Morgunblaðið - 08.11.1938, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 8. nóv. 1938.
MORGUNBLAÐIÐ
3
A Halamiðum í óveðrinu
Sfðustu fregnir af b.v. Olafi
Frásögn Guðm. Markússonar
skipstj. á „Hannesi ráðherra"
MÖRG skip voru á Halamiðum þenna dag, þeg-
ar veðrið skall á. Meðal þeirra var togar-
inn „Hannes ráðherra“. — Hefir Morgun-
blaðið átt tal af Guðmundi Markússyni skipstjóra á „Hann-
eri ráðherra“ og fengið hjá honum eftirfarandi frásögn
af veðrinu og því, sem fyrir bar.
— Við vorum vestan til á Halanum, segir Guðmundur
Markússon. Þarna voru mörg útlend skip, aðallega þýsk, og
sjö íslenskir togarar, sem við vissum um, þeir Gulltoppur, Þór-
ólfur, Sindri, Ólafur, Hannes ráðherra, Bragi og Hilmir.
Á mánudag, 31. okt. var svo
mikill ís á Halamiðum, að þar
var þá ekki unt að fiska. En
ísiiln var á reki út, og seinnipart
þriðjudags, 1. þ. m. var ísinn
íekinn það út, að skip gátu
farið að fiska. Var þá hrafl af
ís austan til á Halanum, og til
djýpsins; sáum við vel til íss-
insj en íslaust var þar sem skip-
in voru. Eftir að veðrið skall á,
urðum við ekki varir við ís.
Þriðjudaginn 1. nóv. vorum
við að toga á Halanum. Veður
var sæmilegt um daginn, ANA
kaldi og úrkomulaust framan
af. En um kvöldið þyknaði upp
með sjókomu, og snjóaði mikið
um tíma, en frostlaust var allt
af.
Þegar komið var frám undir
miðnætti aðfaranótt miðviku-
dags 2. þ. m. minkaði snjókom-
an, en þó var áfram mjög dimt
í lofti. Vindur fór þá líka held-
ur vaxandi af ANA. En ekki
mun vindur hafa verið yfir 5—
6 stig um nóttina, fram undir
birtu. •:<.«» •
VEÐRID
VERSNAR.
Svo um klukkan 7 á miðviku-
Úagsmorgun versnar veðrið
skyndiléga. Gerði þá ofsa rok,
sem helst allan daginn. Veðrið
gekk á með nokkrum hrynum
og thun veðurhæð hafa verið
um 10 vindstig að jafnaði, en
11 vindstig í hrynunum. Snjó-
komá var ekki mikil, og frost-
laust.
Um kl. 7 á miðvikudags-
kvöld fór að draga úr veðrinu,
og um miðnætti aðfaranótt
fimtúdags 3. *þ. m., var orðið
fært að sigla.
„HANNES RÁÐHERRA"
HÆTTIR VEIÐUM.
Það var kl. 4,40 aðfaranótt
miðvikudags, sem við lögðum af
stað af Halanum, segir Guð-
mundur Markússon. Þá var
veðrið orðið svo vont, að telja
mátti ófiskandi, enda munu öll
íslensku skipin þá hafa hætt að
toga.
Þegar við lögðum af stað af
Halanum var veðrið ekki verra
en það, að sigla mátti með
fullri ferð. Þannig hjeldum við
áfram til kl. 7 á miðvikudags-
morgun, en þá skall veðrið á.
Rjett um sama mund og veðr-
ið skall á, reið brotsjór yfir
skip okkar, og við það hallaði
skipið talsvert og kol færðust
nokkuð úr lagi. Var þá strax
hægt á ferðinni, og litlu síðar
var vjelin stöðvuð alveg, en
skipið látið hörfa undan sjó og
vindi. Gekk þetta þannig til kl.
12 á hádegi á miðvikudag. En
á þessu tímabili hafði skipið
farið1 20 sjómílur, án þess að
vjel skipsins væri hreyfð allan
tímann.
Eftir þetta snerum við skip-
inu upp í, og andæfðum með
hæfilegri ferð móti vindi og sjó.
