Morgunblaðið - 29.11.1938, Síða 4

Morgunblaðið - 29.11.1938, Síða 4
r 4 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. nóv. 1938- Aðalumboðið fyrir ísland. H. Benediktssön & Co. Útsvör. -- Dráttarvextir. Hinii 1. desember falla dráftarwextir á síðasta blufa útsvara til bæj- arsjóðs Reykjavíknr árið 1038. Er skorað á alla gjald- endur að greiða útsvars- skulóir sínar nú um mánaðamótin. Borgarritarinn. Dráttarvextir af tekju- 09 eignarskatti. Dráftarvextir af tekfu- og eignarskatti bækka um Vlo um mánaðamófin. Þeir, sem vilja losna við hækk- unina, verfla afl greifla skatf sinn fyrir f. desem- ber næstkomandi. Skrifstoía tollstjóra, Arnarhvoli. — * **___________________ Sími 1380. LITLA BILSTOBIN Er nokknð stór. Upphitaðir bílar. Opin allan sólarhringinn. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI----ÞÁ HVER? Ráðstafanir í sjúkrahúsum gistihúsum og skólum til þess að kæfa eld Eldvarnavikan hófst í gær Frumleg veggteppi ísafirði, máimdag-. Frú Þórdís Egilsdóttir hafðr hjer á laugardag og suimu- dag sýningu á tveimur veggtepp- um, útsaumuðum úr íslenskri ull. Sýnir annað teppið vinnu á túni og sveitabæ í gömlum stíl, en hitt kvöldvöku í baðstofu, þar sem fram fer ullarvinna og lestur. Yeggteppin eru að allra dómi lista- verk. Þau verða bráðlega sýnd á Akureyri. Frú Þórdís er tvímæla- laust ein fremsta handavinnukona hjerlendis. — Sýningin var vel sótt. Víðasthvar erlendis, er það talið sjálfsagt, að starfs- fólk sjúkrahúsa, skóla, gisti- húsa og annara slíkra stofnana, sje veitt tilsögn og látið æfa notkun á slökkvitækjum, hand- dælum, ábreiðum (úr asbest) til þess að kæfa eld, og fleiri tækjum, sem til eru í húsunum. Myndin hjer að -ofan er frá einni slíkri æfingu, sem haldin var fyrir starfsfólk sjúkrahúss nokkurs í Danmörku. Hjer á landi munu vera til hand- slökkvitæki í flestum sjúkra- húsum, skólahúsum og gistihús- um, en eftirlit með tækjunum og æfingar fyrir starfsfólkið hefir skort. Oft má hindra bruna í upp- hafi með þessum einföldú tækj- um. Það hefir reynslan sýnt. En reynslan hefir einnig sýnt, að fólk hefir staðið ráðþrota, þeg- ar hættuna bar að höndum, vegna þess að það hefir ekki kunnað að nota tækin. Að vísu er leiðarvísir (oftast á erl. máli) skráður utan á hand- slökkvitækin, en í fáti því, sem fiesta grípur, er þeir sjá hætt- una yfirvofandi, fer alt í handa- skolum, nema æfð hafi verið áður hin rjettu handtök. Hjer í Reykjavík og nágrenn- inu eru fimm sjúkrahús bygð úr timbri, ennfremur fjögur stór gistihús og sex skólahús. Forráðamenn þessara stofnana ættu að láta athuga hvort ekki þarf að endurnýja þau slökkvi- tæki, sem fyrir eru (mörg tæki skemmast með aldrinum, þótt ekki sje eytt af þeim) eða bæta fleirum við. Það eru ennfremur tilmæli vor, að þeir láti fram fara æfingar fyrir starfsfólkið í notkun tækjanna, og mun slökkviliðsstjóri eflaust. fús á að láta slökkviliðsmenn aðstoða við slíkar æfingar. Þessar ráðstafanir kosta lítið fje, en geta orðið til ómetan- legs gagns. Reykjaborg kom af veiðum í gær n\eð 2400 körfur. Skipið fer til Englands með aflann. Jólatrje tilbúin ,eru komin. Guðm. Ásbjörnsson Laugaveg 1. Sími 4700. Stúikur í vist: Þær vantar herbergi Tilmæli til byggingameistara bæjarins frá Húsmæðrafjelagi Reykjavikur (Eftirfarandi grein hefir hlað- inu horist frá neí'nd í Húsmæðra- fjelagi Reykjavíkur). Asíðari árum hafa orðið mikl- ar framfarir