Morgunblaðið - 21.07.1938, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.07.1938, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 21. júlí 1938- 'í 8 I Boston hefir lögreglan nýlega fundið spilaklúbb, þar sem höfð voru heldur betur svik í frammi. Komst lögreglari á snoðir um þetta með þeim hætti: Maður nokkur, er menn hjeldu að væri stórríkur, fjell frá. Kom í Ijós, að hann var snauðnr að kalla. Eigur hans voru seldar á uppboði. Skraddari einn keypti ein föt hans. Skraddarinn fann að hnappur var í vesti hans, sem var undarlega útbúinn. Spegill var í hnappnum. En vesti þetta var einskonar einkennisbúningur þeirra er spiluðu í klúbbnum. Þeg ar menn hjeldu á spilunum }>á spegluðust þau í hnappnum svo sá sem sat gegnt honum sá hvað hann hafði á hendinni. Nú sendi lögreglan mann í klúbb jnn. Hanpmkoinst að raun um svik- in, sem þar voru framin. Eigendur klúbbsins sáu í spegilhnöppunum á spil hinna. Auk þess voru Htar- einkenni aftan á spilunum, serú lítið bar á. Þannig voru gestir klúbbsins fjef 1 ettir eftir nótum. Þegar farið var að rannsaka málið kom það í Ijós, að ríkis- menn í Boston höfðu undanfarin 3 ár verið fjeflettir þarna í stór- um stíl, ★ Kenslukonan: Hvaða tennur taka menn síðast? — Fölsku tennurnar. Konungur Italín fór í fyrsta skifti upp í flugvjel fyrir skömmu og flaug alla leið til Afríku. Áð- ur var konungurinn á móti flug- vjelum og vildi helst ekkert af þeim vita. í þessari ferð varð hann svo hrifinn af flugi, að hann er búinn að kaupa sjer einka- flugvjel. Sir James Barrie, breskur rit- höfundur, átti tal við yngstu dótt ur Bretakonungs, Margaret Rose. Hann fekk í samtali þessu* góða hugmynd í kvikmynd. Er hann hafði lokið við handrit sitt, og kvikmyndafjelag hafði tekið það til að gera mynd eftir því, sendi hann prinsessunni dálitla fjárhæð, sem viðurkenningu fyrir, að hún liefði gefið honum tilefni til þess, að hann samdi kvikmyndaleikrit þetta. Seinna mætti hann prinses^unni. Hann varð fyrst undrandi er hún ávarpaði hann og sagði, að hún gerði sig ekki ánægða með þessa borgun. Iíún vildi fá ákveðinn hundraðshluta af þeim tekjum sem hann, fengi af sýningum myndar- innar. Þá mundi hann eftir að prins- essan er af skoskri ætt. ★ Margir brjóta heilann um hve gamlar hinar heimsfrægu kvik- myndaleikkonur eru. En þær eru fremur þögular sjálfar 'um þau efni. Kvikmyndaáhorfendur vilja að leikkonurnar sjeu ungar. Og þær verða að sýnast svo í lengstu lög. Oreta Garbo segist vera þrítug. Menn draga það í efa, að hún segi rjett frá. Hún hefir nú í æðimörg ár verið í fremstu röð í Hollywood. Og áður en þangað kom ljek hún í sænskum kvik- myndum, og þá ekki barn að aldri. Martha Eggerth er talin vera 24 ára, Ginger Rogers 26, Jeanette MacDonald 31 árs. ★ MÁLSHÁTTUR: Rangur gróði er grandnæmastur. *%aujis£afuw Kjólakragar kr. 1.75. Belti, þýskir silkisokkar, Sokkabanda belti, Korselett, Alpahúfur, Undirföt (kvenna og barna), Handklæði. Glasgowbúðin, — Freyjugötu 26. Sími 1698. Karlmannsnærföt (silki), Slifsi, Þverbindi, Sokkar, Vinnu vetlingar. Glasgowbúðin. Rennilásar, tölur og hnapp- ar alskonar. Hárgreiður, Hár- bönd, handsápa, barnaarmbönd o. fl. Glasgowbúðin. Sími 1698. Kaupum flöskur, glös og bón- dósir. Bergstaðastræti 10 (búð- in)* Opið kl. 1—6. Sími 5395. Sækjum. Kaupum flöskur, flestar teg. soyuglös, meðalaglös, dropaglös og bóndósir. Versl. Grettisgötu 45 (Grettir). Sækjum heim. Sími 5333. 