Morgunblaðið - 14.04.1938, Síða 2
MOlGUNBLA^ltí
yixntudagw 14. aprfl Ifltt.
14 vnilur
til hafs
-ðönsku lanöamærin:
Endurskoðun
þeirra rædd í
danska þinginu
tjþpreisnarmenn segjast hafa tekið bæ einn í grend
við Tortosa og aðeins 14 mílur frá ströndinni: Þá segjast
u nokkrar hæðir. Einnig segjast þeir vera á góðri leið með
þeir hafa sótt fratti sunnan við Morella og hafa tekið þar
að ná valdi yfir samgönguleiðinni milli Barcelona og Frakk-
lands. (Skv. FÚ)
lVtypdiií: Franco (í miðju) og hershöfðingjar hans á víg
jistöð.yunum í.Katalóníu.
f (">%•
'iuim
Um hváð
og Italir hafa
samið
>'.«1 , . , , .
,a Kalundbprfr í gær. FU
Breska stjórnin hjelt. ráð-
jherrafund í dag til þess að
ra^ð^ um sáttmálann milli ítal-
íu ,og Bretlands og verður
þetta seinasti fundur stjórnar-
innar áður en gengið verður
að því að undirrita sáttmálann.
Einn þáttur samning-
anna f jallar um undir-
róður ítala gegn Bretum,
meðal Múhameðstrúarmanna.
Ítalía skuldbindur sig til þess
að láta slíkan áróður og aðra
starfsemi sem Bretland teldi
sjer fjandsamlega niður falla
með‘ öllu.
Annar kaflinn fjallar um Su-
ez-skurðinn og skal ítölum
heimil umferð um hann bæði í
friði og ófriði með sömu rjett-
indum eins og Bretar sjálfir
liafa.
Þriðji kaflinn fjallar utn
Miðjarðarhafsmálin og er talið
að hann muni verða raunveru-
leg viðurkenning á jafnrjetti
Bretlands og Ítalíu til siglinga
um Miðjarðarhafið.
Fjórði kaflinn fjallar um
Spánarmálin og er talið að
hann muni aðalléga vera á þá
leið að Italía lýsi yfir því, að
hún seilist ekki til landa eða
yfirráða á Spáni.
Daladier fær
takmarkað
einræðisvald
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Fj áT m á 1 a n e f n d franska
þingsins samþykti í einu
hljóði í dag að' styðja það, að
Daladier fái heimild til þess
áð gefa út tilskipanir til bráða
birgða án þess að hafa áður
leitað samþykkis þingsins.Dala-
dier ætlar að nota þessa heim-
ild til þess að efla landvarn-
irnar.
Það er búist við að gerðar-
dómur falli í dag, sem leysi
verkfallsdeilurnar við her-
gagnaverksmiðjurnar.
Horfur betri.
London í gær. FÚ.
I ræðu sinni í gær, sagði
Daladier að verkfall málmiðn-
aðarmanna yrði að álítast eitt
hið mesta tjón sem unt væri
að vinna landvarnamálum rík-
isins og mun stjórnin leggja
mikið kapp á að leiða þá deilu
þegar í stað til lykta. ....
Ilið bætta ástand í Frakklandi
síðan stjórn Daladiers tók við
völdum, olii hækkuii á verðbrjef-
um á kauphöllunum í París og
London í dag.
Viðskifti vofu betri en þau hafa
,verið í marga daga undanfarið.
Frú Lára Ágústsdóttir miðill á
40 ára afmæli á morgun, 15. apríl.
Steincke.
Skotið úr
hundabyssu
é Steincke
Uppþot í danska
þinginu
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Suður-jóskur nazisti skaut
tveim hættulausum skot
um úr hundabyssu á Steinc-
ke, dómsmálaráðhrera Dana,
á meðan að þingfundur stóð
yfir í danska þinginu í dag.
Steincké var að halda ræðu.
„Tilræðis“maðurinn Var
staddur í áheyrendastúku í
þinginu. Um leið og skotin
riðu af, rigndi flugmiðum
niður úr áheyrendastúkunni
og yfir þingsalinn. í flug-
miðunum var stjórnin ákærð
fyrir hverskonar spillingu.
Uppþot í þinginu.
Khöfn í gær. Fl'.
Mónnum varð ákafíega hverft
við í þinginu og varð n.m stúnd
eins og öllum fjellust hendur.
Sá sem sj^aut og nokkrir meiin,
sem með honum voru, voru þegar
teknir fastir.
Tilr^eðismaðurinn heitir Erik
Westergaard og er 28 ára að aldri.
Hahn er yfirlýstur nazisti og hef
ir starfað um hríð að útbreiðslu-
starfsemi fyrir flokk þeirra.
Hann var þegar tekinn til yfir-
heyrslu og gaf þær upplýsingar,
að hann. hafi. gert þetta, fyrir, á-
eggjan ónafngreindra flokks-
manna sinna, en annars líti hann
á þetta verk sem part af út-
breiðslustarfi sínu. Lögreglan hef-
ir þegar gert ráðstafanir til þess
að handtaka ]>á menn. sem talið
er að sjeu í vitorði ineð Wester-
gaard eða hafi Arerið eggjunar-
menn hans. Westergaard hefir
verið úrsknrðaður í varðhald.
