Morgunblaðið - 29.06.1939, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.06.1939, Qupperneq 4
M 0 R G U N ft L A Ð 1 P Fimtudagur 29. júní 1939. Prestastefnan gerir sam- þykt um fjármál StranÖa- kirkju Loftvarna- æfingar í Engiandi Rætt um endurskoðun sálma- bókar, kirkjusöng o. fl. P RESTASTEFNAN hjelt áfram á þriðjudag- Störf dagsins hófust k!. 9 f. h. með mn. guðræknisstund, sem síra Sigurður Stefáns- son á Möðruvöllum stýrði. Þá skyldi tekið fyrir fyrsta dagskrármál dagsins: Slysavarnamál og þátttaka presta í þeim. Síra Jón Guðjónsson í Ilolti átti að verða málshefjandi, en liann iiafði forfallast og' hóf biskup máls í hans stað. Ui'ðu nokkrar um- rasður ojí voru í lok þeirra bornar upp og' samþyktar svofeldár til- lögur: Prestastefnan færir þeim alúð- arþakkir, sem unnið hafa að slysa- varnastarfinn fyr og síðar og væntir þess, að prestastjettin haldi áfram að styðja það starf. Mælist hnn t£ að prestastjett landsins beiti sjer fyrir að stofn- aðar verði slysavarnadeildir í öll- um prestaköllum landsíns. Þá har biskup upp svofelda kveðju, er fundarmenn samþyktu fúslega: Cand. theo). Sigurbjörn Á. Gísla- son! Prestastefnan sendir þjer lijart- anlegar kveðjur sínar og minuist með miklu þakklæti ykkar hjón- anna fyrir mikilvægt starf ykkar að kristíndómsrr.álUm með þjóð Vorri. Söknuður þinn er söknuður vor allra. Sigurgeir Sigurðsson. Endurskoðun sálm abókarinnar. Þá var tekið fyrir annað dag- skrármái dagsins: Endurskoðun sálmabókarinnar. Pyrsti framsögumaður var síra Þorsteinn prófastur Briem. Mín meginregla, sagði ræðumaður m. a., í því er kirkjulegar umþreyt- ingar snertir er Ijóðhending síra Matthíasar: „Ef þú brýtur gamlan garð, gerðu fult hið nýja skarð“. Því ber ekki að líta á það eitt, hvort sumt í sálmabókinni er lje- legt, heldur hvort! annað betra er til í staðinn. Enn er margt ófeng- ið í sálmabókina úr Passíusálm- unum og ýmislegt sem var í sálma- bókinni frá 1871, en ekki var tekið í sálmabók þá, sem nú er notuð. Mjög margt er og til eftir Matt- hías, sem varð t-il eftir að sálma- hókin var prentnð, bæði þýtt og frumsamið; og ekki síst úr tæki- færisljóðum hans. Nefndi ræðn- maður dæmi þess. Svo má fella uiður vers úr mörgum sálmum, þæim til bóta. En varúðar verður að gæta. Þarf fyrst að gefa út sýnishorn, almenningi til athug- vinar, áður en tekin er nein fulln- aðarákvörðun. Þá talaði annar framsögumaður, *íra Árni Sigurðsson. Tók hann í sama streng og næsti ræðumaður á undan um nauðsyn á endurskoð- un sálmabókarinnar samfara ýtr- ustu varfærni. Sálma- og andleg söngvasöfn eru fjölmörg tíl, og þessi fjöldi er vottur um þrá þjóð- arinnar að syngja nýjan söng og rök fyrir þörfinni á endurskoðun. Vjer eigum og ágæt skáld, sem enn eru ekki kornnir inn í sálma- bókina. T. d. Friðrik Priðriksson, Valdemar Snævarr, Jón Magnús- son o. fl. Hið nýja, sem kemur, verður að vera í listrænú formi, en ekki þó listin ein, heldur líf — játning, vitnisburður, bæn, lof- gjörð. Biskup sagði þær frjettir, að kirkjumálaráðherra væri þegar tekinn að undirbúa þetta mál og óskaði eftir samstarfi prestastefn- unnar. Nú var þessu máli frestað. Skeyti. Kl. 4 hófst fundur á ný með sálmasöng eins og venja er til. Áður en gengið var til dagskrár las biskup skeyti, er prestastefn- unni hafði borist frá uþpeldis- þinginu, svohljóðandi: