Morgunblaðið - 08.11.1938, Blaðsíða 5
l»riðjudagur 8. nóv. 1938.
MORGUNBLAFIÐ
5
===== JHotsutdblaðtð =
Útget.: H.f. Áryakur, Reykjavlk.
Rltstjórar: Jön KJartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgtSarmaBur).
Auglýslngar: Árnl Óla.
Ritstjörn, auglýsingar og afgrelOsla: Austurstrœtl 8. — Slml H00.
Áskrlftargjald: kr. 8,00 á aaánuBl.
í lausasölu: 15 aura elntaklB — 85 aura meB Lesbök.
SJÓSLYSIN
LEITINNI að togaranum ,,Ó1-
afi“ er hætt. Dag eftir dag
Jliafði fjöldi skipa svipast um
■ eftir honum, ef vera mætti að
hann væri enn ofansjávar. Það
var frá öndverðu lítil von um
.að sú leit bæri nokkurn árang-
ur. Nú er sú vonarglæta að engu
-orðin. Togarinn ,,Ólafur“ hefir
farist í veðrinu mikla um miðja
síðastliðna viku.
Á skipinu var 21 manns
.áhöfn, alt hraustir og þrekmikl-
ir menn á besta aldri. Hjer hef-
ir enn á ný verið höggvið stórt
skarð í fylkingar hinnar ís-
lensku sjómannastjettar. Slys
eins og þetta snertir ekki ein-
ungis aðstandendur og vensla-
menn þeirra, sem þarna Ijetu
líf sitt. Það er tilfinnanleg blóð-
taka fyrir hina fámennu ís-
lensku þjóð.
Við heyrum þess stundum
getið að hundruð manna hafi í
•einu látið líf sitt af slysförum
meðal stórþjóðanna. Okkur
ógna þessar tölur. En höfum
við nokkurn tíma heyrt að 20
þúsund sjómenn hafi druknað
: í einu á höfunum við Ameríku?
Þegar litið er á fólksfjölda
Bandaríkjanna og Islands, svar-
ar það slys, sem hjer hefir orð-
ið til þess að Bandaríkin hefðu
mist yfir 20 þúsund menn í
sjóinn í einni svipan.
Þetta land er kostaauðugt, en
að sama skapi erfitt. Það þarf
harðfengna þjóð og kjarkmikla
til að nytja gæði þess, bæði á
láði og legi. Atvinnuvegirnir
• eru áhættusamir, ekki einungis
vegna misbrestasams árferðís,
markaðserfiðleika og annars
slíks, heldur beinlínis vegna
þeirrar lífshættu, sem vofir yfir
þeim, sem þá stunda. Einkum
á þetta þó við þann atvinnuveg-
inn, sem mest veltur á um af-
komu þjóðarinnar.
Sjómennirnir íslensku leggja
■ sig daglega í eins mikla lífs-
hættu og hermenn á ófriðar-
tímum. Margir munu ætla, að
þetta sjeu ýkjur. En það má
færa fullkomin rök fyrir því.
Það gefa sig engir nema karl-
menni við slíkum atvinnuvegi.
Þessvegna heggur hvert sjóslys
í raðir tápmestu manna þjóðar-
innar.
Þess verður langt að bíða, að
fyrirbygt verði að slysin hendi.
En það þarf að vinna sem mest
að því, að draga úr hættunni.
Hafið heldur áfram að verða
úfið og stormasamt. En eftir
því, sem skipin verða traustari
og fullkomnari að öllum bún-
aði, eftir því verður hættan
minni. Þessvegna geta íslenskir
sjómenn og aðstandendurþeirra
ekki átt neina ósk heitari en þá,
að afkoma sjávarútvegsins sje
Jafnan slík, að tök sje á sem
allra fullkomnu^tum skipum til
veiðanna.
Hjer er um að ræða sameig-
inlegt áhugamál, ekki einungis
sjómanna og útgerðarmanna,
heldur og allra hugsandi manna
og þjóðhollra á þessu landi.
