Morgunblaðið - 21.07.1938, Page 4

Morgunblaðið - 21.07.1938, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 21. júlí 1938. Hvort heldur er um „Ka- j rikatur“-teikningar Stróbk j að ræða eða aðrar myndir. geta allir verið sammála un' j að innrömmunin er best oy ; ódýrust hjá GUÐ>1. ÁSBJÖRNSSYNI Laugaveg 1. Pjetur Nar áferialapm sönuslóöir Pjetur Nar. Meðal farþega á „Esju“ hing- að síðast var hr. Pierre Naert (eða Pjetur Nar, eins og hann haílar sig á íslensku), sem í fyrra og hitteðfyrra var semdi- kennari í frönsku hjer við há- skólann. Er hann kominn hingað til að ferðast hjer í sumar, mest um Borgarfjörð og Dali, því að hann er að vinna að þýðingu á fornsögum sem þar gerast. Pjetur lærði íslensku fyrir nokkrum árum, fyrst hjá próf. A. Jolivet á Sorbonne-háskólanum í París, síðan á eigin spýtur hjer heima, sumarið 1936, er hann dvaldi hjer nokkra mánuði, og loks meðan hann var sendikenn- ari hjer veturinn 1936—1937. Tal- ar hann nú og skrifar íslensku alveg< lýtalaust og að ýmsu leyti rjettar en vjer fslendingar sjálfir, sökum þekkingar sinnar á sögu máls vors. Hann hefir verið óþreytandi við að þýða á sitt mál íslenskar bók- mentir. Er nú í prentun þýðing hans á Hrafnkells sögu og kemur hún út í haust. Auk þess hefir hann birt þýðingar á Ijóðum ým- issa fremstu milifandi skálda vorra í frönskum tímaritum, einkum ljóðum Einars Benediktssonar, Davíðs Stefánssonar og Tómasar Guðmundssonar. Hann er skáld gott á sína tungu og er honum því ljett um Ijóðaþýðingar. Svip- ar honum að þessu og fleira leyti til vor íslendinga, enda hefir hann fengið mikla kærleika á landi og þjóð og kann óvíða betur við sig en uppi í sveit á íslandi, eftir því sem hann segir sjálfur. Hann langar til að ná sambandi við einn eða tvo unga menn, sem vildu slást í för ineð honum tæp- an mánaðartíma og vilja ferðast gangandi og liggja í tjaldi. Bók þessi, samandregnar sagn- ir um Saura-Gísla eftir Osft- ar Clausen, kom út, síðastliðið ár, og þar eð sjáanlega er þar all- mjög hallað frásögnum af Gísla, tvö síðustu ár hans hjer á landi, er hann dvaldi í Skágafirði, tel jeg rjettara, að gefa eftirfylgj andi upplýsingar. Foreldrar mínir bjuggu á Álf- geirsvöllum í Skagafirði árið 1875 —1876 og næstu 9 ár á Reykja- völlum, en báðar þessar jarðir eru næstu býli við Ysta-Yatn og Syðsta-Vatn, sem sagan getur í sambandi við Gísla. Mjer er fþað glögt í minni, að þau komu öll að Álfgeirsvöllum um veturinn, Gísli, Ragnhildur ög Guðbrandur, og að þau voru öll myndarlegt fólk og vel til fara. Minnistæðastur er mjer þó Gísli, og einkum þó það, að hendur hans voru afar þykkar, og handarbök mikið loðin. Einnig að hann bar gullhring á hendi, sem á þeim tímum var óalgengt með karlmenn. Vorið 1876 fór margt fólk til Ameríku úr Skagafirði, og þar á nteðal bóndinn frá Reykjavöllum, Guðmundur Skúlason, með konu sinni og 8 börnnin. Þetta fólk var ófarið frá Reykjavöllum, er fór- eldrar mínir fluttu þangað vorið 1876, og þangað kom Gísli til við- tals við Guðmund um væntanlega Ameríku-ferð þeirra, beggja, því þá og síðari hluta þess vetrar, var það áreiðanlega í almæli um Skagafjörð, að Gísli og fólk hans væri ráðið til Ameríku-ferðar vor- ið 1876. Jeg fullyrði því, að það sje ranghermi í sögunni, að Gísli hafi farið dult með Ameríku-ferð sína, og að hann hafi verið „flutt- ur um borð á Sauðárkróki í striga poka, eins og hver annar flutn- ingur“. Þessi ummæli í sögunni geta ekki verið rjett, þar sem áð- ur var í almæli að hann ætlaði til Ameríku. Hinsvegar átti Gísli heldur ekki það sökótt í, Skaga- firði, að hann þess vegna þyrfti að fara þaðan „huldu höfði“. 