Morgunblaðið - 08.11.1938, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 8. hóv. 1938.
B.v. OLAFUR TALINN AF
Með skipinu fórsi 21 maður
Leitin að botnvörpungnum Ólafi var að mestu leyti hætt í gær, enda
var það kunnugra manna mál, þeirra er voru á sömu slóðum og Ólafur
i óveðrinu, að lítil von væri um að skipið væri ofansjávar. Skipshöfnin
á Ólafi var 20 manns og skipstjóri sá 21. Þessir menn láta eftir
síg 13 ekkjur og 18 börn 15 ára og yngri
Botnvörpungurinn „Ólafur“.
Sigurjón Mýrdal skipstjóri.
Gísli Erlendsson
1. stýrim.
Guðm. Þorvaldsson
2. stýrim.
Ólafur Pjetursson
bátsmaður.
Bárður Lárusson Halldór V. J. JónssonFriðleifur Samúelsson
kyndari. bræðslum. háseti.
Guðm. Þórarinsson Guðni Ólafsson Lárus Sigurbjörnsson
liáseti. háseti. háseti.
Utan úr heiuii berast fregn-
irnar um marga menn, er
falla í stríði. Vjer eigum því láni
að fagna, að vjer erum ekki hern-
aðarþjóð. En samt eigum vjer í
stríði, og oft grætur þjóð vor hina
bestu drengi. Enn einu sinni hef-
ir mikil ’fórn verið færð. Menn
ivafa verið milli vonar og ótta, og
margir hafa verið andvaka þess-
ar síðustu nætur. Vonin sagði:
„Hann kemur heim“. Angistin
sagði: „Nei, líklega kemur hann
ekki heim“.
Það vita sjómennirnir, að ást-
vinir bíða eftir þeirn heima.
Ilvar áttu þessir menn heima?
Jeg sje margreynda foreldra, jeg
sje unga konu og móður, jeg sje
barnið í faðmi móðurinnar, jeg
sje bræður og systur. Jeg sje,
livar þeir áttu heima. — Jeg les
hið sama í svip allra á heimilinu:
„Iíann kemur ekki heim“, og er
jeg sje þessa þöguþi, djúpu sorg,
verður mjer tregt tungu að hræra.
Menn setur hljóða við hina
sáru helfregn. H.jer skal hugsað
um starf og stríð. Minning hinna
dugmiklu manna skal geymd í
þakklátum lijörtum. En hugsum
nú til þeirra, sem gráta heima. Guð
huggi þá, sem hrygðin slær. Jeg
hugsa til þeirra vina, sem nú búa
í sorgarranni. Jeg fel þá honum,
sem sjer hið mikla djúp og hefir
verið nálægur þrekmiklum mönn-
um á raunastund. Jeg fel þá hon-
um, sem horfir á sorgarhaf í hinu
I itl a tári og þerrar tárum þrungna
bvarma.
Sorgin kallar á oss. Hugsum
um hið mikla djúp og hið litla
tár. Samúðin skal ná til hinna
mörgu syrgjenda. Huggun skal
fylgja þeirri vissu, að „yfir alla
lieima armur Drottins nær“.
Bj. J.
Jón Hjálmarsson l.vjelstj.
Halldór Lárusson
2. vjelstj.
Kristján Eyjólfsson Sig. Á. Guðmundsson
loftskevtamaður. matsveinn.
Guðrr. E. Guðmundss.
háseti.
Guðm. Magnússon
háseti.
Guðm. Sigurðsson
háseti.
Óskar G. Halldórsson Sigurjón Ingvarsson Svcinn H. Brandsson
háseti. háseti. liáseti.