Morgunblaðið - 15.10.1938, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.10.1938, Blaðsíða 5
> Laugardagur 15. okt. 1938. Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgtSarmaður). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuöi. - í lausasölu: 15 aura eintakitS — 25 aura metS Lesbók. KOMMÚNISTAR VÍSA TIL VEGAR MORGUNBLAÐIÐ 5 Opólitísk stjettarfjelög Eftir Sigurð Halldðrsson HVERNIG stendur á því, að innflutningshöftunum er beitt alt öðru vísi hjer á landi en í nokkru öðru landi, sem til þekkist? Ekki einu sinni, heldur margsinnis, hefir verið skorað á valdhafana að svara Jþessari spurningu. En spurn-t ingunni er ósvarað. Við vitum, að innflutningshöft eru ekkert sjerstakt einkenni á íslensku viðskiftalífi. En við vitum hins vegar, að hjer á landi hafa ver- ið fundnar upp reglur um út- hlutun innflutningsins, sem hvergi þekkjast, þar sem frjáls atvinnurekstur er viðurkendur. Það er eðlilegt að okkur verði litið til nágrannalandanna um samanburð í þessu efni. Tökum til dæmis Danmörk. Þar er starfandi ríkisstofnun, sem ann- ast úthlutun innflutningsins. Danir eru taldir einhver fremsta samvinnuþjóð heimsins. Þar í landi hafa sósíalistar set- ið að völdum um langt skeið. Þeir eru hlyntir samvinnustefn- i nni. Væri ekki líklegt, að só- síalistastjórnin danska notaði sjer innflutningshöftin til að draga taum kaupfjelaganna á kostnað verslunarstjettarinnar? Danska sósíalistastjórnin ,-gerir þetta ekly. Henni hefir ekki hugkvæmst það snjallræði, að nota viðskiftahömlurnar til þess að ,,hjálpa um“ innflutn- ing, þeim sem henni eru þókn- anlegir, á kostnað annara borg- ara þjóðfjelagsins. Hún lætur eitt yfir alla ganga. Hlutafje- lög, einstaklingar, kaupfjelög. Allir þeir, sem innflutnipgs- verslun stunduðu, þegar höftin gengu í gildi, verða að sætta sig við takmörkun einstakra vörutegunda í rjettu hlutfalli "við takmörkun heildarinnflutn- ingsins til landsins — hvorki meira nje minna. Danska stjórnin hefir ekki fremur en nokkur önnur lýð- ræðisstjórn, sem til þekkist ut- an Islands, skift þeim, sem við- skiftin annast í hafra og sauði. Hún ætlar þeim jafnan rjett, hvort sem um er að ræða kaup- mannaverslun eða kaupfjelaga- verslun. Hún forðast að nota stundarráðstafanir til þess að raska byggingu þjóðfjelagsins. Hún telur sig þess ekki um- komna að „hjálpa um“ forrjett- indi þeirri stefnunni, sem henni er þókiianlegri, en skerða rjett hinnar stefnunnar að sama skapi. Kaupfjelög og kaup- menn. Báðir aðiljar eru, hvað innflutning snertir, jafn rjett- háir í Danmörku, Noregi, Sví- þjóð — hvar sem til þekkist í lýðrqsðislöndum utan íslands. Hjer er í skjóli innflutnings- haftanna unnið að því, að út- rýma einni stjett úr þjóðfjelag- inu. Hvaðan er sú alda runn- in? Fyrir þremur árum, haustið 1935, hjelt Kommúnistaflokkur Islands 3. þing sitt. Nokkru síðar birtust „þingtíðindi“ þessa móts í bæklingi, sem nefnist „Eining alþýðunnar". Þar stendur skýrum stöfum: „Takmark okkar er sósíal- isminn, Sovjet-ísland“. Því er lýst, að fylling tímans sje ekki enn komin. Alþýðan sje ekki