Morgunblaðið - 24.02.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.02.1939, Blaðsíða 3
Föstudagur 24. febr. 1938. MORGUNBLAÐIÐ 3 Dómur Fjelagsdóms er væntanlegur Hættulegustu óvinirnir: Berklar og krabbamein Mannslát árið 1937 Af 1317 mannslátum lijer á landi árið 1937, ljetust flest- ir, eSa 195, úr ellihrumleika. Af sjúkdómum hjuggu krabbamein og berklaveikin lang stærstu ácörðin; 156 manns Ijetust úr krabbameini og 155 manns úr berklaveiki. Miðað við næstu ár á undan hefir dregið nokkuð úr berkla- dauða. 13.2 af hverjum 10 þús. íbúum dóu úr berklum árið 1937, jöóti 16.2 að meðaltali árin 1931 —1935. Manndauði úr berklaveiki fór yfirleitt vaxandi alt til 1932. Árið 1932 ljetust 220 manns úr berklum. Úr krabbameini dóu 13.3 af hverjum þúsund íbúum árið 1937 á móti 11.9 að meðaltali árin 1931 —1935 og 12 árið 1936. Hafa *iannslát úr krabbameini aldrei verið jafn mörg og árið 1937 (156). Áður hafa þau verið flest 147, árið 1935. Yfirleitt sýna dánarskýrslur vaxandi manndanða úr krabba- ■leini, síðan skýrslur uin dánar- •rsakir hófust 1911. Árin 1911— 1915 töldust þannig mannslát úr krabbameini ekki nema 81.8, að ■íeðaltali á ári, eða 9.4 á 10 þús. íbúa. Fjórðu í röðinni koma farsótt- irnar og af þeim var árið 1937 inflúensan langsamlega skæðust. Úr inflúensu ljetust það ár 87 manns (af 123 sem dóu úr far- sóttum). Mesta farsóttaárið þenna áratug var árið 1935. Þá ljetust úr farsóttum 208 manns, þar af 123 úr kíghósta. -— Annars er það ein farsótt sem virðist vera orðin landlæg hjer, svonefnd graftarsótt. Síðustu 7 árin hafa látist úr henni 9—19 manns ár- lega. Bkkert dauðsfall varð af völdum skarlatssóttar árið 1937 og er það í fyrsta skiftið sem svo hefir verið síðustu 7 árin eða lengur. 117 manns ljetust úr lungna- bólgu árið 1937, eða 10 af hverjum 10 þús. íbúum, 104 úr heilablóð- falli, 83 af völdum hjartabilunar, 29 af völdum slysfara (annara en druknunar), 25 af druknun, 13 af völdum lungnabólgu, 9 frömdu sjálfsmorð (15 árið áður og 9.2 að meðaltali 1931—1935) o. s. frv. a morgun | —■ —!■—II I ( .1 f Málflutningnum lauk i gær FJELAGSDÓMUR var settur í Kaupþingsalnum klukkan 10 árdegis í gær og nófst þá mál- flutningurinn. Fór nú betur um dóminn en í Bæjarþingstofunni, rýmra og betra loft. Áheyrendasvæðið var þjettskipað fólki, einnig gang- ar meðfram sætum og út úr dyrum. Frábær frönsk kvikmynd í Nýja Bíó Theodór Mathiesen læknir kom frá Þýskalandi með Goðafossi síð- ast. Hefir hann þar og í Dan- mörku stundað framhaldsnám í eyrna-, nef- og hálssjúkdómum í 414 ár. Theodór mun gegna lækn- isstörfum í Hafnarfirði fyrir Bjarna Snæbjörnsson alþm., á meðan þingtíminn stendur yfir. Fyrst tók til máls málflutn- ingsmaður Bæjarútgerðarinnar, Guðmundur I. Guðmundsson, cand. jur. Hann gerði þessar kröfur: 1. Að atvinnustöðvun sú, sem „Hlíf“ fyrirskipaði hjá Bæjar- útgerðinni 16. þ. m. verði dæmd ólögleg. 2. Að „Hlíf“ verði dæmd til að greiða 6000 kr. skaðabætur fyrir eyðileggingu á farmi Jún- ís, með 5% vöxtum, og 1200 kr. á dag, frá 16. þ. m. og til þess tíma er vinna hefst aftur við skipið. 