Morgunblaðið - 13.08.1939, Side 9

Morgunblaðið - 13.08.1939, Side 9
Suniradagnr 13. ágúst 1939. 9 Mánudagur 19- júní. Þetta hefir verið viðburðarík- ur dagur. Hann rann upp með meiri hita, en verið hafa undanfarna daga. Vestangolan hielst samt, en er nýmjólkur- volg. Og nú er eftirvæntingin vöknuð, því að í dag á að koma til Alexandríu, til Afríku! Enginn munur sjest þó á haf- inu. Það lætur eins og ekkert sje. Því er alveg sama hvort það þvær strendur fslands eða Egyptalands. Djúp undiralda vaggar Kawsar hægt og silalega. Það er eitthvað annað en þegar við Ásmundur vorum að vega salt eins og strákar á brúnni á Fulton, svo að innyflin ætluðu ýmist upp úr manni eða niður úr. Hjer fer alt fram með spekt. Morgunverður er snæddur og ekkert gerist. Jeg fer og læt dót ið mitt niður. Engin breyting. Það er enn þá hrein hugsmíð, að Afríka sje nokkurs staðar í nánd. Svo kemur hádegisverður- inn, og nú segja skipsmenn, að Afríkuströndin fari að sjást hvað af hverju, Nílardeltan rétt vest- an við Alexandríu. Jeg geng mjög vantrúarfullur út úr borðsalnum. En sjá! Rjett hjá okkur blikar hvít ströndin. Hún er næstum því eins hvít og þar lægi nýfallinn snjór. Það er sandur, sandur, eyðimörkin, og það jafnvel hjer. Það skuggar sumstaðar í sand- börðin úti við sjóinn. En hvað um það, hugsmíð landfræðing- anna var enn einu sinni orðin að veruleika. Þarna var Afríku- strönd, Egyptaland hið forna, vesturbrúnin á mynni Nílar, þessu ógurlega landflæmi, sem er næstum því eins og heilt þjóð- iand. Og nú skríður Kawsar drjúgt austur með. Hús fara að koma í Ijós á stangli, og pálmar standa upp úr sandinum. Og hjer eru þeir ekki ræktaðir, heldur inn- fæddir, heima hjá sjer og þar af leiðandi í hversdagsfötunum. Krónumar eru allar blásnar út í aðra hliðina af vestanvindinum og ósköp að sjá, hvað þeir eru eitthvað ógreiddir og illa til hafð ir. En húsin fara að þéttast. Eyðimörkin missir svip sinn. Mannshöndin fær meira og meira yfirhöndina. Hafnarvirkin teygja arma sína móti okkur langt út til hafsins. Hjer er auðsjáanlega stór borg og mikill hafnarstaður. Möstrin rísa eins og skógur og húsaþyrpingin verður samfeld. Dökkgrár tundurspillir með enska fánann á afturstafni ligg- ur hjer, og brynvarið beytiskip skamt frá, gamaldags nokkuð í laginu, með trjónur og illyrmis- lega kanta og brúnir um bóg- ana. Og þama er enn annað svip GYPTALANDI.... Ferðasaga Magnúsar Jónssonar. að. Jag' lít út af hinu borðinu, ljós þar liggja þá ógurleg bákn, ljós- grá. Það eru víst hreint og beint orustuskip. Og þessu heldur á- fram. Ekki kom jeg tölu á her- skipin, sem þar voru á ytra læg- inu í Alexandríu. Litlir bátar með hermönnum skjótast eins og kólfar fram og aftur. Það er eins og Bretinn hafi hjer ein- hver ítök óg þau ekki svo lítil. Nú hengir dráttarbátur sig í framstefninu á Kawsar og setur á rás með hann inn eftir höfn- inni. Hjer koma meinlausu skip- in, stór og smá. Jeg sá ekki bet- ur en að þar væri Sameinaðafje- lags-strompur lengst inni, en kannske er það einhver annar, sem notar líkan stromp. Og nú sýnir Kawsar sig í því að leggj- ast að hafnarbakka. Beint á móti okkur við hafnarbakkann liggur spánnýtt og geysifallegt mótor- skip, sem heitir Transilvania. Og nú erum við búnir að pakka og gera upp og öllu okkar sam- bandi við hið góða skip, Kawsar, er raunverulega lokið. Við sting- um kortunum okkar í hattana og höldum sýningu á okkur úti við borðstokkinn. En svo stóð á því, að Þórður Albertsson hafði skrifað kunn- ingja sínum og umboðsmanni S. I. F. í Alexandriu, grískum manni, er heitir Creste Simaripas og beðið hann að koma á móti okkur niður að skipi, til þess að aðstoða okkur við að komast frá skipi og áleiðis. En það er