Morgunblaðið - 06.08.1939, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 06.08.1939, Qupperneq 5
 Sunnudagur 6. águst 1939. ===== ^ftorgmtblaSiö = Cjtgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Rltatjórar: J6n KJart&nason oc Valttr Stetknaaon (kbyrcSaraaaBua). Auglýalngar: Árn) Óla. RítatjOrn, auglýamgar ok afcrelSala: Anaturatmat) K. — Blm) t*00. Áskrlftargjald: kr. *,(KP 4 m4nuSi. í lauaaaöln: 15 aura eintaklS — ffi aura aaeB L^abOk. MINKARNIR í HAFNARFIRÐI Minkarnir í Hafnarfirði og í grend við Hafnarfjörð «eru alment umræðuefni hjer um islóðir. Eru þetta ekki nema smá munir, spyrja menn. Eða er hjer um upprennandi bitvarg að ræða, sem getui? gert hjer mik- inn usla í búfje og í varplönd- ium manna? 1 því sambandi er rjett að rifja upp ummæli Guðmundar heitins Bárðarsonar, en hann ritaði um minkana í grein er birtist í Náttúrufræðingnum 1932, og nefndi hann greinina: .„Jafnvægisröskun í náttúrunni". 'Taldi hann þar upp ýms dæmi .af því, þegar dýrategundir koma á nýja staði og hvað af |)ví geti leitt. Þá voru minkar nýkomnir :hingað. En Guðmundu^ vildi að hætt yrði við minkaeldi og iþeim útrýmt. Því þeir myndu ísleppa, fleiri eða færri úr haldi, tímgast hjer og gera ýms- ,an usla. Minkana kallaði Guð- .mundur sundmerði. Hann komst ævo að orði: .„Talið er að sundmerðirnir ^gangi næst hreysiköttunum, að grimd, kænsku og áræði. Þeir •eru mestu vágestir meðal ali- fugla. Þeir liggja í leynum í holum og fylgsnum, þar sem .slíkra veiðifanga er von á bæj- /<um, og verða menn, þeirra oft ■ekki varir, fyrri en þeir hafa höggvið allmikið skarð í fugla- .hjörðina. Þeir ásækja og als- konar villifugla og hreiður þeirra, og hafa það.fram yfir refi, að þeir geta bæði synt og klifrað þangað sem fuglar verpa. Ef þeir verðai hjer viltir og breiðast hjer út, gæti æðar varpinu stafað hjer stórhætta ;af þeim, því æðarfugiinn væri ekki lenguri öruggur með hreið-1 ur sín í umflotnum eyjum og ;skerjum, sem honum hafa dug- að gegn tófunum. Æðarungum myndi og stafa mikil hætta af þeim í fjörum, þar sem koll- urnar leita á lancj með ungana. Sundmörðurinn gæti og elt ung- . ana á sundi og kafað eftir þeim. í sömu hættu væru endur sem halda til með unga sína á tjörn- um og vötnum. Einnig er hætt við, að ung- lömbum stafaði hætta af sund- mörðunum, og mundi þá fjár- mönnum reynast miklu örðugra að verja unglömb hjer fyrir þeim en tófunum. Það er kunn- ugt um hreysikettina, náfrænd- ur sundmarðanna, að þeir ráð- ast oft á miklu stærri dýr, en þeir eru sjálfir, t. d. hjera, og hafa þá aðferð, að stökkva á hrygg þeirra, halda sjer þar föstum, bíta á hálsæðarnar og - drekka b'lóð þeirra, uns þau hníga í valinn ýj flóttanum. Sumir trúa því, að sundmerð- :ir geti eigi þrifist hjer á víða-’ ’ vangi, og því muni það hættu- laust, þó að nokkrir sleppi úr búrum. En sundmerðirnir erd\ snjallir í því, að laga sig eftir þeim bj argræðisskilyrðum, sem völ er á. Þegar fátt er um veiði- dýr á landi, leita þeir í fjörur cg nærast á skelfiski, sem í: fjörunum finnast, eða kafa eft- ir slíkri björg. Þeir lifa á rott- um og músum og leita heim- undir bæi þegar hart er um æti, og sitja þá um alifugla“. Guðmundur segir ennfremur í grein sinni, að það sje fleira en sýkingarhættan sem komi til greina, þegar