Morgunblaðið - 21.05.1939, Side 9
Sunnudagur 21. maí 1939.
9
___!Hwá»tíw)bl»í>ið_________
Hver verður eltirmaður
Adolf Hitler sagði í síðustu ræðu sinni. að hann hefði
boðist til að ábyrgjast landamæri Pólverja í 25 ár, eða
miklu lengur en hann ætti sjálfur eftir ólifað. Hann finn-
ur, að hin þunga byrði, sem skyldustörfin leggja honum á
herðar, er að eyða lífskröftum hans.
Það hefir þegar verið ákveðið hver verður eftirmað-
ur hans. Wiedemann kapteinn, einn af vinum hans, sem
á stríðsárunum var fyrirliði fyrir herdeild þeirri, sem
Hitler var í og síðar varð persónulegur aðstoðarmaður
hans, skýrði frá þessu í San Francisco nýlega, en þar er
hann núna aðalræðismaður.
Mr. G. Ward-Price, höfundur eftirfai’andi greinar, er
stjórnmálaritstjóri við „Daily Mail“ í Englandi og er einn
af hinum fáu erlendu blaðamönnum, sem er nákunnugur
bæði Hitler og Göring. Hann segir hjer álit sitt um það,
hver muni verða eftirmaður Hitlers. •
HITLERS?
Orðið „dietator“, eiilvalds-
herra, er latneskt. Róm-
verjar settu hjá sjer einvalds-
stjórnskipulag', hvenær sem hættu
fear að hÖndum. en jafnframt á-
kváðu þeir, að einvaldsherrann
skyJdi láta af embætti, eftir hálft
ár og taka upp aftur sín fyrri
störf.
Rðmverjum var ljóst, hve æðstu
völd og ótakmörkuð ábyrgð hafa
Jýjandi áhrif á lmg og heilbrigði
inannanna.
Enginn maður í sögunni hefir
borið jafn þunga byrði í þessu
tilliti og Hitler, sem um sex ára
skeið hefir staðið einn undir allri
stjórn og allri ábyrgð á málefnum
þýska ríkisins. Þetta er ekki svo
Jítið þegar um 80 milj. manna
þjóð er að ræða. Til þéss að geta
risið undir þessari byrði liefir Hitl-
er reynt að lifa einföldu og ó-
brotnu lífi.
Hann hætti að drekka áfenga
drykki, hann reykir aldrei og
neytir aðeins jurtafæðu. Næstum
eina skemtun hans er að lilusta á
hljómlist og liorfa á kvikmyndir.
Hann dvelur eins oft og eins lengi
og hann getur lcomið því við, í
hinu heilnæma loftslagi bayersku
Alpanna, þar sem hinn hressandi
fjaJlablær og kvrðin róar þreytt-
»
ar taugar hans.
★
Og nú hefir Wiedemann kap-
teinn skýrt frá því, að Hitl-
er sje orðið Ijóst, að líf hans
styttist vegna hiiinar þungu byrði
skyldustarfa han3 og að liann hafi
þessvegna ltjörið eftirmann sinn.
A vali hans veltur öll framtíð
þýska ríkisins.
„Foringja“-kerfið.
„Foringja“-kerfið, sem nazista-
skipulagið byggist á, felur í sjer
að æðsta valdið hlýtur að vera
hjá einum manui, sem stendur
á tindinum.
Æðsta vald í öllum greinum
hins daglega Jífs þjóðarinnar
hvílir á „foringjanum“. Ilver sjó-
maður, hermaður, flugmaður, lög-
regluþjónn og opinber starfsmað-
ur hefir svarið Adolf Hitler per-
sónulega hollustu. Tilskipun, sem
undirrituð er af honum, er óvje-
fengjanleg lög. Hann ræður yfir
lífi og dauða allra Þjóðverja.
Engu máli verður áfrýjað, sem
foringinn hefir kveðið upp úr-
skurð í.
