Morgunblaðið - 13.08.1939, Síða 10

Morgunblaðið - 13.08.1939, Síða 10
'F '"'Ui 10 MORGUMtíLAÐIÐ Sunnudagur 13. ágúst 1939* NIÐURSETNINGAR Eftir Oscar Clausen Þegar jeg var að alast upp og man fyrst eftir mjer, Tar það enn siður að þeir, sem áttu að gjalda hæstu útsvörin í Stykkishólmi, eins og t. d. kaup- mennirnir, gildu þau með því að halda ómaga. Þannig var það hjá foreldrum mínum. — Þar var niðurseta, gömul kona, sem Mar- grjet hjet og var Jónsdóttir, en var altaf kölluð Manga Svendsen. Ekki veit jeg hversvegna hún var kölluð þetta, en heyrt hefi jeg að faðir hennar hafi verið Sveinsson og mun henni því hafa þótt fínna að heita Svensen en Jónsdóttir. Bróður átti Manga, sem hjet Kristján og var kallaður Hedemann. Hann var drykkju- maður og mikill á lofti, þegar hann var fullur, og er mjer í barnsminni hávaðinn í honum og málæðið. — Manga hafði verið með fríð ustu stúlkum, þegar hún var ung, en þegar jeg man eftir henni, sá ekki lengur á henni, að hún hefði nokkurn tíma átt fríðleik fyrir að fara. Hún var orðin kerling- arhró, hrukkótt og bogin í baki, geðstirð og önug, og er mjer nú minnisstæð þessi litla kerlingar- hrúka, sem altaf sat á stól við hornið á eldhúsborðinu hjá for- eldrum mínum. Þaðan hreyfði hún sig ekki, nema þegar hún staulaðist eftir móköggli og stakk honum í eldavjelina og glæddi þá eldinn um leið, en þetta var eina verkið, sem henni var ætlað, enda held jeg að Manga hafi alla tíð verið afkasta lítil og verkasmá, og það eins, þegar hún var upp á sitt besta. Manga Svendsen tók í nefið, reykti pípu og þótti sopinn líka góður og það kom atlsvert oft fyrir, að hún var drukkin. Píp- una tók hún varla út úr sjer og var altaf að troða hana og stinga fingrunum ofan í kong- ínn, jafnvel þó að vel væri lif- andi í honum. — I þá daga hafði nærri hver maður brennivín með höndum, flaskan kostaði ekki nema 75 aura og fjekst í hverri búð. Það var líka hægt um vik fyir Möngu að bregða sjer í búð- ina og koma sjer svo vel við búðarmennina, að þeir gæfu henni einn „snaps“, enda mun oft hafa hrokkið ofan í hana sopi við búðarborðið, einkum snemma að morgninum, ef hún þurfti að ylja sjer fyrir brjósti. -— Foreldrum mínum var, eins og vænta mátti, illa við að kerl- ingin næði í vín, því að þá var Ihún enn önugri og málgefnari en hún átti að sjer, og svo drafaði í henni tungan og hún varð eins og máttlaus í munnvikjunum, svo að hún slefaði. — K egar Manga var ung og * upp á sitt besta, var hún fríð og fíngerð stúlka, og hafði þá verið vinnukona hjá Páli Mel sted, þegar hann var amtmaður í Stykkishólmi. Guðmundur Páls son, síðar sýslumaður, var þá ■skrifari amtmannsins, og var hann, að þeirrar tíðar sið, kall- aður Pálsen. — Annað hvort hef ir Pálsen glæpst á fríðleik Möngu eða hún á stöðu hans, nema hvort tveggja hafi verið, því að þau urðu mestu mátar og sást árangur þess kunningsskapar í ! því, að Pálsen átti barn með Möngu. Það var af þessu, sem kerlingartetrið var svo hreikið í elli sinni, þegar hún var „undir áhrifum“. — Þá var hún að gorta af því, að Pálsen amts- skrifara hafi litist heldur en bet- ur vel á sig og vel hefði svo geta farið, að hún hefði orðið sýslumannsfrú, ef hún hefði kært sig um. Það hafa áreiðanlega verið sólargeislarnir í tilbreytingar- lausri og grárri elli Möngu gömlu, þegar hún var orðin hýr af brennivíni og var að rifja upp fyrir sjer endurminningarn ar frá því að hún var upp á sitt besta, en þá vjek hún altaf að því sama: Pálsen og aftur Pálsen. — * Vorið 1897, þegar foreldrar mínir fluttu úr Stykkis- hólmi til Reykjavíkur, var Manga Svendsen flutt fram í Höskulds- ey, sem er ysta bygða eyjan á Breiðafirði, og varð hún niður- seta, en það voru víst mikil við- brigði fyrir vesalings Möngu, að verða að hverfa af mannmörgu heimili í kaupstaðnum í einangr- un á fámennu heimili á lítilli eyju. — Hún undi samt vel hag sínum þarna og þar dó hún nokkrum árum síðar. Á Þingvöllum í Helgafellssveit bjuggu í þá daga myndarleg