Prestastefnan, Reykjavík! Uppeldisþing Sambands íslenskra barnakennara sendir prestastefnu íslensku kirkjunnar kveðju sína, þakkar heillaskeyti og tekur und- ir þá ósk, að íslenskum prestum og kennnrnm megi aúðnast að vinna saman í bróðerni að úr- lausn menningar- og siðgæðis- vandamála þjóðarinnar. Ennfremur liafði borist kveðja frá fulltrúa borgurstjórans í Lond- 011, Charles Nevvell, en hann er einn af aðalmönnum breska og erlenda biblíufjeiagsins, og hjer staddur þenna dag. Pundarmenn þökkuðu báðar þessar kveðjur rceð því að rísa úr sætum. Kirkjuleg menningarmiðstöð. Þá var gengið til dagskrár og flutti síra Gísli Skúlason erindi, er hann nefndi: Kirkjuleg menn- ingarmiðstöð. Sjóður Strandar- kirkju, sagði hann m. a., er nú orðinn svo stór, að hann getur hæglega kostað allar þarfir Sel- vogs, sem sjerstaks prestakalls, og þar að auki orðið kirkjulegri menningu í landinu að víðtækum Stór loftvarnaæfing var haldin í London nýlega. Var alt gert til þess að gera hana eins líka raunveruleikanum, ef um loftárás væri að ræða, og unt var. M. a. voru skólabörn flutt úr skóluu- um í einum borgarhlutanum og 5000 börnum. komið fyrir í sprengjuheldum neðanjarðarhvelfingum. Myndin sýnir Rauða Kross menn vera að annast fólk sem „særst“ hefir í loftárás. notum. Er nauðsvnlegt að fara að gera einhverjar ráðstafanir gagn- vart þessu fje. Sjerstök stjórnar- nefnd þyrfti að taka þessi mál til meðferðar, en til þess þarf lög frá Alþingi. Þess er ekki að vænta, að Alþingi semji lög um þetta, án þess að eftir því sje óskað. Presta- stefnan er rjettur aðili til þess að láta þá ósk í Ijós. Aðalstörf vænt- anlegrar stjórnarnefndar væri að ákveða, hvernig starfi því, sem sjóðurinn kostar, skuli haga. 011 skily rði eru til fyrir því, að kirkju- leg menningarmiðstöð geti risið á grundvelli kirkjasjóðs Strandar- kirkju. Hvernig því verði hagað þarf nákvæmrar athugunar við. Stakk ræðum. upp á að 7 manna nefnd væri skipuð þessu til und- irbúnings. Umræður hnigu mjög í sömu átt og ræða síra Gísla og var loks borin npp og samþykt svofeld yf- irlýsing: Prestastefnan lýsir yfir því, að hún telnr rjett og sjálfsagt, að sjóði Strandarkirkju í Selvogi verði varið þannig, að hann komi að sem bestum og víðtækustum notum bæði kirkju- og kristin dómshaldi í Selvogi og kristni- haldi og menningn landsins í heild sinni. Á grundvelli þessarar yfirlýsingar Var síðan, eftir miklar umræður, borin upp og samþykt svofeld tillaga síra Gísla Skúlasonar: Fyrir því ályktar prestastefnan að skipa 7 manna nefnd til þess á þessum grundvelli að: 1) Gangast fyrir því, að Strandar- kirkju verði með lögum skipuð sjer- stök stjómamefnd (eforat) er hafi yf- irst.jóm á öllum fjármálum hennar, ráði sjerstakan prest til Strandarsókn- ar, þegar henni þykir tími til kominn, og geri þær ráðstafanir, er henni þyk- ir nauðsynlegar, alt án frekari íhlutun- ai löggjafarvaldsins. 2) Ákveða fyrirkomulag á því starfi, sem sjóðnurn er ætlað að styðja og þa jafnfraint, hvenær það starf skuli byrja. 