enn orðin nógu bylt- ingasinnuð. En huggunin er sú, að þótt ,,verklýðsbyltingin“ verði ekki framkvæmd í svip, þá sjeu til ýmsar leiðir að þessu takmarki, sem „stjettarfjelagar í Alþýðuflokknum og Fram- sóknarflokknum" geti orðið kommúnistum samferða. Og svo eru gefnar nokkrar „umferðareglur“ handa píla- grímum, sem vilja slást með í förina til, hins fyrirheitna Sov- jet-íslands. Um fyrirkomulag innflutn- ingsins eru sett sjerstök fyrir- mæli. „Burt með núverandi fyr- irkomulag . . “ — „Pöntunarf jelögin og önnur alþýðukaupf jelög njóti sjer- stakra hlunni,nda“. „Kommúnistaflokkurinn vís- ar leiðina“ stendur í þessum sama bæklingi. Kommúnista- flokkurinn hefir vísað leiðina í þessum málum. Kommúnista- flokkurinn vísar leiðina að loka- takmarki sínu. Fyrsti sigurinn í stjettabaráttunni á að vera útrýming verslunarstjettarinn-' ar. Síðan kemur röðin að öðr- um. „Öflugasta útbreiðslutæki Stalins“ á fjármálaráðherra íslands í hópi forvígismanna sinna. Það nýtur „sjerstakra hlunninda“. Ráðherrar nágrannalandanna fara aðra leið. Þeir vita að út- fýming einstakra stjetta þjóð- fjelagsins táknar sigur komm- únismans, Sovjet-Danmörk, Sovjet-Noreg, Sovjet-Svíþjóð. Þessvegna útrýma þeir ekki þjóðf jelagsstjettunum, heldur komúnismanum. Allar leturbr. Morgbl. Umræðuefnið í dag: Flugsamgöngur. Stúdentakór. Mikill áhugi er fyrir því meðal stúdenta, að stú- dentakór verði stofnaður á kom- andi vetri. Bæði Stúdentaráð og Stúdentafjelag Reykjavíkur lireyfðu þessu máli s.l. vetur, en ekkert varð þó úr framkvæmd um. — Vissulega hafa stúdentar nægum söngkröftum á að skipa til slíkrar kórstofnunar, ef þeir einungis hafa ötulleik til þess að koma henni á laggirnar. Er stú- dentum oft vansi að því, að eiga ekki kór, er haldið geti uppi söng í liófum þeirra. Má því vænta, að allir stúdentar, eldri og yngri, sameinist um stofnun stúdenta- kórs. (Blað lýðræðissinn. stúd.) Undanfarna daga hafa blöð rauðliða gert mjög að umtalsefni tillögu þá, er Hjeðinn Valdimarsson bar fram á síðasta Dagsbrúnar- fundi, um að breyta Alþýðu- sambandinu í faglegt sam- band, skipulagsleva óháð öll- urn stjórnmálaflokkum og með fullu lýðræði, þar sem allir fjelagsmenn hefðu jafn- an kosningarjett og kjör- gengi til allra trúnaðarstarfa sambandsins. En þó er það einkum afstaða okkar Sjálfstæðismanna innan Dagsbrúnar, sem hlevpt hefir öll- um þessum eldmóði pg hita í skrif- finna vinstri flokkanna. Má segja að þar belgji sig hver sem betur getur og segja J)ó fáir satt. ★ Síðastliðinn föstudag birtir Nýtt land svohljóðándi klausu: „Nýlega gerði stjórn Alþýðuflokksfjelags- ins boð eftir formanni Óðins og kvað hafa verið rætt við hann um samfylkingu, ef til atkv.greiðslu kynni að koma í Dagsbrún og í væntanlegum kosningum í fjelag- inu í vetur“. Á fundi Dagsbrúnar, sem haldinn var um kvöldið þess sama dags og blaðið kom ineð þessar frjettir, lýsti jeg því yfir, að þessi ummæli blaðsins liefðu við ekkert að stýðjast nema óttía Samfylkingarmánna fyrir því, áð verða uhHíí’ í baVáttunni innan Dagsbrúnar, eins og sýndi sig svo greinilega