Morgunblaðið - 17.08.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.08.1939, Blaðsíða 3
Ffrntudagur 17. ágúst 1939. MORGUNBLAÐIÐ 3 Ágætt veiðiveð- ur - en mjðg treg veiði Mjög lítið hefir komið af síld til söltunar og engin í hræðslu þenna sólarhring, símar frjettaritari Morgunblaðsins á Siglufirði í gær. Þó feilgu nokkur skip smáköst, þetta frá 100—160 tunnur. Álls'var saltað í Siglufirði síð- asta sólarhringimi í 6567 tn., þar af- úr reknetum 1197 tn. Rekneta- Veiði liéfir verið nijög treg hjá flestum skipunum. Veiðiveður var gott í gær, vestan kaldi og sljett- ur sjór. Djúpavík. Þangað komu í fyrrinótt og í gær nokkur skip með slatta. Skip- in voru: Þórólfur 202 mál, Haf- steinn 748, Kári 740, ÍSindri 789, Garðar 752 inál. Tuiinulaust var í Djúpuvík og' fór því öll sildin í bræðslu. Von var á tumiuskipi í gærkvöldi eða nótt. Hjalteyri. Þaðan er sama sagan, engin síkl. Missögn var það, sem frá var sagt í blaðinu í gær, að engin síld hefði borist til Hjalteyrar síð- asta hálfan mánuðinn. Hefir verk smiðjan fengið 15 þiis. mál á því thnabili, senx er sáralítið frá öll- um flóítanum, sem leggur þar upp síld. Söltun á Hólmavík. A Hólmavík var síldarsöltun frá því á sunnudagskvölcf og fram til nóns í gær iim 3.800 tunnur. Áf þessum afla höfðu: vjelbáturinn Jón Þorláksson 420 tunnur, Þórir 415 og’ Þorsteinn og Björgvin 390 tunnur hvor. Næstum alt vinnu- fært fólk í þorpínu hefir starfað að’þessari söltun og nokkrir menn voru fengnir frá næstu bæjum. Fólksekla í Þýskalandi Pegar Hitler tók við völdum í Þýskalandi var talið að þar væri rúmlega 6 miljónir atvinnu- leysingja. Nú er svo koxnið, að fólksekla er orðin í Þýskalandi, og verða Þjóðverjar að leita til annara landa, jafnvel Islands., lil þess að fá verkafólk. Og. nóg er til af atvimiulausu fólki í flestúm löndum, sem er fúst á það að fara til Þýskalands. Danska blaðið „Öst sjællands Folkeblad“ seg-ir t. d. frá því, að í júhí'og júlí hafi rúm- lega 2000 Danir farið til Þýska- lands, og búist sje við, að margir fari þangað á næstunni. Þessir menn liafa aðallega feng’- ið atvinnu í Norður-Þýskalandi, í iðnhjeruðunum og' í sveitunum kring uni Hamborg og Bremen. I verksmiðjunni, sem á að smíða nýu almenningsbifreiðamar, vinna nú rúmlegá 500 Danir. Sr. Árni Sigurðsson fríkirkju- prestur er kominn heim til bæj- arins úr sumarleyfi sínu. Raftækjaeinkasalan lögð niður frá næstu áramótum Sfðasta opna hðkarlaskipið Fleiri einkasölur þyrftu að fara sömu leiðina Fjármálaráðherra hefir ákveðið, að Raftækja- einkasala ríkisins skuli lögð niður frá *næstu áramótum að telja, og hefir öllu starfsfólki einkasölunnar verið sagt upp frá þeim tíma. Raftækjaemkásalaii' var stófnuð samkvæmt heimild í lögum frá 193Ú og var einn ávöxturiiin af stjúriiáfsámviiiiiú^"sfósíalista og Fram- „Ófeigur“, síðasta opna hákarlaskipið. (Sjá grein á bls. 6). Blaðamennirnir: Eyjaf jörður sýndi sig í sinuiKi mesfa skrúða Eyjafjörður sýndi sig blaðamönnunum í sínum mesta skrúða og þótti hinum erlendu gestum mikið til um fegurð hans. Áður en lagt var af stað frá. Blönduós í gærmorgun, var skoðað refabú, sem er við brúna á Blöndu. Er þetta fjelagsbú