Morgunblaðið - 06.08.1939, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.08.1939, Blaðsíða 9
Simiradagur 6, ágúst 1939. 9 Á LEIÐ TIL Ferðasaga Magnúsar Jónssonar FRÍKUSTRANDA Hjer birtist framhald af ferðasögu Magnúsar Jónssonar frá ferð þeirra guðfræðiprófessoranna til Palestínu. Áður hefir birst í Lesbók frásögn af ferð þeirra til Genúa. Þar voru þeir í vikutíma og nutu þar m. a. leiðbeininga og gestrisni Þórðar Albertssonar og fleiri fslendinga. Og hann fylgdi þeim til skips þess, er flutti þá til Afríkustrandar. Fimtudagur, 15. júní. ið bjuggumst tímanlega af stað. Skipið átti að vísu ekki að fara fyr en kl. 1, en altaf er best að að hafa nógan tímann fyrir sjer. Þökkuðum við húsráð- endum eins vel og við gátum fyr ir þær einstöku viðtökur, sem við höfðum fengið í Genúa. Hefi jeg sjaldan vitað betri móttökur, og það við alókunnuga menn. Ef svona heldur áfram, verðurþetta ferðalag okkur ágætt dæmi um það, hvað mikið gott er til í veröldinni. Þórður fór með okkur til skips, og áður en hann skildi við okk- ur keypti hann tvö blöð, Berling- ske Tidende og Daily Mail (senni lega einu blöðin, sem hjer fást á máli, sem við skiljum), til þess að við hefjum þau á leiðinni, og tvo vindla, sem hann varð var við að mjer þóttu bestir hjer, tók hann líka með í nestið. Hann gerði það ekki endasleppt. Verði íslensku nýlendunni í Genúa ætíð vel fyrir. Um borð í egypsku skipi. ur á tvo gula strompa upp yfir eitt hafnarhúsið. Á þeim eru undarleg orð, eithvað á þessa leið; Hjer var þá Kawsar kominn, og undir eins var eins og þessir kyn legu stafir gæfu öllu sinn sjer- staka svip. Þórður fjekk ekki að fara um borð, og kvöddum við hann því endanlega —; og dvölinni í Genúa var lokið. Við vorum komnir um borð í egypskt skip! Passar okk- ar voru teknir, farseðill skoðaður o.s.frv. og síðan var okkur vísað á klefana. Jeg fjekk 105 og Ás- mundur 111. Farþegar eru svo fáir, að hver maður sem vill, fær sjerstakan klefa þó að ætlaðir væri tveimur eða fjórum. Þá var dótinu okkar smalað inn í klef- ann. Og eftir að þetta var skeð, var klukkan orðin 12 og var hringt til fyrstu máltíðarinnar í Kawsar. Mitt herbergi er á gangi, yfir hverjum stendur: Þegar við komum niður að höfninni, var þar allt fullt af vörðum og allskonar tilstandi út af hersýningunni og komu kon- ungs. Allur bærinn er nú fánum skreyttur og af öllum svölum eru hengd klæði. Það gefur ekki lít- inn hátíðasvip á bæinn, og er vafi, hvort við ættum ekki að gera ofurlítið meira að því heima en við gerum, að fá sjerstakan svip á bæinn, þegar mikið er um dýrðir. Við höfum fána og aftur fána. Það er gott og blessað, en meiri tilbreytni mætti þó fá með því að flíka einhverju öðru. Veðr ið bagar okkur að vísu. — En við ættum að hafa þetta í huga. Alt í einu bendir Þórður okk- &>) og geta menn af því ráðið, hvar ég bý hjer á skipinu. Ásmundar káeta er aftur á móti með dyr- um beint út á þilfar. Já, hjer er nú nýtt umhverfi! Þjónarnir eru nálega eða al- veg allir-mjög dökkir. Við mund- um kalla þá svertingja. Flestir þeirra eru með Fez, og búa sig tignarlega. Flestir eru að öðru leyti í venjulegum þjónabúningi, hvítum jakka o. s. frv. En einstaka eru þó í eldrauð- um búningi ísaumuðum með als- konar skrauti, gulu. Aðrir eru í rauðum jakka, en gráum buxum. Allur