Morgunblaðið - 20.02.1938, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.02.1938, Blaðsíða 7
Sunnudagur 20. febr. 1938. MORGUNBLAÐID 7 Happdrætti Háskóla íslands Vegna vaxandi sölu eru nú í umferð allir miðar, sem leyfi- legt er að gefa út samkvæmt happdrættislögunum. Á síð- astliðnu ári voru greiddar nál. 750,000 krónur í vinn- ínga. Frá starfsemi Happdrættisins 4. GóS brúðargjöf. í 8. flokki 1936 vann ung stúlka 1000 kr. Hún ætlaði að gifta sig 10. október, en af sjerstökiun á- stæðum gifti hún sig 9. október. — Þetta mátti því kallast góð brúðar- gjöf- 5. Verður er verkamaður launanna — og happdrættis- gróða. 1936 í 2. flokk vann fátækur verkamaður í Reykjavík 5000 kr. 6. Lækni dreymir fyrir vinning. Umboðsmaður skrifar: N. N. læknir kom til mín 1935 og kvað sig hafa dreymt, að hann myndi vinna hjá mjer á heilmiða. Jeg átti marga heilmiða óselda og ljet hanii draga úr hrúgunni. Miðann keypti hann 29. mars og vann á hann í næsta drætti 10. apríl 100 krónur, en síð- an ekki. Berdreyminn er hann. — Geta má þess, að þá (10. apríl) kom enginn vinningur A hina heilmiðana, sem mjer höfðu verið sendir. 7. Peningar fátækju ekkj- unnar. Pátæk ekkja meö fimm böm hafði fengið sjer fjórðungsmiða, en vann ekki á hann. Hún ætlaði sjer ekki að endurnýja miðann, en sner- ist hugur á síðustu stundu. Um leið og umboðsmaður var að skila afl sjer á dráttardegi kom lítil telpa og endumýjaði miðann. Hann kom upp með 20,000 krónur. Oft ea? mfór stafur tll mik- flllar gæfu. Umboðsmenn í Beykjavík eru: Frú Anna Ásmundsdóttir & frú Guðrún Björnsdóttir, Túngötu 3, sími 4380. Dagbjartur Sigurðsson, kaupm., Vesturgötu 45, sími 2814. Einar Eyjólfsson, kaupm., Týs- götu 1, sími 3586. Elís Jónsson, kaupm., Reykja- víkurveg 5, sími 4970. ITelgi Sivertsen, Austurstræti 12, sími 3582. Jörgen Hansen, Laufásvegi 61, sími 3484. Frú Maren Pjetursdóttir, Lauga- veg 66, sími 4010. Pjetur Halldórsson, Alþýðuhúsinu. Stefán A. Pálsson & Ármann, Varðarhúsinu, sími 3244. Umboðsmenn í Hafnarfirði eru: Valdimar Long, kaupm., sími 9288. Verslun Þorvalds Bjarnasonar, sími 9310. Qagbófc, □ Edda 59382227 — 1. Veðurútlit í Reykjavík í dag: Hæg S- eða SV-átt. Úrkomulaust. Veðrið í gær (laugard. kl. 17): Yfir Islandi er óvenju há loft- þrýsting, en mest fyrir sunnan land, um 784 mm. Veður er víðast kyrt og þurt hjer á landi, en ekki eins hlýtt og undanfarið, hiti er nú 2—7 stig. Helgidagslæknir er í dag Berg- sveinn Ólafsson, Hávallagötu 47. Sími 4985. Næturlæknir er í nótt Katrín Thoroddsen, Egilsgötu 12. Sími 4561. Næturvörðúr er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónahand af síra Garð- ari Þorsteinssyni Stefán Þorsteins son hjeraðsráðunautur og Liv Sanden hárgreiðsludama. Heimili þeirra verður á Amtmannsstíg 4. Barnastúkan Æskan nr. 1. Fræðsla í dag á venjulegum fund- artíma. Stud. theol. Ragnar Bene- diktsson o. f!. Póstferðir mánudaginn 21. fehr. Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar. Hafnar- fjörður. Seltjarnarnes. Fagranes til Akraness. Dr. Alexandrine vest ur og norður til Akureyrar. — Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Kjósar-, Reykjaness-, Olfuss- óg Flóapóstar. Hafnarf jörður. Sel- tjarnarnes. Fagranes frá Akranesi. Laxfoss frá Breiðafirði. Grímsness og Biskupstungnapóstar. Póstferðir þriðjudaginn 22. febr. Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness, Kjósar, Reykjaness, Olfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörð ur. Seltjarnarnes. Laxfoss til Akra ness og Borgarness. Fagranes til Akraness. Til Reykjavíkur: Mos- fellssveitar, Kjalarness, Kjósar, Reykjaness, Olfuss og Flóapóstar. Ilafnarfjörður. Seltjarnarnes. Fagranes frá Akranesi. Elisabet Göhlsdorf les upp göm- ul og ný þýsk skemtikvæði í Há- skólanum annað kvöld kl. 9. Að- gangur er ókeypis. Fjelagsblað knattspyrnufjelags- ins Fram kom út í gær í tilefni af 30 ára afmæli fjelagsins, sem hald ið var hátíðlegt í gær, þó afmælið sje í rauuinni ekki fvr en 1. maí í vor. Margar ágætar greinar eru í fjelagsblaðinu og skemtilegar myndir. Dánarfregn, f