3. Að „Hlíf“ verði dæmd í sekt fyrir ólöglega vinnustöðv- un. 4. Að „Hlíf“ verði dæmd til að greiða allan málskostnað. G. G. fjell frá skaðabóta- kröfu á hendur stjórnendum Hlífar persónulega, þar eð þeir myndu vera fjevana. Aðalsóknarræða G. G. stóð í rúma klukkustund. Hann rakti tildrög málsins allnákvæmlega, dvaldi lengi við brottrekstur hinna 12 úr Hlíf og við að reyna að sanna ólögmæti vinnustöðv- unarinnar. I sambandi við vitnaleiðsl- una daginn áður las G. G. vott- orð frá verkstjóra Bæjarútgerð- arinnar og frá skipstjóranum á Maí. Hann sagði að Hafliði Jónsson sjómaður muni verða kærður fyrir meinsæri. Engum skal hlíft! Þá talaði málflutningsmaður verkamannaf jelagsins ,,Hlíf“, Pjetur Magnússon hrm. Hans frumræða tók einnig rúma klukkustund. Kröfur hans í málinu voru: 1. Að verkamannafjelagið Hlíf verði algerlega sýknað af öllum kröfum stefnanda í mál- inu. 2. Að stefnandi verði dæmd- ur í sekt og skaðabætur eftir mati dómsins fyrir ólögleg salnningsrof. 4. Að stefnandi verði dæmd- ur í þyngstu refsingu sem lög leyfa fyrir ólöglega atvinnu- kúgun, sbr. 4. gr. laga um stjettarfjelög og vinnudeilur. 4. gr. stefnandi verði dæmd- ur til að greiða málskostnað í máli þessu eftir mati rjettar- ins. Varakrafa: Að málinu verði vísað frá fjelagsdómi og stefn- andi dæmdur til að greiða máls- kostnað eftir mati rjettarins. P. M. fór í frumræðu sinni ít- arlega út í aðdraganda málsins. Lýsti því hvernig ástandið hefði verið orðið óþolandi fyrir verka- menn í Hafnarfirði með hinum voldugu atvinnurekendum Al- þýðuflokksins í verkamannafje- laginu. Hann skýrði því næst frá brottrekstri hinna 12 úr fje- laginu, brottrekstri ,,Hlífar“ úr Alþýðusambandinu, stofnun hins nýja félags o. s. frv. Ef þessar aðfarir Alþýðu- sambandsins verða taldar leyfi- legar, sagði P. M., þýðir það sama og að leggja verklýðsfje- lögin í rústir. Löggjafinn gæti alveg eins bannað með öllu að stofna verklýðsfjelög, því að ef minnihlutinn þarf aldrei að beygja sig fyrir ákvörðunum meirihlutans, en má í þess stað eyðileggja þær með því að stofna nýtt fjelag, þá er vitan- lega kipt grundvellinum undan verklýðsfjelögunum. Frönsk kvikmyndalist er lítt þekt hjer á landi. Fólk sækir illa franskar myndir, og mun það einkum stafa af því, að fáir skilja frönsku svo að gagn sje að. En Frakkar standa nú flestum þjóðum framar í þessari grein, og er mjög leitt til þess að vita, hversu sjaldan okkur gefst færi á að njóta listar þeirra. Kvikmyndahúsin hjer í bæ sýna nm þessar mundir franskar kvikmyndir hverja annari betri. Myndin „Jeg lauj: því“, sem nú er sýnd í Nýja Bíó, gerist í París. Ung stúlka sem er a'S lesa lög- fræði, missir ömmu sína og verður að leita sjer atvinnu til að geta haldið áfram námi. Leitin ber engan árangur, því að einu tækifærin sem henni bjóð- ast eru þess eðlis, að hennar óspiltu sál hrýs hugur við. Þá vill svo til, að vinstúlka liennar sýnir henni gamalt handrit, þar sem sagt er frá ástaræfintýri manns nokk- urs, sem nú er þektur rithöfundur og búsettur í Yersailles. Hanu hafði hrund að bamsmó'Sur sinni frá sjer og áleit að bamið hefði dáið. Yinstúlkan taldi hana á að gefa sig fram sem dóttur þessa manns, það þyrfti ekki aö kom- ast upp, og framtíð hennar væri borg- ið. Úrvinda af örvæntingu og von- brigðum fer hún að ráðmn vinstúlku sinnar. Bithöfundurinn kannast við hana sem dóttur sína, en konu hans gmnar að