá stúlk- unum hafa verið alvarlegs eðlis, þ. e. um langvarandi og rótgróið ósiðlæti hefir verið að ræða, og því ekki síður ástæða til að koma þeim burt úr bæuum en drengj- um þeim, sem sekir hafa gerst um marga þjófnaði“. * í skýrslu Barnaverndarnefndai’ er tafla yfir lilutdeild harna í þjófnaði og svikum. Langflest af- brot eru framin af drengjum 12— 16 ára, en arínars nær taflan yfir þjófnaði harna á aldrinum 6—16 ára. Barnaverndarnefnd hefir unnið mikið starf til að koina í veg fyrir afbrot barna og hjálpa þeim börnum, sem leiðst hai'n úi á villi- götur. Hefii' nefndin útvegað börnum dvalarstaði í sveit, en misjafnlega geugur að fá vist fyr- ir vandi'æðabarn. * Margar tillögur gerir nefndin í skýrslu siniii um betri aðbúnað þess opinbera við vandræðabörn. Eru tillögur þessar margar merki- legar og þess verðar að þeim sje, gaumur gefinn eins og t. d. um stofnun heimavistarskóla fyrir vanrækt börn. Þá hefir nefndin lengi haft ýms mál til meðferðar, sem varða sjer staklega hegðun barna og ung- linga í Reykjavík, svo sem hlaða- sölu harna, útivistir þeirra á kvöldin, aðgang þeirra að dans- stöðum og skemtunum, hvernig nota megi börn í verslunarerind- um o. fi. * Ráðunautur nefndarinnar liefir verið frá 1. maí 1937 dr. phil. Símon Jóh. Ágústsson og hefir liann samið þessa umræddu skýrslu. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.