sér- staklega gott vegna þess, að hér eru heimsins mestu snuðaðar í öllum viðskiptum. En enginn virtist gefa okkur neinn gaum. Og nú komu menn um borð, og þar á meðal einn voðalegur dreki að stærð og svip. Hann gekk á milli og afhenti eyðublöð til út- fyllingar tollskýrslu. Hann var dökkur og með rauða kollhúfu, en annars í vestrænum fötum, með gylta hnappa. Hann vildi fá dótið mitt, en jeg þumbaðist, og kvaðst vera að bíða eftir manni. Hann kvað það ekki þýða neitt. Tollurinn yrði að fá dótið. Jeg spurði einn skipsmanninn, hvaða maður þetta væri, og hann sagði að hann væri starfsmaður fje- lagsins, og það væri alveg óhætt að treysta honum. Og nú þyrpt- ust farþegarnir óðum frá borði, en ekkert bar á vini okkar eða neinum, sem kynni að meta spjöldin á höttum okkar. Töldum við því rjettast að fara líka, því að oft getur verið mjög óþægi- legt við tollskoðun að komast út úr hóp. Við höfðum áður gengið fyrir lögregluna, sem kom um borð, og fengið stimpil á passana og „alt í lagi“. Og nú hjeldum við þá í land og drekinn okkar Loftmynd af pyramydunum. með burðarkarla, og gekk þetta alt eins og í sögu. Við þóttumst vita, að þegar Simaripas næði á tollbúðina. En ástæðan til þess að hann kom ekki, þóttumst við vita að væri sú, að skipið kom töluvert fyrr en ráðgert var. Tollskoðun var greið. Jeg sá að þeir rifu alt upp úr sumum töskunum og gumsuðu því ein- hvernveginn ofan í aftur, svo að mjer leist ekki á. En þegar að okkur kom, renndi okkar maður augum yfir töskurnar og sá áð alt var harla gott. Síðan skrifaði hann með krít prýðilegt egyptst orð á hverja tösku. Við dokuðum svo aftur lítið við enn, með kortin í höttunum, en síðan tókum við þau í burtu og ákváðum að fara beint á járn- brautarstöðina. Jeg hafði fengið um borð að vita á hvaða tímum hraðlestir færu frá Alexandríu til Kaíró. Ein átti að fara kl. 4% og nú var hún ekki nema um 3V->> svo að okkur þótti rjett ast að taka hana og annað hvort síma til Simaripas eða skrifa honum’línu frá Kaíró. Alt gekk þetta prýðilega. Drek inn fór með okkur til Cooks og þar fengum við egypska peninga og síðan á járnbrautarstöðina í hestvagni og við keyptum miða. Lestin lá fast við, og nú var ekki annað að gera en bíða brott- ferðar. Við fengum okkur klefa fyrir okkur, komum töskunum þangað, og fórum svo inn í bið- salinn. ' Þá vindur sér þar inn lítill mað ur og hvatlegur, og beint að okkur, þó að við hefðum enga miða í höttunum, og þar var þá Simaripas kominn! Hann hafði fengið upp gefið, að skipið kæmi kl. 4. Frjetti svo að það væri ,komið og þaut í bíl sínum niður- eftir. Þaðan á tollstöðina og loks datt honum í hug að við hefðum farið á járnbrautarstöðina. Hjer urðu þá heldur en ekki fagnaðarfundir. En drekanum var ekkert um þetta, því að nú misti hann möguleikann á að trekkja okkur upp. Nú var sá kominn, sem vissi, hvað borga átti. Efaðist hann um reikning hins, en samt fór hann með 72 píastra eða einar 18 krónur, og þar af um 40—50 í aukakostnað, sem Simaripas ætlaði að spara okkur með því að aka okkur og dóti okkar í sínum eigin bíl. Eftir að við höfðum setið við glas af öli og spjallað saman, fórum við svo í lestina og kom- úm okkur sem best fyrir, fórum úr því sem við gátum af fötun- um og stóðum af okkur öll óp og tilraunir að selja okkur hitt og þetta og ráða okkur á ákveð- ið hótel í Kaíró. Og svo rann lestin af stað. Nú áttuðum við okkur í raun- inni fyrst á því, að við vorum komnir í nýja heimsálfu. Hjer var þá staðurinn, sem Alexander mikli valdi að borgarstæði, eftir að hann hafði lagt undir sig það sem hann náði til af heiminum. Öllu betri stað gat hann naumast valið, en einmitt Nílardeltuna. Ilún skagar hjer út í Miðjarðar- hafið og verður nokkurskonar