Möguleiki til þess að fara með
slíkt vald hefir fáum verið gef-
inn, þótt leitað sje í allri mann-
kynssögunni. Ríkisstjóri, sem
reyna myndi að ráða lögum og
lofum, án þess að liafa t.raust eða
samþykki mikils meirihluta þjóð-
ar sinnar, myndi fljótlega vekja
pólitískar æsingar. Til þess að
slíkt stjórnarfar geti haldist, þarf
sá, sem fer með æðstu stjórn. að
njóta persónulegs álits og hafa
sýnt það, að sjer hafi hepnast vel
stjórn og stjórnmálastefna.
Enginn „nýr“
maður.
Tæplega myndi vera gerlegt, að
fá æðstu völd í Þýskalandi í hend
ur nýjum manni, hversu hæfur
sem hann kynni að vera, ef hann
hefði ekki sýnt það og sannað í
aug'um almennings, að hann sje
til þess fær að fara með æðstu
stjórn.
Hann verður að vera góður
ræðumaður, því að milli foringj-
ans og' fólksins er aðal-tengiliður-
inu pólitískar ræður, sem útvarp-
að er um alt ríkið.
Hann vei’ður að hafa starfað
vel og dyggilega í nazistaflokkn-
um, því að flokkurinn er uudir-
staðau, sem þýska stjórnskipulag-
ið er reist á.
Hann verður að vera mikill að
vallarsýn, því að stórkostlegar
hersýningar og fjölda-samkomur
eru orðnar þáttur í opinberu lífi
Þjóðverja.
Til allrar hamingju fvrir Hitler
hefir hann á hægri hönd sjer, og
sjer mjög nákoininn, mann, sem
hefir til að bera alla þessa hæfi-
leika og getur því orðið eftirmað-
ur lians. Mennirnir, sem umgang-
ast Hitler, vita að ef eitthvert ó-
happ myndi henda hann, myndi
koma í hans stað Hermann Gör-
ing, marskálkur.
Þetta er ástæðan fyrir því, að
Hitler og Göririg ferðast aldrei
— Eftir —
WARD
PRICE
með sömu járnbrautarlest, eða í
sömu bifreið -— það myndi verða
of geigvænlegt fyrir Þjóðverja,
ef eitthvert slys *bæri að höndum,
sein verða myndi bæði núverandi
og tilvonandi foringja þeirra að
fjörtjóni.
Eina áhyggjan.
Oöring marskálkur varð 46
ára gamall í janúar síðast-
liðnurn og er því fjórum árum
yngri en foringinn.
Líkamlegt og andlegt starfs-
þrek hans er mikið, og ekkert
virðist há honum, nema tilþneig-
ingin tii þess að verða of feitur.
en síðustu mánuðina hefir hann
Ijest um 40 puud, með því að
leggja á sig harða megrunarrauu.
I raun og' veru er hægt að segja
að Hermann GÖring sje, eins og
nú er, forsætisráðberra, sem starf-
ar undir Hitier, seni er forsetinn.
Þessi samlíking er þó eklti ná-
kvæm, því að stjórnskipulag Þjóð-
verja er ekki sambærilegt við
stjórnskipulag lýðræðisríkjanna.
En enginn annar maðnr í þýsku
stjórninni hefir jafn mikil völd
og Göring, hinn berðabreiði, blá-
evgði, þunglamalegi, hraustlegi
Baldur von Schirach (í miðju) með Hitler-æskumönnnm.
. ‘
Rudolf Hess.
marskálkur. Hann er ekki aðeins
flugmálaráðherra og vfirhershöfð
ingi lofthersins, heldur er hann
líka forsætisráðlierra í Prússlandi,
ráðherrann sem hefir umsjón með
þýsku fjögra ára áætluninni, for-
seti ríkisþingsins, og loks æðsti
skógarvörður ríkisins.
