Morgunblaðið - 17.08.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.08.1939, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 17. ágúst 1939. ........ | Skjalaskápur ( 1 úr 5 mm. stáli, stærð 1.45x0.59x0.50, til sölu nú þeg- | | ar. — Uppl. í síma 3232 frá kl. 11—12 árd. og 2—3 § síðd. í dag. mimiiiimiimumimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmmumiiiiiiiiimmiiiiuimmiimmiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiitiinmiimimum Hraðferðir Steindórs Til Akureyrar um Akranes eru: FRÁ REYKJAVÍK alla sunnud., mánud., miðvikud., föstud. FRÁ AKUREYRI alla sunnud., mánud., fimtud., laugard. M.s. Fagranes annast sjóleiðina. Nýar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. Bflfreilfastöð Sleflndóri. MorgunblaOíO með morgunkaffinu Enn um minkinn Jeg hefi nú am aldarfjórðung haft fyrir aðalstarf refaeldi. Oft hefi jeg í viðtali við menn, og stundum opinberlega, hvatt menn til að stunda loðdýraeldi. Hefi, fiins og svo margir aðrir, álitið landið, vegna hnattstöðu sinnar og fiskmetisbirgða, vel til þessa fall- ið. — Þegar jeg 1932 las grein Guðm. heitins Bárðarsonar í Náttúrufræð- ingnum^hjelt jeg að hinn varfærni vísindamaður liti á þetta of dökk- um augum. Því miður ætlar hann að reynast of sannspár. Reynsla okkar á silfurrefnuto í nokkur ár er nú fyrir hendi. Silfurrefir hafa oftlega sloppið úr haldi, en þeir leita fremur skjótt til sinna heimkynna, sjeu þeir ekki hundeltir. Þetta er reynsla okkar í Stykkishólmi og nærliggjandi sveitum. Silfurrefurinn er það stórt dýr, að hann þarf allmikið fylgsni til að dyljast í til lengdar. ^Litur dýrsins er líka þannig að hann sjest vel er fannbreiða liggur yfir landi. Blárefir eru svo margir fyrir í landinu, að um þá fjölyrði jeg ekki. Þeir er úr haldi sleppa auka ekki sem neinu nemur við hina. Jeg' legg nú samt til að sektarfjeð verði hækkað um helming ef ref- urinn er drepinn 10 km. eða meira frá heimkynni sínu, því sje hon- um ekki bráðlega náð, þá er það hirðuleysi eiganda að kenna, sem vel getur átt sjer stað, ef dýrið er verðlítið. Hið háa verð hefir hingað til verið aðhald í þessum efnum. Minkurinn hefir þá sjerstöðu, að hann er nýr gestur hjer. Smátt dýr, sem erfiðara er að handsama. Leynist betur og er auk þess ó- merktur, svo erfitt er að koma fram ábyrgð á hendur þeim er missii( dýrið úr haldi. Hjer var fyrst eitt allstórt minkabú. Bar þá ekki á neinum bitvargi frá því. Nú er farið að dreyfa þessum dýrumj um alt 3—6 í hvern stað. Sumum blessast þetta, aðrir verða leiðir, er illa gengur. Athyglin dofnar, hirðuleysi eykst. Ekkert aðhald að þessum. mönn- um þótt dýr sleppi. Einnig eru dýrin oft flutt á milli bygða í lítt traustum kössum, án þess mað- ur fylgi. Bílstjórum og hásetum á póstskipum ætlað að sjá um dýrin. Minkabúrin eru það lág í lofti, að þau fennir öll í kaf. Þótt ytri girðing eigi að veita tryggingu, þá er hún lítil vörn í flestum sveit um, sje hún opin. Minkaeldi er að mínum dómi því aðeins arðberandi, sje það rek- ið í nokkuð stórum stíl og fóður- skilyrði sjeu góð. Þetta geta menn sjeð ef þeir lesa almennar mark- aðsskýrslur á loðskinnum. En mi.nk urinn á ekkert erindi í hvern af- dal. Sumir menn vilja leggja þenna atvinnuveg alveg niður. Heyrst hafa og raddir um, að loðdýraeldi væri áhættu atvinnuvegur. Sjáv- arútvegur er það engu síður. Við höfum ekki ráð á að fækka at- vinnuvegunum. Við hljótum að hafa í öllum höndum við dýr, sem eru innan veggja. Jeg legg til að verðlaunum verði heitið þeim, er finnur ráð tn aö mernja minKinn. jvug mmn- ir að H. J. Hólmjárn ráðunautur hafi sagt mjer, að slíkt sje ekki framkvæmanlegt. I öðru lagi að dýrin sjeu aðeins fóðruð í húsum með þaki yfir. Þriðja að maður sem vit