Morgunblaðið - 06.08.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.08.1939, Blaðsíða 4
Hraðíerðir Sfeindórs Til Akureyrar um Akrane? evn: FRÁ REYKJAVÍK alla mánudaga, miðvikudaga. föstudaga. FRÁ AKUREYRI alla mánudaga, fimtudaga, laugardaga. M.s. Fagranes annast sjóleiðina. Nýar upphitaíar bifreiðar með útvarpi. Bifreiðastöð S I e i n d ó r Símar Nr. 15S0 — 1581 — 1582 — 1582 - 1581 Hið íslcnska Fornritafjelag. Nýtt bindi er komið út: Vatnsdælasaga Hallfreðar saga, Kormáks saga, TTrómundar þáttr halta, Hrafns þáttr Guðrúnarsonar. EINAR ÓL. SVEINSSON gaf út. Verð kr. 9,00 heft og kr. 16,00 í skinnbandi. Fæst hjá bóksölum. Aðalutsala: Bókaverslun Sigiúsar Eymundssonar MORGUK SLAÐIÐ Minning Einars i Garðsvika Sunnudagur 6. ágúst 1939. EF LOITIJR GETUR ÞAf> EKKi t>A HVER? Nýar íslenskar Karlöflur fyrirliggjandi. Eggert Krisfján§son & Co. h.f. Einar Einarsson hreppstjóri og bóndi að Vestri-Garðsvika í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu ljest að heimiii sínu hinn 26. júlí þ. á. eftir all-Janga vanheilsu, tæpra 70 ára að aldri (f. 2. nóv. 1869). Hann var sonur Einars bónda Einarssonar í Miðkrika og fyrri konu hans, Sigríðar (d. 1876) Sigurðardóttur, af svonefndri Bergsteinsætt, og var Sigríður 4. maður frá síra Ilögna Sigurðssyni á Breiðabólsstað (prestaföður, d. 1770). Einar í Miðkrika (d. 1893), faðir Einars í Garðsvika, var kom- inn af góðnm og gildum bænda- ættum í Hvolhreppi, og er annar sonur þeirra hjóna Sigurgeir stór- kaupmaður Einarsson í Reykjavík; en síðari kona Einars í Miðkrilta er Margrjet Einarsdóttir frá Ak- urey, nú fullra 97 ára gömul og hefir dvalirst hjá Einari stjúpsyni sínum 25 síðustu árin. Einar í Garðsvika kvæntist í fyrra sinn Kristínu Sigurðardótt- ur frá Þórunúpi. Þau eignuðust 4 börn, og eru 3 á lífi: Sigurður (hefir verið hjá föður síhum), Sig- ríður og Guðríður En síðari kona Einars er Þorgerður Jónsdóttir, dannebrogsmanns og hreppstjóra Einarssonar í Hemru í Skaftár- tungu, og Hildar Vigfúsdóttur konu hans. Þau eignuðust 2 börn, Jón (nú á Siglufirði) og Kristínu (í föðurgarði). Einar hóf búskap í Garðsvika- hjáleigu og bjó þar í 10 ár, en fluttist upp úr aldamótunum að Vestri-Garðsvika og bjó þar æ síð- an. Búnaðist honum mætavel, enda var hann búsýslumaður í besta lagi, hygginn og ráðdeildarsamur, og fjármaður var hann talinn á- gætur. Hann var prýðilega greind- ur og gegndi ýmsum trúnaðar- störfum í sveit sinni með stakri alúð og samviskusemi, og sáttar- orð bar hann jafnan á milli þeirra, er einhvern ágreining áttu eða þurftu úr vandkvæðum að ráða; hann átti sæti í hreppsnefnd og hreppstjóri var hann í full 40 ár. Einar í Garðsvika var ekki hár maður vexti, svo að á hann stæði mikil veður, og virtist ekki trana sjer fram, encla gerði hann það elrki. Þó var það svo, að þar mun sveitungum hans hafa þótt málum sínum best borgið, sem voru hans forsjá falin; hann var fríður sýn- um og góðmannlegur, ljúfmenni í umgengni og yfirlætislaus í besta skilningi, en hann gekk óhultur og öruggur sína götu, og hann gáði áreiðanlega ekki til veðurs um það, hvað aimenningur segði um gerðir hans. Um það alt hafði hann óbifanlega sannfæringu og drengskapartilfinningu og ljet sig litlu skifta veðra brigði nútímans. Það má vel vera, að Einar hefði getað treint sjer Jíf og heilsu öllu lengur með „uppljettingum" og Einar Einarsson. sjerhlífni, en hann muu hafa kosið heldur að standa og falla með orðum sínum og gerðum — og vel í je honum fyrir það, og blessi L'rottinn hann og heimiJi harts fyr- ir það kyrrláta þjóðnytjaverk, sem hann hefir unnið. Priður og bless- unaróskir samsveitunga hans fylgi honum nú út yfir gröf og dauða. Sairlandi. Dragnótaveiðin: Heíir gengið treglega Dragnótaveiðin var mjög treg í júlímánuði. Einkum var lítill afli síðari hluta mánaðarins, enda dró þá mjög úr þátttöku í veiðunum og margir bátar bjuggust ti! síld- veiða. Þann 31. júlí höfðu frystihúsin tekið á móti til frystingar alls um 952 smál. af rauðspettu og sóllfola, 132 smál. af lúðu og 44 smál. af öðrum flatfiski. Rauðspetta og sólkoli skiftist þanni á stærðarfloltka: Rauðspetta do. do. Sólkoli do. do. I 364.896 kg. II 176.055 — III 126.003 — I 168.251 —■ II 62.075 — III 55.274 — Samtals 952.554 kg. Stærðarhlutföll kolans em betri nú en í fyrra. Stærstur er kolinn fyrir norðan land, en smæstur á Vestf jörðum. Megnið af lúðunni sem veidd- ist var smálúða undir 4 kg. Erá ársbyrjun til júJíioka er búið að flytja út um 1200 smál. af frystum fiski og hrognum fyr- ir um 1200 þúsund krónur. Auk þess hleður e.s. Brúarfoss vænt- anlega um miðjan þenna mánuð 350—400 smál. af frystum fiski til Englands. Mikið af því verður þorskur, ýsa, steinbítur og aðrar ódýrar fisktegundir. (Frá Fisldmálanefnd.) Lanolin-púður á brúna og sólbrenda húð. Lanolin-skinfood. Dagkrem í eðlilegum húðbt. inmmnamiiimiiimiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiHiiii | Ólafur Þorgrímsson | | lögfræðingur. H 3 | Viðtalstími: 10—12 og 3—6. M | Austurstræti 14. Sími 5332. 1 | Málflutningur. Fasteignakanp s | Verðbrjefakaup. Skipakaup. § Samningagerðir. §§ £ E= uniQimiHiiiiiHiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiHanBiM i^^^OOOOOOOOOOOOOOO Rúgmjðl Það er byrjað að slátra og rúgmjölið er til, gott að vanda. f X vmn Otbú Fjölnisveg 2. Laugaveg 1. Y oooooo ooooooooooo< oos® öoa® 1K0L-3ALT Hárkambar Ekta fílabeins höfuðkambar Hárbönd Hárþvottaolía Tjörusápa Hárgreiður Hettuídútar með deri Laugaveg 19. Næsf síPasti söludagnr í 6. flokki er á þriðjudag. Gleymið ekki miðum yðar HAPPDRÆTTIÐ. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.