Morgunblaðið - 17.08.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.08.1939, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐÍÐ Fimtudagur 17. ágúst 1939 Engin hrossakaup um Danzig og pólska hiiðið, — segja þýsku blöðin ískyggilegri horfur en í september í fyrra - segir blað Ciano greifa Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Halifax lávarður, utanríkismálaráðherra Breta, var í sumarleyfi í Yorkshire þegar Burc- hardt fór á fund Hitlers, en kom til London um helgina til þess að taka á móti skýrslu Burchardts og athuga hana. Því er enn haldið algerlega ieyndu hvað í skýrslunni hafi staðið, en það er helst giskað á, að Burch- ardt hafi ekki komið fram með neinar ákveðnar tillögur um lausn Danzig-deilunnar. Halifax lávarður er nú aftur farinn til sumarbústað- ar síns, en mun koma til London um næstu helgi. Chamb- erlain forsætisráðherra, sem nú dvelst í sumarleyfi í Skot- landi, mun þá líka koma til London. Röksemdir Barða „snjallar og sann- færandi" Khöfn í gær. FÚ. Kaupmannahafnarblöðin í dag birta greinar um út- varpsfyrirlestra Sigurðar Ein- arssonar og Barða Guðmunds- sonar •þjóðskjalavarðar. ,,Socialdemokraten“ segir, að það sje athyglisvert hve íslend- ingarnir sje sjálfstæðir og frjáls legir í hugsun, Sigurður Einars- son hafi í glöggu yfirliti rætt af skarpri gagnrýni um alþjóða- málin á yfirstandandi tíma, en röksemdir Barða Guðmundsson- ar segir blaðið snjallar og sann- færandi. 1 viðtali, sem ,,Tidens Tegn“ hefir átt við Stefán Jóh. Ste-1 f ánsson fj elagsmálaráðherra, kemst ráðherrann svo að orði, að engin óvinsemd sje ríkjandi í garð Norðmanna á Islandi. — Ráðherrann neitar þeim stað- hæfingum norskra blaða, að Barði Guðmundsson þjóðskjala- vörður sje óvinveittur Norð- mönnum. Islendingar höfðu boð inni fyrir þing- mannaráðið Khöfn í gær. FÚ. fundi norræna þingmanna- ráðsins ljet fulltrúi Norð- manna í ljós mikla gleði yfir því, að ísland tæki þátt í fund- inum sem hið fimta af Norð- urlöndum. Formaður ráðsins, Stefán Jóh. Stefánsson fjelags- málaráðherra, bauð fulltrúana velkomna, og þakkaði hina miklu gestrisni Norðmanna og Jhöfðinglegar móttökur þeirra. Islensku fulltrúarnir buðu hinum fulltrúunum til hádegis- verðar eftir fundinn. Næsti þingmannafundurinn í Reykjavík fær til meðferðar verslunarmál og viðskifta- og fjárhagsmál yfirleitt, framhald á menningarlegri samvinnu Norðurlanda, hlutleysi Norður- landa og vernd þess o. s. frv. Falin hergðgn fundin i Haifa London í gær. FÚ. ögreglan í Haifa fann í dag þýskar og tyrkneskar vopna birgðir, sem talið er að hafi verið faldar á Heimsstyrjaldar- árunum. — Hergagnabirgðirnar fundust undir skrifstofum hjer- aðsstjórans, þegar verið var að grafa þar fyrir neðanjarðar- byrgi, sem ætlað er til notkunar í loftárásum. Símskeyti til „Times“ frá Ber- lín segir, að með furðulega þög- ulli eftirvæntingu sje þess biðið í Þýskalandi, hver verða muni árangurinn af fundi þeirra Ciano greifa og Ribbentrops í Salzburg. Enginn efist um það, að mikils- verðar ákvarðanir hafi verið tekn- ar þar, en óvissan um það, hverj- ar þær hafi verið, auki mjög kvíða manna fvrir því, hvað ger- ast kunni í nánustu framtíð. Blað Ciano greifa segir, að horfurnar sje nú ískyggilegri heldur en þær voru í septem- ber í fyrra, og það geti farið svo, að ítalir fái ekki nema fárra mínútna svigrúm til þess að taka ákvarðanir sínar. Þýsku blöðin ieggja áherslu á það, að hrein skyndijausn á mál- inu sje1 nauðsynleg, því áð alt hik geti orðið stórhættulegt. Blöði'n, sem komu út um hádegi í dag, eru alveg- á móti því að ráðstefnj/ verði haldin- um Danzig- málið og einhver tyllíboð gerð. Þau segja að alt tal um það, að Þýskaland vilji að efnt sje til ráð- stefnu, sje uppspuni ævintýra- . sirtiða Vesturríkjanna. Það sje hlægilegt og fjarri öllum sanni að nokkur lifandi rnaður skuli láta sjer detta það í húg, að Þjóðverj- ar muni ganga inn á það að bræða málið, eða hafa einhver hrossa- kaup um, Danzig og pólska hliðið Óþolandi staðreynd eins og sú, að Pólverjar hafi hliðið, verði ekki löguð nje leiðrjett með hrossakaupum. Þessi ummæli þýsku blað- anna um pólska hliðið vekja nú langmesta athygli af öllu því, sem sagt er um málið. f FÚ-fregn frá Ósló segir, að Hamilton Fish, leiðtogi