í kosningunum í fjelag- inu í vor. En hvort heldur er um að kenrta óvönduðuin frjettaburði eða óvið- ráðanlegúm ótta þeirra manna, sem framleiða slíkar blaðagreinar,, þá liefir hugmyndin um fylgi okk- ar Óðinsmanna innan Dagsbrúnar, gripið ritstjórann, Sigfús Sigur- hjartarson, svo óskaþlegum tök- um, að hann jafnvel bl.ygðast sín ekki fyrir það, að fara með hinn herfilegasta atvinnuróg á liendur mjer og einum af fjelögum mín- um í stjórn Málfundafjelagsins Óðinn. Sýnir það hvað best hug ritstjórans til hins vinnandí manns, að liann gerir alt, sem í hans valdi stendur, til þess að rægja verkamenn úr þeirri sumar- vinnu, sem þeir hafa verið svo hepnir að fá, eftir að hafa gengið atvinnulausir í átta mánuði. Hann finnur nautn í því, að kalla verka- menn liðleskjur, þó að hann þekki þá ekki í sjón, hvað þá að honum sje kunnugt um afköst þeirra í vinnu. — Hvað mundu rauðliðar hafa sagt um slík skrif hjá Morg- imblaðinu eða Vísi? ★ En heift ritstjórans nær þó fyrst hámarki sínu, þegar Jiann upp- götvar þá ósvinnu!! að jeg er svo lánsamur, að eiga þá konu, sem átt hefir dugnað og fórnfýsi til þess, að Ijetta af mjer fjárhags- legum áhyggjum í fátækt minni, með því að leggja á sig ómetan- legt erfiði. Jeg harma það, að ís- lenska þjóðin skuli vera svo ólán- söm, að hafa alið svo giftulítinn mann eins og þessi grein Sigfúsar Sigurhjartarsönar ber vott um. Manni, sem haft hefir sex, vel launuð embætti ferst ekki að tala um of háar tekjur hjá atvinnu- litlum verkafnönnum í Reykjavík. Og honum ferst lieldur ekki að fyllast heilagri vandlætingarsemi, þó að konur verliamanna hafi ein- hverja lítilfjörlega atvinnu, á með- an hann lætur það óátalið, að konur hálaunaðra forstjóra, eins og .Jens Figveds og Jónasar Þor- bergssonar, sitja í alt að tvöfalt betur launaðri atvinnu. Til þess nú að rjettlæta þessi úíðskrif sín, reynir Sigfús að telja lesendum sínum trú um það, að eitthvað óskaplegt leynisamband sje á milli Ráðningastofu Reykja- víkur og Málfundafjelagsins inn. En allir þeir, sem gera sjer nokkuð far um að fylgjast með því sem er að gerast, vita að þetta er ekki annað en heilaspuni rit- stjórans og löngun hans til að mannskemma þá, sem standa á öndverðum meið við hann í stjórn- málum. En þessi ágiskun ritstjór- ans sýnir liins vegar glögt, livern- ig hann mundi nota sjer samskon- ar aðstöðu og forstjóri Ráningar- stofunnar hefir. ★ í grein S. S. í Nýju landi má lesa eftirfarandi: Það er og upp- lýst, að forstjóri Ráðningarstof- unnar spyrst fyrir um það, hvort verkamennirnir, sem leita eftir bæjarvinnu, sjeu í Óðni, og að hann kefir eggjað menn, sem leit- að hafa eftir vinnu hjá lionum, til að ganga í fjelagið“. Sigfús Sig- urhjartarson veit að þessi um- mæli lians eru ósannindi af verstu tegund, enda gerir hann ekki minstu tilraun til að rökstyðja þau. Það skal ráðlagt S. S., að gera ekki tilraun til þess í fram- tíðinni, að kasta skugga á mann- gildi forstjóra Ráðningarstofunn- ar, og síst þar sem verkamenn heyra til. Yið verkamenn höfum nú fengið nægilega reynslu af þessum mönnum báðum