hjón. Húsbóndinn, • Guðmundur Magnússon, var náfrændi móður minnar, þau voru systkinabörn, en húsmóðirin, Matthildur Hann esdóttir, var ljósmóðir og sat yfir móður minni, þegar hún hún átti börnin. — Það var því mikil vinátta á milli foreldra minna og Þingvallafólksins. — Á Þingvöllum var niðurseta, sem Salbjörg hjet, og var altaf kölluð Salka. Hún var lagleg kerling, ljós í framan með mjallhvítt hár. Kát og ljettlynd, þrifin, og vel til fara. — Húsbændurnir á Þingvöllum voru gæðafólk og var heimilisbragurinn þar allur hinn frjálslegasti. Hjónin voru barnlaus, en veittu mörgum fósturbömum prýðilegasta upp- eldi. — Þeim varð vel til hjúa og þaðan hljóp ekkert hjú úr vistum. Salka var þar í marga tugi ára og varð þar ellidauð. Frá Þingvöllum er stutt í kaup staðinn, enda fjekk Salka oft að skreppa þangað að heimsækja kunningja sína. Hún hefir víst farið ofan í Hólm í hverjum mánuði að sumrinu, og svo fyrir hátíðir að vétrum. í þessum ferðum sínum kom hún altaf í eldhúsið hjá foreldrum mínum og var þar tekið vel á móti henni. Það var oftastnær, þegar Salka, kom, að hún sagði að það hittist nú svo á, að fæðingardagur sinn væri einmitt þann dag, eða þá að hann væri nýliðinn hjá, eða örskamt fram undan. Sölku á- skotnaðist altaf eitthvað 1 fæð- ingardagsgjöf, svo að hún fór hlaðin smápinklum, þegar hún Iagði af stað upp úr kaupstaðn- um, en þá hafði hún stafprik í hendinni, til þess að styðja sig við og var svo stytt, að pilsfald- urinn nam við hnje. •jr K ær urðu miklar vinkonur, * Manga Svendsen og Salka á Þingvöllum, og tókst vinátta þeirra yfir ilmandi kaffinu í eld- húsinu hjá foreldrum mínum. — Það kom þá líka fyrir, að Manga fór með hendina í pilsvasa sinn og tók þaðan pelaplösku með brennivíni og bætti með því kaff ið hjá sjer og Sölku. — Annars var Salka ekki drykkfeld, en þótti gott að fá út í kaffi einstaka sinnum. Það kom samt einu sinni fyrir, að kerlingarnar, Manga og Salka, tóku heldur djarft til brennivíns og urðu augafullar. Þá duttu þær í djúpa sorprennu eða skurð, sem var bakdyra- megin við hús foreldra minna, og þaðan varð að draga þær upp. — Svo voru vesalings kerlingarn ar verkaðar upp og Manga látin hátta, en Salka fara heim til sín. — Þingvallafólkið var kirkjuræk- ið og fóru þaðan víst oftast allir af heimilinu til kirkju, þegar messað var á Helgafelli og þar á meðal Salka. Þegar svo ^nessa átti að byrja og meðhjálparinn var farinn að handleika sálma- bókina, byrjaði Salka á sínu hlut verki við messuna, sem hún hafði valið sjer sjálf, sem sje því að reka út alla hunda úr kirkjunni, en eins og menn vita, reyna hundar að laumast á eftir hús- bændum sínum í kirkjur og skríða þar undir bekki. — Salka vildi ekki að hundar væru í guðs húsi. Hún stóð því upp og gekk fussandi og lyftandi svuntu sinni alla leið innan frá grátum og fram í dyr, og rak hvert hund- kvikindi út úr kirkjunni á undan sjer. — Þetta gjörði hún í tugi ára. — Svo dó Salka og hætti, af eðli- legum ástæðum, að reka út hund ana úr Helgafellskirkju, en hver tók við starfinu eftir hana, er mjer ekki kunnugt, því að jeg hefi aldrei verið við kirkju á Helgafelli síðan Salka dó. Jeg mætti síra Sigurði pró- fasti Gunnarssyni, þegar hann kom frá því að jarðsyngja Sölku og spurði hann: „Hver rekur nú hundana út úr Helgafells- kirkju?“ Prófasturinn brosti til mín hlýlega og endurtók spum- inguna: „Já, hver rekur nú hund ana út úr Helgafellskirkjunni, Clausen minn!“. Degar Edith][Cavell var skotin rj1 yrir 25 árum var skálmöld *■ í Evrópu. Miljónir manna börðust fyrir land sitt í skot- gröfunum, en bak við skotgraf- irnar voru konur og menn, sem lögðu líf sitt í hættu fyrir her- mennina. Við minnust einnar slíkrar dáðríkrar hetju úr heims styrjöldinni: Edith Cavell. Edith Cavell var ensk að ætt en þegar heimsstyrjöldin skall á var hún yfirhjúkrunarkona á spítala í Bryssel. Eftir að stríð- ið hófst hjelt hún áfram starfi sínu og gerði alt, sem í hennar valdi stóð til þess að draga úr þjáningum særðu hermannanna, sem voru fluttir á sjúkrahús hennar. Hún vann ekki í þágu neinnar stjómmálastefnu, hvorki fyrir stríð nje á styrjaldarárun- um. Hugsaði aðeins um eitt: að rækja starf sitt. Þessvegna vildi hún ekki fara heim til Englands, þegar stríðið skall á. 