og einkar snyrtilega frá öllu gengið. Páll Kolka sýndi búið. ■sóknart'lokksi.ns. Húsakynní fiá 14. öld grafin upp að Stöng I Þjðrsárdal Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar hjá Kristjáiii Ekl- járn um rannsóknii’nar á Stöng í Þjórsárdal: Bærinn hefir orpist vikri og mold svo mjög, að ekki sá móta fyrir tóftum á yfirborði. Fjós- rúst var örfoka að nokkru. Sá- ust þar stórar báshellur og leiddi það til þess að hinn gamli bær fanst. Rannsóknunum er ekki lokið, en nokkrar stofur eru þegar komnar í ljós. Merkust er setu- stofa, fjórum sinnum átta metr- ar, með veggjum úr torfi og grjóti. Standa veggir því sem næst í fullri hæð. Meðfram langhliðum eru set upphækkuð, sem hafa forðum verið gerð af timbri. Sjer enn hólur eftir stoðir þær, er fest hafa setbekkinn í gólfið. Einnig sjer steina þá, er borið hafa setstokkinn. Á miðju gólfi hefir brunnið eldur — einskonar lang eldur — en umhverfis stórar hellur, reistar á rönd, og hefir eldstæðið verið eins og stór ferhyrndur aflangur kassi að lögun, niðurgrafið í gólfið. Úr stofu þessari liggja dyr inn í skála stóran, er var ekki graf- inn út til fullnustu, síðast er frjettist. Annað hús er þegar rannsakað. Er það fremur lítið bakhús með inngangi frá skála. Tvær djúpar steinrennur liggja þar meðfram báðum langhlið- um og opnast báðar út gegn um vegginn, niður að bæjar- læknum. í rennum þessum er beinarusl, aska og kol, og bend- ir margt til þess, að allskonar sorpi hafi verið kastað þangað. Stofa lík þessari hefir aldrei fundist á landi hjer fyr. Geta fornfræðingarnir þess til, áð hjer sje um að ræða baSstofu í fornum stíl. (FÚ) Trúlofun sína opinberuðu ný- lega uiigfrú , Guðrún Axelsdóttir og Ólafur Sig'urjónsson. Af fx'ssmn heiijildai’lögum (frá 1935) sprúttu 2 ríkiseinkasölur: Bifreiðaeinkasalan og Raftækja- eiukasaJan. Hin síðarnefnda var þegaf oi’ðin mikið bákn, með fjölda starfsfólks og árlegi'i launa greiðslu milli 80 og 90 þús. króna. Reis þegar mik.il deila um þessa einkasölu, þar eð ýmsar nauðsynjavörur stórhækkuðu í verði, eftir hennar komn. En gagn rýni á þessa einkasölu fekk engu áorkað, þar eð hún var stofnuð samkvæöit kröfu sósíalista, sem þá voru mikils ráðandi í stjórn- inni. Ber áð fagna 'þVí, að fjármála- ráðherfa hefir nú tekið þá á- kvörðun aðr leggja þessa einka- sölu niður. Þyrftu fleiri að fara Sömu leið, og þá ekki hvað síst hin einkasalan, bíla, sem fædd- ist í skjóli sömu heimildarlaga. Hún er áreiðanlega engum til góðs. Það er vissulega tími til kominn fyrir ríkisvaldið, að fara að draga saman seglin í kapphlaupinn við einkaframtakið. Hinar mörgu einkasölur, sem ríkið rekur nú, er einn þátturinn — og hann ekki lítill — í þessu kapphlaupi. Þær eru runnar undan rifjum sósíal- ista, sem ætluðu sjer, þegar þeirra veldi vár mest hjer á árunum, að koma allri vefslun í ríkiseinka- sölu. Það tókst að vísu ekki, en einkasölubáknið er þó margfalt meira hjer en í nokkru öðru landi, þar sem einræði ekki ríkir. K. R. vann Drengjamótið Sigurður Finnsson hæstur Drengjamótinu var lokið í gærkvöldi, og fóru leikar þannig, að K. R. vann mótið með 40 stigum. Hæsta einstaklings- stigatölu fjekk Sigurður Finnsson (K. R.), 18 stig. Yeður var'heldur óhagstætt þau þrjú kvöld, sem kept var. Þó náð- ist all góður árangur á mótinu, betvi í mörgum íþróttagreinum en í fyrra, enda þótt ekkert íiýtt met- væri sett nú. Keppendur á mótinu voru alls 30, frá 5 fjelögum. Frá Ármann 11, K. R. 7, S. H. 7, í. R. 4 og í. K. 1. