Morgunblaðið - 22.08.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.08.1939, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 22. ágúst 1939. MORGUNBLAÐIÐ 3 Um miljón króna útflutnings- verðmæti á einum sólarhring! FlugvjelinTF-Orn fann síld- ina á sunnudagsmorgun Látlaus straumur skipa inn með síld FLUGVJELIN TF-ÖRN fór í síldarleit snerama á sunnudagsmorgun og sá þá svartan sjó af síld á stóru svæði. Þar voru þá engin skip, því að allur flotinn var á öðrum slóðum. Fregnin var samstunclis send út frá loftskeytastöð- inni á Siglufirði og innan klukkustundar var allur flotinn kominn af stað til síldarsvæðisins. FjÖldi skipa var í höfn á Siglufirði og var sendur hraðboði til þeirra með tíðindin. Ljetu öll skipin úr höfn þegar í stað og var hið mesta kapphlaup, að komast sem fyrst á síidarsvæðið. A þessu svæðí munu hafa veiðst á sunnudag 70—80 þús. tunnur; þar af var komið með til söltunar á Siglufirði og við Eyjafjörð 25—30 þús. tunnur. Talið er að aflast hafi á sunnudag útflutningsverðmæti fyrir rúma miljón krónur. Frá því á sunnudagskvöld og til mánudagsmorguns var óslitin söltun á öilum bryggjum í Siglufirði. Flest stærri skipanna komu ekki inn, en söfnuðu í sig. Hafði því lítið enn borist af bræðslusíld til Siglufjarðar, en von á miklu 'innan skamms. I gærmorgun var sunnan- kaldi á miðunum og lítil veiði. En veður var batnandi sxðdegis í gær og ákipin farin að veiða aftur. Á laugardag vonx saltaðar í Siglufirði 2309 tn., þar af 106 úr reknetum. Á sunnudag voru saltaðar 6983 tn., þar af 475 úr reknetum. Er Morgixnblaðið átti tal við Siglxxfjörð seint í gærkvöldi, var þar emi látlaus straumur skipa inn með síld. Var saltað á öllum stöðvum og sjáanlegt, að ekkert hlje yrði í nótt. Enginn vissi enn hve mikið var bxxið að salta, síðan hrota þessi hófst. Það eru nálega eingöngu bátar og smærri skip, sem koma inn með saltsíld. Stærri skipin safna í sig, veiða í bræðslu. Það er fyrst í dag, sem þeirra er von inn. Hjalteyri. Þangað voru fá skip farin að koma ennþá. Arinbjörn hersir var inni á sunnudag með smáslatta og sendur strax xxt, er frjettist um síldina. Hann ltom svo aftur inn í gærmorgun með 1700 mál. Djúpavík. Þar vorix saltaðar 822 tn. aðfara nótt laugardags og 1927 tn. á sunnudag. Akureyri. Júní kom þangað í fyrrinótt með 406 tn., sem saltaðar voru á stöð Verklýðsfjel. Akureyrar. Vjelskipið Kristján kom til Jöt- unheima með 900 tn. Ungbarn fellur i sjóðandi vatnspott Pað slys vildi til á Hrúta- felli undir Eyjafjöllum, í gærmorgun, að barn á öðru ári, sonur Eyjólfs Þorsteinsson- ar bónda og konu hans, datt of- an í sjóðandi vatnspott og brendist mikið. Læknir var strax kallaður frá Vík í Mýrdal og gerði hann bráðabirgðaaðgerð á barninu. Var svo fenginn bíll frá Dalseli til þess að flytja barnið, og var fyrst ætlunin að leggja það inn á sjúkrahúsið á Stórólfshvoli. En þegar þangað kom, ráðlagði læknirinn þar, að senda barnið til Reykjavíkur og fór Dalsels- bíllinn með það suður. Banxið kom suður um kl. 7^ í gæi’kvöldi og var lagt inn á Landsspítalann. Það er mikið bi’unnið á baki og niður eftir læri. 25 þúsund krónur til útgáfu íslenskra fornrita Fundur í Árna Magnússonar nefndinni. Próf. Árni Pálsson fór utan með e. s. Brúarfossi í gær til þess að taka þátt í fundarhöldum í Árna Magnús- sonar nefndinni, er fram eiga að fara í lok þessa mánaðar. Verður þar rætt um útgáfu mikillar, nýn’ar, íslenskrar orðabókar, sem á að ná fram að siðaskiftum, og nokkurra fornrita. Danir hafa nú lagt fi’am tals- vert fje — 25 þúsund krónur - til slíkrar útgáfustarfsemi. Frá Hagavatni. Til hægri sjest skúti inn í jökulröndina. Það er opið á fai’vegi þeim, sem vatnið ruddi sjer undir jökul- inn. Til vinstri sjest eins og stallur í jökulbrúninni, en það er mark eftir yfirborð vatnsins eins og það var fyrir hlaupið. Sjá frásögn sjónarvo tta í grein á blA 6. K, R. vann 2. fl, mótiB með 6 stigum Asunnudaginn fóru leikar þann- ig í 2. fl. kepninni, að K. R. vami Fram með 4:1, en jafntefli varð milli Vals og Víkings. Úrslit mótsins xxrðxx því þaxx, að K. R. vann með 6 stigxun. Leikurinn milli Víkings og Fram, sem frestað var um daginn, vegna óhagstæðs veðurs, mxxn sennilega fara fram í þessari vikxx. Tlu sendiherrar Blaðamennirnir komu til Reykjavíkur í gærkvöldi Blaðamennirnir