Sjávarútvegurinn er frá náttúr-
unnar hendi afar áhættusamur,
en einmitt þessvegna verða
mennirnir, að hafa vakandi
auga á því, að bann sjn jafnan
í því horfi, að dregið sje sem
mest úr áhættunni. En það verð-
ur best gert með því, að þessi
atvinnuvegur blómgvist svo, að
altaf sje völ á því besta, hvað
skip og útbúnað snertir.
Þegar slík slys ber að hönd->
um, sem það, er nú hefir orðið,
fyllist öll íslenska þjóðin sam-
úðar með þeim, sem um sárast
eiga að binda, af völdum slyss-
ins. Það er óhætt að fullyrða,
að hvert sem þessi sorgarfregn
berst meðal íslendinga, muni
hún vekja óblandna sorg í hug-
um þeirra. Hjer hafa rúmir
tuttugu tápmiklir menn látið
lífið. Það er mikil blóðtaka,
jafn fámennri þjóð.
Bresku flugvjelarnar
settu heimsmet
í langtlugi
London í gær. FÚ.
prengjuflugvjelarnar þrjár úr
breska flugflotanum, sem
lögðu af stað á laugardagsmorg-
un frá Egyptalandi, eru nú allar
komnar til Port Darwin í Norður-
Astralíu. Tvær flugvjelanna flugu
þessa leið 7162 enskar mílur á
48 klukkustundum og 2 mínútum,
en þriðja flugvjelin lenti í Kopang
á Timoraeyjunum, þareð vafi var
á, að ,hún hefði nóg bensín til
flugs yfir Timor-sjó.
Allar flugvjelaruar flugu lengri
leið en rússnesku flugmennirnir,
sem settu heimsmet, í langflugi áti
viðkomu í júlí 1935. Tvær flug-
vjelarnar flugu 856 enskar mílur
lengri vegalengd, en sú sem lenti
í Kopang tæplega 300 enskar míl-
ur. Meðalhraði í flugleiðangrin-
um yar tæplega 150 enskar mílur
á klukkustund.
í tilkynningu frá breska flug-
málaráðuneytinu er farið lofsorði
um flugafrek þetta, Kellet flug-
stjóra og þá 8 flugmenn, sem með
honum fóru, svo og yfirmann
flugmanna, sem skipulögðu flug-
ið. Ileillaóskaskeyti hafa borist
frá franska flugmálaráðuneytinu,
frönskum blöðum, landstjóra Ást-
ralíu o. m. fl. Landstjóri Ástralíu
segir í skeyti sínu, að flugafrelc
þetta ætti að færa öllum heim
sanninn um samlieldni og styrk
hins breska veldis.
29 man
Erlendarirjettir
i stuttu máli
I
ns farast
eldsvoða
í Oslo
ENSKA ÞINGIÐ
SETT í DAG
Breska stjómin kom saman á fund í
gær, að því er ætla má til fullnaðar-
ákvarðana um ræðu konungs, sem les-
in veröur af honum sjálfum, er breska
þingið verður sett í dag, með þeirri
viðhöfn, sem tíðkast, er nýtt þingtíma-
bil hefst. Ræða konungs mun fjalla
um vitgjöld til vígbúnaðar, loftvarna-
rástafanir, endurbætur á hegntngarlög-
unum o. m. fl.
Konnngshjónin aka í konungsvagn
inum til þinghússins. — Þau fóru frá
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
TUTTUGU og níu manns fórust í eldsvoða, sem
varð í Osló aðfaranótt laugardagsins s.l. Var
fólk þetta í veislu, sem haldin var í tilefni af
40 ára afmæli ljósmyndastofu „Andersons Efterfölger“
kgl. hirðljósmyndara.