'kiblúsur, fallegt úrval. — jVersl. Kristínar Sigurðardóttur. Stærsta úrval af nýtísku silkiundirfatnaði kvenna, ung- linga og barna. Vönduð sett frá kr. 9.85. Versl. Kristínar Sig- urðardóttur. Sumarkjólaefni, Sumarkápu- efni, Dragtaefni og Svakker- efni. Nýjasta tíska. Einnig sloppaefni og silkikjólaefni ný- komin. Versl. Kristínar Sigurð- ardóttur. Fallegt úrval af sumarkápum óg sumarfrökkum kvenna. Á- gætt snið. Tískulitir — lágt verð. Versl. Kristínar Sigurðar- dóttur. Flugnaslör fást í Hatta & Skermabúðinni, Austurstræti 8. Nýtísku Gojftreyjur og prjónapeysur kvenna., mikið úr- val. Telpna- og drengjapeysur, háleistar, ullarsokkar á drengi, silkisokkar — afar lágt verð. Versl. Kristínar Sigurðardóttur. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Kopar keyptur í Landssmiðj- unni. Friggbónið fína, er bæjarim besta bón. Bikum þök. Vanir menn. (Benedikt) Sími 4965. ^CuSfiwZl Stofa fæst leigð nú þegar í nýtísku húsi. Fagurt útsýni. Að- eins fyrir rólegt fólk. Eitthvað- af húsmunum gæti fylgt. Símt 7100. Kona getur fengið herbergi’ í sveit gegn morgunhjálp. Upp- lýsingar í síma 2346 kl. 2—4. Maður í fastri stöðu óskai" eftir tveggja til þriggja her- bergja íbúð með öllum nýtísku;: þægindum. Upplýsingar í síma 3218. inÉlMT EF LOFTUR GETUR ÞAf> ERKI-----ÞÁ HYERr Kaupmenn. Kaupfjelöq Corona-HaframjötiO í pökkum er komið aftur. H. Benediktsson & Co. Morgunblaðið með morgunkaffintt MARGARET PEDLER: DANSMÆRIN WIELITZSKÁ 4. Hún reyndi að ganga rólega fram hjá stúlkunni, sem horfði forvitnisleg.a á hana, en um leið og hnrðin lok- aðist á eftir henni, tók hún til fótanna og hljóp upp stigann, rakleiðis inn í vinnustofu Hughs, án þess að hirð,a um þau óskrifuðu lög, sem þönnuðu öllum inn- göngu, án sjerstaks leyfis. Hann sat við skrifborð sitt, og var að lesa morgun- póstinn, þegar hún kom inn. „Díana!“ Hann leit upp, og kaldur og undrandi vandlætingasvipur skein úr augum haus. „Þú veist, að jeg vil ekki láta ónáða mig — „Já, jeg veit það, en jeg mátti til að tala við þig. Það hefír eitthvað hræðilegt komið fyrir. Það hlýtur af vera bygt á misskilningi. Hugh! Það er búið að taka alt, sem þú átt, burt úr svefnherbergi þínu“. „Hjer «r um engan misskilning að ræða, Díana. Það, sem gert hefir verið, er eftir minni skipun. Katrín skildi alt, þegar frá upphafi. Jeg skil það fyrst nú, þegar jeg hefi fengið rjettláta refsingu. En jeg mun gera alt, sem í mínu valdi stendur, til þess að afþlána sekt mína. Fvrsta og þýðingarmesta skrefið er, að hjónalífi okkar er lokið“. „Við hvað áttu, Hugh?“, spurði hún í hörkulegum róm. „Ætlar þú — ætlar þú að reka mig frá þjer!