Alþýðublaðið - 10.06.1958, Qupperneq 6
,6
Alþýðublaðiið
Þriðjudaginn 10. júní 1958.
08 óskasf
í nokkrar fólksbifreiðir, ec verða til sýnis að Skúlatúni
4. þriðjudaginn 10. þ. m. kl. 1—3 síð'd.
Ti’boðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5
sama dag.
Nauðsynlegt er að taka fram símánúmer í tilboði.
Sölunefnd varnarliðseigna.
SUNNUDAGUK.
----- — Hótíðlegt var í dag
á sjómannadaginn, enda veð-
ur með afbrigðum gott. Skyn-
samlegt var í upphafi af sjó-
mannadagsráði að velja fyrsta
sunnudag í júní til hátíða-
halda til heiðurs sjómanna-
stéttinni, en ekki einhvern á-
kveðinn mánaðardag. Nóg er
um frídagana samt. Annars er
ósköp hætt við, að siómenn
geti sjaldan verið margir við
hátíðahöld í landi, hvaða dag-
ur sem valinn yrði, enda varla
von, þar sem störf þeirra eru
á hafi úti. Sjómannadagurinn
er þó orðinn fastur hátíðisdag
ur, og í krafti hans hafa sjó-
mannasamtökin lyft Grettis-
taki, þar sem er bygging
Hrafnistu.
Geysilegur fjöldi manna var
við hátíðahöldin í Hafnarfirði
í kvöld. Gizkuðu sumir á tugi
þúsunda, enda voru stanzaðir
bílar um allan bæ með marg-
víslegustu einkennisstöfum,
bæði einkabílar og hópferða
vagnar. Ég átti tal við út-
lending um eittleytið, þegar
dansinn á Strandgötunni stóð
sem hæst. Hann var nýkom-
inn til landsins. Hann sagði:
„Þessu hefði ég aldrei trúað,
fccftt imcf'f hefði verifö sagt
áður en ég fór að heiman. að
fólk dansaðí á götum úti á ís-
landi!“
MÁNUDAGUR.
-------Engum, sem kem-
ur að Efra-Sogi, getur bland
azt hugur um, að mikið er
að gerast hér á landi. Fram-
kværoir ýru j;tcirkostíega.r‘.
Um síðustu helgi skoðaði ég
sementsverksmið.juna á Akra
nesi, og í dag kom ég að
Efra-Sogi, meðan vinna var
í fullum gangi. Þessar stór-
framkvæmdip vitna um stór-
hug og dugnað þjóðarinnar,
og manni finnst það ekki
nema von, þegar maður virð-
ir þessi umbrot fvrir sér, að
nokkurs fjárskorís verði vart.
Smáþjóð, sem brýzt í svona
miklu, hlýtur að finna fyrir
því.
Vel hefur miðað verki. síð-
an ég fór hér um í fyrrasum-
ar, og eru jarðgöngin orðin
býsna tilkomumikil. Þarna er
unnið með stórvirkum vélum,
og hlýtur að þurfa góða stjórn
og nákvæma útreikninga til
að allt standist. Vitað er, að
þótt Efra-Sogsvirkjunin verði
búin í tæka tíð, þa”f tenn
meira rafmagn. Þegar þessari
stórvirkjun lýkur, þarf því að
hefjast handa á nýjan leik.
Flestir sérfræðingar munu
vera sammála um, að annað
hvort Þjórsá eða Hvítá komi
til greina. Hagkvæmast og ó-
dýrast mun að virkja sjálfan
konung fossanna, Gullfoss.
Hvað segja menn um það?
ÞRTÐJUDAGUR.
— — — Útvarpsumræð-
urnar frá alþingi voru ekki
sérlega bragðmiklar að þessu
sinni. Ekki er fyrir það að
synja, að oft er gaman að
heyra stjórnmálamenn leggja
mál fyrir alþjóð. ef þeir vanda
si.g og reyna á snillitökin. En
í þetta sinn var lítið um anda
og kraft, þótí sums staðar- örl-
aði á nokkurri kynngi.
Kannske er maður orðinn of
kunnugur þeim stjórnmála-
mönnum, sem leiða saman
hesta sína árlega og stundum
oftar frammi fyrir alþ.joð.