Gekk svo fram til kl. 12 á mið-
vikudagskvöld, en þá var farið
að draga það úr veðri, að hægt
var að sigla með gætni.
Strax og veðrið skall á, hafði
jeg hug á að komast burt af
Halanum, segir Guðmundur
Markússon. Það" ,er reyhsla
okkar sjómanna, að hvergn eru
sjóirnir eins stórkostlegir og
illir viðureignar og úti á Hala.
Er líkast því, sem þar sje stór-
kostleg röst, þar sem straumar
mætást. En sje komið ca. 14
mílur upp að landi, þá er eins
og komið sj e á «úýjan sjó,; alt
gerbreytist. , 4
SAMBAND
VIÐ „ÓLAF“.
Til ,,Ólafs“ sáúrti við allan
þriðjudag, segir Guðm. Markús-
son. Hann var þá,,að. toga á
sömu slóðum og við. Hann var
í skeytafjelagi með okk,ur, og
við höfðum samband ojskar á
milli fimm sinnum ú.JÓlarhring:
kl. 9 árd., kl. 1.50 e. h., kl. 5,20
síðd., kl. 9.50 síðdj; og kl. 12 á
miðnætti. >
Seinasta sambandið, sem við
höfðum við togarann „Ólaf“
var kl. 12 aðfaranótt miðviku^
dags. Skeytið, sem hann sendi
þá var aðeins venjulegar fiski-
fregnir.
Næsta skeytasamtalið skyldi
svo vera kl. 9 á miðvikudags-
morgun, eða tveim tímum eft-
ii að veðrið skall á. Þá vorum
við aðeins skamt frá Hálartúm.
Náðist þá samband við öll skip-
in, sem þarna voru og við vor-
úm í skeytasambandi við, nema
,,Ólaf“. Frá honum kom ekk-
ert skeyti.
Við undruðumst þetta ekkert,
því að það er mjög algengt að
loftskeytanet slitni í vondum
Kveðja írð Guðmundi
Markússyni, skipstj.
Nokkrir af þeim mönnum, sem
nú eru horfnin yfir landa-
mærin, Höfðu áður verið á skipi,
sem jeg stjórnaði; aðrir voru
vinir mínir, eftir margra ára við-
kynningu og daglega umgéngni,
þegar við vorum í landi. Allir
vörum við samstarfsmenn í því
að iiTln okkur og öðrum, sem í
landí eru, lífsviðurværis úr nægta
brunni hins kaldlynda Ægis.
Þessir fjelagar okkar voru ekki
að hugsa um það — fremur en
aðrir sjómenn — þótt feigð bj'ggi
í næstu báru. Þeir hugsuðu um
skyldustörfin til hinstu stundar.
Það er aðdáunarvert.
Við, sem í þetta sinn sluppum
úr heljar greipum Ægis, kveðjum
nú þessa samstarfsmenn, fjelaga
og vini með djúpum söknuði, þakk
læti og virðingu. Jeg hefði gjarna
viljað geta sagt einhver huggun-
arorð til þeirra, sem í landi eru
og nú syrgja látna ástvini. En
það er ekki á mínu valdi. Til
þess treysti jeg æðri máttarvöld-
um. Aðeins sendi jeg þeim mínar
hlýjustu kveðjur og innilega hlut-
tekningú.
Guðmundur Markússon.
Leitin að „Ólafi"
FRAMH. AF FYRRA DÁLKI-
veðrum. Fór svo eins á samtals-
tímunum allan miðvikudag, að
öll skipin sendu skeyti nema
,vÓlafur“. En þetta gat einnig
verið eðlilegt, meðan veðrið
stóð, því að ekki var hægt að
lagfæra slitið loftnet 1 því veðri
og sjógangi, sem þarná ivar.
En þegar'svo veðrinu slotaði
k fimtúdagsmorgun og ekkei-t
heyrðist þá frá Ólafi, þá fóru
luftskeytainenn á hinum skip-
unum að halda spurrtum um
skipið, og var því haldið áfram
allan þann dag,* en án árangurs.
Leitin.
