Morgunblaðið - 19.10.1938, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.10.1938, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. okt. 1938. Maðurinn sem tók við af Benes StjórnarbreytingíEnglandi My.ndin er af Syrovy, forsætisráðherra Tjekka og þjóðhetju þeirra, sem leiddi tjekknesku herdeildina þvert yfir Síberíu á stríðsárunum. Helsta áhugamál hans er að ná samkomulagi við nágranna sína og tryggja með því landamæri hinnar nýju Tjekkóslóvakíu til frambúðar. Þjóðverjar vilja skella.skuldinni á Breta L.R.P. 18. okt. Rje'ctarhöldunum gegn njósn urum í New York var haldið áfram í dag, og kom fyrir rjett einn sakborninganna, Rumich að nafni. Hann bar það meðal annars, að sjer hefði verið boðið, ef grunur tæki að falla á hann, að segj- ast vera í þjónustu Englands. ,,»Jeg átti ekki að víkja nokkru orði að Þýskalandi, en látast vera að vinna fyrir maj- or Christópher Draper í Lond- on“. Þessi fyrirmæli kvaðst Rum- ich hafa fengið frá dularfullri persónu er hann nefndi hr. Wiegand, sem Rumich hafði hitt og fengið peninga hjá. Benes fer til Ameríku London í gær. PÚ. r. Bduoard Benes, fyrver- andi ríkisforseti Tjekkó- slóvakni, hefir þáS boS um að korpa til Chicago og flytja fyrir- iesrtra rið Chicago-háskóla (Chica- go Unirersíty)) þar í borg. Dr. Benes mnn fara vestur um haf innan skamms. Fyrirlestrar hans munu fjalla um Iýðræðisstofnauir. 1 fregaum um þctta er leidd at- iygli áð því, að Masaryk fyrsti £or- seti lýðveldisina Tjekkóslóvakía, flutti á sínum tíma fyririestra við þesaa sötnn gaentastofaun. Ekkert áfeng- isbann London í gær F.Ú. m leið og þingkosningar fóru fram í Nýja-Sjá- landi fór fram atkvæðagreiðsla um áfengisbann og greiddu 501,000 atkvæði á móti banni, en 244.000 með. Slík atkvæðagreiðsla hefir áður farið fram nokkrum sinn- um um leið og þingkosningar, en áfengisbanni altaf hafnað. JARÐHRUN í NOREGI Osló í gær. íðastl. fimtudag varð mikið jarðhrun í Ramnefjell, Loen, Nordfjorden. Heljar mikið bjarg, á stærð við meðal hús, hrapaði úr fjallinu, en klofnaði í marga hluta er það kom niður á ströndina, áður en það hentist út í vatnið. Varð því minni flóðbylgja af en ella reyndi. (NRP. —FB.). Ungverjar hafa I hótunum London í gær F. Ú. r. ímredy, forsætisráðherra Ungverjalands, hefir i. dag lýst yfir því, að Ungvarjar verði að halda fast fram kröf- un*»i uoi, að Ungverýar í Tjekkóslóvakiu fengi að ráða því sjálfir, hvort þeir vildi sam- einast Ungverjalandi Þegar samkomulagsumleitan- irnar hefði farið út um þúfur, sagði hann, hefði Ungverjar sem eðlilegt væri, leitað stuðn- ings Þjóðverja og ítala, og sagði það ekkert laur.ungarmál, að Ungverjar væri hlyntir þátt- toku I þýsk-ífalskri samvinnu. Ungverjar ætti einn'g vini þar sem Pólverjar væri. Höfuðmálgagn nngversku stjórnii r- innar teknr dýprn í árinni en lr. Im- redy og krefst þess, að T.jerrkóslóv- akía leggi fram viðunanaí 'amkomu- iagstillögur innan sólarhnngs, el!a geti Ungverjar ekki tekið á -rig ábvrgð af afleiðingunum. Chvalkowsky, utanríkismálaráðherra Tjekkóalóvakíu hefir í dag átt viðræð- ur við Slóvakana, sem komu fram fyr- ir hönd T.jekkóslóvakíu við samkomu- lagsumleitanimar í Komárno. Það er nú kunnugt orðið, að fulltrúar Tjekkó- slóvakíu í nefndinni vildu slaka meira til en áður var kunnugt. Beek utanríkismálaráðherra Pól- lands, leggur af sfcað til Bukarest í dag, til þess að ræða við rúmensktt ’ etjórnina. Pör hans þangað er talin standa í sambandi við deilumar um T jekkóslóvakíu. Slökkviliðið var í gær kvatt á Njarðargötu 27. Hafði fólk sjeð reyk eða gufu leggja út úr hús- iuu og helt að kviknað væri í, en er farið var að athuga þetta, kom í ljós, að gleymst hafði að láta vatn á miðstöð og stafaði gufan af því. Bauð Wiegand honum að fara mjög gætilega, og að senda öll þau brjef er ekki væru aend með sjerstökum sendimanni til frú Jesse Jordan í Dundee í Skotlandi. Kosntng í stjórn Stúdentaráðs, Hið nýkjörna Stúdentaráð kaus í gær þrjá meun í stjórn. Stjórnina skipa þeir Higutðnr Bjarnásoh