dýr eru flutt til landsins, og höfum við orðið að kenna á henni síðustu árin. Hann vill að sú regla verði hjer upp tekin, að engin dýr sjeu hingað flutt, nema að fengnu áliti hinna hæfustu sjerfræð- inga erlendra, sem best skil vita á því, hvaða ógagn\ af inn- flutningnum geti stafað. Spár Guðmundar Bárðarson- ar eru nú farnar að rætast meira en flesta hefði grunað að óreyndu. Þó lýsing hans á tjóni því,, sem minkar geti hjer gert, eða sundmerðir eins og hann kallar þá, sje æði svört, þá liggur við að reynslan sje þeg- ar ennþá yerri, að sumu leyti. Því hann telur t. d. að mink- arnir leggist ekki á alifugla í húsum inni, eða við mannabú- staði, nema þegar fer að harðna í ári hjá þeim. En minkamir hafa sem kunnugt er, ekki beðið eftir vetri með það, að heim- sækja hænsnahús Hafnfirðinga. En einna eftirtektarverðast í grein Guðmundar er ábending hans um minkana í æðarvörp- um. Því þá gæti tjónið af völd- um þeirra orðið stórfelt, ef þeir fengju tækifæri til að ná til varplanda. Hvort sem meira eða minna er um minkana' talað, þá er eitt víst, að þeir hafa þegar sýnt sig sem svo mikil skaðræðis- dýr, ef þeir fá að leika lausum hala, að það er engin minsta á- stæða til að draga það lengur að hefja alvarlegar aðgerðir til út- rýmingar þeim. Eftir því sem þær útrýmingartilraunir dragast lengur, eftir því eru minni líkur fyrir fullum árangri.Von manna um að þeir lifi hjer ekki sjálf- ala yfir veturinn, er víst svo veik, að á hana er ekki treyst- andi. ísfisksala. Togarinn Bragi seldi afla sinn í Þýskalandi í gær fyr- ir 26.000 ríkismörk. Þýskalandsfararnir keppa inn- byrðis. í ráði er að fram fari kapp leikur n.k. þriðjudagskviild miili Þýskalandsfaranna. — Þjálfar- ar Víkings og Vals, Buchloh og Divine, leika með. Liðin verða blönduð úr Val og Víking og ætl- unin er að sýna knattspyrnu meira heldur en keppa. Heij kjavíhurbrjef — ------- 5. ágúsl --- Frá Norðmönnum. orðmaður, sem hjer var á ferð, sagði frá því, að þorskaflinn hefði orðið ríkissjóði dýr þar í landi í ár. Þar er út- gerðinni trygt lágmarksverð fyrir aflann, hvað sem fyrir hann fæst, svo menn geti haldið áfram að veiða þó kostnaðarverð fáist ekki fyrir veiðina. Heimildarmaður þessi sagði, að áætlað hefði verið að ríkið þyrfti að leggja fram 7 miljónir króna á þenna hátt til útgerðarinnar. En vegna þess hve aflinn varð alveg óvenjulega mikill, og fiskverðið í neyslulöndunum hraksmánarlegt, þá myndi hinn norski ríkisstyrkur til þorskútgerðar hafa orðið 20 miljónir króna. Það er nokkuð * há upphæð á mælikvarða okkar fsléndinga, og sýnir mjög greinilega í hvílíkt óefni þorskútgerðin er komin hjer norður frá. Að þjóðir þær, sem saltfiskinn kaupa, skuli ekki geta greitt fyrir þessar matvörur nema svo lágt verð, að stórfeld ríkis- framlög þarf frá framleiðsluþjóð- unum til þess að það eigi að vera kleift að fiska ofan í þessa neyt- endur. Að ógleymdum þeim aðstöðu- mun, sem er milJi t. d. okkar og Norðmanna, hvað snertir mögu- leikana á svo stórfeldri styrkt- arstarfsemi. Þetta er atvinnuveg- urinn, sem við höfum bygt mest á íslendingar. En nú er hann kom- inn svona hjá samkepnisþjóð okk- ar, Norðmönnum. Skyldi aldrei vera hægt að koma á skynsamlegum samtökum salt- fisksseljenda, þjóða í milli? Svartsýni. ndanfarna