Republik- ana í Bandaríkjunum, sje nú staddur þar, nýkominn frá Þýska- landi, þar sem hann var gestur von Ribbentrops í hádegisverðar- boði á mánudaginn var. Mr. Fish hefir lýst yfir því, að hann hafi stungið upp á því, að Evrópuþjóð irnar iáti allar deilur falla niður í einn mánuð, og }>ví næst yrði fjögurra daga alþjóðaráðstefna haldin til þess að ráða fram úr deilumálunum, en tillögunni liefði ekki verið vel tekið í Washing- ton. í fregn frá Varsjá ; segir, að þýsku yfirvöldin hafi lokað nokk- urum hluta landamæra Póllands og Sljesíu og ekkert, talsím.asam- band sje á þfessu svæði. Ennfrem- ur, að Þjóðverjar hafi lokað all: mörgum pólskum búðum í' Slesíu, og er því borið við, að eigendurn- ir fari ekki að fyrirmælum þýskra vfirvalda. Landamæravörður frá Danzig skaut til bana kl. 3 í nótt pólsk- an landamæravörð. í tilkyryiingu um þetta segir, að pólski landa- mæravörðurinn hafi verið 15 metra innan landamæranna Danzigmegin, en nánari upplýsingar um. þetta er enn ekki unt að fá í Varsjá. Herkönnun í Póllandi Andi Pilsudskis ræður í hernum. London í gær. FÚ. ersýningar fóru fram um gjörvalt Pólland í gær, en þá var hinn árlegi frídagur, sem helgaður er pólska hernum. í Vilna framkvæmdi Mos- chichi ríkisforseti mikla her- skoðun, og í veislu, sem haldin var um kvöldið, sagði ríkisfor- setinn að andi Pilsudski mar- skálks, frelsishetju Póllands í seinustu frelsisbaráttu þeirra, lifði í hverjum einasta pólsk- um hermanni. Mundi pólski her inn með óbifandi hugrekki herj- ast til þess að koma í veg fyrir, að rjettindi Póllands væri skert. Japanar færa sig nær Bretum Herða á eftirliti með flutn- ingum til Kína. London í gær. FÚ. apanskar hersveitir settust að í dag nálægt landamærum svæðis þess, sem Bretar hafa á leigu frá Kína, gegnt Hong- Kong, og hertóku kínverskt iþorp, sem stendur við litla á þarna á landamærunum. ' Japanar segja, að þetta sje ein af þeim ráðstöfunum, sem þeir sjeu að gera til þess að hrekja kínverskar hersveitir á brott af þessu svæði. Ennfrem- ur segja þeir, að herstjórn Kín- ver.ja hafi að undanförnu fengið hergögn frá stað skamt frá Hong-Kong. Þessa hergagna- flutninga ætla Japanar sjer að stöðva. Þá segja Japanar, að Ensk koná handtekin og sektuð á Spáni lyrir að heilsa ekki með íasistakveðju London í gær. FÚ. andstjórinn í Gibraltar hef- ir gefið út fyrirskipun, þar sem varnarliðinu breska, starfs- mönnum við höfnina og öðrum embættismönnum, konum þeirra og börnum og öðru skylduliði, er bannað að fara í heimsókn til Spánar. í tilkynningunni um þessa fyrirskipan, er var gefin út í gær, segir að kona eins setuliðsyfirforingjans, hafi ver- ið handtekin og sett í fangelsi í Algeciras, og látin þar búa við hin smánarlegustu skilyrði, meðan hún var í fangelsinu. — Bannið við heimsóknarferðum til Spánar helst þar til land- stjóriún telilr örugt, að slíkir atburðir endurtaki sig ekki. Konan, sem um er að ræða, er eiginkona Maley majórs, og hún var handtekin af spænskri lögreglu síðastliðinn sunnudag, er hún var viðstödd nautaat, en það, sem hún var sökuð um, var, að hún hafði ekki heilsað með fasistakveðju. Hún var lát- in laus, er hún hafði greitt sekt. 'k Tveir fyrverandi leiðtogar lýð veldishersins á Spá á hafa kom- ist til Gibraltar dulklæddir sem verkamenn. Þeir eru hershöfð- ingi fimta herfylkisins undir Miaja og einn af dómurum al- þýðpdómstólsins í Madrid. Andreas Holdö stórþingsmaður og forst.jóri síldarvérksm. Ægis í Króssanesi, varð ■ sextugur ’ á ])riðjudag. J því tilefni beimsóttu hann ýmsir vinir hans. Árnuðu þeir honum heilla og færðu hon- um að gjöf málverk af Siglufirði eftir Jón Þorleifsson. Steingrímur Jónsson fyrrmn bæjarfógeti hafði orð fyrir gestunúm. Bernharð Stefánsson alþingismaður ávarpaði þeir hafi fyiir nokkru tilkynt ]foldö í umboði forsætisráðherra breskum yfirvöldum, að her- 0<v tjáði honum þakkir fyrir braut- fiutningar stæði fyrir dyrum á ryðjandastarf í síldariðnaði hjer á þessu svæði. 'llandi. (FlV) Breska flutningaskipið ,,Yunnan“, sem hefir að engu haft hafnbann .Japana í Kína og er komjð til liafnar í Tientsin. Fremst á myndinni sjást japanskir eftirlitsmenn með siglingum á fljótinu vera að horfa á skipið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.