Morgunblaðið - 15.10.1938, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.10.1938, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 15. okt. 1938. 49 krónurkosta édýrusfu kolin Símar 1964 og 4017. Kerrupokar margar gerðir fyrirliggjandi. MAGXl hf. Sími 2C83. Þingholtsstrseti 23. jlliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiimHi =— — | Lýsi. jjEj | Nokkrar tunnur af hrá- 1 lýsi til sölu. Uppl. á I Beykisvinnustofunni við Tryggvagötu. as HllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHllllllllllltllllllllllllllllllllllll: 1 Húsgogn til sölu 1 ITil sölu eru chesterfield- i húsgögn, tveir stólar og sófi. Upplýsingar í síma 5119. ^ Blandað Hænsafóður í sekkjum ojí lausri vifft. vum Langaveg 1. Pjölnisveg 2. MORGUNBLAÐIÐ Sextugur: Jón Hj. Sigurðsson prófessor Prófessor Jón Hj. Sigurðsson er sextugur í dag. Mun hann sem læknir flestum Reykvíking- um svo kunnur, að óþarft er að iýsa hinu unglega útliti han§ og hinum röska og fráa manni. En þrátt fyrir það, þó aldur- inn hafi eigi bitið á hann enn sem komið er, á hann þó að baki sjer mjög merkilegt æfistarf: Pyrst sem ungur hjeraðslæknir í einn af hinu víðáttumesta og erfiðasta læknishjeraði landsins, því næst sem hjeraðslæknir í Reykjavík og kennari við læknadeild Háskólans, og loks sem prófessor og yfirlækn- ir við lyflæknisdeild Landspítal- ans, er spítalinn tók til starfa fyrir 8 árum síðan. Sá, er þessar línur ritar, hefir fyrst og frerast haft kynni af pró- fessor Jóni Hj. Sigurðssyni sem kennara og' síðar sem samstarfs- manni og lækni. Og það mun ó- liætt að fullyrða, að fáir eru þeir kennarar, sem notið hafa jafn al- menns álits og virðingar nemenda sinna sem hami, enda hefir þekk- ing hans og rjettsýni ávalt verið mjög rómuð meðal þeirra. Hins- vegar hefir inörgum þeirra vírst hann óþarflega hljedrægur í op- inberum afskift.um, þegar tekið er tilllit til þekkingar hans, gáfna og reynslu, en óhætt er að full- yrða, að það mun stafa af hinu ríka eðli hans ti! gagnrýni, er einnig hefir mjög mótað kenslu hans og afstöðu til tískukenninga og dægurmála. Kenslu hefir hann samfleytt haft á hendi í 27 ár, enda mun nú svo komið, að rúm- lega 4/5 af öllum læknum lands- ins hafa notið hennar. Sem læknir hefir próf. Jón unn- ið mjög merkilegt brautryðjenda starf í þágu lyflæknisfræðinnai' hjer á landi, enda hefir hæfileiki hans og þekking á þessu sviði ó- spart verið notað. Hefir hans ávalt verið mjög leitað sem læknis og jafnari viðbrugðið nákvæmni hans og samviskusemi í rannsóknum og meðferð hinna sjúku og öllu því, er snertir hag þeirra. Hafa eigin- leikar þessir sett mjög svip á deild hans þau ár. er Landspítal- inn hefir starfað. Jeg vejt, að er jeg í dag þakka próf. Jóni Hj. Sigurðssyni fyrir hans mikla starf í þágu hinnar ís- lensku læknastjettar og árna hon- uin allra heilla í starfi sínu í frara tíðinni, þá mæli jeg fyrir munn fjölda margra íslenskra lækna, er af ýmsum ástæðum fá eigi tæki- færi til þess aS votta honum í dag persónulega þakklæti sitt og virð ingu. Sigurður Sigurðsson. Læknablaðið, 3. og 4. tbl. er ný- komið iit. I fyrra heftinu er m. a. löng grein eftir M. Júl. Magnús yfirlækni, samningur L. R. við S. R; og fleira. I síðara heftinu er greins um skjaldkirtilssjúkdóma, eftir Júlíus Sigurjónsson, o. fl. Bankablaðið, októberheftið, er komið út og flytur margar grein- ar mn áhugamál bankamanna. Þar