Háskaleg starfsemi
Þegar nokkur ró var komin, á
í þinginu, flutti forseti ályktun-
artillögu, þar sem skorað var á
dómsmálaráðherrann að láta fara
fram róttæka og gagngerða rann-
sókn á starfsemi nazista í Dan-
mörku, með það fyrir augum, að
löggjafarvaldið gerði síðau ráð-
stafanir til þess að koma í veg
fyrir háskalega starfsemi af þeirfa
völdum.
Djóðverji biður um
friðsamlega lausn
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Iumræðum í danska binginu í gær-
kvöldi mintist Þjóðverjinn Schtnidt
lauslega á það, að æskilegt væri að
landamæri Þýskalands og Danmerkur yrðu tekin
til nýrrar athugunar. I því sambandi fór hann
nokkrum orðum um ótta Dana við það, að Þjóð-
verjar reyndu að knýja fram breytingar á landa-
mærunum með valdi.
Hann sagði að örlög Austurríkis rjettlættu
það ekki að draga slíka ályktun. Það er engin á-
stæða til að halda að Þjóðverjar reyni að leysa
landamæraþrætu Dana og Þjóðverja með ofbeldi.
En ýmsir hnútar eru óleystir, og þá verður að leysa,
sagði Schmidt. Lausn sú, sem gerð var á landamæraþrætu
Þjóðverja og Dana, eftir heimsstyrjöldina, var ekki gerð
í samræmi við þær reglur, sem Norðurlönd fylgja. Það
er að halda sig altof mikið að kennisetningum, þegar því
er haldið fram af hálfu Dana, að landamærin sjeu á-
kveðin. Þjóðverjar álíta að hægt sje að finna friðsamlega
lausn á þessu máli.
Munch, utanríkismálaráð-
herra Dana, svaraði Schmidt og
sagði, áð núverandi landamæri
Þýskalands og Danmerkur væri
talin rjeftlát af öllum þorra
Norðurlandabúa.
(únaður
Breta og verka-
mennirnir
ir
Loöttdon í gær. FÚ.
Thomaé Inskip; breski
landvarnaráðherrann
skýrði frá því í neðri málstofu
þingsins í dag, að það hefði
orðið ' að samkomulagi með
stjórninni og fulltrúum verka-
manna og átvinnurekenda, að
hinir tveir síðarnefndu aðilar
skyldu semja sín á milli um
aukna framleiðslu til hernaðar-
þarfa.
Hann sagði enn fremur að
stjórnin væri að athuga mögu-
leikana á því, að kaupa flug-
vjelar fyrir flotann í Banda-
ríkjunum og Kanada.
Sjálfsmorð I Vínarborg
London 12. apríi. FÚ.
1—«Trá Vínarþó'fg berst sú frjett;
*• að fyrverandi hermálaráð-
lierra í ráðunéýti dr. Schusniggs
(Vaugoin?) hafi skotið sig til haná
,í morgun í íbúð sinni.
Hann hafði vprið sakaður um
að vera valdur að dauða nazist-
anna, sem teknir voru af lífi fyr-
ir morðið á Dolfuss,
(Það hefir nú iipplýst, að Sig-
ihund Ffeud var aldrei tekínn fast
ur. Hann dvelur í Vín, en gerir
fað fyrir að flytja til Englands.)
Engin undirstaða.
„Hvar er hægt áð draga laiida-
mærin rjettlátlegarf‘ sþúrði dr.
Múnch. Haim sagði, að éngin úfid-
irstaða væri fyrir liendi. setn rjctt
læti landamæraþrætu milli Dana
og Þ.jóðverja.
Munch bar til baka orðróm, sem
gengið hefir um það, að stjórnin
í Berlín hafi sfungið upp á því
við stjórnina í Danmörku, að
þýsk-dönsku: landamærin* yrðu tek
in til nýrrar athugunar. Hann
sagði, að þýska stjórnin hefði
ekki spurt um vígbúnað Dana.
Kirkjutúnleikar
á föstudaginn langa
Aföstudaginn langa verðui
flutt í útvarþínu andleg tón-
list eingöngu.
Dagskrá kvöldsins hefst me?
orgelleik úr Dómkirkjunni. Verða
leikin tilbrigði um sálmalagið „Þú
mikli mildi guð“ eftir Bach.
Útvarpskórinn syngnr verk eft-
ir Arnold Mendelssohn, Píslii
drottins, og fjóra þætti úr Re-
quiem í c-moll eftir Cherubini.
Einnig syngur kórinn „Kom dauð-
ans blær“ eftir Bach og „Nú fjöll
og bygðir blunda“, í útsetningu
Bachs, en kvennakór útvarpsins
syngur lög eftir Lotti og „Guð er
minn hirðir“ eftir Schubert.