Morgunblaðið - 06.08.1939, Blaðsíða 10
10
MORGUIN d^jAöíÐ
Sunnudagur 6. ágúst 1939.
Höfundur greinar þessar
er hinn heimsfrægi norski
veðurfræðingur Wilhelm
Bjerknes prófessor, sem
lengi var forstöðumaður
veðurstofunnar í Bergen.
Jeg lá við á Mysuseli við Rond-
arne sumarið 1936. Þangað
kemur pósturinn með mjólkur-
sendlinum. Einn daginn færði
hann mjer gulan seðil. Það var
ábyrgðarbrjef til mín á brjefhirð
ingunni í Otta. „Það er frá páf-
anum í Róm“, sagði stráksi. —
„Hvaða bull“, sagði jeg. „Jeg
hefi aldrei haft neitt saman við
páfann að sælda og mun ekki
gera“. Brjefið var heldur ekki
frá páfanum sjálfum, heldur úr
páfagarði og flutti mjer tilkynn-
ingu um, að páfinn hefði í ráði
að stofna Adademi fyrir náttúru
vísindi. í þeirri samkundu áttu
að verða 35 ítalskir vísindamenn
og svo 35 útlendir að auki, frá
ýmsum löndum og í ýmsum vís-
indagreinum.
Og nú var spurt, hvort jeg
vildi verða einn af þessum út-
lendu meðlimum.
*
Jeg varð ekki 'smávegis for-
viða: páfinn og náttúruvísindi!
Frá því á skólaárunum hafði jeg
ekki gleymt árekstrum þessara
tveggja andans stórvelda út af
heimsskoðun Kopernikusar — en
nú: páfinn fullur af áhuga fyrir
náttúruvísindum! Mig langaði
nú að kynnast málinu betur áður
en jeg svaraði erindinu — en
þegar jeg kom til Oslo, var eng-
ar upplýsingar að fá. Þeir vissu
ekkert um þetta í vísindafjelag-
inu og Utanríkisráðuneytið ekki
heldur. En að fengnum upplýs-
ingum frá sendiherra okkar í
Róm, afrjeð ‘jeg að taka boðinu.
Eftir að mjer hafði borist í
hendur fjelagsskrá stofnunar-
innar og samþyktir hennar, hafði
jeg enga ástæðu til þess að iðr-
ast þess, sem jeg hafði gert. Sam
þyktimar voru alveg í sama
anda og gerist hjá venjulegum
vísindafjelögum, og meðal
útlendu nafnanna þrjátíu og
fimm fann jeg ýmsa af fræg-
ustu vísindamönnum samtíðar-
innar frá ýmsum löndum og úr
sundurleitustu vísindagreinum.
Þarna voru allar trúarjátningar
samankomnar, mótmælendur, ka-
þólskir og gyðingar voru í hópn-
um. Það eina, sem jeg fann í
samþyktunum og sjerstaklega
var kaþólkst, var í aðalatriðum
það, að fyrsti fundur á ári hverju
skuli hefjast með guðsþjónustu
og að meðlimir stofnunarinnar
hafi forrjettindi til sæta, þegar
aðalkirkjuhátíðir kaþólskra eru
haldnar. Sem ytra tákn met-
orða sinna, var hinum páfalegu
vísindamönnum sent skrautlegt
djásn, medalía, sem átti að bera
á brjóstinu í festi um hálsinn.
Stofnfundur akademísins var
ákveðinn 6. febrúar 1937, mánað
ardagurinn, sem Píus XI. var
kosinn til páfa árið 1932. En á
síðustu stundu varð að fresta
fundinum vegna þess að páfinn
var veikur. Fundurinn var nú
ákveðinn 31. maí, daginn, sem
páfinn varð áttræður, og skyldi
haldinn í sumarhöll páfa, Castel
Gandolfo í Albanafjöllum.
★
Þegar jeg hitti páfann
Agistihúsinu, sem jeg hafði
valið mjer, sat morgun-
inn 31. maí dálítill hópur af allra
þjóða kvikindum f kjólfötum og
beið eftir bifreið, sem átti að
koma úr páfagarði ’ og skussa
okkur út í sumarhöllina. Karl-
mennirnir voru í kjólfötum, með
áðurnefnda medalíu á bringunni
en frú eins ameríkanska prófess-
orsins var, samkvæmt fyrirmæl-
um, svartklædd í hálsmálsháum
og ermalöngum kjól, vel síðum
og með slæðu fyrir andlitinu.