daga hefir svart- sýni gripið menn fyrir norðan út af síldaraflaleysinu. Reitingsaflinn á austanverðu veiði- svæðinu hefir nú, verið á förum, Síldin sem veiðist er prýðilega feit. Svo er sagt að sjórinn sje átulaus, og er það vafalaust rjett, að svo er á veiðisvæðinu. En leikmenn í síldarmálefnum spyrja: Hvar hefir síldin fitnað? Því ekki hefir það verið í átu- lausum sjó. Hluturinn er, að þekking manna á síldargöngum er á liinu versta stigi sem stendur. Menn vita eitt og annað, eða gera sjer í hugar- lund sambandið milli átumagns og síldargangna. En í þann kunnieik vantar allan botn, af því enginn veit verulega urn það sem mest veltur á, og það er um lífsskeið aðal-átunnar. Síldin kemur npp fyrir Norðurlandí alt í einu á óút-" reiknanlegum stöðum, og hverfur áður en varir og enginn veit, hvað- an hún kemur eða hvert hún fer. Einhvern botn þarf í þetta að fá. Arni Friðriksson hefir slegið því frarn, að skýringin væri sú, að síldin kæmi alla leið frá Noregi og færi þangað aftur yfir Atlants- h; f og „upplifði" tvær vertíðir á ' sína hjá hverju landi. Róman- .kkar getgátur. Johan gamli Hjort, norski fiskifræðingurinn, sem hjer var um daginn, trúir ekki á þær. Hann hefir stúderað síldar- göngur í 40 ár, með mikilli kost- gæfni, og er litlu nær um það hvar norska síldin felur sig mest- an hluta ársins. En það eina góða við þann felu- leik, sagði hinn margreyndi fiski- fræðingur, er það, að menn geta veitt eins mikið af síld og með öllu móti er hægt, meðan í hana næst, upp á það til að gera að veiðin gengur aldrei til þurðar af þeim orsökum. Mergðin í sjónum er svo takmarkalaus. Einkennileg aðvörun. inkemiileg er aðvörun síldar- útvegsnefndar er hún gaf út nýlega og beiut var til þeirra útgerðarmannanna Ásgeirs Pjet- urssonar og Ingvars Guðjónssonar. Helst hefir verið síldarvon fjmir austan. Þess vegna gerðu þessir tveir menn þá tilraun að senda 500 tunnur hvor til Raufarhafnar og reyna að fá síld í þær þar. Fá þúsund saltsíldar eru nú komin, en 80 þús. á sama tíma í fyrra. En þessir útgerðarmenn fengu aðvörun frá nefndinni. Raufarhöfn er ekki löggilt söltunarstöð. Þar má ekki salta síld, þó helst náist í hana þar í aflaleysinu. „Með lögum skal land byggja — en með ólögum eyða“. Ekki má gleyma síðari hluta setningarinn- ar. — Misskilningur. jer í blaðinu var á það minst nýlega, að talað hefði verið um það, eða um það samið, er þjóðstjórnin tók við völdum, að nokkuð af nauðsynjavörum yrði sett á frílista, en ekki hefði úr því orðið á sama mælikvarða og um var talað. Síðan á þetta var minst hjer, mun að einhverju leyti hafa úr þessu ræst, og að því leyti er ekki ástæða til að fjölyrða um þetta frílista-mál. En þessar ábendingar hjer í blaðinu um að fjölga frílistavör- unum urðu til þess að einhver al- sendis ófróður maður hefir minst á þessi mál í Tímanum. Hann seg- ir, að hjer í blaðinu sje verið að heimta vörur á frílista til þess að auka innflutning til landsins. En mjög sje illa valinn tími til þess að bera fram kröfur um aúkinn innflutning einmiít nú í síldarleys- inu. Maðurinn hampar sem sje „síld- arleysinu“ eins og einhverju hnoss- gæti, sem í hans höndum á að girða fyrir, að nokkuð verði breytt til um fyrirkomulag verslunarmál- anna. Yöruverðið. ■'il þess að skrifa um