í húsagerðar- list, og mikið gert til að Ijetta húsverkin bæði fyrir húsmæðrum og vinnustúlkum. En eitt atriði virðist fremur vera í afturför, það er að aðstoðarstúlkum á heim- ilum er víða í nýjum leiguíbúðum ekki ætlað neitt sjerstakt herbergi, eða þá svo stórt herbergi, að hús- ráðendur hafa ekki efni á öðru en að leigja það út. Þetta er ákaflega óheppilegt, því að heimilisverkum er nú þannig hagað, að þægilegast er að stúlkan geti verið á heimilinu. Sumstaðar er það svo, að vinnustúlkan sefur á legubekk í stofu þar sem heim- ilisfólk og gestir sitja fram eftir kvöldi, og hún getur ekki farið að sofa fyr en fólkið er farið úr stofunni, sem hæglegá getur dreg- ist, en hún þarf að fara til verka sinna jafnsnemma næsta morgun. ■— Sumar stúlkur leigja sjer her- bergi úti í hæ, en þá fer talsvert af kaupinu til þess, og ennfremur mjög slæmt, ef húshændur eru úti að kvöldi, að láta þá stúlkuna, sem situr hjá börnunum, fara eina heim til sín að næturlagi. Það vita allir, að hættulegt getur ver- ið fyrir unglingsstúlkiir að vera einar úti á götu um nótt, vera kannske eltar af drukknum mönn- um, eða leiðast út í ýmsa óreglu. Ef stúlka sem hýr þannig úti í hæ verður veik, á húsmóðirin einnig erfitt með að hlynna að henni. Þetta stafar í flestum tilfellum ekki af því, að húshændur vilji ekki láta stúlkuna hafa herbérgi á heimilinu, heldur af því, að í mörgum leiguíhúðum er ekkert herhergi til þess ætlað. Það er varla hægt að kalla að stúlkna- herbergi fylgi, ef það er svo stórt að hægt er að leigja það fyrir t. d. 30 kr. eða meira á mánuði- Fjölskyldumenn hafa alment ekki ráð á svo dýru herbergi fyrir stúlkuna. Við vildmn því gera þá fyrir- spurn til hyggingarmeistara hæj- arins og hyggingarnefndar, hvort ekki væri hægt, strax þegar húsin eru teiknnð, að ákveða lítið her- bergi fyrir stúlku, það þyrfti ekki að vera stærra en svo, að þar rúmaðist legubekkur, stóll og borð. Helst ætti það að vera við hliðina á svefnherbergi harnanna, svo að stúlkan þyrfti ekki að vaka, þó að húsbændurnir sjeu úti. Ef þetta litla stúlknaherbergi þyrfti ekki að hækka leiguna á íbúðinni meira en 10—12 kr. á mánuði, hugsum við að flestir húsbændur, sem með nokkru móti gætu það, myndu vilja borga þessa upphæð til þess að geta haft stúlkuna á heimilinu Og þó að fólk hefði ekki ráð á að hafa stúlku, þá væri það mikill kostur að hafa slíkt herbergi með íbúðinni og geta lánað stúlku það, móti því að hún stöku sinnum að- stoðaði húsmóðurina, eða liti eftir börnum, ef svo stæði á. Fyrir unga stúlku, sem er í vist, er það ákaflega mikils virði að geta, þegar hún hefir lokið^verk- um sínum, sest inn í eigið her- bergi, og haft í kringum sig það sem hún á, en vera ekki á sífeld- um hrakningi með dót sitt. Hús- mæður missa áreiðanlega oft af góðnm stúlknm vegna þess að ekk- ert herbergi er til fyrir þær. Stúlkur eru nú yfirleitt mjög treg- ar að fara í vistir, og það veittl sannarlega ekki af því, að heimil- in gætu látið þær hafa vistlegt herhergi, þótt lítið væri, eins og stallsystur þeirra hafa, sem vinna ýmsa aðra vinnu. Bæði vegna stúlkna og húsmæðra væri þetta mesta nauðsynjamál. Yið vildum fyrst og fremst beina þessu til hyggingameistara hæjar- ins, en það væri einnig mjög æski- legt, að konur og stúlkur, sem mesta reynslu hafa í þessu efni, vildu láta til sín heyra um þetta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.