Morgunblaðið - 08.11.1938, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.11.1938, Blaðsíða 7
J>riðjudagur 8. nóv. 1938. MORGUNBLAÐíÐ 7 Minningarorð um Guðmund Snorrason frá Læk Pað var eins og kuldagustur færi um bygðina þegar sú frjett barst mann frá manni vorið 1934 að Guðmundur Snorrason á Læk ætlaði að taka sig upp af •ættaróðali sínu og’ flytja alfarinn burt úr hjeraðinu. Menn fundu að þetta var tap, að þarna kom skarð, sem ekki var auðfylt. Flóamönnum hnykti við, þarna fór einn af bestu og fram- sæktnustu mönnum þeirra. Einn þeirra er jafnan hafði staðið með þeim allra fremstu að berjast fyrir <og hrynda áfram þeim stórvirkj- um sem voru sköpuð og að skapast í Flóanum. En sveitungana setti hljóða. Þar barst með alvöruþunga frá manni til manns: „Hann er að fara frá ■okkur hann Guðmundur á Læk“. eða: „Yið erum að missa Lækjar- bjónin“. Nokkur bót í máli var þó það, -að þau'voru ekki altöpuð bænda- stjettinni, að þau fluttu aðeins í annað hjerað, þar sem þau hjeldu áframhaldandi starfi, enda var fljótlega kominn Guðmundur í Gufunesi í stað Guðmundar á Læk, sem hinn glæsilegi og duglegi höfðingi, góði maður, og sómi sinn- ar sveitar í hvívetna. En æfin líður, hinn sístarfandi atorkumaður lýist og þreytist ■smám saman. Guðmundur var orð- inn 64 ára og því farið að líða á starfsdaginn. Hann hafði aldrei látið á sjer finna eða sjást þreytu- tnerki, það skyldi heldur ekki ájást á æfistarfi hans, búskapnum. Með snöggri ákvörðun síðastliðið vor ráðstafar hann búi sínu og flytur til Réykjavíkur. Mátti segja að það stæðist á að því væri lokið 'er hann tekur höstug lungnabólga sem dregur hann til dauða á 5. •degi þann 16. október s.l. Með Guðmundi á Læk er látinn einn okkar merkustu og bestu bænda hvar sem á er litið. Sem æskumaður stendur hann jafnan fremstur í flokki sinna jafningja, •greindur vel, h inn glæsilegasti að vexti og öllu útliti, gleðimaður mikill, söngmaður ágætur og hvers manns hugljiifi er kyntust honum. Árið 1904 tekur hann við föður- leifð sinni og giftist heitmey sinni, Sigríði Bjarnadóttur, Þorvarðsson- •ar hreppstjóra í Sviðagörðum og •Guðrúnar Pálsdóttúr prests í Gaul- verjabæ, hinni ágætustu konu í •alla staði. Varð heimili þeirra þeg- ar eitt hið myndarlegasta og á- mægjulegasta í bygðarlaginu, þar var jafn ljúft og hæft að taka á móti, hýsa og hirða aumingja, sem að garði bar (þeir voru til og 'fóru um fram yfir aldamótin), eins •og hina sem liátt voru settir, og- ■sóttu þangað höfðinglegar viðtök- ur, rausn og glaðværð. Ilin mikla og aðlaðandi gestrisni og höfðings- bragur þeirra hjóna kom þannig fram að liver maður varð snort- inn af, og allur bæjarbragur og andrúmsloft heimilisins slíkt, að menn föru þaðan andlega ríkari. Þarna fór saman: Iðjusemi, reglusemi og sparsemi í besta lagi, •samhliða frjálslyndi, glaðværð og gestrisni svo að. af bar. Þar mætt- ust á miðri leið hin forna festa í Guðmundur Snorrason. .heimilisháttum og ' nýbreytni nú- tímans, þannig mótað, sem best gat farið. Guðmundur var greiiidur vel, hafði ákveðnar, Ijósar skoðanir á hverju máli, og hjelt fram sann- færingu sinni með einurð og festu. Hann var snarráður og ákveðinn í hverju starfi. En allri hugsun hans og starfi stjórnaði og lýsti fyrst og fremst hinn góði og grandvari maður, sem leitar jafn- an sannleikans og færir alt á besta veg. I landsmálum var hann ákt oð- inn fylgismaður hinna gætnai... í hjeraðsmálum hafði hann marg- vísleg störf og bein og óbein áhrif að ýmsu leyti bæði við framkvæmd Flóaáveitunnar, vegagerðir Flóans