Morgunblaðið - 29.11.1938, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 29. nóv. 1958.
VERKFALL í FRAKKLANDI
Á MORGUN
Úrslita átök milli
hægri og vinstri
flokkanna
Hvorugur ætlar
að gefa sig
Með allsherjarverkfallinu í
FRAKKLANDI Á MORGUN — MIÐ-
VIKUDAG — KEMUR TIL GEIGVÆN-
LEGRA ÁTAKA MILLI HÆGRI OG VINSTRI AFL-
ANNA í LANDINU (SÍMAR FRJETTARITARI VOR
í KHÖFN).
Alt hið borgaralega Frakkland — þ. á. m. fyrverandi
andstæðingar Daladiers úr hægri flokkunum — hefir sam-
einast gegn hinni byltingarkendu verkfallsöldu kommún-
ista, sem fengið hefir stuðning frá sósíalistum.
Franska stóðblaðið „Le Temps“ segir að forustan í
verkföllunum sje í höndum flugumanna frá Moskva.
ÁTÖKIN UM JÁRNBRAUTIRNAR
Hvort verkfallið nær tilgangi sínum veltur á því hvað
járnbrautarverkamennirnir gera. Daladier hefir lýst yfir
því, að hann sje staðráðinn í því að láta ekki stöðva járn-
brautarsamgöngur, eða póst- og símastörf. Hann gaf í
gærkvöldi út tilskipun þar sem starfsmenn járnbrautanna
eru kvaddir í herþjónustu. Ef þeir leggja niður vinnu á
morgun hafa þeir gerst brotlegir við herlögin og verða
dæmdir af herrjetti.
Ef Daladier tekst að láta járnbrautirnar ganga, er talið að
með því sje verkfallið brotið á bak aftur og að hann muni þá
fá einræðisvald um skeið. Daladier hefir af andstæðingum sínum
verið sagður eiga sök á því, hvernig komið er og að markmið
hans sje að reyna afl við verklýðsfjelagasambandið.
— ÞÁ VERÐUR DALADIER AÐ SEGJA AF SJER
En ef jórnbrautirnar stöðvast, er álitið að Daladier og
stjórn hans verði að segja af sjer. Sósíalistar og kommúnistar
hafa krafist þess, að Leon Blum verði falið að mynda stjórn.
Meðal járnbrautarverkamannanna eru skoðanir skiftar.
Sumir vilja gera verkfall, þrátt fyrir hótunina um herrjett, en
aðrir vilja aftur á móti hlýða herþjónustuboðinu. Ráðherra op-
inberra verka flutti útvarpsræðu á sunnudaginn, þar sem hann
hvatti verkamennina til þess að leggja ekki niður vinnu og
bjarga með því frönsku þjóðinni.
PÓLITÍSKT VERKFALL
Daladier flutti sjálfur útvarpsræðu á sunnudaginn. Hann
sagði að allsherjarverkfallið væri uppreisn, sem franska stjórn-
in myndi ekki þola. Það væri þingsins að gera út um örlög
Reynaud-tilskipananna um fjármál og viðskiftamál. Hann sagði,
að það væri yfirdrepsskapur einn að segja að verkföllunum
væri fyrst og fremst stefnt gegn þessum tilskipunum, heldur
væri þeim stefnt gegn utanríkismálastefnu stjórnarinnar. Hann
benti á, að allsherjarverkfallið hafi verið boðað, þegar fregnin
barst út um vináttusamning Frakka og Þjóðverja.
Hann sagði, að ekkert í efnalegri eða fjelagsmálalegri af-
komu verkamannanna rjettlætti það, að hefja verkfall. Mark-
miðið með verkfallinu væri að neyða löglega stjórn til þess að
láta að vilja fámennrar klíku.
Ef verkfallið skellur á, sagði Daladier, mun koma til átaka
milli lýðræðis og einræðis. Sjálfur neitaði Daladier því, að hann
Ný viðhorf i Evrópu
Chamberlain og Halifax
fara til Rómaborgar
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Daladier,
hinn sterki maður Frakka.
„Síðosta bsn“ von
Mackensens (88 ðra)
heishöfðingja
Hitler beðinn að
náða Niemuller
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Von Mackensen, hershöfð-
ingi er sagður hafa far-
ið þess á leit við Hitler, að hann
láti Niemöller, klerkinn, laus-
ann. Von Mackensen er nú orð-
inn 88 ára gamall og er sagður
hafa sett fram þessa ósk sem
síðustu bón sína.
Margir nafntogaðir yfirfor-
ingjar úr þýska hernum frá
keisaratímunum hafa undir-
skrifað bænarskjalið með von
Mackensen. Segir í því, að Hitl-
er muni vinna gott verk, sem
allir Lútherstrúarmenn muni
verða honum þakklátir fyrir, ef
hann verði við þessari ósk.
Niemöller hefir nú setið í
fangelsi á annað ár, sakaður
um mótþróa við þýska ríkið.
Mál hans kom fyrir rjett og
var hann sýknaður. Samt sem
áður hefir hann verið hafður í
varðhaldi.
Von Mackensen gat sjer mik-
inn orðstí í heimsstyrjöldinni.
Hann stjórnaði þýska hernum
í' suð-austurvígstöðvunum og
var sigursæll.