þessi búningur er ákaflega stundu getur eftirlitsmaður kom < hverstaðar ekki langt frá. Það var unaðsleg tilfinning, að vera kominn af stað. Ekki bara víður, og buxurnar virðast eigin lega frekar vera pils, sem er tek- ið saman um öklana. Allt gefur þetta skipinu sinn svip. Hjer er- um við raunverulega komnir í nýtt umhverfi. Passaskoðunin virðist hafa gengið vel, því að ekkert var á okkur kallað, og skömmu eftir að við vorum búnir að borða, var búist til brottferðar. Radió- grammófónn framleiddi glymj- andi músík einhverstaðar á þil- farinu. Hvert einasta farþega- skip ætti að hafa það. Jeg man ekki eftir ajð jeg hafi orðið var við þetta á neinu skipi í Reykja- vík nema Drottningunni. En það ætti að vera á öðrum skipum líka. Jeg er ekkert hrifinn af garganslegri grammófónmúsík yfirleitt. En við brottför skipa gefur hún einhvern viðeigandi blæ. Hún táknar að eitthvað er að ske, eitthvert fyrirtæki er að byrja. Hún hressir upp hugina, og á því er oft ekki vanþörf við það tækifæri. Hún gefur einhvern hermennskublæ, sem er ágætur þar sem engin hermennska er. Menn fá það á tilfinning- una, að hjer sje einskonar „field of honour“, þar sem allir verða að bera sig karlmannlega, þ. e. a. s. hraustlega. Lagt af stað. Landgöngubrýr voru dregnar upp. Sterklegur hafnsögubátur var við síðuna. Og svo heyrðist hringing í vjelarrúmi og rjett á eftir mátti finna að líf færðist í þennan stóra skipslíkama. — Kawsar seig af stað. Fáir voru á bakkanum. Ofur- lítill hópur stóð þó og veifaði. Og svo var hópur af ýmiskonar borðalögðum embættismönnum, bæði grænu skröttunum (fyrir- gefðu að jeg blóta, en jeg hugsa til þeirra, sem arrestéruðu okk- ur) og öðrum. Og hver halda menn að standi þarna og veifi, svona líka hýr og vingjarnlegur til okkar Ásmundar, nema góði gamli breiði karlinn, sem stimpl- aði passana okkar og endurveitti okkur prófessorsstöðúrnar! Jeg reyndi að veifa honum eins vel ,og jeg gat. En mikið skelfing var nú eig- inlega gott samt að vera kominn frá Italíu. Það er eins og ský hvjli yfir landinu, og mjer finst þjóðin vera önnur en síðast, þeg- ar jeg sá hana. Jeg skal ekki dæma um stjórnarfar, en það skyldi þó ekki vera, að þessi sí- felda ofstjórn lami lífsgleði og þrótt þjóðanna. Hjer er alt í reglum og lögum fjötrað og um alt ganga eftirlitsmenn. Á hverri i ðinn á hvaða heimili sem er og' snuðrað í öllu, spurt hvort þessi og þessi dularfulla skrá hafi ver- ið útfyllt o. s. frv. Ásmundur sagði mjer, að maður hefði kom- ið til frú Benediktsson og spurt um gestinn, sem hún hefði. Það kvað vera bannað að leigja út frá sjer herbergi, nema eftir ein- hverjum reglum, og nú var búið að spíónera þetta út. Enginn var búinn að koma svo að jeg vissi og spyrja um mig. En við og við voru menn að koma og spyrja um eitt og annað smávegis. Alt lífið er reyrt í bönd og. flækt í möskvum lögreglunnar, sem vak- ir yfir „þjóðarheillum". Og við þetta fær þjóðin á sig einhvern umsetinna blæ eitthvað hálfflótta legt og ófrjálst. Jeg held, að það væri þjóðráð, að senda hóp þeirra manna, sem hafa mesta trú á sælugefandi verkunum reglu- gerða og njósna og hvers konar „planökónómíu“, til einhvers af þessum ofstjórnarlöndum og lofa þeim að vera þar um stund. Eða þó ef til vill enn þá heldur: Lofa þeim að ferðast um og