í veislunni voru alls 30 manns og fórust allir í eldin-
um, nema ein gömul kona, sem var farin úr veislunni er
eldurinn braust út. Var það ekkja fyrsta eiganda verslun-
arinnar, Karls Andersson.
Er þetta langmesti eldsvoði og hörmulegasti, sem komið hefir
Windsor í gær til Buckingham-hallar.
fyrir í Noregi í heila öld. Því svona margt fólk hefir ekki farist í
ÁRÁS Á ÞÝSKAN
SENDISVEITARRITARA
í PARÍS.
Von Rath, embættismaður á sendi-
sveitarskrifstofu Þjóðverja í París, er
pólskur Gyðingur skaut á 5 skotum í
gær, er nú talinn í lífshættu. Bonnet
utanríkismálaráðherra hefir persónu-
lega sent fyrirspum il sjúkrahússins
um líðan hans.
LANDSKJÁLFTAR
Landskjálftar hafa valdið iniklu
eignatjóni í norður hluta Búlgaríu. —
Hvort manntjón hefir orðið vita menn
ekki enn sem komið er.
Landskjálftamælar í London í dag
sýndu landskjálfta í 5000—<5000 mílna
fjarlægð, og ætla menn að riýir land-
skjálftar hafi orðið í Japan.
SÓKN JAPANA
Japanir sækja nú úr þremur áttum
til Chang-sha, þar sem talið er að
Chiang Kai Shek vfirhershöfðingi hafi
aðalbækistöð sem stendur. Sækja Jap-
anir fram á tveimur stöðum á landi
og er annar herinn nú kominn nálægt
horginni. Einnig sækja japösk herskip
upp eftii; ánni, sem borgin stendur við.
Vinsamlegar samkomulagsumleitanir
standa nú j7fir milli Japana og Prakka
um horgagnaflutninga frá franska Indó
Kína til Kína. Talið er, að Erakkar
hafi gert ráðstafanir, sem þegar liafa
dregið úr þessum hergagnaflutningum.
UMSÁTRIN VIÐ
MADRIT
TVEGGJA ÁRA.
Uppreisnarmenn á Spáni halda uppi
ákafri orustu á Ebrovígstöðvunum, en
mæta þar harðvítugri mótspymu
stjómarhersins. Þó er það játað að
stjórnarherinn hafi orðið að láta und-
an síga.
Madrid er nú að byrja þriðja ár
sitt í umsátursástandi í kvöld, því að
þennan dag, haustið 1936 hófu upp-
reisnarmenn hina miklu sókn sína utan
við háskólaborgina í Madrid. Stór borg-
arhverfi em nú í rústum, og af al-
mennum borgurum, sem ekki taka bein-
an þátt í vörn borgarinnar, er nú meiri
hlutinn fluttur í burt. Viðskiftalíf borg-
arinnar er nú fyrst og fremst miðað
\ið þær kröfur, sem vamarlið borgar-
innar gerir og vömaðflutningar fyrst
og fremst miðaðir við þarfir þess.
STÓRSKIP TIL
NIÐURRIFS
Stórskipið „Berengaria“ eign Cun-
ard White Star sLine“ hefir verið selt
til niðurrifs, við það skapast atvinna
fyrir 200 mann um nokkur ár.
(FÚ í gær.)
eldsvoða þar í landi í a. m. k. 100
Afmælishófið var haldið í
húsakynnum verslunarinnar,
sem eru í stórhýsi við Oscars
gate, skamt frá aðalverslunar-
götu borgarinnar, Karl Johan.
Hafði ljósmyndastofan til húsa
á fjórðu hæð.
— Salir ljósmyndastofunnar
höfðu verið skreyttir í tilefni
af afmælishófinu með skraut-
pappír. ,,Himni“ úr -pappa
hafði verið komið fyrir í loft-
inu og rafljósum á bak við,
þannig að það leit út eins og
heiðstirndur himinn.
