Morgunblaðið - 06.08.1939, Blaðsíða 8
8
JCnun&foafiue
Afmæliskort
Bókaverslun Sigurðar Kristjáns
sonar, Bankastraeti 3. ,
Hyllupappir
Bókaverslun Sigurðar Kristjáns
sonar, Bankastræti 3.
Glansmyndir
Bókaverslun Sigurðar Kristjáns-
sonar, Bankastræti 3.
RABARBAR
nýupptekinn daglega, 50 au. kg
Strausykur 65 au. kg. Púður-
sykur. Ðökkur Hellukandís.
Vanillestengur. Melatin í pökk
um og glösum. Atamon. Beta-
mon. Vínsýra. Cellophan-papp-
ír. Tappar. Syltuglös með skrúf
uðu loki l/2 kg. og 1 kg. Niður
suðuglös margar stærðir. —
ÞORSTEINSBÚÐ, Grundarstíg
stíg 12. Sími 3247. Hringbraut
61. Sími 2803.
ISLENSKAR KARTÖFLUR
stórar, 50 au. pr. kg. — Þor-
steinsbúð, Hringbraut 61, sími
2803. Grundarstíg 12, sími
3247.___________________
MEÐALAGLÖS
Fersólglös og Soyuglös, keypt
daglega. Sparið milliliðina og
komið beint til okkar ef þið
▼iljið fá hæsta verð fyrir glös-
tn. Laugavegs Apótek.
KALDHREINSAÐ
þorskalýsi sent um allan bæ. —
BJörn Jónsson, Vesturgötu 28.
Sími 8594. _
ISLENSK FRlMERKI
kaupir hæsta verði Giati Sig-
arbjörnsson, Austurstrsti 12
#1. hæð).
KAUPUM
aluminium, blý og kopar hæsta
verði. Flöskubúðin Bergstaða-
■træti 10. Simi 5395-
9hhui>
TJÖLD, SÚLUR
og SÓLSKÝLI.
Verbúð 2,
sími 1840 og 2731
TÖSKUVIÐGERÐIR
Leðurgerðin h,f. — Sími 1555.
OTTO B. ARNAR,
löggiltur útvarpsvirki, Hafnar-
stræti 19. Sími 2799. Uppsetn-
ing og viðgerðir á útvarpstækj-
um og loftnetum
GERI VIÐ
saumavjelar, skrár og allskonar
heimilisvjeiar. H. Sandholt,
Klapparstíg 11. Sími 2635.
SOKKAVIÐGERÐIN,
Hafnarstræti 19, gerir við kven-
sokka. Fljót afgreiðsla. — Sími
2799. Sækjum sendum.
HÚSMÆÐUR-
Hreingerningamennimir Jón og
Guðni, reynast ávalt best. —
Pantið í síma 4967 eftir kl. 3.
ROTTUM, MÚSUM
og alskonar skaðlegum skor-
kvikindum útrýmt úr húsum og
skipúm. — Aðalsteinn Jóhanns-
son, meindýraeyðir, sími 6056,
Rvík.
JSttorgttttMaM Sunnudagur 6.. ágúst 19391
’**m5mW*****»*****»*4»**«*<
Framhaldssaga — Þfer getið byrfail i dag
r
I
i
í
3
Hauða akurlilfan og rænda brúðurin
•K"K,.K"K"K”K"K"K“>^K”>^<“>^'K“;"K“K“K'K"K”KMK"K“>M,>*Ki<,^í"!,o»K“K'
ÞaS, sem skeð hefir i pögunni:
Kernogan hertogi hefir, eftir stjóm-
arbyltinguna í Frakklandi flúið til Eng-
lands með Yvonne dóttur sína. Hún
giftist þar á laun Anthony Dewhorst
lávarði, sem er einkavinur Sir Percy
Blakeney — BcmSu akurliljunnar. En
hertoginn gabbar Yvonne frá eiginmanni
sínum, telur1 hjónabandið ekki lögmætt,
og ætlar að gifta hana Martin-Roget,
bankastjóra frá Brest, í þeirri von, að
hann fari með þau til Hollands og
hjálpi konungssinnum. A leiðinni
reynist M. It. vera óvinur Kernogans
sem hefir látiS hengja föður hans, er
hann var hertogi skamt frá Nantes.