Maður kann orðið viðbrögðin
utan að og kemur lítið á ó-
vart. En hitt er svo aftur rétt,
að unga fólkið er stjórnmála-
skörungunum ókunnugt, og
því eru þeir nýir sumum
hlustendum.
Annars eru menn vfirleitt
sammála um það nú. að unga
kvnslóðin hafi lítinn á-
huga á stjórnmálum. Það er
bættur skaðinn. mun margur
segja. En þótt pólitíkin sé oft
hvimleið, er hún þó nauðsyn-
leg í lýðfrjálsu landi, og ó-
neitanlega er það ekki að öllu
leyti góðs viti, ef unga kyn-
slóðin er alveg frábitin að
hugsa um stjórnmál. Það væri
annars nógu gaman að láta
fara fram rannsókn á því
meðal t.d. fólks um tvítugs-
aldur, hvert viðhorf þess til
þessara mála. Væri þetta ekki
ágætt verkefni fyrir Gallup-
skoðanakönnun, sem dó í fæð-
ingu hé,- um árið?
MIÐVIKUDAGUR.
— — -— Þessa dagana
strevmir stór hópur æsku-
fólks út úr skóladyrum, sem
nú standa Iokaðar til hausts.
Fyrir þessu skólafólki liggur
að fá eitthvað að gera í sum-
ar, og getur það stundum
reynzt þyngri þrautin. 3em
betur fer eru þó mörg verk-
efni fyrii- hendi víðs vegar í
þjóðfélaginu, og standa því
vonir til, að flestir ungling-
anna geti fengið eitthvað við
að vera.
Margir unglinga-- ætlast þó
til of mikils í þessum sfnum,
og er raunar-varla von á öðru,
þar sem peningaþörf unglinga
er að verða þjóðarmein. Skóla
æska, sem nýtur stuðnings
foreldra sinna og samfélags-
ins við námið, á ekki fyrst og -
fremst að spyrja um kaup.
Sarnt e:- það svo, að ungling-
um þykir lítíð til starfs koma
nema allmikil greiðsla komi
fyrir. Ekki er rétt að ásaka
æskufólkið fyrir þetta sjónar-
mið. Tímarnir eru svona.
Auk þess eru alltaf nokkrir
unglingar, sem detta í lukku-
pottinn á sumrin og fá vel
launuð störf, kannske of vel
launuð, og þá kemu- saman-
burður félaganna við þá.
Um leið og skólanemend-
um fjölgar, er hér um athyglis
vert málefni að ræða, og
verður vafalaust ekki minni
ástæða til að halda um það
ráðstefnu en margt annað,
sem masað er um á margra
daga fundum.
FIMMTUDAGUR.
-------Það er jafnan lær-
dórnsríkt að koma á flugstöð
skömmu fyrir brottfarartíma
flugvéla, sem ætla út í heim,
sérstaklega ef það er snemma
morguns. Háttalag fólks, svip-
ur og viðbrögð, er með næsta
annarlegum blæ, eins og á
skiptizt ömurleiki vfir að
hafa nú þurft að vakna
svona snemma og tvíráð
tilhlökkun yfir að vera
nú að fara brott. Flestir
eru ekki alveg eðlilegir, jafn-
vel ekki þrautreyndir ferða-
langar. sumir þögulir um of,
aðir masgefnir og reifir.
Þegar ég stóð við hlið út-
lends kunningja míns á flug-
stöð Flugfélags íslands um
fótaferðartíma og svaraði
spurningum hans um flug og
flugþjónustu, varð mér betur
ljóst en áður, hver bylting hef
ur orðið á þessu sviði hér á
landi, síðan stríðinu lauk.
Hafa menn hugsað út í, hvað
hér hefu,- gerzt í þessum efn-
um á 15 árum? Það er heilt
ævintýri. Við, sem höfum lif-
að tvenna tímana, þótt ungir
séum enn, föllum í stafi við
umhugsunina um þessa breyt
ingu. Og svo er allt unga
fólkið um og innan við tvítugt
sem tekur þessu ssm sjálf-
sögðum hlut, það hefur ekki
alizt upp við annað. Að hugsa
sér, hvað tæknin stokkar spil-
in ört!