“ „Nei. Jeg hefi engan rjett til þess að refsa þjer. Þú -átt ekki sökina----“ „Nema þá að vera eins og jeg er“ tók hún fram í fyrir honum beikjulega. „Jeg hefði aldrei átt að kvænast þjer, Díana“, hjeít hann áfram. „Jeg gerði það, þó að jeg vissi, að þú ættir ekki heima hjer. Sökin er eingöngu mín. Þú verð- Hr hjer áfram sem húsmóðir á heimilinu“. Díönu varð hugsað til harðstjórnar Katrínar og brosti dauflega. „En framvegis“, sagði hann að lok um, „ertu konan mín, aðeins að nafninu til“. „Hugh“, sagði hún í blíðlegum bænarróm. „Þú ert svo lengi húinn að hlusta á óráðshjal systur' þinnar, að þú ert hættur að sjá hlutina í rjettu Ijósi. Við höf um ekki drýgt neina synd. Það er ekki synd að elska“. „Nei, það er ekki synd að elska“, svaraði hann. „En maður verður stundum að afneita ástinni“. „Ekki ást eins og okkar“, hvíslaði hún, „ekki okk- ar ást, Hugh“. „Segðu ekki meira!“ Hann stökk á fætur, augu hans leiftruðu, og rödd hans var titrandi og hás. „Freistaðu mín ekki! Heidur þú, að mjer falli vel að taka þessa ákvörðun, þegar jeg þrái þig af allri minni sál óg líkama? Nei, það veit hamingjan, að það er þung raun“. „Hættu þá við það, Hngh, ástin mín — —“ „Segðu ekki meira, jeg hið þig! Freistaðu mín ekki. Jeg vil bæta fyrir brot mitt og bera þá refsingu, sem á mig hefir verið lögð, að fyrsta barnið mitt skyldi verða stúlka“. „Hugh! Hugh! Vertu þolinmóður. Hlustaðu á mig. Einhverntíma eignumst við lítinn dreng — son, þinn og minn ------“ „Nei — við eignumst aldrei son! Aldrei! Það er vilji guðs!“ Hann gekk út að hurðinni og opnaði liana. „Viltu ekki fara núna. Þetta er mitt síðasta orð“. Ilún gekk eins og í bbndni út úr stofunni og hurðin iokaðist hægt á eftir henni. SANKTE MICHAEL OG ÆFINTÝRABARNIÐ. Katrín var harðánægð með verk sitt og sigrihrós andi. Það gerði það enn erfiðara fyrir Díönu að af-. bera, hve þau hjónin fjarlægðust hvbrt annað með hverjum deginum sem leið. I raunum sínnm og einstæðingsskap leitaði Díana huggunar hjá barninu. Það var það eina, sem hún áttl eftir, og það jók aðeins á ást hennar til barnsins, að bæði Hugh og Katrínu virtist vera hálf illa við það. Barnið var kallað Magda, og varð snemma mularieg- sál. Hún var lítii og fíngerð, eins og móðir iiennar. Um leið og hún lærði að ganga, sýndi hún afburða leikni: og fimi. Og hún var ekki nema fjögurra ára gömul,. þegar hún reyndi að stæla móður sína. er hún dans- aði fyrir hana. I hvert sinn og barnið varð fyrir sorg, brúða brotn-- aði, eða eftirlætis ketlingur sálaðist, ljet hún huggast,; ef mamma hennár, „petite maman“, eins og hún ltall - aði hana, vildi dansa fyrir hana. Magda settlst þá á. gólfið, með táriri í angunum, og fylgdi, eins og töfruð,. liinum yndislegu hreyfingum móður sinnaí í dansinum.. Einu sinni kom Hugh að þeim óvörum, er Díanai var að dansa fyrir barnið. „Nú er nóg komið, Díana“, sagði hann kuldalega: „Jeg hjelt, að þú hefðir það mikla sjálfsvirðingu, að láta ekki barn sjá, þegar þú dansar — á þenna hátt“. „Er kannske synd að dansa — eins og það er synd að vera giftur?“, spurði Díana beiskjulega. „.leg fyrirbýð þjer að dansa fvrir barnið. Það ætti að nægja“, var hið hörkulega svar. Titrandi af geðshræringu og sorg fór Díana tii K^atrmar. „Jeg sætti mig ekki lengur við þetta!“, lirópaði hún. „Hvað hefi jeg gert af mjer, að þið farið svona með mig?“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.