til þess, að draga af því okkar álit um þá En það sem. einkum aðskilur þessa tvo menn er þetta: 'Gunnar E. Benediktsson hefir allan hug og vilja á því, að útvega atvinnu- lausum og fátækum verkamönn- um atvinnu, á meðan Sigfús Sig- urhjartarson gerir alt sem að vit hans og kraftar leyfa til þess, að ofsækja þá verkamenn, sem at- vinnu hafa. — Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá. En svo að jeg snúi mjer nú aftur að deilunum u m AlþýÓu- sambandið, þá gat jeg þess á síð- asta Dagsbrúnarfundi, að við Sjálf stæðismenn mundum fylgja því fast eftir, að Alþýðusambandinu yrði breytt í faglegt samband, skipulagslega óháð öllum stjórn- málaflokkum. í þessu sambandi gat jeg þess einnig við fundár- menn, að Þorsteinn Pjetursson hefði óskað eítir viðtali við mig Út af þessu máli, og að jeg hefði í því viðtali bent honum á, að- Samfylkingarmenn væru þarna komnir inn á stefnu Sjálfstæðis- manna, hvað þetta mál snerti. En jafnframt ljet jeg það ákveðið uppi við Þ. P., sem og alla fund- armenn, að jeg liefði megnústu vantrú á heilindum Samiýlkingar- manna í þessu máli. En það sem Alþýðublaðið er að dylgja með, að jeg hafi gert einhverja ógur- lega samninga við Þ- P- í þessu sambandi, á við álíka rök að styðj- ast og skrif S. S. í Nýju landi um viðtal það, sem jeg á þar að hafa átt við stjórn Al])ýðuflpkks- fjelagsins. Annars skal báðum þessum að- ilum sagt það, að jeg mundi hvor- ugum þeirra treysta þó að um sriflega samninga væri að ræða, hvað þá munnlega; og mundi jeg persónulega aldrei leggja mig nið- ur við að semja við jafn óheiðar- lega menn í öllum málaflutningi. — Við sem erum í Óðni vitum að þá langar báða til að liafa okkur á sínu bandi, en þora livorugur að viðurkenna þann breiskleika, svo að eltki er nú von á að sálar- ástandið sje gott. En til þess'nú að stilla dálítið liið órólega skap þessara manna, skal þeim sagt það hjer í eitt skifti fyrir öllT að við Óðinsmenn munum taka af- stöðu til verklýðsmálanna eftir því sem sannfæíingin býður okkur í það og það skiftið, án tillits til þess hvor þessara aðila á þar hlnt. að Mfláli. En við munum altaf standa með þeim tillögum innan Dagsbrúnar, sem iniða að því að auka lýðræðið innan verkalýðs- hreyfingarinnar. ★ Það er næsta broslegt, að sjá það feitletrað í Alþýðublaðinu, mjer til álitslinekkis, að jeg hafi einu sinni verið kommúrtisti, þar sem vitað er að allir þeir menn, sem þiggja laun við að skrifa Al- þýðublaðið, liafa eigi alls fyrir löngu verið flokksbundnir komm- únistar, að ritstjóranum einnm undanskildum. Eiu ser það frem- ur hjákátlegt lijá þessu sama blaði, að telja andstæðinga sína flokksbundna í einhverjum stjórn- málaflokkum, sem enginn hefir rekist á lífsmark lijá svo árum siftir. Allar dylgjur og óliróðursgrein- ar rauðliða um Málfundafjelagið Óðinn, gera það eitt að verkum, að auka á álit og virðingu allra hugsandi manna fyrir þeim fje- lagsskap og kann jeg því and- stæðingum: mínum þakkir fyrir það. Reykjavík, 6. október 1938. Sigurður Halldórsson. Oð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.