Þangað fer Martin-Roget með þau
feðgin og hyggur á grimmilegar hefnd-
ir. Fjelagi hans Chauvelin hefir þó var-
að hann við Rauðu akurliljunni, er
hann telur muni hjálpa hertogadóttur-
inni; sem dvelur nú sem fangi hjá syst-
1 ur Martin-Rogets. Faðir hennar er
geymdur í kránni „Dauða rottan“.
Martin-Roget laut fram á hand-
riðið og hrópaði:
„Ilalló, þið þarna, borgarar úr
liðssveit Marat!“
Einn þeirra leit hægt upp og
spnrði , í ósvífnum róm: „Hvað
viljið þjer, borgari?“
„Er það Paul Friehe?“, spurði
Martin-Roget.
„Já, borgari, hjer er jeg“, var
svarað í hortugum en þó hæðníé-
lega virðulegum róm.
„Komið liingað. Jeg þarf að tala
við yður!“
„Jeg get ©kki farið af verði, og
fjelagar mínir ekki heldur“, svar
aði Paul Friche.
Martin-Rorget blótaði.
„Bannsettir þrjótarnir — —“,
tautaði hann.
„Þei, þei“, hvíslaði Chauvelin.
„Jeg fer niður. Þekkið þjer þenna
Paul Friche. Er hægt að treysta
honum?“
■ „Jeg þekki hann, en hvort hægt
er að treysta honum, veit jeg ekki.
Hann er foringi í Marat-sveitinni
og í irpklum metum hjá Fleury“.
Hver sekúnda var dýrmæt, og
Chauvelin var ekki vannr að eyða
tímanum í óþarfa tal. Hann hljóp
niður tröppurnar og .þegar hann
kom niður, ljet einn af hermönn-
nnnm svo lítið að hlusta á hann.
„Hafið þið sjeð nokkra ókunn-
uga menn ganga yfir torgið?“,
hvíslaði hann.
„Já, tvo!“, svaraði Friehe. Hann
spýtti drýgindalega og bætti síðan
við í illgirnislegum róm: „Aðals-
menn, ekki satt? í fínnm fötum,
eins og þjer sjálfur, borgari ___“
• „1 hvaða átt fóru þeir?“
„Niður Ruelle de Jacobines“.
• „Hvenær ?‘ ‘
„Fyrir tveimur mínútum".
„Hvers vegna veittuð þjer þeim
ekki eftirför? Aðalsmenn og ....“
„Jeg hefði gert það, ef þjer
hefðuð ekki kallað í mig og hindr-
að það“, svaraði Paul Friche í
ósvífnum róm.
„Yeitið þeim eftirför, fljótt!“,
sagði Chauvelin í skipunarróm.
„Þeir geta ekki verið komnir
langt. Þetta ern enskir njósnarar.
Og góðum launum er heitið fyrir
að ná í þá, borgari!"
Maðurinn tautaði eitthvað. Lof-
orð um laun hafði vakið áhuga
hans. í einum svipan hafði hann
kallað saman fjelaga sína og her-
mennirnir þrír hlnpn niður torgið
og hurfu út í myrkrið.
Chauvelin horfði á eftir þeim,
nns þeir voru horfnir úr augsýn.
Þá fór hann aftur upp til Martin-
Roget. Fótatak hermannanna
heyrðist enn í fjarska og alt í
einu endurómaði þessi einkenni-
lega gáskafulli og fíflalegi hlátur
um torgið. Þær fáu hræður, sem
voru á ferli þarna, litu undrandi
í kringum sig. Hver hafði geð í
sjer til þess að hlæja á götum
Nantesborgar á þessuin tímum?
pj'imm mínútum síðar sáu þeir
hermennina koma gangandi
yfir torgið. Chauvelin hljóp strax
til móts við þá.
„Jæja?“, sagði hann ákafur.
„Okkur var ómögulegt að sjá
þá, þó að við heyrðum greinilega
tal þeirra og hlátur og vissum,
að þeir væru á leiðinni niður að
höfn“, svaraði Friche.
Blótsyrði hraut af vörum
Chauvelins.
„Kærið yður kollóttann um það,
borgari“, sagði hinn. „Fjelagi minn
fann þetta, þegar við vorum, að
því er jeg held, rjett á hælunum
á aðalsmönnunum“. Hann rjetti
honum lítinn böggul, sem bundið
var utan um með rauðu bandi.
Hann hafði augsýnilega legið í
forinni, því að hann var óhreinn
að utan.
Chauvelin tók græðgislega við
honum.
„Jeg vil fá þessi skjöl aftur“,
sagði maðurinn. „Jeg afhendi þau
engurn, nema Fleury kapteini".