og margt fleira. Um langan tíma var hann aðal- verkstjóri Flóaveganna. Sýndi þar jaf'nan dugnað og trúleik, og naut því fylsta trausts hjeraðsbúa, verkamanna og vegamálastjórnar. I sveit sinni var hann alla tíð áhrifamaður mikilsmetinn. Var jafnan í hreppsnefnd og lengi oddviti, auk ýmsra annara starfa. Guðmundur var hestamaður mikill og tamningamaður með af- brigðum. Hann átti gæðinga marga og fallega. Það var unun að flygja honum á ferðalagi. Að sjá hversu Vel var samstilt maður og kestur, og hversu kraftur og fegurð komu fram í hverri hreyfingu hests og manns. Kunni hann manna best að taka hjá hverjum hesti það, sem hann gat fram látið án þess að ofraun yrði, enda meðferðinni allri stjórnað af viti og' maiinúð. Þau hjón eignuðust 7 born, sein öll eru á lífi. Dvelja þau nú með móður sinni, nema ein dóttir, Hólmfríður, gift Boga Eggerts- syni frá Laugardælum. Öll eru börnin mjög mannvænleg. Auk þess eiga þau eitt fósturbarn Þegar þessi hópur lagði sig fram til að fagna og skemta gestum sínum var ekki að undra þó íúörg- um fyndist stundin stutt bæði á Læk og Gufunesi, og að þar væri oft gestkvæmt. Eúda munu margir minnast þeirra stunda sem þeirra bestu er þeir höfðu átt í lífinu. Vertu sæll, vinurt Þalcka þjer fyrir allar hinar rnörgu og góðu samverustundir. Þú varst heil- steyptur og ákveðinn í skoðunum þínum um eilífðarlandið. eins og í hverju öðru máli; nú flýgur þú á vængjum morgunroðans „meira að starfa Guðs um geim“. Dagur Brynjólfsson. Dagbók. □ Edda 59381187 = 2. I. 0. 0. F. Rb.st. 1 Bþ. 881188i/2. Veðurútlit í Reykjavík í dag: A-gola. Úrkomulaust að mestu. Veðrið í gær (mánud. kl. 5): A- eða NA-gola um alt land. SljMda eða snjókoma á SV-landi og dálítil snjójel á NA-landi. Hiti 1—2 st. við sjávarsíðuna, en 2—4 st. frost í innsveitum norðan lands. Grunn lægð og nærri kyr- stæð sunnan við Reykjanes. Ann- að lægðarsvæði vestan við Græn- land á hreyfingu austur eftir. Næturlæknir er í nótt Karl S. Jónasson, Sóleyjárgötu 13. Sími 3925. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Lyfjabúðinni Iðunn. Sendiherra Dana, de Fontenay er kominn heim úr leyfi sínu og er á ný tekinn við stjórn dönsk” sendisveitarinnar í Reykjaví1' Samkvæmt auglýsingu toll ans, sem birt er í blaðinu í þarf að greiða tekju- og eign skatt í síðasta lagi á morgun, mið- vikudaginn hinn 9. þ. m., ef gjald- endur ætla að losna við að greiða dráttarvexti af sköttunum frá 31. ágúst s.l. að telja. Farþegar með m.s. Dronning Alexandrine norður og vestur í gær voru m. a.: Sigurjón Frið- jónsson, Sigurður Kristjánsson og frú, Sigríður Jónsdóttir m. barn, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðrún Krist jánsdóttir, P. Eggerz Stefánsson, Finnur Jpnsson, Guðm. Pjeturs- son, Hafliði Halldórsson, Haflín Helgadóttir, Karl Kristjánsson, Oli Konráðsson og frú, Einar Guðjónsson, Erlendur Þoi'steins- sun, Karl Þorsteinsson, Unnur Beneáiktsdóttir, A. H. Jacobs- son, Finnbogi R. Þorvaldsson, Guðbrandur Magnússon o. fl. ísfiskssölur: Snorri goði seldi afla sinn í Hull í gær, 1198 vætt- ir fyrir 875 sterlingspund. Sur- prise seldi í Grimsby, 1252 vætt- ir fyrir 1205 stpd. Fyrirlestrar ungfrú A. Osterman sendikennara um sænskar bók- mentir í lok 19. aldar. Næsti fyr- irlestur verður í kvöld kl. 8 í há- skólanum. Ókeypis tannlækning hjá V. Bernhöft tannlækni, Kirkjustræti 10, verður á þriðjudögum kl. 2—3. Súðin fór frá Sauðárkróki kl. 5yz í gær áleiðjs tiliSkagastrand- ar. Dr. Alexandrine kom í gær- morgun frá Kaupmannahöfn og fór aftur í gærkvöldi vestur og