Eins og fyr hefir verið frá skýrt
lijer í, blaðinu hófst leitiil að
OÍafi á laugarda^'. Var lienni svo
haldið áfram 4 sunnudag og í gœr.
Tóku 14 sldp þátt í leitinni á
tímabili, þar af .9 togarar. í gær
ygr leitinni hætt, og bar hún
engan ájangtp;. Það stóð til að
flugvjje.lin færi'-vestur yfir hafið
í gær, ef veður hefði verið sæmi-
legt.. jEn vegna, kafalds gat ekki
úr því orðið, enda búið að leita
svo rækilgga ,á því svæðn, sem
hugsanlegt var að togarinn væri,
að frekari leit gat engan árang-
ur borið.
Stúkuheimsóknir. ^túkuruar í
Suðurlands umdæmi hafa það fyr
ir venju að heimsækja hver aðra
einu sinni á vetri. Eru heimsókn-
ir þessar skipulagðar af Umdæm-
isstúkunni nr. 1 og eru nú að
byrja. í gærkvöldi heimsótti stúk-
an Daníelsher í Hafnarfirði Vík-
ing, og annað kvöld á Verðandi
að heinisækja Eininguna.
Skipshðfnin
MJER fer á eftir greinargerð, sem blaðið hefir
fengið frá manntalsskrifstofu bæjarins, um
menn þá, sem fórust með b.v. ólafi:
Sigurjón Mýrdal skipstjóri,
Baldursgötu 31, f. 2. mars 1890 að
Bakkakoti í Gerðahreppi. Heima
í Reykjavík síðan 1932. Kona
hans: Steinuun. Börn- þeirra : 21,
19, 17, 15 og 12 ára.
G-ísli Erlendsson 1. stýrim., Ás-
vallagötu 10 A, f. 20. júní 1907 í
Revkjavík. Kona hans: Asta Guð-
ríður Tómasdóttir
Guðmundur Þorvaldsson 2. stýri
maður, Grettisgötu 2 A, f. 14. des.
1906 í Reykjavík. Ókvæntur. Upp-
eldissonur Jóns Sigurðssonar fram
kvæmdastj.
Ólafur Pjetursson bátsmaður,
Lokastíg 2, f. 25. nóv. 1889 í
Reykjavík. Kona hans: Þórunn
Sigurfinnsdóttir. Börn þeirra: 21
og 18 ára. Tengdafaðir 79 ára.
Jón Hjálmarsson 1. vjelstjóri,
Sólvallagötu 18, f. 1. okt. 1889 að
Stakkadal í Sljectuhreppi. Heima
í Reykjavík síðan 1911. Kona
hans: Elísabet Sigfúsdóttir. Börn
þeirra: 22, 20 og 18 ára.
Halldór Lárusson 2. vjelstjóri,
Ránargötu 11, f. 9. okt. að Breiða-
bólsstað á Skógarströnd. Heima í
Reykjavík síðan 1918. Kona hans:
Hrefna Lea Magnúsdóttir. Barn
þeirra: 3ja ára og á 1. ári.
Kristján Eyjólfsson loftskeyta-
maður, Þórsgötu 7 A, f. 11. sept.
1913 að Miðhúsum í Reykhóla-
hreppi. Heima í Reykjavík frá
1915. Hjá foreldrum sínum, Önnn
Árnadóttur og Eyjólfi Gwðmunds-
syni. •
Sigurður Árni Guömundsson
matsveinn, Sólvailagötu 18, f. 8.
sept. 1907 að Vörum í Gerða-
hreppi. Heima í Reykjavík frá
1920. Kona hans: Jóhanna K. Ó.
Guðmundsdóttir. Börn þeirra: 3ja
ára og á 1. ári.
Bárður Lárusson kyndari, Vest-
urg^tu 66, f. 7. maí 1902 í Reyltja-
vík. Bjó hjá móður sinni, Arn-
björgu Einarsdóttur ekkju. (Bróð-
ir Halldórs 2. vjelstjóra).
Björn Friðriksson kyndari, Þver
götu 3, f. 22. júní 1910 að Stóra-
Ósi í Ytri-Torfustaðahreppi. —
Heirtia í Reykjavik frá 1937. Son-
ur Friðrtiks Arnbjarnarsouar
hreppstj., Stóra-Ósi.