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU ,Æfinlýrið‘ á íslandi FrúSigríður Eiríksdóttir, for- maður Fjelags íslenskra hjúkrurtarkvenna, er nýlega kom in heim frá Noregi. En hún fór með Stavangerfjord snöggva ferð, er hjúkrunarkvennamótinu var lokið, til þess að ræða við fulltrúana mál, sem ekki urðu afgreidd hjer. í Oslo tóku norskar hjúkrun- arkonur á móti stallsystrum sín- um og fulltrúar hinna ýmsu landa sátu veislu hjúkrunarkvennafje- lagsins norska á heimili systur Bergljótar Larsson. Eftir það skildust leiðir. Morgunblaðið. átti tal við frú Sigríði í gær. Kvaðst hún hafa haft gott tækifæri til þess á ferð inni að heyra álit hjúkrunar- kvennanna um dvöl þeirra hjer. Hafi það verið á þann veg, er hinar íslensku hjúkrunarkonur mættu vel við una, og til marks um ánægju þeirra, sagði frú Sig ríður, að mótið hefði aldrei ver- ið kallað annað um borð, en „æf- intýrið á íslandi“. En mesta á- herslu lögðu hjúkrunarkonurnar á það, hve mikilli alúð þær hefðu mætt alstaðar, hvar sem þær hefðu komið hjer á landi. „Kann jeg öllum, sem þár eiga hlut að máli, þakkir fyrir það“, sagði frú Sigríður. „Okkur, sem fyrir mótinu stóðum, var mikill styrkur í því, hve góðar undir- tektir þetta fjölmenna hjúkrun- arkvennamót fjekk lijer heima“. „Ánægja þátttakenda mótsins kemur líka fram í skrifum þeirra og viðtökum, sem birst hafa í ýmsum Norðurlandablöðunum“, segir frú Sigríður ennfremur. FRAMH. Á SJÖTTU SlÐU Kl. var um 8, er lagt var af stað frá kvennaskólanum á Blönduósi. Mikil rigning var á leiðinni inn Langadalinn og á Vatnsskarði. Dimt var einnig yú ir Skagafirði og fengu menn ekki að njóta fegurðar hans. Víðimýrarkirkja var skoðuð, og þótti dönsku blaðamönnunum hún einkennileg. Árdegisverður var snæddur að Víðivöllum og var íslenskur matur á borðum. Síðan voru bæjarhúsin skoðuð og þóttu hinum erlendu gestum þau merkileg. Um hádegi var svo lagt af stað frá Víðivöllum og fór veð- ur batnandi; var ágætt er kom- ið var í Öxnadalinn og Eyja- fjörður sýndi sig í sínum mesta skrúða; glampandi sólskin og blíða. Á AKUREYRI Til Akureyrar var komið kL 4Yi- Þar hittu . ferðalangarnir blaðamenn Akureyrar og drukku með þeim kaffi á Hótel Goðafoss, en þar búa dönsku blaðamennirnir. Var þvínæst bærinn skoðaður og nokkur fyrirtæki KEA. Tók forstjórinn, Jakob Frímannsson á móti blaðamönnunum í fund- arsal fjelagsins. Síðan var Gefj-< un skoðuð, Skógerðin og nýja mjólkurstöðin, er tók til starfa í vor. Þá var haldið upp í Lystigarð inn, en þar er nú alt í mesta, blóma og gróður mikill og fag- ur. Var síðan farið í Gróðrarstöð- ina. Ólafur Jónsson framkv.- stjóri Ræktunarfjelagsins flutti fyrirlestur'í brekkunni, þar sem liann lýsti starfsemi fjelagsins fyr og síðar. VEISLA BÆJARSTJÓRNAR Kl. 8 í gærkvöldi hófst mið- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.