„Jeg skal sjálfur afhenda hon-
um þau“, svaraði Chauvelin. „Og
það er ráðlegast fyrir yður að
vera kyr á verði“, bætti hann við,
er maðurinn gerði sig líklegan til
þass að elta hann.
„Jeg tek ekki við skipunum frá
neinum, nema ....“, maldaði hann
í móinn.
En Chauvelin tók fram í fyrir
honum: „Farið strax á vörð, áðnr
en jeg kæri yður fyrir að hafa
ekki gert skyldu yðar!“
Að svo mæltu flýtti hann sjer
upp tröppurnár til Martin-Rogets.
Urðu þeir nokkurs vísari?“,
spurði hann.
„Nei“, svaraði Chauvelin stutt-
ur í spuna. Hann kreisti böggul-
inn fast í hendi sjer og var á
báðum áttum, hvort hann ætti að
sýna fjelaga sínum hann eða ekki.
„Hvað sagði Friche?“, spurði
Martin-Roget óþclinmóðlega.
„Ekkert sjerstakt. Þeir fjelagar
sáu ókunnu mennina og eltu þá
niður að höfn, en mistu aftur af
þeim í myrkrinu. Það var eins og
jörðin og myrkrið hefði gleypt
þá“.
„Var það alt og sumt?“
„Já, það var alt og sumt“, svar-
aði Chauvelin.
„Mjer þætti gaman að vita“,
bætti Martin-Roget við og hló,
„hvort við — og Paul Friche
reyndar líka —, höfum látið í-
myndunaraflið hlaupa með okkur
í gönur“.
„Hver veit“, sagði Chaueelin
þurrlega og ljet böggulinn renna
niður í vasa sinn.
„Þá getum við víst farið hjeðan.
Eða ætlið þjer að segja mjer
meira um „Rauðu akurliljuna“ ?“
• „Nei!“
„Og þjer viljið vera viðstaddur,
þegar jeg geri ungfrúnni úrslita-
kosti?“
„Já, með yðar leyfi“.
„Komið þá“, sagði Martin-Rog-
í i
et. „Systir mín býr hjerna rjett
hjá“.
III. KAPÍTULI
Fugl í búri.
Til þess að komast þangað seni
systir Martin-Rogets, eða
rjettara sagt Pierre Adets, bjó,
þurftu þeir að ganga meðfram
allri byggingunni, spölkorn með-
fram höfninni og niður litla götu
beint á móti brúnni. Hún bjó í
Carrefour de la Poissonnerie, í
litln bakhúsi.
Alt í kringum það voru hrör-
legir húskof^r, sumt lítið annað
en smáskúrar, sem lágu upp að
múrveggnum á Le Bouffay.
Að degi til var eyðilegt í Carre-
four de la Poisonnerie. En á
kvöldin kom einkennilega vofu-
legt fólk á kreik þar, fátæklegir
menn, konur og unglingar, er
gengu hljóðlaust í forinni, oft á
nöktum fótum. Eyðileg þögn ríkti i
þessu myrkra ríki, þar sem næt-
urhrafnarnir flögruðu um.
Martin-Roget átti ekki erfitt
með að rata í þessari dimmu götu. |
Hann gekk rakleitt að húsinu, sem (
var enn óhreinna og íatæklegra|
en húsin í kring. í kringum hús
Louise Adet voru nokkrir menn
á reiki. Þeir röltu þar í kring
eða stóðu í skjóli upp við múr-
veggina á næstu húsum.
Þegar Martin-Roget og Chauve-
lin nálguðust, var kallað til þeirra
í hásum róm út úr myrkrinu:
„Nemið staðar! Hver er þar?“
„Yinir!“, svaraði Martin-Roget.
„Er Louise Adet borgari heima?“
„Já, hún er heima“, var svarað.
„Afsakið, Adet borgari. Jeg þekti
yður ekki í þessu bölvaða myrkri“.
„Alt í lagi“, svaraði Martin-
Roget. „Jeg er yður þakklátur fyr-
ir gætni yðar“.
„Þjer þurfið ekki að óttast, að
fuglinn flögri ú? búrinu“, sagði
hinn hlæjandi. „Við höfum strang-
ar gætur á Kernogan-hyskinu“.
Martin-Roget barði að 'dyrum
með kreptum hnefa.
jFj etta er veitingahúsið „Dauða
rottan“, sagði hann og
benti á 'hús vinstra megin við sig.
