Morgunblaðið - 24.05.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.05.1939, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 24. maí 1939.. KVEMDJOÐm oa MEIMILIM -acwBesniu. Langtum betri og i)ó ekki dýrari. Fæst aðeins í dósum og pökkum, en ekki í lausri vigt. AUOAÐ hvíliat meC gteraugum frá hreinsunarkrem er jafnnauðsynlegt á hverju heimili og handklæði og sápa. Óhreinindi í húðinni valda hrukkum og bólum. Náið þeim burt án þess að skaða hina eðlilegu húðfitu með LIDO hreins unarkremi. Dós- in 0.50 og 1.00. Rykfrakkarnir með tækifærisverði, þó nokkuð eftir óselt enn Vesta Laugaveg 40. Squibbs- tann krem og rakkrem. Rósól tannkrem og rakrem eru viðurkendustu vörurnar. Hafið þjer reynt Rósól vara- lit? Lilia — dömubindi — Klee- nex tissues eru heimsfræg vörumerki. ) Lidó dagkrem og púður kaupa allar vandlátar dömur Laugaveg 19. Sumartískan í Revkjavík. sýningu versl Gullfoss Frá THIELE Tvær tískusýningar voru að Hótel Borg í gær á vegum verzl. Gullfoss. Þar voru og sýndar nokkrar sumarkápur og „dragtir“ frá Andrjesi Andrjessyni, náttkjólar og sloppar frá versl. Smart, hattar frá Hattabúð Gunnl. Briem, en snyrtingu og hárgreiðslu annaðist hárgreiðslustofan Edina. Sýningin var mjög fjölbreytt. ‘milli 40—50 flíkur sýndar. En auk þess liafði verzl. Gullfoss nú tekið upp þá nýbreytni, að sýna kjóla fyrir smátelpur. Voru þeir mjög snotrir, og vöktu litlu sýn- ingarstúlkurnar óskifta athygli gestanna, sern höfðu fjölment á sýninguna að vanda. ■¥ Náttkjólarnir frá Smart voru mjög fínlegir, bieikir og bláir, lagðir kniplinguin og bönd- um. Smart sýndi l:1ka morgun- slopp „kvilteraðan“, með rennilás frá hálsmáli og niður úr. Annars var lítið um rennilása á sýningunni. Virðast þeir vera nokkuð í afturför á tískusviðinu, þó þægilegir sjeu. ¥■ Strandföt, sem fara nú að fær- ast í tísku hjer, meir en verið hefir, eftir því sem sund- íþróttin fer vaxandi, voru þarna sýnd með ýmiskonar tilbreytni, — Verða þannig föt, sem frekar mætti nefna sund- eða sólbaðsföt, þar sem þau ern aðallega notuð í sólbaði eftir sund, sjálfsagt notuð bjer mikið í isumar við baðströndina í Skerjafirði, þegar vel viðrar. Þessi sólbaðsföt voru ýmist með síðum buxum eða stuttbuxum „shorts", eða eins og kjólar, og mátti þá hneppa pilsinu frá, en stuttbuxur voru innaniundir. Við i sum baðfötin voru líka síðir sloppp.r, svonefndar „Lidokápur". Skraddarasaumuð dragt er klæðnaður, sem hver vel- klædd kona vill eiga, enda er bíin altaf í tísku og fer flestum vel. Frá Andrjesi Andrjessyni • voru sýiidar nokkrar slíkar, dökkar að lit, einfaldar og smekklegar og refur borinn með þeim. — Frá Andrjesi voru einnig sýnd reiðföt, sumarfrakkar og kápur. * Kjólarnir frá verzl. „Gullfoss“ voru þó það sem bar sýning- nna uppi. Virtist alt handbragð á þeim hið vandaðasta og hinir nýju tískulitir óvenju fínlegir. Efni voru líka sjerstaklega fal- leg, en hefðu getað verið fleiri, ef ekki hefði staðið á að fá inn vörur, sem versl. Oullfoss átti Von á tyrir sýninguna, eftir því sem frú Helga Sigurðsson sagði frjetta ritara Morgunblaðsins. Sjerstakra áberandi nýjunga varð ekki vart við kjólana. En þeir voru allir hver á sína vísu fallegir á að líta. Pilsin virðast yfirleitt víðari eu t. d. í fyrra og nokkuð styttri, feld eða plíseruð, oft hringskorin víð frá mitti og brydduð að neð- an, og gefur