átud. jur. formaður. Hannes Þór- árinssoTi stud. med, fjehirðir og Bjarni Vilhjálmsson stud. mag. ritari. Fyrsti forsætisráð- tierra Slóvaka Dr. Tisso, fyrsti /orsætisráðlierra í Sjálfstjórnarríjtinu SÍóýakíu, Tisso er formaður uefmlar þeirr- ar, Sem samið hefir .fyrir hönd Pragstjórnarinnar víð Úugverja.. Samningaleiðin: í stað „þýsku aðferðarinnar“ Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. fundi bresku stjórnarinnar í dag, sem Mr. Chamberlain mun stjórna, nýkominn úr fram- haldssumarleyfi í Skotlandi, er búist við að rætt verði um nýskipun ráðuneytisins, sem nú verður að fara fram, aðallega vegna þess að Stanley lávarður, ráð- herra samveldislandanna, ljest um helgina En auk þess er búist við að rætt verði um Palestínu og hinn aukna vígbúnað Breta. „The Times“ segir að stór verkefni bíði stjórnarinnar eftir breytinguna, sem á henni verður gerð: Endurskipu- lagning eigi að fara fram á öllu landvarnakerfi þjóðar- innar, til þess að gera varnir hennar öruggar samkvæmt kröfum hins nýja aldaranda. Hið endurvakta og nýskipu- lagða veldi Breta á að nota til þess að skipuleggja frið- inn. Engar öruggar framfarir í friðarmálunum eru mögu- legar fyi- en sainningsleiðin verður tekin upp í stað þeirra aðferða, sem þýsk utanríkismálapólitík hefir notað fram til þessa, segir „The Times“. SVAR ÞJÓÐVERJA I þýskum blöðum er látin í ljós undrun yfir því, á hvern hátt Bretar rökstyðja hinn aukna vígbúnað sinn. Blaðið „Deut- sche Allg’emeine Zeitung“ kastar fram þeirri spurningu, hvort Bretar hafi gerst málsvarar friðarins í Miinchen einungis vegna þess, að þeir hafi eklci haft hervald til þess að fylgja fram annari stefnu. „Frankfurter Zeitung“ hefir í hótunum, Blaðið segir, að ef Bretar ætli að auka vígbúnað sinn til þess að geta ógnað Þjóð- verjum, þá verði Þjóðverjar að íhuga sitt mál og leita stuðn- ings hjá þeim vinum sínum einum, sem reynst hafi vinir, þegar á átti að herða. BYLTINGIN í PALESTINU London í gær F.Ú. Fregnir frá Palestínu herma, að alt lögreglulið landsins hafi verið sett undir yfirstjórn hersins, samkvæmt tilskipun, sem gefin hefir verið út í dag. Engar aðrar fregnir hafa borist frá Palestínu frá því snemma í morgun, er sagt var frá því, í skeytum, að frá því í dögun hafi verið látlaus vjelbyssu- og rifflaskothríð í gamla borgarhlutanum í Jerúsalem. Þar hafði sem fyr var getið verið umferðarbann og í gær- kveldi var borgarhliðunum lok- að, en hinir arabisku uppreisn- armenn í borgarhlutanum hafa búist þar til varnar og reist virki við borgarhliðin. Umferðarbanni hefir verið komið á í nýja borgarhlutan- um, næst því svæði, þar sem bardagar standa yfir milli upp- reisnarmanna og bresks herliðs og lögreglu. STÓRFELD SÓKN. Berlín í gær F.Ú. Enska hlaðiö „News Chronicle“ boð- ar, að Englendingar muni í næstu viku hefja stórfelda sókn á hendur Ariibum í Palestínu. Segir það Eugland hafa þar reiðubúið iuikið lið. Frjettaritari blaðsins í Palestínu skrifar, að Bretar muni taka upp alt aðrar og harðari ráðstafanir gegn Áröbum en árið 193(5. Nefnd sú, sem skipuð var til að athuga ástandið í Palestínu hefir komist að þeirri niður- stöðu, að það sje þannig, að ekki vcrði lengur við unað. Heyrst hefir, að breska stjómin muni sjá sig ti.1 neydda að stöðva all- an innflutning Gyðinga til Palestínu um 2 ára bii. í ávarpi Araba, sem dreift hefir verið út í landinu, er sagt, að til sje nægilega mikið af vopnum og hergögnum til að sjá fyrir þörfum hinna arabisku s.jálfboðaliða. „Enginn er svo heimskur“ - London í gær F.Ú. Yfirmaður framkvæmdar- stjórnar Suðvestur-Afríku, sem var þýsk nýlenda, hefir gert kröfur Þjóðverja, um að þeim verði skilað aftur sínum gömlu nýlendum í Afríku, að umtalsefni. Beindi hann orðum sínum til íbúa Suð-vestur- Afríku og sagði: „Mjer hefir borist til eyrna, að sumir yðar sjeu svo heimsk- ir að ætla, að láta Suðvestur- Afríku af hendi við Þjóðverja. Jeg fullvissa yður um, að Suð- ur-Afríkjasambandið tekur slíkt ekki í mál“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.