Halldór Vilberg Júlíus Jónsson
bræðslum., Baldursgötu 31, f. 26.
des. 1905 í Winnipeg. Ileima í
Reykjavík síðan 1929.
Friðleifur Samúelsson háseti,
Grettisgötu 10, f. 4. mars 1896 að
Bæ í Miðdölum. Heima í Reykja-
vík síðan 1922. Bjó með Jónu
Bjarneyju Ólafsdóttur. Eftirlátin
börn eru: 13, 11, 9, 7 og 3ja ára.
Guðmundur Elentínus Guð-
mundsson háseti, Lindargötu 38,
f. 16. mars 1917 að Ilelgastöðum
í Gerðahreppi. Heima í Reykjavík
frá 1921. Hjá foreldrum sínum,
Guðmundi T. Helgasyni og Sess-
elju Árnadóttur. (Bróðir Sigurð-
ar, er var matsveinn).
Guðmundur Magnússon háseti,
Kirkjustræti 4, f. 23. okt. 1899 að
Hrauni í Ölfusi. Heima í Reykja-
vík frá 1920.
Guðmundur Sigurðsson háseti,
Langeyrarveg 10, Hafnarfirði, f.
24. júní 1894 að Teigabúð á Akra-
nesi. Kona hans: Hrefna Jóns-
dóttir. Eitt barn 15 ára og móðir
á áttræðisaldri á Akranesi, sem
misti aiman son sinn í sjóinn á
sömu slóðum af „Fieldmarshal
Robertson“ 1925.
Guðmundur Þórarinsson háseti,
Bárugötu 38, f. 6. ágúst 1900 í
Reykjavík. Kona hans: Sigur-
björg Guðmundsdóttir. Börú
þeirra: 8, 6 og 4ra ára.
Guðni Ólafsson háseti, Baróns-
stíg 21, f. 9. febrúar 1894 að Ytra-
IIóli í Vestur-Landeyjum. I
Reykjavík síðan 1921. Bjó hjá
móður sinni 83ja ára.
Lárus Björn Berg Sigurbjörns-
son háseti, Njarðargötu 41, f. 17.
des. 1909 að Höfða í Mýrarhreppi,
Dýrafirði. Heima í Reykjavík síð-
an 1919. Kona hans: Sveinsína
Guðrún Jóramsdóttiv. Barn 5 ára.
Óskar Gísli Halldórsson háseti,
Hringbraut 178, f. 17. júní 1903
að Klöpp á Akranesi. Heima í
Revkjavík síðan 1904. Kona hans;
Guðrúii Ágústa Erlendsdótfir.
Sigurjón Ingvarsson háseti, Að-
aístræti 9, f. 7. júní 1912 í Reykja-
vík. Bjó með Gunnhildi Árna-
dóttur. Barn 2ju ára.
Sveinn Helgi Brandsson háseti,
Lindargötu 20, f. 9. ágúst 1905
að ísólfsskála í Grindavík. Heima
í Reykjavík síðan 1930. Kona
lians: Pálína Sigríður Vigfúsdótt-
ir. Barn 9 ára.
★
Því miður 'tókst blaðinu ekki
að ná í mynd af Birni Friðriks-
syni.
Um togarann
„Ólaf“
Togarinn „Ólafur" var með
yngstu skipum togaraflot-
ans, eða 12 ára gamall, bygður í
Dordricht í Hollándi fyrir hluta-
fjelagið „Sleipnir11.
Fullgert var skipið árið 1926 og
hjet þá „Glaður“. Sleipnir seldi
'togarann verslun H. P. Duus sama
ár og var hann þá skírður um
og nefndur „Ólafur“.
í ársbyrjun 1929 keypti Alli-
ance h.f. togarann, og hefir hann
verið í fjelagsins eign síðan.
„Óláfur“ var sterkt sldp og vel
við haldið, eins og öllum skipum
Alliance.
B.v. „Ólafur“ var 339 smálestir
brúttó að stærð og 42.9 metrar að
lengd.