norður um land. L.v. Sigríður kom af veiðum í gærmorgun og fór áleiðis til Englands með afiann. Hjónaefni. Nýlega hafa opinber- að trúlofun sína ungfrú Bryndís Kristjánsdóttir frá ísafirði og Ól- afur Þorsteinsson, Framnesveg 44. Varoy, norskt flutningaskip kom hingað um helgina með kolafarm til Eimskipafjelags íslands. Skip- ið mun taka hjer íslenskar afurð- ir til útflutnings. Karlakór Iðnaðarmanna. Þessi númer komú upp í, happdrættinu á hlutaveltu Karlákórs Iðnaðar- manna síðastl. sunnudag: nr. 397 dagstofuhúsgögn, nr. 519 málverk, nr. 547 farseðill til útlanda, nr. 813 hringflug, nr. 2368 málverk, nr. 5280 standlampi. Munanna sje vitjað til Halldórs Guðmundsson- ar, Hafnarhúsinu. Knattspyrnufjelagið Víkingur. Æfing í kvöld kl. 8 í íþróttahúsi í. R. Sjómannakveðja. Byrjaðir veið- ar við Austurland. Vellíðan. Kær- ar kveðjur. Skipshöfnin á Agli Skallagrímssyni. Sjálfstæðisfjelögin í Hafnar- firði ætla að halda hlutaveltu n.k. sunnudag til ágóða fyrir húsbygg- ingarsjóð sinn. Þeir, sem á einn eða annan hátt vildu styrkju hlutaveltuna, eru beðnir að gefa sig fram á skrifstofu flokksins á Strandgötu 50. Sími 9228. Skrif- stofan er opin alla virka daga kl. 8—10 e. h. Útvarpið: Þriðjudagur 8. nóvember. 12.00 Iládegisútvarp. 13.00 Þýskukensla, 3. fl. 18.15 Dönskukensla. 18.45 Enskukensla. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Erindi Búnaðarfjelagsins: Nytsemi fjörugrasa (Theodór Arnbjörnsson ráðunautur). 19.5° Frjettir. indi: Um upphaf einokun- * 1 ■' V . v: arverslunar á tslandi (dr. Björn K. Þórólfsson). 20.40 Hljómplötur; Ljett lög. 21.05 Symfóníu-tónleikar: a) Tónleikar Tónlistarskólans. 21.50 Symfóníu-tónleikar: b) Konsert í D-dúr, eftir Chausson, (plötur). HEIMILISRÆKT. FRAMH. AF SJÖTTU SÍÐU. Það á að bera meiri virðingu en nú á sjer stað vor á meðal, fyr- ir vinnusömu konunrfi, er aldrei fellur verk úr hendi, að maður geti sagt, og sem ber eins og gull af eir af hjegóma og tildurróf- unni, er hyggur í þroskaleysi sínu að það sje fínt, gott og bless- að að hafa sem minst fyrir lífinu, og lætur rjetta sjer alla hluti eins og ómálga barni. Þyí betur sem við hlúum að störfum, því vænna þykir okkur um þau, og vinnugleðin eykst. Því meiri vinnnsemi og heimil- isrækt, því meiri farsæld og þjóð- arauður. Við konurnar getum lyft Grett- istaki í þessum efnum, ef viljinn er nógur og kærleikurinn til þjóð- arinnar sterkur. Soffía M. Ólafsdóttir. gar þakkir fyrir samúðar- og vinarkveðj- ur \ <usvegar að vegna andláts og útfarar manns- ins míns, v | Þorsteins Gíslasonar, ritstjóra. Þórunn Gíslason og f jölskylda. Móðir okkar, tengdamóðir og amma Herdís Dagsdóttir andaðist að heimili sínu Grettisgötu 57 þ. 5. þ. mán. Jarðar- förin auglýst síðar. ; Börn, tengdabörn og barnabörn. Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að sonur okkar Sveinn Ingólfur andaðist í gær. Reykjavík 7. nóv. 1938. Sveinbjörg Jónsdóttir. Guðjón Guðjónsson. Grettisgötu 47. Jarðarför Jórunnar Bjarnadóttur yfirhjúkrunarkonu fer fram miðvikudaginn 9. nóv. og hefst með húskveðju kl. 1 e. hád. að Laugamesveg 38. Bjami Bjamason. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttekningu við and- lát og jarðarför Sigríðar Narfadóttur á Gullberastöðum. Vigfús Pjetursson og börn. Hjartanlega þökkum við öllum þeim mörgu. sem á marg- víslegan hátt auðsýndu okkur vinsemd og samúð við andlát og jarðarför okkar hjartkæra sonar og bróður Jónasar. Elín Árúadóttir, Jón Magnússon og systkini Brekkustíg 14 B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.