Morgunblaðið - 20.02.1938, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.02.1938, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 20. febr. 1938. „FyrirvinnaiT Próf. Sigurður Nordal skrif- aði fyrir stuttu síðan á- gáé'ta grein í Morgunblaðið um síðustu sýningu Leikfjelagsins. Það kann þessvegna að virðast óþarfi að einnig jeg skuli segja álit mitt um sýninguna, sjer- stáklega þar sem jeg er alger- lega sammála S. N. í öllum atriðum. Hann segist sjaldan hafa farið heim úr leikhúsinu hjer í Rvík jafn ánægður og eftir að hafa sjeð „Fyrirvinn- an“. Jeg fyrir mitt leyti get ákveðið sagt, að jeg hafi aldrei gert það. Raunar hefi jeg að eifffe verið hjer tvö leiktímabii, en á þeim tíma hefi jeg sjeð alt, sem leikið hefir verið. — Á einni sýningu Fyrirvinnunnar sat jeg við hliðina á manni sem jeg heyrði segja við kunningja sinn í hljeinu eftirfarandi orð, sem ekki bera mikið álit á leik- húsgestum Reykjavíkur: „Þetta er gott og skemtilegt leikrit, svo þú getur 'verið viss um að það gengur ekki lengi“. Mig langaði mikið til þess að mót- mæla þessu, því að mjer var ennþá í fersku minni almenn- ingshylli sú, sem „Fyrirvinnan“ hafði orðið aðnjótandi á Kungl. Dramatiska teatern í Stokk- hólmi fyrir nokkrum árum, þegar Lars Hansson og Olaf Winnerstrand ljeku hina tvo f jölskyldufeður. Hjer er aðalhlutverkið leikið af Ragnari Kvaran, sem auk þess er bæði þýðandi og leik- stjóri. Maður hefir ástæðu til þess að vera honum þakklátur fyrir þetta starf hans, en hann hefir þegar fengið svo mikið verkskuldað lof hjá öðrum, svo að jeg ætla heldur að minnast á önnur hlutverk, um leið og jeg þakka fyrir sýninguna, sem jeg þegar hefi sjeð tvisvar sinn- um og mun án efa sjá oftar. Það er eiginlega ekki auðvelt að dæma á milli þeirra. Hlut- verkin eru öll vel leikin, og það • hreint og beint aðdáunar- vert að leikarar, sem að eins geta notað frístundir sínar til æfinga, og sem þessvegna ekki er hægt að kalla atvinnuleik- ara, skuli geta náð svona góð- um heildarára.ngri eins og hjer hefir sýnt sig. En ef maður ætti að taka einhvern part úr leik- ritinu .fram yfir annan, þá er það atriðié í fyrsta þætti, þar, sem frúrnar tvær sitja í sófan- um og tala saman; eru það Arndís Björnsdóttir og Soffía Guðlaugsdóttir, sem fara með þau hlutverk. í andliti hinnar fyrnefndu kemur og hverfur brosið með leiffurhraðá, sem á nærri því óhuggulegan hátt gefur til kynna hina köldu og eigingjörnu lyndiseinkunn, sem á að einftenna þetta hlutverk. Þetta var í raun og veru af- bragðs dæmi um sálfræðilegan skilning leikara. Eftir því ‘sem mjer virtist, er naumast unt að gera þetta betur en hjer er gert. Þetta og leiksýningin í heild sinni verður ein af mörg- um kærum endurminningum mínum frá íslandi. Sven Jansson. MORGUNBLAÐIÐ Reykfaivíkurbrjef (framh.) það. að hafa opin augun, og byggja á staðreyndum, en ekki skrumi og loddaraleik. Vanþroski þjóðarinnar og van- kunnátta hefir valdið því, að menn hafa oft ekki kunnað að greina hinn raunsæa veruleika frá ímyndun. Lengi vel heldu menn því t. d. fram í fullri alvöru, að meginstoð hinnar fjárhagslegu velmegunar landsmanna hlyti'að vera sveitabúskapurinn. Landbún- aðurinn var talinn aðal atvinnu- vegur landsmanna, þó sjávaraf- urðirnar gæfu margfalt meira verðmæti. Og til eru þeir menn enn í dag, sem hafa ekki komið auga á, að land, sem hefir hnatt- stöðu norður undir heimskauta- baug, og ein auðugustu fiskimið heimsins rjett utan við landsteina, er ólíkt betur sett frá náttúrunn- ar hendi, til að keppa við aðrar þjóðir í framleiðsiu sjávarafurða, en landbiinaðarafurða. Og að það þarf mikla aðgæslu til þess, vit og þekking, að byggja upp land- búnað svo norðarlega á hnettin- um, að hann geti gefið því fólki, sem við hann vinnur, sömu lífs- kjör og þeim, sem eiga afkomu sína undir afurðum hafsins. „Bændavimrnir“. ^Uðustu 10 árin hafa Framsókn- armenn sjaldan gefið svo út