Morgunblaðið - 09.08.1938, Síða 7
ÞriÖjudagur 9. ágúst 1938
7
M ® R G U N B U A ÐIÐ
Minningarorð um
Þuríði Sigurðardóttur
F. 1*. maí 1875. D. 20. júlí 1938.
Otal minningar koma mjer í
hug, er- jeg hugsa um Þu-
ríði sál. Sigurðardóttur, forstöðu-
konu barnaheimilisins Vorblómið.
Það fyrsta sem jeg man eftir
kenni er um 4(3 ,ára gamalt. Þá
rar einhver að striða henni í kát-
ura æskumannahóp með því „hvað
lengi hún væri búin að vera í tugt-
kúsinu!“ Jeg varð forviða, því að
jeg var þá ókunnugur sveita-
drengur, sem ekkert vissi um að
fangavörðurinn átti stóran barna-
hóp og bjó í hegningarhúsinu.
Síðar átti það fyrir mjer að
liggja að kynnast mörgum þeim
systkinum vel og lengi.
Þuríður var elst ellefu alsyst-
kina, „fyrsta barnið, sem fæddist
í IIegningarhúsinu“, er mjer tjáð.
Atta komust þau upp og urðu vin-
sæl og dugleg, en 6 þeirra eru oss
horfin nú.
Sigurður J ónsson fangavörður
andaðist sjötugur árið 1909, og
Ma rie kona hans 74 ára árið 1920.
Tveim árum á undan henni dóu
þeir bræður Jón og Þorvaldur.
Þorvaldur dó ungur, en var alveg
úvenjulega ágætt mannsefni, að
minni hyggju, og fórnfús vinur
allra raunabarna, sem liann náði
til.
Frú María, kona Vigfúsar Guð-
brandssonar klæðskera, dó 1926.
Frú Kristín, kona Helga verslun-
arstjóra Helgasonar, dó 1931, Har-
aldar, forstjóri Elliheimilisins, dó
1934, og loks Þuríður 20. f. m.
Þau Ágúst prentsmiðjueigandi
■og frú Amalía, kona Sigurðar Þor-
steinssonar verslunarmanns, eru nú
ein eftir af stóra systkinahópnum.
Þuríður heitin starfaði að mörgu
um dagana, og lá aldrei á liði sínu.
Að verslun vann hún, saumastofu
hafði hún um hríð, hún kendi
börnum handavinnu, var ötul
starfskona í Góðtemplarafjelaginu
og fleiri fjelögum hjer í bæ, og
þótti liðtæk við upplestur og söng
á skemtifundum þeirra.
En starfið, sem halda mun nafni
hennar lengi á lofti, lióf hún ekki
fyr en um fimtugt.
Bftir margra ára umhugsun og
nokkurn undirbúning erlendis,
rjeðst hún í árið 1928, að stofna
barnaheimili fyrir munaðarlaus
börn, fyrsta heimilið í þeirri röð
hjerlendis. Hún nefndi það „Vor-
blómið“ í þeirri von ög trú, að
fleiri myndu á eftir koma.
I Danmörku hafði hiin kynst
slíkum hælum Og sjeð hvað þau
veita örugt skjól mörgum munað-
arleysingja, sem annars mundi
hrekjast manna á milli.
„Blessað barnið er búið að missa
jhana mömmu sína“, sagði jeg um
3ja ára stúlku við gamla konu á
Elliheimilinu einu sinni. — Hún
svaraði: „Hún á nú góða að samt,
og þarf ekki að fara á hrakning;
jeg varð líka snemina móðurlaus,
en átti þá engaú að og var á ð
heimilum fyrstu 12 æfiárin“. —
,MáU’óinþr,,i liennar var.' eins og
.stuna úr hýldýpi beiskra mihninga.
Svipaðar stunur hafði Þuríður
heyrt, og vildi forða svo mörgum
Þuríður Sigurðardóttir.
börnum, sem hún gæti, frá því að
hrekjast manna á milli.
Því gaf hún aleigu sína til að
útbiia „Vorblómið“ sitt, sem tók
til starfa 1928 á Skólavörðustíg 22
hjer í bæ.
Bæjarstjórn veitti henni hús-
næði að Grund árið 1930, er gamla
fólkið fluttist þaðan í nýja húsið
við Hringbraut. Þar gekk starfið
vel í 4 ár, en svo brann húsið og’
með því aleiga forstöðukonunnar,
nema kjarkurinn og trúin — og
fötin, sem hún stóð í, er hún síðust
allra heimilismanna varpaði sjer
út um glugga ú'r bálinu.