miðdepill milli Egyptalands að sunnan, Sýrlands og Períu að austan og Gríska ríkisins að norð an. Hjer var Faraosvitinn frægi kyntur. Hjer var síðan bókasafn ið mikla og fræðimenskan. Hjer var trúnemaskólinn frægi í fornöld með Kleuecu Origenes og hinir miklu biskupar. Hjer var Aþanasíus og hjer var Arí- us. — Engar menjar eru nú um þetta. Márarnir gengu svo ræki- lega frá því öllu saman, og bóka- safninu með. Nú er hjer ekkert annað en verslun og siglingar, bær með yfir 600000 íbúum. Einu leifarnar eru katakombur nokkrar. Við töldum þó rjettara að eyða heldur þeim tíma, sem við vorum í Egyptalandi, í Kaíró, heldur en að fara að skoða þær. Lestin rann nú um stund gegn um bæinn, og sást lítið af hon- um, en brátt vorum við komnir út úr öllum húsum, og blasti nú við okkur landið sjálft. Myndum brá fyrir augun, svo nýstárleg- um og svo hratt hverri eftir aðra, að varla var tóm til að taka móti þeim. Nú var auðsjeð, að við vorum komnir í nýtt land, nýja heimsálfu, nýja menn ingu. Hvernig á að lýsa þessum ó- sköpum? Jeg keypti mjer blað í Alexandríu til þess að lesa í á leiðinni. En úr því varð ekki. 1 stað þess sat jeg með blaðið og reyndi að hripa með blíanti á eyður í því, það sem jeg sá. En lestin ók afar hratt, og slingirn- ir voru svo miklir, að mest af því er ólæsilegt fyrir sjálfan mig nú, þegar jeg sit þetta sama kvöld í gistihúsinu í Kaíró. Fyrst er nú það, að landið er marflatt eins og vænta má, því að hjer er alt landið myndað af leirnum, sem Níl ber sunnar úr álfunni. Eins og augað eygir er því alt rennisljett. Og alt landið er samfeldur akur. Óteljandi skurðir, smáir og . stórir liggja um landið þvert og endilangt. Jafnvel í götunum í görðunum sjest bleytan. En möstur og rár sýna hvar stóru skurðirnir eru,. því þar eru stórir flutningabát- ar. Og áfram er haldið. Nú verða akrarnir enn blautari. Þeir eru víða vatnstjarnir einar, með ör- smáum hrísgörðum umhverfis, litlir blettir, hver við annan, en upp úr þeim gægist stráið. All- staðar er fólkið að vinnu á ökr- unum, hópar og einstakir menn,. flest bograr við eitthvað. Víða stendur það í mjóalegg og kálfa í vatni eða leðju. Sumstaðar eru krakkar á hlaupum milli fólks- ins. Búningarnir eru allavega lit- ir og landið fær beinlínis svip af þessum morandi, marglitu blett um um alt. Fjöldi af kúm sjest líka á beit. Trje eru víða í röðum og skúf um. Jeg þekti þau ekki, en þau bera suðrænan svip. Pálmar eru víða, umhirðulausir og ræfilsleg- ir. Margir eru næstum því skúf- lausir, aðeins fáeinar fjaðrir standa upp úr kollinum. Stundum aðeins ein. Sumir eru alveg sköll- óttir. En trjen eru glæsileg. Há- ar og beinvaxnar kýpressur standa eins og altariskerti og: gnæfa yfir alt. Sum trjen hengja blöðin í viltu skrauti alveg niður í vatnið, Önnur eru þakin ein- hverjum híalíns-skúfum, sem líkjast meira skúmi í hornum en blöðum, enn önnur eru með breið um og skuggamiklum krónum. Vínviðir fljettast sumstaðar, studdir af smátrjám eða grind- um. Hjer er alt, sem sól og vatn fá seytt úr skauti frjórrar mold- ar. Mjer er jarðríki í essinu sínu. Hvílíkt land! Meðfram brautinni er vegur, moldarvegur, ósljettur og mjór, en ekki er bleytan eða pyttirnir, því að alt, sem stendur upp úr áveituvatninu er skorpið og skrælnað. Og á þessum vegi get ur að líta margt það, sem jeg hef aldrei áður sjeð. Hjer er fólk á gangi í allskonar búningum, stuttum óg löngum og allavega. litum. Hjer húka sumir svo ve- sældarlegir, að það er eins og að þeir sjeu að verða að leir. Aðrir ganga hvatlega og pilsin slittast um fæturna. Búningarnir eru með öllu móti. Sumir eru alveg kolsvartir, aðrir hvítir, gráir FRAMH. Á BLS. 11.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.