blað, að ekki væru þar einhverjar skrumauglýsingar um framfarir þær, er þeir hafí komið á í sveit- um landsins. Því verður lieldur ekki neitað, að sveitirnar hafa tekið allmikl- um stakkaskiftum. Þar eru vegir Og símar, og víða nýjar bygging- ar, meiri ræktun. Mikið fje hefir farið til framkvæmda þessara. En liver er árangurinn? „Þunga miðja þjóðlífsins er í sveitunum“, hafa þeir Tímamenn sag't. Og þeir ætluðu sjer víst að tryggja „þunga miðjuna" þar. En hvernig hefir það tekist? Hefir fólksstraumurinn úr sveit- unum minkaðEða er við því að bíiast að hann stöðvist á næstu árum ? Síður en svo. Re.ykjavík hefir orðið að taka við þetta 1000 manns á ári, og láta þeim í tje lífsviðurværi, er ekki hafa getað bjargað sjer sjálfir. En í sveitum, er þannig háttað, að sumstaðar liggur við auðn. Menn jafnvel flýja úr nýreistum húsum þar. Og það er mál kunnugra manna, að þar sem gildir bændur sitja nú á jörðum sínum, þar fáist enginn til að taka við er þeir falla frá. Þetta er þá árangurinn af bændavináttu þeirra Framsóknar- manna, þegar betur er að gáð. Skólar. á er eitt, sem Framsóknar- menn hafa gumað af, og það eru sveitaskólarnir. En með leyfi að spyrja: Hafa þessir nýju skólar reynst þess megnugir að tengja æskuna trygg- ari böndum við sveitirnar, en áð- ur var? Hefir sveitaæskan fengið í skólum þessum það hugsjónaafl sem nú þarf til þess bókstaflega að bjarga íslenskum sveitum frá yfirvofandi auðn? Ekki hefir enn borið á því, að þetta hafi tekist. Því er ver. En 'hitt hefir heyrst, að alþýðuskól- arnir sumir, þar sem kendar eru fræðigreinar, er koma hvergi ná- lægt praktisku sveitalífi, liafi orð- ið einskonar útgöngudyr, einskon- ar brottskráning æskulýðsins úr sveitinni sinni. Framtíðin. f þeir Tímamenn hefðu skilið misræmi það, sem er milli framtíðarmöguleika sjávarútvegs og sveitabúskapar,, og ef þeir liefðu haft vit á því, að þær ein- ar framfarir sveitanna koma að varanlegu gagni, sem gera hvert handtak sveitabóndans arðsamara, en það áður var, þá hefði verið tekið alt öðrum tökum á málefn- um landbúnaðarins, en gert hefir verið. I fyrsta lagi var að viðurkenna til fulls, að skilyrðin við sjóinn eru betri, frá náttúrunnar hendi. En síðan áttu þeir Framsóknar- menn að skilja það, að velgengni sjávarvitvegsins var lífakkeri sveitanna. I blindu hatri sínu gegn póli- tískum andstæðingum hafa þeir forkólfar Framsóknar þverbrotið þessa skyldu sína gagnvart sveit- unum, og beinlínis reynt að ala á óvild sveitafólks gegn sjávar- vvtvegi. Síðan hafa þessir fölsku og skammsýnu „bændavinir" gengið í bandalag við sósíalismann, til þess áð hnekkj^- útgerðinni og svifta þannig sveitirnar mögu- leikum til þess að geta í framtíð- inni fengið þenn beina og óbeina styrk sem þarf til þess að tryggja komandi kynslóðum örugga af- komu í sveitum landsins, undir þeim lífsskilyrðum, sem fólk sætt- ir sig við. Kröfu-pólitíkin. n þá kastar tólfunum, þegar reynt er að laða fólk til fylgis við kommúnista, og lýst fyrir mönnum, að byltingamenn ,eigi að geta bjargað þjóðinni. Menn mega ekki furða sig á, þó nú í bili sje ískyggilega mikið af sliku afvegaleiddu fólki, sem heldur, að sjáifstæði þjóðarinnar sje borgið undir handleiðslu sendimanna Moskvastjórnarinnar, að atvinnuvegir landsmanna blómgist, best með því að Lands- jþankinn fari á höfuðið og ríkið sverði gjaldþrota. Því bæði Fram- sóknarflokkurinn og Alþýðuflokk urinn hafa með framferði sínu beinlínis alið slíkar öfgakenning- ar og vitleysu upp í þjóðinni. Forkólfar beggja þessara flokka hafa talið fólki trú um, að listin að lifa væri listin að heimta. Þeir hafa vakið upp þá „kröfupólitík" sem flætt hefir um landið með vaxandi hraða, eins og snjóflóð í fjallshlíð. Þegar þessum upphafsmönnum og feðrum öfganna og vitleysunn- ar blöskrar, og þeir sjá hve þjóð- in á skamt ófarið fram af gjald- þrotabakkanum, þá -æða þeir fram og halda að þeir geti í einu