hefir á þessu, hafi eftirlit með öllum minkabúum á landinu. Eftirlit lögreglustjóra sem nú er, er sem vonlegt er ekki fullnægjandi. Jeg skora á rikisstjórnina að leita ráða og bera sig saman við hina fróðustu menn um þessi mál, áður en það er um seinan. Tómlæti í þessum efnum hefnir sín. Stykkishólmi 15. ágúst 1939. Ólafur Jónsson frá EHiðaey. Minningarorð um frú Þðru Einarsdóttur frá Nýhöfn á Akranesi IArú Þóra sál. var fædd 20. júlí 1898, dóttir hinna ágætu hjóna, Geirlaugar Kristjánsdóttur frá Akri og manus hennar Einars Asgeirssonar Möllery er ljest í des. í fyrra. Hún var af ágætu bergi brotin í báðar ættir og bar það líka með sjer. Haustið 1921 giftist hún eftir- lifandi manni sínum, Árna B. Sig- urðssyni málarameistara, og átti með honum 8 börn, sem öll eru á lífi, hið yngsta 5 mánaða. Hún dó eftir stutta en þunga legu þann 7. júní þ. á. og er þar þungur harmur kveðinn að manni hennar, börnum og öðrum ástvinum. Snemma fór að bera á því, að Þóra sál. var óvenju söngelsk, eins og hún átti kyn til, enda hafði hún í vöggugjöf hlotið mikla og fagra söngrödd. Ilún mun hafa verið um 12 ára gömul, er hún fór að syngja í kirkjukór Akranes- kirkju og upp frá því vantaði hana Jiar sjaldan; hún var með afbrigð- um kirkjurækin og trúuð kona, sem ekki mátti vamm sitt vita, prúð og stilt í allri framgöngu, en þó mjög dugleg og leysti' öll sín störf vel af hendi og lagði gott til allra mála er hiin mintist á. Kirkj- an og heimilið voru hennar jarð- neski heimur, er hún fórnaði öllum sínum kröftum, og væri vel, ef þjóð vor ætti margar slíkar ungar konur. Guð styrki ástvini hennar og uppveki einhvern að ganga bless- uðum börnunum ' móðurstað. Blessuð sje minning hennar. Vinkona. 85 ára: Ingibjörg Sveinsdóttir í dag verður 85 ára ekkjan Ingi- björg Sveinsdóttir, til heimil- is á Túngötu 49, þar sem hún dvelur nú hjá syni sínum. Ingi- björg er ættuð úr Eyrarsveit á Snæfellsnesi. Foreldrar hennar voru þau merkishjónin Sveinn béndi Olafsson í Mýrarhúsum, Guðmundssonar á Kjalvegi undir Jökli, og kona hans Margrjet Árnadóttir Bjafnasonar á Skarði undir Jökli, og er margt merkra manna í þeim ættum. Til Reykjavíkur fluttist Ingi- björg þegar hún var 25 ára, og hefir aldið hjer allan sinn aldur síðan, og altaf búið í Vesturbæn- um. Nokkru eftir að hún fluttist hingað, rjeðst hún í vist, eins og þá var siður, og fór til þeirra hjóna Guðrúnar og Geirs Zoega, og var hjá þeim í fleiri ár. Vár hún í þeirri vist einni, þar til að hún giftist. Þá voru menn ekki að skifta um húsbændur eða hús- bændur að skifta um hjú eins og nú er siður. Orð fór sjerstaklega af Ingibjörgu fyrir myndarskap allan við húshald, sem og hemnar einstöku dygð og ráðvendni. Hún giftist Þórði Þórðarsyni Breið- fjörð og var honum hinn trygg- asti og ágætasti förunautur. Þau eignuðust þrjú börn sem öll eru á lífi. Voru þau hjónin samhent um að manna böm sín sem best þau, gátu. Vann hvln þess vegna bæði utan heimilis sem innan. Börn þeirra eru. Áslaug baðvörð- ur (Baðhúsi Reykjavíkur), Har- aldur stýrimaður, búsettur í Hafn- arfirði, og Sveinn bankafulltnu í Landsbankanum. Ingibjörg ber aldurinn vel, þó að sjónin sje nokkuð farin að bila. Glaðlyndi hennar og ljúflyndi er alstaðar við brugðið af öllum þeim sem hana þekkja, og þess vegna verða þeir margir kunningjarnir sem árna henni nú allra heilla á afmælinu, með hlýjustu óskum um gott og friðsælt æfikvöld. Kunnugur. MÁLA FLUTNINGSSK RIFSTOF A Pjetur Magnússon. Einar B. Guðmundsson. 1 Guðlaugur Þorláksson. Símar 3602, 3202, 2002. Austurstræti 7. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—ð. Kerrupokar frá Magna Þrjár gerðir fyrirliggjandi. Einnig hlífðardúkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.