IJpp frá því hefir „Vorblómið“
búið við erfið kjör, ljeleg húsa-
kynni, vanskil sumra viðskifta-
manna og vaxandi lasleika for-
stöðukonunnar.
En samt ljet hún ekki hugfall-
ast. Börnin unnu lienni og liún
þeim; og jafnan reyndi hún að
innræta þeim guðsótta og góða
siðu. Hún varð að reyna marga
erfiðleika brautryðjandans, og
stundum átti hún ekki aura fyrir
skó eða fatnað handa sjálfri sjer,
„en það skiftir engu ef börnin
hafa nóg“, sagði hún.
Þrek hennar og trúartraust sá
jeg oftar en hjer verður talið, og
Ijósast þá þegar erfiðast gekk.
Henni var ekki Ijett að verða að
hætta störfum í vor sem leið vegna
heilsubrests, en hiin kvaðst þó ekki
sjá eftir að hafa fórnað eigum og
heilsu „fyrir börnin sín“. — Þau
munu mörg blessa minningu lienn-
ar; og þegar barnauppeldismál eru
komin á fastari grundvöll en nú
er A'or á meðal verður Þuríði Sig-
urðardóttur reistur veglegur minn-
isvarði. Sigurbjörn Á. Gíslason.
E.8. LYRA
fer hjeðan fimtndaginn 11.
þ. m. kl. 7 e. h. (um Vest-
mannaeyjar o.s; Þórshöfn) til
Bergen. Tekið á móti flutn-
ingi til hádegis á fimtudag.
Pantaðir farseðlar sækist
fyrir hádeg'ifá morgun, ann-
árs seldir öðrum.
p. Smifh á €o.
Ragnheiðurísaks-
dóttir, Ijósmóðir
Ilve skelfir mitt hjarta helfregn
sú,
sem hljðinar á vörum allra nú:
Hún ,,ljósa“ mín góða er látin!
Hún sem jeg elskaði allra mest,
var allra hugljúfi og kvenna best,
ei verður að verðleikum grátin.
O, alt, var svo sorglegt, jeg segi
ei meir,
því sorglegt er jafnan ef einhver
deyr
með svona sviplegum hætti.
Að hafa þann voða í heimarann,
það henda ei mætti neinn góðan
mann,
úr húsum því útrýma ætti.
Ó, ljósa mín góða, hve ljóð mitt
er smátt,
og lítið jeg segi og altof fátt
jeg upptel af ágæti þínu.
Jeg binda þjer vildi úr blómum
krans,
já, blómum frá altari kærleikans,
ef það væri á valdsviði mínu.
Þú líknaðir sjúkum og læknaðir
sár
og Ijúflega þerðirðu margra brár,
sem grjetu af margskonar meinum.
Þá fátt var um lækna í fámennum
reit,
þú fórst oft sem hetja um strjál-
bygða sveit
í veðrum, sem vægðu ei neinum.
Sem júnídagurinn björt á brá,
svo broshýr og göfug varstu að
sjá,
að fá varð þinn jafningi fundinn.
Þú köluð varst „ljósa“ af krökk-
um þeim,
sem þú komst meS í tösku á bæina
heim.
Þá oft var þjer erfið sú stundin.
Jeg sje þig sem draumsjón, með
silfurhvítt hár
og sólbros á vörum. Jeg felli þó
tár
og óska að sjáumst við aftur.
I sóllöndum æðri, þar ástvin þinn
hýr,
nú upprennur dagur svo fagur og
hlýr.
Því veldur guðs kærleika kraftur.
Eva Hjálmarsdóttir
frá Stakkahlíð.
Hljómsveitin á þýska, herskipinu
„Emden“ leikur fyrir framan
Mentaskólann í kvöld kl. 6 ef veð-
ur leyfir.
Listasafn Einars Jónssonar er
opið daglega kl. 1—3.
r
4í.S ÍQ.
íJ
Dagbók.
Veðurútlit í Rvík í dag; SV-gola.
Smáskúrir.
Veðrið (mánudagskvöld kl. 5):
Lægðin yfir Grænlandshafi er nú
orðin kyrrstæð og fer minkandi.
Vindur er S- eða SV-stæður um alt
lahd og veðurhæð víðast 3—4
vindstig. Vestan lands og sunnan
er skýjað loft en úrkomulaust að
mestu. Norðaustan lands er bjart-
viðri og 14—20 st. hiti.