fyrrinótt andað- ist að heimili dóttur sinnar, Lauga veg 147 Sigurður Jónsson frá Bygðarenda, rúmlega níræður að aldri. Hann hafði aldrei kent sjer neins meins alla sína löngu ævi, fyr en nú í haust, að hann fór að fá höfuðveikisköst, og fyrir fimm dögum fjekk hann aðkenningu af heilablóðfalli. Eimskip. Gullfoss kom til Kaup maniiahafnar í gærmorgun. Goða- foss er á leið til Hull frá Vest- mannaeyjum. Brviarfoss var á Pat reksfirði í gærmorgun. Dettifoss kom frá útlöndum kl. 2 í gær. Lagarfoss kom til Kaupmanna- hafnar í gær. Selfoss fór frá Rvík kl. 12 á hádegi í gær á leið til út- landa. GAMLA Bfó: Rauði hersliöfðinginn Rauði hershöfðinginn heitir kvikmynd, sem Gamla Bíó sýnir í fyrsta skifti í kvöld. — Aðalleikandinn er hinn þekti og vinsæli leikari Hans Albers. Efni þessarar kvikmyndar er tekið úr heimsstyrjöldinni og rússnesku byltingunni. — Leik- ur Hans Albers þýskan flug- mann og sjálfboðaliða í rúss- nesku byltingunni. Kemst hann í ótal æfintýri svo hver viðburð- urinn rekur annan. Erlend blöð lofa kvikmynd þessa mjög mikið, enda er hún spennandi og vel leikin. Sundhöllin verður lokuð alla þessa viku, frá mánudegi til sunnu dags, vegna hreingerningar. Þeir, sem missa úr sundtíma vegna þessa, fá það bætt upp seinna. Útvarpið: Sunnudagur 20. febrúar. 9.45 Morguntónleikar: Kvartett, Op. 131, eftir Beethoven (plöt- ur). 10.40 Veðurfregnir. 11.00 Messa í Dómkirkjunni (sjera Friðrik Hallgrímsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.00 Enskukensla, 3. fl. 13.25 fslenskukensla, 3. fl. 15.30 Miðdegstónleikar frá Hótel ísland. 17.10 Esperantókensla. 17.40 Útvarp til útlanda (24.52m). 18.30 Barnatími. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur; Dansar frá 17. oig 18. öld. 19.50 Frjettir. 20.15 Norræn kvöld, II. Finn- land: a) Ávarp (Vilhj. Þ. Gíslason). b) Ræða (Aðalræðismaður Finna, Ludvig Andersen). c) (20.30) Finsk tónlist (plöt- ur). d) (21.00) Erindi (Ásgeir Ás- geirsson alþíngism.). e) Finsk tónlist (plötur). f) IJpplestur (Sigurður Skúla- son magister). g) „Finlandia", eftir Sibelius (plötur). 22.15 Danslög. Mánudagur 21. febrúar. 8.30 Enskukensla. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 18.45 íslenskukensla. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Þingfrjettir. 19.50 Frjettir. 20.15 Erindi: Um veðurspár (Björn L. Jónsson veðurfræð- ingur). 20.40 Einsömgur: Óperettulög (Gunnar Pálsson). 21.00 Um daginn og veginn. 21.15 Utvarpshljómsveitin leikur alþýðulög. 21.45 Hljómplötur: Cellólög. Aðalfundur Sendisveinafjelags Reykjavíkur verður . háídinn þriðjudaginn 22. þ. m. kl. 8^2 e- h. í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. Dagskrá: Fjelagsmál. Venju- leg aðalfundarstörf. Önnur mál. Sendisveinar eru ámintir um að fjölmenna og mæta stundvíslega. Timbarverslun | ?. W. lacobBen & 5ön Fí.s. Stofnuð 1824. ^ Símnefni: Granfuru — 40 Uplandsgade, Köbenhavn S. | Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaup- | mannahöfn. -- Eik til skipasmíða. - Einnig heila skipsfarma frá Svíþjóð og Finnlandi. Hefi verslað við ísland í circa 100 ár. Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að faðir minn og afi okkar Sigurður Jónsson frá Bygðarenda andaðist að heimili sínu aðfaranótt 19. febr. Fyrir hönd mína og barna minna Sigríður Sigurðardóttir. Hjer með tilkynnist vinum og vandamönnum, að Halldór Þorláksson sjómaður frá Reynivöllum andaðist hjer á heimilinu í dag. Reykjavík 19. febrúar 1938. F. h. Elli- og hjúkrunarheimilisins Grund, * Gísli Sigurbjörnsson. Jarðarför konu minnar, móður okkar, systur og dóttur Ásthildar Höllu Guðmundsdóttur og litlu dóttur okkar Ásthildar Höllu fer fram frá dómkirkjunni næstk. þriðjudag 22. þ. mán. og hefst með húskveðju á heimili okkar, Vitastíg 10 kl. 1 e. m. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Eig'inmaður, dætur, foreldrar og systkini hinna látnu. Þökkum hjartanlega alla samúð við.andlát og jarðarför mannsins míns og föður Jóns Snorra Árnasonar. # Valgerður Sæmundsdóttir. Soffía Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.