vet- fangi stöðvað þær æsingar sem þeir áratugum saman hafa unnið að að skapa, en verða þess varir að orka þeirra nú hrekkur skamt, gegn þeirra eigin uppvakning. Þetta er sá þáttur hinnar ís- lenskú stjórnmálasögu, sem nú er á leiksviðinu. Enginn veit enn hvernig sá næsti verður. Þar er tvent til. Annað hvort gjaldþrot og glötun sjálfstæðisins — ellegar Sjálfstæð isflokkurinn fær að taka við stjórnartaumunum og bjárga þjóðinni. NÝJA BÍÓ Nó(t i París Nýja Bíó sýnir í kvöld ame- ríska kvikmynd, sem í senn er bæði skemtileg og alvarleg. Kvikmyndin heitir „Nótt í Par- ís“ og eru aðalleikendurnir Char- les Boyer og Jean Arthur. Hafa þessir tveir vinsælu kvikmynda- leikarar ekki áður leikið saman í kvikmyndum, en svo hefir leikur þeirra tekist vel í þessari mynd, að menn munu óska eftir að fá að sjá þau oftar saman. Meðal annars er í mynd þess- ari sýnt, er stórt farþegaskip rekst á ísjaka, og er það atvik tengt við ,,Titanie“-slysið, sem allir kannast AÚð. Alstaðar, þar sem kvikmynd þessi hefir Aærið sýnd, hefir. hún hlotið sjerstaklega góða dóma og mikla aðsókn, og er álitin vera í röð bestu kvikmynda. Arnheiður Magnúsdóttir frá Ey- vindartungu, nú til heimilis á As- vallagötu 31, verður sjötug í dag. AFBROT BARNA FARA YAXANDI. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Aðalstarf hans hefir verið og er að tala við þau börn, sem af- brot hafa framið og rannsaka þau sálfræðilega; ennfremur að kynna sjer heimilishagi þeirra og tala við foreldra þeirra eða húsbændur. Síðan í febrúarmánuði 1937 liafa yfirheyrslur afbrotabarna og lögreglurannsókn, sem þau varða„ verið í höndum manns með upp- eldislega mentun, Sigurðar Magn- ússonar kennara. í Barnaverndarnefnd áttu sæti 1937: Jón Pálsson, fyrv. bankafje- hirðir, formaður, Aðalbjörg Sig- urðardóttir, ritari, frii Guðrún Jónasson, frú Guðný Jónsdóttir, Hallgrímur Jónasson skólastjóri, Maggi Júl. Magnús læknir og Sveinbjörn Jónsson hrm. Nefndin helt alls 58 fundi á árinu, eða meira en 1 fund á viku að jafnaði. RAUÐLIÐAR RÍFAST UM HERFANGIÐ. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. orðið liikandi í fylginu við Fram- sókn vegna samstarfs foringjanna við sósíalista og stuðnings við kommúnismann í atvinnum álum og lýðfrelsismálum. Bitlingamenn Alþýðuflokksins- ætluðu nú, gegn þeim fríðindum, sem stjórnaraðstaðan veitir, að hjálpa Framsóknarforingjunum til að „bera járn“ til sýknu sjer.-Það skyldi gert með því, að Alþýðu- fíokkurinn afneitaði kommúnist- um, áður en stjórnarsamvinna tæk ist á ný. En þegar til á að taka, virðast „hægfara" mennirnir ekki vera til í Alþýðuflokknum, Þeir eru þeg- ar farnir vfir til Sjálfstæðis- manna, en eftir eru aðeins þeir, sem tekið hafa brýningunni, og komnir eru á hlið við kommúnista. Og er það þá nokkuð undarlegt, þótt þeir velji sjer heldur að for- ingja þann, sem gengið hefir fram fyrir skjöldu með stólfótinn í hendi, en hina, sem staðið hafa aftan við fylkinguna, og aðeins hrópað eggjunarorðin og ekið sjer af feginleik, og beðið þess að^ fitna af hinum felda val ? Sjálfstæðismönnum er að sönnu þróun kommúnismans áhyggju- efni. En þó er þeim eflaust ávinn- ingur að gera sjer „vísa fjendur af vjelendum“. Iljer á landi eru andstæðingar rauðu stefnunnar eflaust miklu fleiri en fylgjendur hennar. Lík- legt, er, að þeir verði því betur samtaka, sem fleixú þeii’ra, er rauðu stefnunni þjóna, kasta grímunni. Látum leifar Alþýðuflokksins renna saman við kommúnista, og rauða fylkingararm Framsóknai* neyðast til að kasta grímunni. Þá mun sjálfstæðisstefnunni bætast margir liðsmenn, og hún verða þess megnug að leysa íslendinga undan austrænu ánauðinni og þeirri þjóðarógæfu, sem af sigri hennar mundi leiða. Sigurður Kristjánsson. Nordmanslaget í Reykjavík hef- ir boðið eixxum norskum skáta hingað að sumri til að dvelja á Landsmóti skáta á Þingvöllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.