Alþýðublaðið - 07.06.1958, Qupperneq 6
6
Alþýðublaði'S
Lauga.rdagur 7, jú'ní 1958
( Bréfakassinn )
Kynnum landheígismálið.
Herra ritstjóri.
MIG LANGAR til að koma
á framfæri smáhugmynd, sem
hefur verið að brjótast í mér
nú í nokkrar vikur. I sambandi
við landhelgismálið er mikið
rætt urn, að við verðum að
kynna aðstöðu okkar og vinna
máli okkar stuðning erlendis.
Það er sjálísagt ágætt og nauð
synlegt að tala um málið við
stjórnmálamenn og diplómata,
en hvers vegna er ekkert gert
til að ná til íbúa hinna ýmsu
landa beint? Hvers vegna má
ekki útvarpa einn til tvo tíma
á dag á stuttbylgjum erindum
og fréttum á ensku, frönsku,
[þýzku og Norðurlandamáium
! til þess að kynna málstað okk-
' ar fyrir hinum almenna borg-
ara í viðkomandi lönd.um? Ég
í tel engan vafa leika á því, að
með slíku útva.rpi mundi nást
mikill árangur. Við gstum illa
ráðið við hvernig mál okkar
eru flutt og túlkuð í erlendum
blöðum, en við getum notað
okku,. þær bylgjulengdir. sem
jokkur hafa verið fengnar í
ljósvakanum, til að túlka mál-
stað okkar og það ber okkur að
gera sem allra fyrst.
Með þökk fyrir birtinguna,
Yðar einlægur,
A+B'.
ÞAÐ vill oft koma fyrir, ef
hitabrúsinn er helltur of full-
ur, að tappinn lyftist og kaffið
skvettist upípi í bollann.
Koma má í veg fyrir þetta,
með því að festa annam tappa
ofan á tappa flöskunnar, þann-
ig, að hann nái nákvæmlega
botni bollans. Þegar svo boll-
inn hefur verið skrúfaður á.
heldur hann tappa brúsans
föstum.
Þegar kakó hefur verið lag-
að, ættuð þið að reyna að láta
í það ca. hálfan bolla af sterku
kaffí, rétt eftir að það hefur ver
ið tekið af hitanum. Mátulegt
er að láta þetta magn í kakó, er
lagað er úr einum lítra mjólk-
ur og þið munuð komast að
raun um að það gefur kakaóinu
góðan keim.
Það hefur of verið vandamál
með sósulitarflöskuna eða mat-
arlitinn, að taumar vilia leka
frá stút hennar niður flöskuna
og gera hana klístraða. Þetta
rná koma í veg fyrir, með því að
k ippa út stvkki af smjör-
pappír og setja flskuna á
miðju paþpírsins. Brjóta síðan
upp með flqSkunni og setja
teygju utan um. Þegar pappír-
inn er orðinn óhreinn að innan
verðu, má annað hvort skipta
um pappír eða þvo af þeim
gamla. Með þessu móti verður
flaskan alltaf hreinleg, þegar
taka á á henni.
Reynið að setia tvær te-
skeiðar af sjóðandi vatni í
smjörkremið, og hræra þeim
rösklega saman við það. Þá
verður það léttara o.g auk þess
ekki nærri: eins væmið á
bragðið eins og það oft vill
verða.
Plastpokarnir litlu, sem nú
er farið að selja baðmull í eru
til margra hluta nytsamlegir.
eftir að baðmullin hefur verið
notuð.
Það má nota þá undir handa-
vinnu, setja í þá fatnað, ef fara
á í ferðalag, s. s. vasaklúta,
ilskó, nærföt eða sokka.
Auk þessa má setia í þá t.
d. undirföt. sem geyma á í
kommóðuskúffum og svo
margt fleira.
Sé verið að þræða perlur
upp á band og þær of smáar
til að hægt sé að nota við það
nál, má dýfa enda þráðarins í
naglalakk og láta það storkna,
við það verður endinn harður
og oddlaga og þá er engin þiörf
fyrir nálina.
Það vill oft koma f.yrir, að
peysur, sem prjónaðar eru í
fleiri litum skemmast sökum
þess, að einhver litarþráðanna,
sem liggur innan á slitnar og
peysan byrjar að rekjast upp.
Þetta á sérstaklega við um
barnapeysur, en börnunum
hættir við, að reka firngurna í
þræðina og slíta þá.
Koma má í veg fyrir þetta
með því að fóðra peysurnar.
Séu þær t. d: fóðraðar með
vindþéttu efni, er ekki aðeins
hættunni á skemmdum bægt
frá, heldur er líka um| leið
fengin hlý flík, sem hefur
stóran kost fram yfir venju-
lega ófóðraða peysu, það að
halda næðingnum frá.