dönsku og fylgdarmenn þeirra komu úr landferðalagi sínu hingað til bæj- arins í gær, eftir viku ferðalag um Norður- og Suðurland. Það var snemma á laugardags- morgxxn, að þeir lögðu afl stað frá Siglxxfii’ði með varðskipinu Ægi, er flutti þá til Sauðárkróks. Var koxxxið þangað um klukkan 11 f. h. Þar biðu bílarnir á bi’yggjunni og var farið inn að Reynistað. Þar beið hádegisverðxxr á borð- um fyrir blaðamennina. Var þar rveitt af rausn og myndarskap, eins og vænta xriátti. Veður var hið á- kjósanlegasta, mátti segja að Skagafjörður sk,ein við sól þanix dag. Að aflolaxu borðhaldi var drukk ið kaffi út á túni, þar sem gest- irixir nutu veðurblíðunnar og hins fag-ra útsýnis í ríkum nxæli. En viðdvölin var ekki löng. Var haldið þaðan vestur að Reykja- skóla og þar drukkið eftirmiðdags kaffi. Og síðan lialdið suður x Reykholt. Þar biðu gestanna hin- ar bestxx viðtökxxr hjá frxx Theo- dórxx Sveinsdóttur. Þar var gist. Á sunnudagsmorgun var haldið upp á Kaldadah En þar sveik veðrið ferðamennina í fyrsta sinn. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU 60 landbúnaðar- og lýðhðskólakennarar til Islands Fyrirleslravika að Laugarvatni Hingað komu með e.s. Lyra í gærkvöldi 20 danskir land- búnaðar- og lýðháskólakennarar, til þess að sitja hjer kynningar- viku Dansk-íslenska fjelagsins, að Laugarvatni dagana 23.—29. ágúst En með Gullfossi í nótt kemur annar og stærri hópur kennara, svo að alls sækja kynningarmót þetta 60 kennarar frá Danmörku. Eftir komxx Oxxhfoss í fyrramál- ið fara kennararnir austur að Laugarvatni og dvelja þar í viku. Vei’ða þar haldin 15—16 erindi um íslensk efni Móttökur himxa dönsku keixix- ara annast Bjarni Bjaimasoix skólastjóri, Laxxgarvathi, Fonteix- ay sendihei’ra og Hallgrínxur Jón- asson keixuari. Á xxndaix hópnum kom hingað, með Drotningumxi síðast Th. Arix- fred, skólastjóri Lýðháskólaixs í Askov. Hefir liann, ásanxt Hallgr. Jóxiassyni, unpið að xindii'búningi kynningarmóts þessa. En dr. Jón Helgason biskxip, form. Dansk-ís- lenska fjelagsins, vann að því að xxtvega fyrirlesarana. Meðaix dvalið verðxxr að Laugar vatixi verður faríð í smáferðir þar í grend, axxstur að Gullfossi, Geysi. austxxr í Fljótshlíð o. fl. En eftir að hixxgað til Reykjavíkxxr kemur, þ. 30. ágxxst, er í ráði, að einhverj- ir keunaranua fari í tveggja daga ferð upp í Borgarfjörð. Þá fara og einhverjir norður í laxid. Þ. 4. september fer annar hóp- ur þátttakeixda mótsins lxjeðan með e.s. Gullfossi, en síðari hóp- urimx fer 7. september með e.s. Lyra. Súðin er væntanleg til Ingólfs- fjarðar kl. 12 í nótt. Maður dettur í hver og brennist háskasamlega Það slys vildi til í Hvera- gerði á sunnudagskvöld,, að ungur maður, Þorsteinn Gíslason að nafni, úr Garði, fjell ofan 1 sjóðandi hver upp í mitti og brendist háska lega. Nánari atvik að slysi þessu eru: Á sunnudagskvöldið var dans- leikxxr í Hveragerði. Tveir xxngir meiiii, sem þar vorxx, ætlxxðxi seint xxnx kvöldið heim til sín, en þ'eir bjuggu í tjaldi þar upp með áiíni. var annar þeirra Þorsteinn Gísla- son. Það, var oi’ðið dinxt, en þeir ætl- uðu að stytta sjer leið þegar út yfir ána kom, fórXi þar ixpp brekku og síðaix yfir * gaddavírsgirðirigu. Koniu þeir þá inn á aðal livera- svæðið hjá Reykjxxm. Er þar hver hverinu við amxaii, sunxir sjóð- andi, en aðrir 80—90 stiga heitir. Alt í einu gekk Þorsteinn ofan í einn hverinn og fór í mitti. Erj hverinn unx 2 nxetra djxxpxxr, en þröngur, og kastaðist Þorsteinn áfram og náði í bakkann hinum megiix, svo að haixn fór ekki dýpra. Fjelagi hans dró hamx þegar upp úr, ,en Þorsteinn var svo hræðilega brunninn, að haixu gat eixga björg sjer veitt. Fjelaga hans tókst aðvhera haim heim að Garð- yrkjuskólanum á Reykjum. Yar haixu afklæddxxr þar xxndir eins, en ekkert hægt annað að gera við hann, en vefja hann innan í lín- lök. ’ Svo vel vildi til, að bíll hljóð- færaleikaranna var ófariixn xír Hveragerði. Náðist nú í hann og flutti hann Þorstein suður á Land- Spítalann. Morgxxnblaðið átti tal við lækixi á Landspítalanum í gærkvöldi. Sagði hann að maðuriixn væri al- varlega mikið veikur — brunninn alveg upp að nxitti. Hann hafði tekið xxt miklar kvalir áður en liaixn konx í spítalann, en eftir að þær voru stiltar leið honunx betur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.