„Það er óþægilegur nágranni fyr-
ir systur mína, og hún hefir oft
kvartað yfir því. En í kvöld er
það þægilegt!“
Chauvelin hafði fylgt Martin-
Roget þegjandi eins og hann var
vanur, en fylgst vel með öllu.
Honum var ljóst, að Louise hafði
betri lífvörð en Carrier gat nokk-
urntíma búist við að fá, því að
þessir menn þóttust allir hafa
einhvers að hefna á Kernogan.
Eftir nokkra stund var hurðin
opnuð hægt og varlega.
. „Er það Louise?“, spurði Mart-
in-Roget.
. „Já, það er Louise“, var svarað
í þreytulegum og kjökrandi róm.
„Flýttu þjer að koma inn. Það er
svo hvast og kalt. Hver er með
þjer, Pierre?“
„Yinur“, svaraði Martin-Roget.
„Okkur langar til þess að tala við
stúlkuna' ‘.
Louise hleypti þeim þegjandi
inn og gekk á undan þeim inn
níðadimman ganginn. Síðan opn-
aði hún hurð, beint á móti úti-
dyrahurðinni, og þau gengu öll
inn í lítið herbergi, einskonar eld-
hús, er upplýst var með litlum
lampa.
„Ykkur er óhætt að fara upp“,
sagði hún stutt í spuna.
Martin-Roget gekk 'upp lítinm
hringstiga, sem lá upp úr eldhús-
inu, og Chauvelin á eftir hormm..
Efst uppi var lítill pallur og hurð;.
sitt 'hvorum megin. Martin-Roget
spyrnti hurðinni til hægri upp með;
fætinum. I herberginu, sem þái.
var komið í, stóð trjeborð á miðju:
gólfi, einn stóll og hálmfleti í einu
horninu. Örlítill gluggi var á her-
berginu, en engin rúða í honum,
svo að ískaldur norðvestanstorm-
urinn næddi inn. Á borðinu stóð
logandi tólgarkerti, sem blakti 1
vindinum, þegar hurðin var opn-
um, brotin kanna með vatni í, og
mygluð brauðskorpa. Af dauðum
hlutum var ekki annað að sjá í
herberginu. En á stólnum við borð-
ið sat Lady Yvonne Dewhurst. Og
á þilinu fyrir ofan höfuð hennar-
var skrifað með stórum og skæld—
um bókstöfum: „Frelsi, jafnrjettÉ
og bræðralag — eða dauðí!“
Framh.
3ajia$-furuU£
SVARTUR KVENHANSKI
tapaðist í gærmorgun í mið-
bænum. Uppl. í síma 2.128.
PAKKI,
merktur: Árbjörg Ólafsdóttir*.
Götu í Holtum“ hefir tapast-
Skilist gegn fundarlaunum £•
Hellusund 7, uppi.
VENUS SKÓGLJÁI
mýkir leónð og gljáir sk6r:« af-<
burða vel.
VENUS-GÓLFGLJÁ!
afburðagóður og fljótvirkur. —
ÁTalt I næstu búð.
BETANlA.
Mánudaginn 7. þ. m. verður af--
menn samkoma kl. 8l/2 síðd...
Ræðumenn; formaður sjómanna.
trúboðsins norska, væntanlega,,
Ólafur Ólafsson kristniboði og
Jóhannes Sigurðsson. — Allir
hjartanlega velkomnir.
HJÁLPRÆÐISHERINN.
Samkomur í dag kl. 11, 4 og
8 Yi- Kveðjusamkoma fyrir
Adj. Lauritsen. Major Greger—
sen stj. Velkomin!
FILADELFIA
Hverfisgötu 44. Samkoma í dag;
kl. 5. Allir velkomnir.
FRIGGBÓNIÐ FlNA,
er bæjarins besta bón.
SLYSAVARNAJELAGIÐ,
skrifstofa Hafnarhúsinu við*
Geirsgötu. Seld minningarkort,„
tekið móti gjöfum, áheitum, árs—
tillögum o. fl.
BESTI FISKSlMINN
er 527 5.
MINNINGARSPJÖLD
fyrir Minningarsjóð Einara^
Helgasonar, garðyrkjustjóra
fást á eftirtöldum stððumr.
Gróðrarstöðinni, Búnaðarfjel
Islands. Þingholtsstræti 33
Laugaveg 50 A. Túngötu 45, of
afgreiðslu Morgunblaðsins. —
I Hafnarfirði á Hverfisgötu 36»
i