UPPTÖK
ELDSINS
Ekki er fullkunnugt um upp-
tök eldsins, en talið er að þau
hafi stafað frá rafmagnsstraum
rofi, eða að skilin hafi verið
eftir logandi sígaretta einhvers
staðar nálægt pappírsskrautinu.
Eldurinn breiddist út með
feikna hraða og ógurleg skelf-
ing greip alla viðstadda. Það
jók á útbreiðslu eldsins, að mik-
ið var af filmum og eldfimum
efnum í húsakynnum ljósmynda
stofunnar.
Otgöngudyrnar
LOKUÐUST INN.
Þegar eldurinn gaus upp,
þusti alt fólkið að útgöngudyr-
unum, sem voru á stórum sal,
en dyrnar á salnum opnuðust
inn og tókst ekki að opna þær,
þar sem flestir lögðust fast að
þeim.
Þegar eldurinn tók að magn-
ast, tóku þrjár konur og einn
karlmaður til þess óyndisúrræð-
is að kasta sjer út um glugga.
Karlmaðurinn og tvær af stúlk-
unum mörðust þegar til bana
á gangstjettinni, en þriðja kon-
an ljest síðar á sjúkrahúsi.
Slökkviliðið gat ekkert að-
hafst til að byrja með og tókst
því ekki að ráða niðurlögum
eldsins til fulls fyr en á sunnu-
dagskvöld.
Ógerningur er að þekkja lík-
in, sem fundust í brunarústun-
um, því þau lágu öll í einni
öskuhrúgu við útgöngudyrnar.
SJÖ ÆTTINGJAR
FÓRUST í ELDINUM.
Núverandi eigandi ljósmynda
ár.
stofunnar hjet Per Brandstrup
og fórst hann í eldinum ásamt
sex ættingjum sínum. Ein kona
misti þarna fjórar systur sínar
og einkadóttur. Nöfn þeirra,
sem fórust í þessum hörmulega
eldsvoða eru þessi. (Skv. NRP
—FB) :
Per Brandstrup, Aage Brand-
strup og frú, Paul Brandstrup,
söngkonan Karin Brandstrup,
frú Kirsten Lucielen, Frank
Strake, Robert Struck, Artsier
Bjerke og frú, cand. pharm. Er-
ling Eriksen og frú, Björg og
Axel Kopstad, Sven Hofgaard
lögfr. og frú, Nicolai Kragh
verkfr., Thorleif Olsen og frú,
Else Kattelene, Angell Berg,
Ole Lian, Arne Somne, Oluf
Bang og frú, Gerd Sjetnan,
Mary Berge.
SORG UM ALT
LAND.
Khöfn í gær. FÚ.
Orsakir hins mikla eldsvoða
í Oslo eru ennþá ókunnar, en
það er talið að um straumrof
hafi verið að ræða. Eldurinn
breiddist á svipstundu um alla
lofthæð hússins og var svo geist-
ur að talið er, að ekki hafi ver-
ið nema brot úr mínutu, þangað
til að allri unda^komu von
var lokið fyrir fólk það, sem
statt var í ljósmyndastofunni.
Gert er ráð fyrir að allir þeir
sem fórust verði jarðsungnir í
sameiginlegri jarðarför óg al-
menn sorgarathöfn haldin um
land alt.
Danska stjórnin hefir sent
norsku stjórninni samhrygðar-
skeyti í tilefni af þessu mikla
slysi.
Herferð gegn rottran. Ný her-
ferð gegn rottunum í bænum er
nú að byrja, og eiga allir, sem
varir hafa orðið við rottugang í
húsum sínum, að tilkynna það
skrifstofu heilbrigðisfulltrúa. —
Fyrir nokkru vár gerð merkileg
tilraun um gagnsemi eitrunarinn-
ar. Áður en Briemsfjós var rifið,
stóð það autt nokkra hríð og var
þá eitrað þar rækilega. En þegar
farið var að rífa húsið fundust
dauðar rottur þar hrönnum sam-
an.