Bifreiðin kom, en hafði þá sorg-
arfregn að færa, að páfinn hefði
orðið veikur og þess vegna yrði
enn að fresta hátíðinni og voru
það okkur mikil vonbrigði. En
þegar við vorum aftur komnir
í hversdagsfötin, kom okkur sam
an um, að eitthvað yrðum við að
gera við daginn og auruðum því
saman í bifreið og ókum sem
skemtiferðamenn til Castel
Gandolfo til að heimsækja pater
Stein, stjörnufræðing páfa, sem
einhverjir okkar þektu. Tók
hann okkur alúðlega og fór
með okkur upp á efstu hæð
hallarinnar í kirkjuhvelfingarn-
ar á þakinu. Þar var dýrðlegt
víðsýni. Stjörnufræðatækin voru
af bestu og nýjustu gerð og eðl-
isfræðirannsóknastofan % fyrsta
flokks — jeg ætla ekki að bera
það saman við það sem er hjá
okkur heima.
Þegar við komum heim úr
þessari skemtilegu ferð beið okk
ar boð á nýjan hátíðafund sem
haldinn skyldi daginn eftir, en
nú átti að halda fundinn í húsi
vísindastofnunarinnar sjálfrar,
„Casino Pio Quarto“, sem er
ljómandi falleg smáhöll í rena-
issancestíl og stendur í páfa-
garði, rjett bak við Pjeturskirkj
una, með gosbrunnum alt í
kring. Hefir páfinn gefið vís-
indastofnuninni höll þessa.
★
Við vorum klædd eiqs og dag-
inn áður og enn komu bifreið-
ar páfans og sóttu okkur. Líf-
varðarliðarnir í skrautlegu ein-
kennisbúningunum, sem Rafael
gerði teikningar að, heilsuðu er
við komum inn í hallargarðinn.
Söfnuðumst við svo saman í
fundarsalnum, bæði meðlimir
vísindafjelagsins og boðsgestir
ýmsir. Meðal þeirra voru 22
kardinálar í dýrindis kápum,
fjólubláum, sendiherrar erlendra
ríkja og aðrir höfðingjar. Kardi-
nálarnir sátu á fremstu stólröð-
inni og mátti þar líta mörg eft-
irtektarverð andlit — maður er
ekki í vafa um, að kaþólskur sið
ur á hygna og merka foringja.
Fyrir hönd páfans mætti á fund-
inum Pacelli kardináli (núver-
andi páfi, Píus XII.). Hans er
oft getið sem væntanlegs eftir-
manns páfa og virðist vera sjer
stæður maður og atkvæðamikill.
Eftir bænarþögn -hjelt harm
ræðu sem jeg skildi ekkert í, af
því að hún var á ítölsku, og
síðan afhenti hann okkur minn-
ispening, er við höfðum heilsað
honum, hver í sínu lagi. Þar
með var hátíðarathöfninni lokið
(g allir fóru út nema meðlimir
vísindafjelagsins, en forseti þess,
Gemelli prófessor, settist nú í
forsæti. Síðan hóist venjulegur
vísindamannafundur — það ein-
asta óvenjulega við hann var
það, að forseti okkar, sem er
Fransiskusarmunkur, var í brún
um munkakufli sínum. Nokkrir
aðrir meðlimir voru í kaþólskum
prestaklæðum en annars.voru all
ir á kjólfötum.
Okkur voru það mikil von-
brigði að fá ekki að sjá páfann
við þetta tækifæri. Við vissum
að hann var mikilhæfur maður,
sem hefir áhrif á þá sem sjá
hann. Stjettarbróðir minn einn,
mótmælatrúar, sem áður hafði
komið í áheym til páfa í litlum
hóp, sagði mjer, að páfinn hefði
einkum talað við vísindamennina
í hópnum. Og að skilnaði hafði
hann sagt: „Jeg veit að þið haf-
ið ekki mína trú og að ykkur
mun ekki hugðarefni að fá bless-
un páfans. En máske viljið þið
þiggja blessun gamals manns“.
★
Onnur heimsókn mín í vís-
indafjelagi páfans var 30.
janúar í ár. í sambandi við setn-
ingarhátíðina átti að fara fram
minningarhóf um Marconi.