En lianu er auk þess vinsælasti
stjórnmólamaðurinn í' Þýskalandi,
næ.st á eftir Hitler, eins og sjá
má þegar liann kemur opinber-
lega fram og hrópað er til hans:
„Hermann! Hermann!“
Fyrir Hitler bera Þjóðverjar
djúpa lotningu: ..lfann er fvrir
okkur næstum yfir-mannlegur“,
sagði Göring marskálkur einu
sinni við mig.
Göring er ffóð
skytta.
Sjálfur er Göring aftur á móti
nær því að vera ímynd Þjóðverja
um karlmannlega lyndisfestu.
Hann er lireinskilinn, ákveðinn,
duglegur og auk þess skemtileg-
ur, þegar því er að skifta.
Hitler hefir enga löngun tii að
iðka íþróttir, en Göring er aftui*
á móti mikil skytta og hefir gam-
an að öllu, er lýtur að náttúru-
fræði.
Hann hefir hjá sjer Ijónsunga
í tó;mu haðherbergi, og sýuir hann
stundum gestum sínum. Ef ljóns-
unginn skríður undir stól og urr-
ar, þá dregur marskálkurinn
hann fram og kyssir hann beint
á snoppuna.
Hann liefir látið setja fugla-
hyrgi á trjen í skógunum umhverf
is hið fagra sveitaheimili sitt, um
80 km. frá Berlín. Þegar fuglarn-
ir hreiðra sig, gefur hann þeim
mikinn gaum og hann hefir látið
setja ströng refsiákvæði gegn
illri meðferð á dýrum í Þýska-
landi.
Göring' er af embættismönnum
kominn. Faðir hans var fyrsti
landsstjórinn í Suð-vestur-Afríku
nýlendunni þýsku, og einn af for-
feðrum hans var ráðherra í
stjórn Friðriks mikla.
Tveir aðrir.
En ef svo skyldi fara, að Gör-
ing gæti ekki, einhverra
hluta vegna, tekið við af Hitler,
þegar þar að kemur, liafa aðrar
ráðstafanir verið gerðar. í lokuðu
öryggishólfi í ríkiskanslarabygg-
ingunni í Berlín er geymd hin
pólitíska arfleiðsluskrá Hitlers.
Nákunnugir menn Hitler hafa
sagt mjer, að hún hafi ekki að-
eins nafn Görings að geyma, lield-
ur tveggja annara forvígismanna
nazistaflokksins, sem næstir ganga
að erfðum hinna æðstu valda í
Þýskalandi.
Enginn nema Hitler veit, hvaða
nöfn þetta eru. Rudolf Hess ber
titilinn varamaður formgjans, og
Iiggur því nærri að halda, að
hann komi til greina sem eftir-
maður hans. Hess er maður fá-
skiftinn, mikill íþróttamaður, hef-
ir sigrað í flngkepni og bifreiða-
kappakstvi, er mikill starfsmaður,
og hefir að aðalstarfi yfirumsjón
með starfsemi nazistaflokksins,
fyrir hönd Hitleis.
Af yngri mönnum hefir verið
uefndur sem hugsanlegur eftir-
maður Hitlers Baldur von Sehir-
aeh, foringi Hitlev-æsbunnar, 32
ára að aldri. *
En hvorugur þessara manua
kemur þó til greina á meðan Gör-
ing hefir óskerta krafta, og nýt-
ur trausts Hitlers.
BLÝ AN TSSTROKLEÐRIÐ.
TI. L. Lipman í Fíladelfíu varð
miljónamæringur vegna þess, að
honum varð oft á að reikna skakt
og færa_ inn í bækur hjá sjer. En
það var ekki -nieð vilja gert að
hann færði skakkar tölur inn í
hækurnar, og honum þótti það
afar leiðinlegt. Hann fann upp
það þjóðráð að setja kátsjúk á
annan enda blýantsins síns til að
afmá tiilur, er hann hafði fært
skakt, inn.
Tækifærin til að gera merkar
uppgötvanir eru ekki minni í dag
en þau voru fyrir 100 árum.