er grein um L. Kaaber banka stjóra, minningargrein um 'Jens B. Waage, um fjelagslíf banka- manna og margar fleiri greinar. Jón Hj. Sigurðsson. Pjetur Ottesen tekur sæti í milli|iinganefnd sjávarutvegsmáia Sjálfstæðisflokkurinn hefir til- nefnt Pjetur Ottesen alþm. til þess að taka sæti í milliþinga- nefndinni í sjávarútvegsmálum, í stað Kjartans Thors framkvæmda- stjóra, sen? riú dvelur erlendis. Svo sein kunnugt er situr hjer á rökstólum milliþinganefnd í sjávarötyegsmálum, og var nefnd- iri skipuð samkvæmt lögum frá síðasta Alþingi. I þeim lögum er aðallega gert, ráð fyrir að nefndín taki togaraútgerðina til meðferð- ar, en ríkisstjórnin hefir lofað því að smábátaútvegurinn skuli einnig tekinn til athugunar og úrlaúsnar, Milliþiiigánéfndin hefir í sumar verið að viða að sjer ýmsum gögn- um og munu þau nú að mestu komin í hennar hendur. Nefndin ætti því að geta farið að vinna af fullum krafti, enda þarf hjer að liáfa hraðan á. Pin þar sern annar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, Kjartan Thors fram- kvæmdastjóri dýelur nú erlendis og hýst við að verða fjarverandi um lengri tíma, liefir Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins tilnefnt Pjet- ur Ottesen alþm. í nefndina í for- föllum Kjartans. Þegar milliþinganefndin hefir unnið vir þeim gögnum," sem hún hefir undanfarið verið að viða að sjer, mun hún gera alhliða tillög- ur um viðreisn sjávarútvegsins. Sölusamband ísl. fiskframleið- enda hefir látið þessi mál mjög til sín taka að undanförnu, og voru þan m. a. mikið rædd á síð- asta aðalfundi S. í. P- En með því að ekki lágu þá fyrir neinar tillögur frá milliþinganefndinni var sú ákvörðun tekin að fresta aðalfundinum, uns tillögur nefnd- arinnar kæmu fram. Var ráðgert að tillögurnar myndi fram komn- ar í desember, eða í allra síðasta lagi í janúar n.k., og var aðal- fundinum frestað til 10. jan. Vonandi tekst milliþinganefnd- inni að finna einhverja þá lausn á þessum vandamálum, sem útgerðinni getur að verulegu gagni örðið. En hjer dugir ekkert kák, ef bjarga á útgerðinni frá hruni. ■ • t? * f 5 Wi C=J O .JSjt ' ■ ^ ( éröbré V Q ^.tistuvstr. 5 s bfabankinri ími 5652.0pi6 H.11-12oq4_5^ Kaupir VEÐDEILDARBRJEF 11. flokks og 10. flokks, og hlutabrjef Eimskipafjelagsins. — Selur Kreppulánasjóðsbrjef bæjar- og sveitarfjelaga. Triehosam-'S heitir ný hárvatnstegund, sem nú kemur á markaðinn, Er henni sjerstaklega stefnt gegn flösunni. Notkunarreglur fylgja hverju glasi. Útsöluverð 4 krónur. Heildsalan hjá ÁfeDgisversIuo ríkisins. Sjálfstæðiskvennafjei. „Vorboði“ Hafnarfirði heldur fund mánudaginn 17. október á Hótel Björninn kl. 8V2 síðdegis. Mörg áríðandi mál á dagskrá. Fjelagskonur fjölmennið. Kaffidrykkja. STJÓRNIN. Framkvæmdastjóri. Rauði Kross íslands hefir ákveðið að ráða ungan mann sem framkvæmdastjóra fyrir fjelagið. Verður hann að vera vanur skrifstofustörfum og hæfur til að inna af hendi sjálfstætt starf. Enskukunnátta nauðsynleg. Þeir sem vilja sinna þessu sendi umsóknir, ásamt kaup- kröfu, til skrifstofu Rauða Krossins, herbergi nr. 16—17 í Mjólkurfjelagshúsinu, fyrir 20 þ. m. RAUÐI KROSS ÍSLANDS. lilkynnlng. Að gefnu tilefni tilkynnist hjer með, að vörur vorar, seldar verslunum í Reykjavík og Hafnarfirði, seljast að- eins gegn staðgreiðslu. RAFTÆKJAEINKASALA RÍKISINS. BEST AÐ AUGLYSA 1 MORGUNBLAÐÍNU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.