3) Taka til íhugunar og gera ákvæði um önnur þau atriði, er nefndin tel- ur henta og standa í sambandi við það, sem hjer er tekið fram. Nefndin vinni kauplaust, en fái greiddan úr sjóði Strandarkirkju ferðakostnað eftir reikningi, svo og annan þann útlagðan kostnað, sem þurfa þykir. Biskup Landsins, sígslu- biskup Skáiholtsbiskupsdæmis, pró- ( fastur Árnesprófastsdæmis og forinaður stjómar Prestafjelagsins skulu s.jálf-j kjörnir í nefndina, en hina þrjá kýs Prestastefnan. Biskup landsins sje sjálfkjörinn formaður nefndarinnar. | Auk þeirra manna, sem tillagan styngur upp á voru kosnir í þessa nefnd þeir síra Gísli Skúlason, síra, Guðmundur Einarsson og síra Jón próf. Þorvarðarson. Kirkjan og æskulýðurinn. Eftir stutt fundarhlje var tekið fyr- ir næsta mál: Framtíðarstarf kirkj- unnar fyrir œskulýðinn. Nefnd sú, sem kosin var daginn áður, skilaði áliti sínu, og lagði til að tillögur síra Prið- riks próf.Hallgrímssonar, er birtar voru hjer í blaðinu, væru samþykt- ar, að viðbættum svofeldum tillögum til viðbótar: 4) Prestastefnan biður Kirkjuráðið að athuga, hvort völ sje á hæfum, manni til að vinna að kristilegum æsku lýðsmálum sem leiðbeinandi, og þá hlutast til um, að hann geti starfað á því sviði. 5) Prestastefnan skorar á fræðslu- málastjómina að hlutast til um, að þar sem bamaskólar verða reistir í sveit- um landsins í framtíðinni verði þeim, með tilliti til kristindómsfræðslunnar, fremur valinn staður í nánd við prests- setur en annars staðar, ef Jiar er eigi verri aðstaða til. Um tillögur þessar og málið í heild urðu miklar umræður og vanst ekki tími til að afgreiða það á tilsettum tíma. Kirkjusöngur. Tók þá næst við erindi nm Kirkju- söngt er síra Sigtryggnr Guðlaugsson á Núpi flutti. Rakti hann fróðlega sögu kirkjúsöngs erleridis og líjerlend- is: Söngment var vafalaust best rækfc b.jer í kaþólsknm sið. Við siðbótina varð hljött að mestu í 30 ár, uns hinn mikilhæfi eljumaður, Guðbrandur biskup Þorlákssou fjekk tök á að bæta úr þessu. Þó mun hafa verið dráttur á að hin nýju lög, sem nótuð voru fyr- ir í sálmabókinni frá 1584, yrðu al- menningseign, enda var nótnaskriftin torskilin, eri hún hjelst hin sama fram á síðustu útgáfu gi-allarans. Best mnn þjóðin hafa vaknað til sálmasöngs, eftir að sálmar Hállgríms Pjeturssonar komu út, enda kunni hún langbest lögin við þá. Ljettir sveipir gregorianska söngsins, samfara alvöru- þunga siðbótarinnar — en af þessum í'ótum eru hin gömlu íslensku sálma- lög vaxin — túlkuðu undursamlega orðin um Guð og við Guð og hina glöðu von Guðs barna, Sbr. lagið: Víst ert þú Jesús kongur klár, sem ræðu- inaður sagðist fvrst hafa heyrt leikið á harmonium af Jóni organista Páls- syni, en hann hafði eftir önnnu sinni. Er ekki mál til komið að líta betur eftir gömlu lögunum okkai'? spurði ræðumaður. Við eigum frá gömlum tímum sæg af nótum settum lögum, við dýra hætti. Það væri ástæða til að at- huga, hvort ekki væri hægt að yrkja við þessi lög sálma í nýja sálmabók. Syngið drottni nýjan söng, því dá- samlega hluti liefir hann gjört. Þann- if' lauk prófastur Sigtryggur þessu stórmerka erindi sínu, sem nauðsyn- lega þyrfti að koma fyrir almenninga sjónir í heild. Þá var slitið fundi í þetta sinn. Um kvöldið voru flutt 2 opinber erindi, annað í Dómkirkjunni kl. 8,15 (síra Einar Sturlaugsson: Þýska kirkjan; því var útvarpáð), hitt í Fríkirkjunni kl. 9,15 (síra Böðvar prófastur Bjamason: Lífsskoðun Jesu Ivrists). Sb. Ferðafjelag íslands biður þá sem ætla að verða með í hrmg- ferðina kringum land að ákveða sig fljótt. Ríkisskip. Súðin var á Bakka- firði kl. 5 í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.