Hann hefir fylgt Hitler að
málum.
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
að var tilkvnt í breska utanríkismálaráðuneytinu í
kvöld, að Mr. Chamberlain og Halifax lávarður
ætli að fara í heimsókn til Rómaborgar í byrjun janúar n. k.
Er skýrt frá því, að Mussolini hafi látið í ljós þá ósk við
Mr. Chamberlain í Múnchen að Chamberlain kæmi til Róma-
borga til þess að halda áfram viðræðunum, sem hófust í Mún-
chen. Síðan hafa farið fram brjefaskifti milli ítölsku og bresku
stjórnanna um þetta efni.
í ítölsku blöðunum er gert
mikið úr þessari heimsókn og
segja þau að hún sje bein af-
kiðing af fundi bresku og
frönsku ráðherranna í París.
Daily Mail segir, að bresku
ráðherrarnir ætli að ræða við
Mussolini um Miðjarðarhafs-
málin og viðhorfið í Evrópu yf-
irleitt.
Ýmsir hafi í sambandi við
þessa för vakið athygli á því
hve undarlegt hið pólitíska á-
stand sje í Evrópu. Er bent á að
sambúðin milli Breta og Itala
sje orðin vingjarnleg, samtímis
því, sem engin vinátta sje á
milli Breta og Þjóðverja. Samn-
ingar milli þessara þjóða liggja
alveg niðri um sinn.
Aftur á móti sje að skapast
vinátta milli Frakka og Þjóð-
verja, en á milli Frakka og
ítala hefir sjaldan verið jafn
kalt og einmitt nú.
ítalska blaðið „Giornale
d’Italia“ segir í dag, að
það sje afar mikilvægt, að
Chamberlain komi til Róma-
borgar til fundar við Mussolini,
ekki síst þar sem svo virðist,
að þær vonir, sem menn gerðu
sjer eftir Múnchenarsamkomu-
lagið kunni að bregðast, m. a.
vegna þess, sem er að gerast í
Frakklandi.
Samkomulag
Pólverja og
Rússa gegn
Þjððverjum
- Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
| rússneskum, frönskum og pólsk-
um blöðum er látin í ljós
mikil ánægja yfir samkomulagi
Rússa og Pólverja, þar sem þeir
staðfesta að allir samningar þeirra
á milli skuli vera í gildi áfram,
þ. á. m. samningurinn um að
hvorug þjóðin skuli gera árás á
aðra.
Frönsk blöð segja að samkomu-
lag þetta sje til orðið fyrir sam-
eiginlegan ótta Pólverja og Rússa
við fyrirætlanir Þjóðverja um
TJkraine.
Breska blaðið „Daily Telegraph“
segir að litið sje á þetta sam-
komulag sem það hafi stórpóli-
tíska þýðingu. Það sje svar Pól-
verja til Þjóðverja við því að
Þjóðverjar sjeu að reyna að koma
í veg fyrir sameiningu Rutheniu
og Ungverjalands, svo að Pólverj-
ar og Ungverjar geti ekki fengið
sámeiginleg landaniæri.
Samningar við Lithaua.
Khöfn í gær. FÚ.
í Kaunas í Lithauen standa nú
yfir verslunarsamningar milli Pól-
jlands og Lithauen, og ganga þeir
mjög greiðlega, samkvæmt opin-
berum tilkynnirigum frá báðum
aðilum.
Skipafrjettir. Gullfoss var á
Þingeyri í gær. Goðafoss er í Kaup
mannahöfn. Brúarfoss er í Hull.
Dettifoss er í Reykjavík. Lagar-
foss var á Siglufirði í gærmorgun.
Selfoss er á leið til útlanda frá
Siglufirði.
Á VIÐHAFNARBÖRUM
Osló 28. nóv.
Hákon konungur hefir í dag
þakkað hluttekningu
þjóðarinnar út af fráfalli Maud
drottningar. Lík drottningar-
innar hvílir nú á viðhafnarbör-
um í Akerhus hallarkirkju og
er almenningi veittur aðgang-
ur að kirkjunni, til þess að
ganga fram hjá líkbörunum.
(NRP—FB).
Engin loforð!
í Frakklandi vekur það vafa-
laust mikla athygli, að Mr. Cham-
berlain bar á móti því í breska
þinginu í dag (skv. FÚ.) að loforð
hefði verið gefin á fundinum í
París um að Bretar kæmu sjer upp
auknum her til þess að senda til
meginlandsins, Frökkum til að-
stoðar í ófriði. Þetta hefir und-
anfarna daga verið talinn einn
aðal árangurinn af för bresku ráð-
herranna til Frakklands.
Mr. Chamberlain neitaði því
(skv. FÚ.), að Bretar hefðu tekið
á sig neinar skuldbindingar í
París.
Athygli skal vakin á auglýsingn
landsbókavarðar í blaðinu í dag,
um aðgöngu að lestrarsal Lands-
bókasafnsins. Regla sú, sem þar
er upptekin, var fyrrum haldin
þar, enda tíðkast hún í slíkum
söfnum erlendis, en nú er hún
nauðsyn, sökum of mikillar að-
sóknar að lestrarsalnum og örðug-
leika við eftirlit par.