Vegna þess að jeg var lærisveinn
Heinrichs Hertz, sem hafði upp-
götvað rafmagnsöldurnar, hafði
jeg verið beðinn um það sjerstak
lega að koma fram á þessari
minningarhátíð — vísindafjelag-
ið kostaði ferð mína.
★
Daginn áður hafði jeg látið
vita um komu mína í húsi vís-
indafjelagsins, vegna væntanlegs
undirbúnings. Jeg hafði orðið að
fara í ferðina fyrirvaralítið, ræðu
handrit mitt — sem var á þýsku
— varð að hreinskrifast og auk
þess átti að snúa því á ítölsku
til birtingar í blaði páfans, „L’
Osservatore Romano“. Dvaldi jeg
því allan þennan dag í páfagarði
og kyntist minsta fullvalda ríki
heimsins, sem er aðeins 45 hekt-
arar. Jeg minnist ekki á sixt-
insku kapelluna og söfnin miklu,
sem allir Rómarfarar þekkja. Og
ekki heldur á bókasafnið fræga.
En það sem einkum vakti athygli
mína var alt það nýja sem jeg
sá innan um miðaldamenjamar.
Nýtísku miðstöðvarhitun er í öll
um húsum hins litla páfaríkis.
1 einu horni Vatikanhallarinnar
er bækistöð páfablaðsins „L’Oss-
ervatore Romano“, ritstjórn og
prentverk, og er hið síðarnefnda
svo fullkomið, að vart mun eiga
sinn líka. Marconi, sem var mik-
ill vinur páfans, setti upp stutt-
bylgjusamband milli páfagarðs
og Castel Gandolfo með svo hnit
miðaðri bylgjustefnu að óviðkom
andi geta vart hlustað á samtöl
á milli. 1 hin innri salakynni
Vatikansins kom jeg ekki. En
leið mín á skrifstofur þær, sem
jeg átti erindi við, lá um sali,
göng og stiga, sem var hvað
öðru skrautlegra og öllu snild-
arlega vel við haldið. Eins sakn-
aði jeg þó í páfagarði og það var
veitingastofa. En þegar maginn
Eftir Wilhelm Bjerknes
fór að nöldra, vissi kanslari vís-
indafjelagsins ráð: hann símaði
til Ítalíu og bað um ágætan máls
verð, sem okkur var sendur upp
í vísindahöllina.
Daginn eftir komu enn bifreið
ar úr páfagarði til þess að sækja
okkur — við áttum að vera við
messu í paolinsku kapellunni í
Vatikaninu og þaðan átti að fara
á hátíðarfund í vísindahöllinni.
Því miður var bílstjórinn okkar
ekki nógu kunnugur í páfaríki
og fann ekki kapelluna fyr en of
seint. Þess vegna fengum við
ekki tækifæri til að heyra Pacelli
kardinála syngja messu, en fór-
um beina leið í fundarsalinn.
Þar voru saman komnir vís-
indafjelagamir og boðsgestir:
kardinálar, æðstu prelátar, sendi-
herrar o. s. frv. Við einn veginn
stóð skrautlegur stóll og fyrir
framan hann forsetaborð með
krossmarki og gullinni blekbyttu.
Enn sátu kardinálamir á fremstu
bekkjum í kápum sínum, ásamt
tveimur öðrum, sem áttu að taka
til máls; hafði jeg verið settur
niður skamt frá forsetaborðinu
og hafði því gott tækifæri til að
skoða andlitin á kardinálunum
og þó einkum þann, sem innan
skams átti að setjast í forseta-
stól: páfann sjálfan.
★
Allir stóðu upp þegar hann
kom inn, en er hann hafði
tekið sjer sæti, gaf hann hinum
bendingu um að setjast. Hann
var íklæddur látlausri, hvítri
eða gráhvítri skikkju og var eins
og allar myndir sýna, fríður öld
ungur. Hinn langvinni sjúkdóm-
ur hans hafði tekið mikið á hann.
Að því er sagt er svaraði hann
læknunum þegar þeir báðu hann
um að fara vel með sig: „Jeg
starfa þangað til jeg dey“. —
Andlit hans bjó yfir alvöru,
viljaþreki og mildi í senn.