það þeim fallegan svip. Síðdegiskjólarnir voru hver öðr- nm fínlegri, úr tylli, blúnduefni, ísaumaðir, eða skreyttir flaueli, böndum, breiðum beRum o. s. frv. Tiltölulega lítið var um svarta kjóla, þó sást svarti liturinn með mörgum öðrum. T. d. var einn „Black & White“, kjóll, svartur, nieð hvítu skrauti, eins og nafnið bendir til, annar „Rouge et noir“, sjerkennilegur,, svartur, Jagður rauðum ullarblúndum. Sumarballkjólarnir voru auðvit- að skrautlegastir, úr fögrum sum- arefnum og báru margir nafr. af gerð efnanna og svip, eins og t. d. „fiðrildi", ,suniarball“, „fem- ina“ o. s. frv. Og yfirleitt voru allir ballkjólarnir með svip kven- legs yndisþokka, prýddir blómum og flauelsböndum, þröngir í mitti, en pilsin með mikilli vídd og feld frá mitti. Sumir voru þó þrengri lengra niður, en víðir neðst. Og neðan undan pilsinu gægðist fín- leg röð af pífum, sem minti á gamla daga, þegar „fínt“ þótti að láta „blúnduskálmarnar sjást nið- ur undan pilsinu“. En hvað snið snerti voru ballkjólarnir einna frá brugðnastir kjólum fyrri ára að því leyti, að þeir voru allir mjög flegnir, ekki aðeins á baki, held- ur alt, í kring- og þá stundum haldið uppi með blómsturkransi eða mittisstímum. En þetta snið fer vel við „Dauphnegreiðsluna“, er hárið er tekið í lokkum niður á liáls og bundið saman með silki- slaufu. MYNDIRNAR: Telpukápumar eru hvítar, önnur einhnept, en hin tví- hnept. — Dragtin og ref- ur frá Andrjesi Andrjessyni. — Femina, hlýralaus sumar- baflkjóll, með blómsturkrans í hálsmálinu. — Efnið er sjer staklega fallegt í þessum kjól svart „tyll“ með handofnum rósum. Við hann er svartur blúnduhattur (frá Gunnlaugu Briem). * Kunnið þjer að klæða yður? Að kunna að klæða sig er að mikln leyti falið í því að kunna að klæða sig eftir stund og stað, Laga klæðaburði sírnun eftir þeim lífsskilyrðnm, sem maður á við að búa. EF þjer sitjið á skrifstofu mest- an hluta dags, þurfið þjer t. d. einna helst að leggja áherslu á að eiga snotra dagkjóla — t. d. svarta kjóla, með hvítum krögum — og klæðnað (,,dragt“) eða frakka, til þess að ganga í til og frá vinnu. EF 1 ijer eruð húsmóðir og farið belst í síðdegissamkvæmi — þurfið })jer að eiga einn eða fleiri bridge- kjóla, sem, fara vel við sömu káp- una, góða hanska og fallega tösku. EF þjer farið oft út að dansa og þá með sömn kunningjunum, ættuð þjer frekast að eiga fleiri kjóla, ljetta og laglega, úr ódýr- um efnum. Ballkjóla borgar sig yfirleitt betur að spara en dagkjóla. Ball- kjólnum slítur maður aldrei upp og verður leiður á að vera oft í þeim sama. En hann getur verið fallegur á að líta, þó mörgum tug- um króna sje ekki kastað í efnið. Og loks er hjer ein tillaga, sem fellur ef til vill ekki öllum í geð: Ef þjer eigið ballkjól, sem þjer bafið lítið verið í, en eruð orðnar leiðar á, væri þá ekki ráð, að skifta um kjól við vinkonu, sem eins ör ástatt fyrir og er lík á stærð og vöxt og þ.jer, en um- gengst annað fólk? Þetta minnist þjer auðvitað ekki á við neinn. En báðar eignast nýja ekki verra en kaupa kjóla. ITA Creme og húðolía er öruggasta vörnin gegn hverskonar skað- legum áhrifum lofts og vatns. Glejrmið ekki að taka Nita-creme og húðolíu með í ferðalög. Hafflð þfer reynt ASTRA Citronfreknuvatn ASTRA Freknukrem Revkjavíkur Apótek H|úkranardelldftn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.