1 Það ræður að líkum, að talsvert hafi verið um Gísla skrafað eftir að hann fór þarna úr bygðarlag- inu, og eru þar eflaust orsakir þess, hve vel mjer er minnistætt ýmislegt er að þessu laut, en sumt af því liefi jeg fengið upplýsingac um síðan. Sagan getur um Bjarna Skúla- son á Álfgeirsvöllum, sem gefið hafi Gísla „próventu“ sína. Einnig um annan mann, bóndann á Ysta- Vatni, sem Gísli hafi flæmt frá konu, jörðu og búi, og að kona sú hafi verið systir Jóns í Saur- bæ. Hjer er nú allmjög hallað rjettum frásögnum. Á Ysta-Vatni bjuggu þessi ár (1874—1876) og áfram hjónin Þorgrímur Jónsson og Steinunn Jóhannsdóttir frá Vindheimum, sem aldrei var getið í sambandi við Gísla. Bjarni Skúlason fluttist voríð 1875 frá Álfgeirsvöllum að Syðsta Vatni, og hans kona var Ingibjörg systir Jóns í Saurbæ, og voru þau börn JÓnasar bónda á Syðsta- Vatni. Það var einmitt út af arf- töku eftir hann, að þeim lenti saman í málaþvargi mágunum, Bjarna Skúlasyni og Jóni í Saur- bæ. Gísli tók svo að sjer málin fyrir Bjarna, en Friðrik Stefáns- son í Vallholti fyrir Jón. Það var í almæli, að Gísli hefði orðið Bjarna alldýr, við þennan mála- rekstur, en jörð sinni og búi hjelt þó Bjarni áfrara, og aldrei lieyrð- ist neitt talað um konu hans í sambandi við Gísla. Þau hjón Bjarni og Ingibjörg bjuggu óslit ið saman á Syðsta-Vatni, og komu þar upp mörgum börnum, og man jeg vel eftir þeirri fjölskyldu. Bjarni dó í Litladalskoti í sömu sveit 1905. Það er fróðlegt og vel við eig- ! andi, að safna og sameina sannar ] sagnir um einkennilega menn, sem I horfnir eru af leikvelli lífsins. En þetta þarf að gerast af vandvirkni, og sem fyrst eftir burtför þeirra. Magnús Stefánsson, Flögu. O BÆHUH O Saura-Gísla saga Upphituð sjó- sundlaug hjá Reykjaskóla Afstöðumynd af hinni fyrirhuguðu sundlaug. —r—ií—Su-á*** ia» Mikill áhugi er nú fyrir því að koma upp hinni væntanlegu sjósundlaug hjá Reykjaskóla í Hrútafirði, enda eru nátt- úruskilyrði hin bestu til þess að koma þar fyrir upphitaðri sjósund- laug. - Er undirbúningur á byggingu laugarinnar þegár hafinn, og margir áhugamenn á staðnum og víða að af landinu hafa stutt að þessu framfaramáli, með vinnuframlögum, fjárframlögum o. fl. En betur má ef duga skal, þar sem hjer er um allstórt og dýrt mannvirki að ræða. Hefir því verið stofnað til happdrætt- is til ágóða fyrir laugina, og er sala happdrættismiða í full- um gangi. Verður dregið í því 4. september. Hundrað góðir munir eru í happdrættinu, og er því lík- legt, að margir kaupi miða og freisti gæfunnar að fá góðan hlut við litlu verði og styrki um leið gott málefni. Laugin á að starida rjeft norðan við skólahúsið, á að vera 25 m. löng og 10 m. breið. Heitt vatn til hitunar sótt*í hver sem er um 200 m. fyrir ofan, en eingöngu notaður sjór í laugina, sem verð- ur að mestu leyti að dæla í hana. Er ætlunin að hafa búningsklefa á samt steypibaði við laugina og á- horfendasvæði á 2—3 vegu. Suudlaugin verður svo í sveit sett, að vænta má, að hún verði með tímanum, miðstöð sundíþrótt- arinnar á stóru svæði. Það þarf því varla að efa, að allir íþróttamenn muni af fúsuin vilja og án brýningar, styðja að því, að þetta nái sem fyrst fram að ganga. En auk þeirra er fjöldi annara, manna og kvenna, sem kunna að meta sundíþróttina og vilja efla hana, enda er hún Is- lendingum sjerstaklega nauðsyn- leg. Mál þetta getur ekki skoðast sem einkamál einnar sveitar. Það snertir að meiru eða minna leyti fleiri sýslur og kaupstaði landsins, og þar með alla þjóðina. Nvslátrað autakiö kemur í dag. Ishnsið Herðubreið. Sími 2678. BEST AÐ AUGLÝSA 1 MORGUNBLAÐINU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.