★
Jeg drep aðeins á nokkur atr-
iði úr minningarrræðu minni um
Marconi. Jeg afsakaði fyrst, að
jeg yrði að tala mál, sem hvorki
væri mitt nje áheyrendanna —
þýsku. Lýsti viðhorfinu um það
leyti sem Hertz hafði lokið verki
sínu og Marconi var að byrja.
1 því sambandi hafði jeg upp
hinn óviðjananlegu orð, sem
Hertz hinn ungi notaði til að
undirbúa foreldra sína undir það
óhjákvæmilega, þegar hann lá á
banasænginni. Þau eru látlaus og
hljóða svo: „Ef eitthvað kemur
fyrir þá skuluð þið ekki harma,
en þið skuluð vera dálítið upp
með ykkur og hugsa sem svo, að
jeg hafi verið einn af þeim fáu
útvöldu, sem lifa stutt en lifa
þó nógu lengi“. Loks hylti jeg
Marconi hinn unga fyrir hið á-
gæta framhald hans á lífsstarfi
Hertz, er hann fann aðferð til
þess að nota rafmagnsöldumar
á þann hátt, að alt mannkynið
stendur í þakkarskuld við hann.
★
Jeg fór svo til páfans til þess
að taka á móti þakklæti
hans. Hann talaði þýsku ágæt-
lega og drap á ýms atriði rteðu
minnar, svo að jeg sá hve vel
hann hafði fylgst með — t. d. því
sem jeg hafði sagt um hve mik-
ils virði loftskeytin væru fyrir
sjómenn norðurhafa. Hann bað
mig um að skila kveðju til þjóð-
ar minnar, sem hann hafði oft
í huga þó að hún væri fjarlæg.
Og í sambandi við orð Hertz til
foreldra sinna, lagði hann fyrir
mig erfiða spurningu: „Þegar
Hertz talaði um sjálfan sig sem
útvaldan, hlýtur hann að hafa
trúað á einhvem sem velur?“
Jeg gat hvorki svarað jái eða
neii um hvort hægt væri að
draga þá ályktun af þessum orð-
um Hertz. En jeg hafði æfisögu
hans við hendina og fletti upp
í henni orðunum, svo að páfinn
gæti lesið þau í samhengi.
Eftir að páfinn hafði þakkað
mjer með nokkrum vingjamleg-
um orðum, tók hann sjálfur til
máls og hjelt langa ræðu á
ítölsku. Jeg skildi að hann end-
urtók þakklæti sitt til mín enn
ítarlegar í þessari ræðu. Annars
gat jeg ekki fylgst með því sem
hann sagði, en samt hafði það
ógleymanleg áhrif á mig að
hlusta á þennan gamla mann
með hinu háleita yfirbragði og
einfaldar en talandi hreyfingar.
*
Þegar páfinn hafði lokið máli
sínu, komu vísindafjelagamir
fram, hver eftir annan, töluðu
nokkur orð við hann og kvöddu
hann með því að beygja annað
hnjeð og kyssa á hringinn á
fingri hans. Páfinn stóð kyr í
sömu spomm á meðan og jeg
furðaði mig á hve hann var þol-
inn. Orðaskiftin skildi jeg því
miður ekki, en það virtist svo,
sem hann hefði eitthvað sjer-
stakt að segja við hvem og einn.
Að því er mjer er sagt, hafði
hann það til að bregða fyrir sig
gamni. Elsti fjelaginn í vísinda-
fjelaginu afsakaði þegar hann
ætlaði að kveðja, að hann gæti
ekki beygt hnjeð.
„Hvað eruð þjer gamall?“
spurði páfinn.
„Áttatíu og fjögra ára“.
„Hvað segið þjer? Þjer hafið
skotist fjögur ár fram hjá mjer
án þess að spyrja mig um leyfi“.
Þegar jeg fór af fundinum
fanst mjer jeg hafa verið návist-
um við sjaldgæfan mann.
Fjórir bræður í Frakldandi
fengu tilkynningu urrr það á dög-
unum, að þeir hefðu erft 250 inilj,-
ónir franka eftir ríka frænku
þeirra í Ameríku Bræðurnir höfðu
ekki hugmynd um þessa frænku
sína. Hún hafði flutt til Ameríku
er hún var 17 ára gömul og ekk-
ert spurst til hennar síðan, fyr en
tilkynningin um arfinn barst.