FÖSTUDAGUR.
-------Ég var að lesa enn
einn blaðaritdóminn í dag.
Kannske má ekki ætlazt til of
mikils af þeim, sem skrifa
bókadóma í dagblöð, en þurfa
öll þeirra skrif að vera sama
gutl í sama nóa? Nýlega Ias
ég í menmngal'tímai'iti, aðl
enginn tæki mark á blaðarit-
dómum, þeir væru einskis
virði. Þetta voru ummæli
eins menntaðasta bókmennta-
fræðings þjóðarinnar. Mér
þóttu þau hörð. En hvað skal
segja, þegar ritdómarar blað-
anna telja það aðalverkefni
sitt að leiðréita mál og stíl
höfunda eins og þegar sér-
vitur kennari leiðréttir rit-
gerðir nemanda sinna. Það er
að vísu ósköp hægt að slíta
setningar út úr samhengi og
stilla þeim upp sem viðundri,
en uppbyggilegt er það ekki’
Nú e- það að verða viðtek-
in venja að skrifa meira um
höfunda en verk hans, og spá-
dómar um lífshlaup hans eru
alveg sérstakt krydd í graut
ritdómaranna. Síðan er hon-
um gefin einkunn, góð eða
vond ieftir geðþótta. Ef til vill
á mannfæðin sinn þátt í því,
að ritdómurum tekst ekki að
dæma verkið sjálft án þess að
blína um of á persónu höfund-
ar, en á meðan verður gagn-
rýni ekki bókmenntir á ís-
landi. En kannske er til of
mikils mælzt, að svo verði.
LAUGARDAGUR.
-— — — Það er sagt. að
við Islendingar tölum helzt
um veðrið, þegar við hittumst
á förnum vegi. Satt er það, að
oft minnumst við á veður"
farið, enda vart við öðru að
búazt, þar sem veður á landi
hér er löngum breytilegt og
lítt útreiknanlegt frá degi til
dags nema fyrir veðurspek-
ingana.
FJÁRHAGSNEFND hefur
rætt og yfirfarið frumvarp
þetta, fyrst ásamt fjárhags.
nefnd N.d. og síðan é fundi sín
um, eftir að málinu hafðj ver-
ið vísað til þessarar hv. deild-
ar. Nefndin gat ekkj orðið sam
mála um afgreiðslu málsins. —
Undirritaður hafðj sérstöðu til
höfuðstefnu frv., sem nú skai
nánar tilgreind:
Á undanförnum tveim árum
hafa fulltrúar verkalýðshreyf-
ingarinnar átt þess kost að ræða
fyrirætlanir hv. núverandi rík-
isstjórnar í efnahagsmálum, —
þegar slík frumvörp hafa verið
á frumstigi. Við þær aðstæður
telja- verkalýðssamtökin, að
þau hafi fengið ýmsu þokað x
rétta átt fyrir hag og heilllaun-
þega.
Við samningu bessa frum-
vai'ps var þessu alít annan veg
farið. Þegar þar til kjörnir full
trúar síðasta þings Alþýðusam!
bandsins komu saman til þess,
að r,æða málið reyndist það fuil *
frágengið og þess því ekki kost
ur að fá þar nokkrar breyting-
ar á. Við umræður hér á hv.'
alþingi hefur reynslan orðið sú
sama, þegar frá eru teknar ör.
fáar mlnni háttar breytingar,
sem nánast eru leiðréttingar.
Enn fremur hefur reynzt ó-
gerlegt að fá nokkur fullnægj-
andi svör við því, hvernig fyr-
irhugað er að mæta þeirri stór-
lega auknu rekstrarfjárþörf til
handvei’ks og verksmiðjuiðnað
ar, sem aff samþykkt þessa frum
varps leiðir. Hlð sama gildir
urn aukið lánsfé til íbúðarhúsa-
bvgginga, svo að nokkuð sé
nefnt.
Við fyrrnefnda athugun í full
trúahópi verkalýðssamtakanna
leyndi sér ekki, að velflestir
fulltrúar fjölmennustu verka-
lýðsfélaganna voru andvígir
framgangi þessa frumvarps í
núverandi mynd og vitnuðu þar
til áður samlþykktrar stefnu síð
asta þings Alþýðusambandsins,
sem gerð var þar í einu hljóði.