Háflóð er í dag kl. 4.30 e. h.
Næturlæknir er í nótt Daníel
Fjeldsted, Hverfisgötu 46. Sími
3272.
Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni.
Pjetur Halldórsson borgarstjóri
var meðal farþéga á Lyru hingað
í gær.
Eimskip. Gullfoss fór frá ísa-
firði kl. 6 í gær áleiðis til Siglu-
fjarðar. Goðafoss er á leið til Leith
frá Vestmannaeyjum. Brúarfoss
fer frá Kaupmannahöfn í dag.
Dettifoss kemur frá útlöndum um
hádegi í dag. Lagarfoss er í Kaup-
mannahöfn. Selfoss er á leið til
Vestmannaeyja frá Immingham.
Ljósálfar og Ylfingar, mætið við
í. R.-húsið kl. 6 í kvöld.
Starfsmannablað Reykjavikur,
heitir nýtt blað, sem Starfsmanna-
fjelag Reykjavíkurbæjar gefur út.
Á blaðið að koma út 6 sinnur á
ári. I ritnefnd eru Lárus Sigur-
björnsson, Jóhann G. Möller og
Ágúst Jósefsson. í hinu fyrsta
tölublaði eru m. a. þessar greinar:
Gangur launamálsins, eftir Lárus
Sigurb j örnsson. Húsbyggingar mál
starfsmanna Reykjavíkurbæjar,
eftir Árna J. I. Árnason. Laun og
barnafjöldi, eftir Jóhann G. Möll-
er. Starfsmannafjelagið. Þættir um
stofnun þess og starf, eftir Ágúst
Jósefsson. Sumarbústaðir, eftir
Lárus Sigurbjörnsson. Þá eru
nokkrar tækifærisgreinar vegna
starfsafmæla o. fl.
Óvehjulegir hitar hafa verið á
Austfjörðum úndanfarið, símar
frjettaritari vor á Seyðisfirði.
Venjulega logn og sólskin undan-
farna viku. Hitinn hefir sjaldan
farið niður fyrir 16 stig á næt-
urnar og í gær var hitinn 25 stig
í skugganum. Öll hey er búið að
hirða eystra þar, en vandræði með
breiðslu á fiski. Fisktökuskipin
Edda og Bisp hafa nýlega tekið
um 5000 pakka af fiski til út-
flutnings á Seyðisfirði.
Útvarpið:
Þriðjudagur 9. ágúst.
12.00 Hádegisútvarp.
19.20 Hljómplötur; Ljett lög.
19.50 Frjettir.
20.15 Erindi: Forn ljóðrænn skáld-
skapur (Jón Gíslason dr. phil.).
20.40 Symfóníu-tónleikar (plöt-
ur):
a) Symfónía nr. 40, g-moll, eft-
ir Mozart.
b) Píanó-konsert nr. 4, Grdúr,
eftir Beethoven.
c) Lög úr óperum.
22.00 Dagskrárlok.
ftSi
^/IáV
Það tilkynhist vinum og vandamönnum, að
Benedikt Magnússon,
frá Vallá, andaðist aðfaranótt 8. ágúst.
Gunhhildur Ólafsdóttir, börn, tengdaböm og bamaböra.
Kveðjuathöfn yfir líki konu minnar,
ólafar Jónsdóttur,
frá Skúmsstöðum, fer fram við Landakotsspítala í dag kl. IOV2
árdegis. Kransar afbeðnir.
Þorvaldur Jónsson.
Jarðarför systur minnar,
Guðnýjar Jónsdóttur,
hjúkrunarkonu frá Kristnesi, sem andaðist á Vífilsstöðum þ. 2.
ágúst, fer fram miðvikudaginn þ. 10. ágúst kl. 3(4 síðdegis frá
dómkirkjunni í Reykjavík.
Fyrir hönd fjarverandi föður og systkina.
Ragnheiður Jónsdóttir.
Jarðarför
Kristínar Jónsdóttur,
sem andaðist að Kleppi 31. f. m., fer fram frá dómkirkjunni
miðvikudaginn 10. ágúst kl. 1.
Aðstandendur.
Jarðarför
Jóns Sturlaugssonar,
Stokkseyri, fer fram laugardaginn 13. þ. m. og hefst með hús-
kveðju kl. 2 á heimili hins látna.
fí u f ' ; Vilborg Hannesdóttir.