þessi mál, svo mark verði á tekið, verð- ur Tímamaðurinn að læra frumat- riði viðskiftamálanna. Hann verð- ur t. d. að leggja sjer á minni, að nauðsynjavörur eru ekki settar á frílista til þess að innflutningur- inn aukist. Hjer er sem sje ekki um að ræða tegundir sem innflutn- ingur hefir verið takmarkaður á, heldur matvöru o. þessh., sem flutt hefir verið inn, eftir þörfum á hverjum tíma. En með því að setja innflutning á þessum vörum á frí- lista, er unnið að því, að verðlagið á þessum vörum lækki, því þá notast betur viðleitni manna að fá vörurnar inn í landið fyrir sem hagkvæmast verð. Þegar slíkar vörur eru settar á frílista, þá er verið að vinna að því að spara gjaldeyri fyrir þjóð- arbúið. Ef menn skilja þetta ekki, þá eiga þeir ákaflega erfitt með að tala um þessi mál svo nokkuð vit sje í. En bót er það, að málið er svo einfalt, að hið rjetta getur engum dulist lengi. Hver einasti fátækur bóndi eða heimilisfaðir í landinu skilur, að þeim mun minna fje sem hann hefir milli handa, þeim mun meiri nauðsyn er það honum, að komast að sem bestum kaupum á nauðsynjavöru til heim- ilisins. Um annað en nauðsynjar er hjer ekki að ræða. Gamli tíminn. að væri ákaflega æskilegt npp á alt samstarf milli flokka hjer á landi, ef málgagn Fram- sóknarflokksins, Tíminn, sæi sjer fært í framtíðinni að breyta til um starfsaðferðir. Sá ljóður hefir verið á ráði margra íslenskra blaða, að með- ferðin á staðreyndum hefir verið heldur losaraleg. Mörgum hefir hætt við að beina athygli sinni að því, hvað það væri, sem hægt væri eða fært að fá lesendurna til að trúa, án þess að taka fult tillit til þess hvað í raun og veru væri sannast og rjettast. Dæmið úr síðasta tbl. Tímans um frílistann er nokkuð lýsandi. Fyrst er sagt að hjer sje verið að heimta aukinn innflutning. Og síð- an eru ummæli blaðsins bygð á þessum ímynduðu eða tilbúnu „kröfum“. Sennilega líður ekki á löngu þangað til svona málafærsla í blöð- um verður alveg úrelt. Menn þreyt- ast á þessu. Almenningur vill fyrst og fremst að rjett og satt sje skýrt frá. Fólk er orðið leitt á kapphlaupi blaðamanna og stjórn- málamanna í blekkingum. Það finnur, einkum á alvörutímum, að staðreyndirnar eru það eina sem menn varðar um. Menn skilja svo undur vel, að ekki er hægt að upp- dikta einhverja alt aðra tilveru þjóðarinnar, en þá sem er. Tímabil „Egilsstaða-samþj kta“ er liðið hjá. Annað dæmi. sama tölublaði Tímans er ann- að sorglegt dæmi upp á það, að einhver maður er þar starf- andi, sem ekki hefir enn skilið kröfur almennings um rjetta frá- sögn og meðferð staðreynda. ' Að vísu ber það vott uin vakn- andi meðvitund um nýja tíma, að fjarstæðan er sett með ákaflega litlu letri á ákaflega lítið áber- andi stað. En „bókstafurinn blíf- ur“ og þar stendur, að Kaupfjelag Reykjavíkur og nágrennis sje ó- pólitíkst fjelag. Það stöðar lítið að segja Reyk- víldngum að svo sje. En vera má að einhver í afskektustu sveitun- um leggi trúnað á slíkt, og er það þó ólíklegt. Hjer vita allir að það væri sem sagt álíka gáfulegt að segja frá mokafla á síldarmiðun- um, þó lítið sem ekkert yeiðist, eins og bera slíkt á h.orð, að Kron sje ópólitískt(!) FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐTJ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.