'Nokkrum vikum eftir innrás Þjóðverja í Belgíu, var háð skæð orusta skamt frá Mons. Þjóð- verjar voru í framsóknarmóð og gáfu sjer ekki tíma til þess að skifta sjer af særðum óvinum, sem höfðu fallið í hendur þeirra. Þessir menn notuðu sjer óðagot Þjóðverja og viðleitni þeirra að komast að landamærum Frakk- lands svo fljótt sem unt væri, og forðuðu sjer austur á bóg- inn inn í Belgíu. Þar földu þeir sig í skógum og lifðu á mat, sem þeir fengu hjá belgisku bænd- unum. Þegar Edith Cavell frjetti fyrst til þessara Frakka og Eng- lendinga, sem fóru huldu höfði í Belgíu, fanst henni úr vöndu að ráða. Átti hún að hjálpa lönd um sínum og samherjum, til þess að komast til Bryssel, hjálpa þeim og hjúkra, og jafn- vel að stuðla að því að þeir kæm ust heim til sín? Það væri há- leitt hlutverk. En hinsvegar var hættulegt að eiga undir því, að þetta vitn- aðist og að hún yrði svik- in í trygðum af njósnurum í framandi landi, sem hafði sýnt henni gestrisni. Edith Cavell var fljót að hugsa sig um. Hún kaus hiklaust áhættuna. Með hjálp ýmsra kunningja, er hún hafði leitað til, safnaði hún fatnaði handa særðu mönnunum, svo að einkennis- búningar þeirra skyldi ekki koma upp um þá, og þeir fengi meira athafnafrelsi. Þegar flótta mennirnir voru komnir til Bryss- el, útvegaði hún þeim húsnæði í kjöllurunum hjá kunningjum sínum. En þá sem voru alvarlega sárir tók hún á spítla sinn og talaði kjark í þá huglausu. Hún hafði leynisambönd til þess að útvega sjer mat, fatnað, pen- inga og bækur. En nú fóru flóttamennirnir sjálfir að fá nasasjón af þessu fyrirtæki, sem haldið var leyndu fyrir þýsku yfirvöldunum í Belg- íu. Edith Cavell var orðin vernd- arvættur hinna særðu flótta- manna. Þeir komu til hennar tugum saman á hverjum degi. Kjallararnir fyltust og spítalinn nægði ekki heldur. Nú varð að fara að hugsa fyrir því, að koma flóttamönnunum heim, til þess yfirvöldin tæki síður eftir þeim. . Þau Edith Cavell, belgiski verk fræðingurinn Boucq og frú Bo- dart, sem var útlendingur, en gift belgiskum manni, koma sjer saman um að falsa vegabrjef. T ellefu mánuði hjálpaði þessi ^ áræðna enska hjúkrunar- kona frönskum og enskum flótta mönnum að komast heim til sín. Hún hjálpaði 800 enskum her- mönnum og 700 frönskum yfir þýsku landamærin, dulbúnum á ýmsan hátt. Sjálf fór hún ná- lægt fimtíu sinnum yfir landa- mærin með smáhópa og voru alt að fimtíu í hverjum hóp, og í hvert skifti lagði hún líf sitt í hættu. 1 ellefu mánuði lifði hún í þessari tilveru sjálfsfómar og kærleiksverka. IIún hefði haldið þessu áfram, ef franskur her- maður, Gaston Quien að nafni hefði ekki komið til hennar einn góðan veðurdag. Hann var með hjartasjúkdóm og hafði ekki málungi matar, en Edith Cavell neitaði aldrei frönskum her- manni um hjálp. Hún hlúði að honum, gaf honum peninga og mat og sá honum meira að segja fyrir fölsku vegabrjefi, svo að hann gæti komist yfir landamær in heim til Frakklands. En í stað þess að fara til Frakklands, fór Gaston Quien aftur til Þýska- lands og sneri sjer til njósnara- miðstöðvarinnar. Hann kærði Edith og hina dáðrökku sam- verkamenn hennar. Edith Cavell var hógvær að eðlisfari. Hún reyndi ekki að verja sig. Frú Bodart, sem beit betur frá sjer, var dæmd í þrælk unarvinnu og látin laus síðar. En Edith Cavell og Boucq verkfræð ingur voru dæmd til dauða og skotin 12. október 1914, klukkan 5 að morgni. Á hverju ári, þahn 12. októ- ber, fara hermenn, sem hún bjargaði og enn eru á lífi, að gröf hennar og skoða klefa hexm ar, nr. 23 í St. Gillesfangelsinu, þar sem hún lifði seinustu nótt- ina. — Ef þú sleppir ekki, hleypi jeg af byssunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.