brögð muni í tafli og fær brátt sönnur fyrir en lætur þó kyrt bggja- Unga stúlkan lýkur námi og á nú að verja fyrsta mál sitt í rjettar- sal. Skjólstæðingur hennar, sem er ung stúlka, er ákærð einmitt fyrir ná- kvæmlega samskonar svik og hún hef- ir sjálf beitt. Vöm hennar verður því FBAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. FRAMH Á SJÖTTU SÍÐU. Skyrframleiðsla í Danmörku Danski nijólkurfræðingui-inn C. Jörgensen, sem var mjólk urbústjóri Mjólkurbús Flóa- manna, er nú forstjóri mjólkur- bús í Odense í Danmörku, er heitir Albani Mejeri. Morgunblaðið hefir fengið tæki færi til að sjá auglýsingabrjef frá Jörgensen, þar sem hann auglýs- ir íslenskt skyr og hvetur menn til að borða þenna ljúffenga og holla íslenska þjóðarrjett. I brjefinu segist Jörgensen liafa til fullnustu lært að búa til íslenskt skyr, sem sje kin ljúf- fengasta fæða, og skorar hann á landsmenn sína að reyna skyr, sem sje betri fæða en þjóðar- rjettur Dana, rauðgrautur með rjóma. í brjefinu vitnar hann til um- mæla Steingríms Matthíassonar læknis um það, að vafasamt sje hvort íslenska þjóðin hefði þolað harðrjetti íss og aðrar plágur, sem yfir landið hafa gengið, ef þeir hefðu ekki haft skyrið. Jörgensen sendir skyrið út í snotrum umbúðum í V2 kg. og 1/1 ltg. pökkum og fylgir leiðar- vísir hverjum pakka, hvernig matreiða eigi skyr. Það skyldi nú aldrei fara svo, að Danir yrðu til þess að gera skyr að verslunarvöru á heims- markaðnum ? L.v. Alden kom til Ilafnarfjarð- ar í gær af veiðum með 45 skpd. „Fagra veröld" Tómasar Guðmunds- sonar á írönsku agra veröld“ Tómasar Guð Yf *■ mundssonar hef ir verið þýdd á frönsku og gefin út í Frakklandi. (Þýðingin er kom- in hingað upp og geta þeir sem vilja eignast hana, keypt hana hjá Pjetri Þ. J. Gunnarssyni, stórkaupmanni og Bjama Guð- mundssyni, skrifstofustj., Suð- urgötu 16. Þýðinguna hefir gert Pierre Naert, franski stúdentinn, sem einu sinni var hjer sendikenn- ari, og kom hingað aftur í fyrrasumar til þess að rann- saka sögustaði í Dalasýslu. Hann ætlar áð þýða nokkrar íslendingasögur á frönsku, og hefir í smíðum Hrafnkels sögu, Freysgoða og Bjarnar sögu Hítadalskappa og e. t. v. ein- hverjar fleiri. í fyrrasumar, þegar hann var hjer, hóf hann að þýða hin snotru ljóð Tómasar. í hinni frönsku þýðingu eru öll ljóðin í „Fögru veröld, að undanteknu einu eða tveimur. Titillinn á frönsku þýðing- unni er „Poémes islandais“. — Pierre Naert skrifar sjálfur iangan formála um ljóðin og íslenska ljóðagerð alment. Bók- in er í stóru broti og útgáfan öll hin smekklegasta. Pierre Naert. Bílaárekstur: Maður slasast Bílaárekstur varð í gær- morgun á gatnamótum Grófarinnar og Vesturgötu. Slasaðist bílstjóri annars bíls- ins, Lárus Óskarsson, nokkuð á höfði. Lárus var að koma á bíl sín- um niður Vesturgötu í sama mund, sem vörubíll frá Kol & Salt var ekið eftir Grófinni og upp á Vesturgötu. Tók Kol & Salt-bíllinn rjetta beygju vest- ur götuna, en lenti þá á bílnum, sem var að koma niður Vestur- götu. Bíll Lárusar lenti á götuum- ferðarmerki og skemdist nokk- uð. Revýan var leikin í gærkvöldi fyrir fullu húsi eins og áður og við mikinn fögnuð áhorfenda. Næst verður revýan leikin í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.