koma á víxl í frjáls og ófrjáls lönd. Hvílíkur munur! Og svo er Island komið góðan spöl í áttina til síðartalda hópsins. Burt með það þaðan! Tökum hvað sem vill annað. En burt með það frá fjötrunum og ófrelsinu! Burt frá Evrópu. g Kawsar herðir skriðinn. Hann skríður fram hjá einu stórskipinu eftir annað. Hjer er Hollendingur: „Johan de Witt“ minnir mig að hann hjeti, nýtt skip og glæsilegt á stærð við Kawsar. Og nú kemur fram ^ afskaplega mikið stefni, og á eft ir fylgja brýr og yfirbyggingar meiri en tölu verði á komið. Jeg kíki á stefni þessa risaskips. Rex stendur þar. Þarna var hann þá jöfurinn, sem tók bláa bandið um stund. Það var gaman að sjá hann. Nú fer borgin að breiða úr sjer. Hæðirnar koma upp undan brúnum hafnarhúsanna. Rigli blasir við. Himinkljúfarnir tveir, sem við höfðum oft farið fram hjá, teygja upp kollana. Hærra og hærra ber fjöllin, þakin hús- um langt upp eftir. Þetta er stór kostleg borg að sjá hjeðan af hafinu. Jeg sje hana miklu bet- ur nú, heldur en með stírurnar í augunum um daginn. Þá var allt óþekkt, og eftirvæntingin hefir dregið úr athyglinni. Þarna kom jeg auga á turninn á dómkirkj- unni, og þá var Deferrari þar ein úr venjulegri höfn, heldur kom- inn af stað burt frá Evrópu og eiga ekki að nema staðar fyr en í annari heimsálfu, ókunnri og annarlegri. Allur blærinn á skip- inu gerði þetta svo ljóst, þetta óskiljanlega letur alstaðar, dökk- ir skipsmenn í torkennilegum bún ingum. Og húfurnar, rauðu koll- húfurnar sýndu, að nú vorum við komnir burt úr kristnu löndun- um. Hjer var Múhameðstrú. Það rifjaðist upp fyrir mjer greinin í Helgakveri: „Múhameðstrúin, sem falsspámaðurinn Múhameð kenndi, er að vísu trú á einn guð, en mótmælir að öðru leyti flestum höfuðatriðum kristin- dómsins og er blönduð margs- konar heimskulegri og skaðlegri hjátrú og villu. Jesús sagði: Margir falsspá- menn munu upp rísa og afvega- leiða marga. Hjer voru þeir þá þessir menn, sem falsspámaðurinn hafði afvega leitt. Hjer voru þeir með sína heimskulegu og skaðlegu hjátrú og villu! Þetta fáum við nú brátt að sjá betur. Á vald Afríku. Kawsar heldur út úr hafnar- mynninu og stefnir suðaustur með landinu. Hann er ákaflega skriðdrjúgur og nú breiðist bær- inn út, suðaustur eftir strönd inni. En einmitt í þá áttina er Sturla og Querto, og við könnuð- umst við leiðina. Við þekktum húsið, sem frú Benediktsson býr í, vegna þess að það er stórt rautt hús, og er rjett við sjóinn. En villa Aurora var hulin í skógin- um, enda hefðum við ekki þekkt hana frá villunum í kring. Nú var þá sambandinu við Evrópu slitið að fullu og öllu, og við komnir Afríku á vald. — Yfirþjónninn á 2. plássi, þar sem við búum, er elegant ítali, og hann gefur okkur upplýsingar. — Allir dökku þjónarnir eru Egypt- ar, og sumir eru frá Súdan. Þeir þekkjast á því, að þeir eru öllu dekkri, og hafa þrjár svartar rispur á hvorri kinn. Þessar risp ur eru gerðar á þeim nýfæddum, sennilega af trúarástæðum. En hinir eru margir frá Mið-Egypta landi, laglegir og góðlátlegir menn. Mjer finnst þeir eiginlega fallegri en hvítir menn. Dökki liturinn gerir þá eins og fallegar bronsemyndir, og maður er laus við þessi litaskifti, sem trufla andlitsfall norrænna manna. Hjer FRAMH. Á BLS. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.