Þing þetta lýsti því m. a. yfir,
að gengislækkun eða aðrar hlið
stæðar ráðstafanir kæmu ekki
til mála sem úrlausn efnahags.
málanna. Fram hjá þeirri stað-
reynd verður og vart konxizt,
S MIKIÐ HEFUR verið vitn >
^ að í nefndarálit
. JRp'o-p
___ það, sem?
^ Eggert G. Þorsteinsson^
1 flutti sem 2. minnihluti^
^ fjárhagsnefndar neðri deild-^
^ ar. Hafa ýmis atriði þess ver^
Sið slitin úr samhengi og teygð^
S á ýmsa vegu. — Alþýðublað-S
S inu þykir því hlýða að birta S
S álitið í heild, svo menn getiS
S áttað sig á því til ful.'rar S
S hlítar. ^
,S. S
að þær ráðstafanir, sem í frum-
varpj þessu felast, hljóta að
hafa á ýmsan hátt hliðstæð á-
hrif og gengislækkun.
Víxlun sú, sem frumvarpið
gerir ráð fyrir á næstu 9 vísi-
tölustigum og 5G- grunnkaups-
hækkun, virðist hins vegar
munu koma í veg fyrir almenna
kjaraskerðingu næstu mánuði,
en fljótlega ’þar á aftir munu
merkin sjást.
Persónulega tel ég þessa að-
ferð um ;ögboðr.a kauplxækkun
varhugaverða. En um það atr-
iði .hafði miðstjórn Alþýðxxsam.
bandsins sérstaklega fjallað, áð-
ur en fyrrnefndur fulltrúafund-
ur var kvaddur saman, og sam-
þykkt þá ráðstöfun án tillits til
annarra ákvæða frumvarpsins.
Alvarlegast verðurþó að telja
þá grundvallarstefnuibreytingu,
sem frumva~o þelta felur í sér,
þ ,e. að horfið er frá þeirri stöðv
unarstefnu, sem verkalýðssam-
tökin hnfðu faanað og lýst fvlgi
sínu við allt frá vinnudenunni
1952 og siðasta Albýðusam-
bandsþing laeði séx'staka á-
herzlu á að farin yrði.
Það er því augljóst. að þrátt
fyrir nauman meirihluta í áð-
urnefndum fulítrúahóp verka-
lvðssamtakanna fyrir þeirri
stefnu. að á móti ráðsi;öíurmm<
bessa frumvarps skvl.di ekki
unnið, há e">x hær ekkj í sam-
ræm'i við bað. er síðlasto þing
plbvðusam.tpkarsha fól þessum
aðílum að semja um.
•Með bví. sem ég hér hýf sagt,'
ætlq ég það vera Jióst, nö éi? er
andvípur frv. og legg f.'l, a.ð það
verði fellt.
Alþingi. 28. maí 1953.
Eggert G. Þorsteinsson.
En hver skyldi hafa trúað
því, að við hér við Fáxaflóa
ættum eftir að segja hver við
annan og oft á dag: „Skyldi
hann nú ekki fax*a að rigna?
Vonandi gerir hann nú skúr
í dag.“ Þessi þurrveðurskafli
er sannarlega orðinn of lang-
ur, svo til vandræða horfir
með allan gróður. En enn er
víðáttumikil lægð suður í hafi
segja veðurf) éttir, og þó hann
sé skúralegur. er alveg eins
og hann geti ekki rignt. Þótt
við hér suðvestanlands taut-
um oft yfir bannsettri rign-
ingunni, er þó sýnilegt, að hóf
er á öllu bezt, þurrviðri ekki
síður en regni.
Exx það var eins og við
rnanninn rnælt! Regnið kom
síðdegis, og jörðin svalg! Ég
ók umhverfis borgina,
undir miðnætti, Þegar
rignt hafði nokkrar stundir
og hvílík breyting! Maður sá
næstum grasið sprett.a, og
ýkjulaust er, að maður sá
jörðina grænka. Þetta var
eir.s og töfraorðið sjálft.
V,—6,—’58.
Vöggux*.