Morgunblaðið - 22.08.1939, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.08.1939, Blaðsíða 8
*9Caups&ap*ie Þriðjudagur 22. ágúst I939~ Bauða akurlilfan og rænda brúðurin RABARBAR ♦:**x**:**x**:**x**:**x**:**x**x**:**x**x**:**:**:**x**:**x**x**:**x**:**x** H IM^ II Ij H S S íi .Ai K**:**x**:**x**:**x**x*»x»*x**x**x*»x**x.*x.*x**x*fr«x^^^$^ nýupptekinn, 35 aura pr. kg. Yald^r íslenskar kartöflur 35 aura pr. kg. — Niðursuðuglös, margar stærðir, Sultuglös % og 1 kg. og flest til sultunar í Þor- steinsbúð, Grundstíg 12, sími 3247. Hringbraut 61, sími 2803. KRAFTBRAUÐIN, Neytið mest þessara næringar- efnaríku brauða. Látið börn- in borða ákveðinn skamt dag- lega. Þessi ágætu brauð eru ávalt undir ákveðnu eftirliti,. Jónasar Kristjánssonar læknis. Þau eru ávalt til sólarhrfngs- staðin. Aðeins hjá okkur. — Hringið í síma 5239. Við send- um fljótt. Margir sendlar. — Sveinabakaríið, Vesturgötu 14. Sími 5239. Vitastíg 14. Frakka- stíg 14. DAGLEGA NÝR SILUNGUR. ■Ódýrastur og beíjtur. Fiskbúðin Frakkastíg 13. Sími 2651. FORNSALAN, Hverfisgötu 49 selur húsgögn o. fl. með tæki- færisverði. Kaupir lítið notaða muni og fatnað . TÓMATAR, hvergi eins ódýrir í bænum. Kaupfjelag Borgfirðinga. Sími 1511. — —.m.' , I .í.m ; mu.rnn MATARBÚÐIR OG MATSTOFUR! Harðfiskssalan Ánanaustum hefir til sölu úrvals-saltfisk, vel Jmrkaðan. Sími 4923. AFSLÁTTARH ESTAR, gamlar kýr og gömul hænsni keypt gegn staðgreiðslu. Stefán Thorarensen, lysali. Laugaveg 16, Reykjavík. KALDHREINSAÐ þorskalýsl sent um allan be. — Bjðm Jónsson, Vesturgötu 28. Nú er gott að fá PERMANENTKRULLUR hjá hárgreiðslustofu J. A. Hobbs, Aðalstræti 10. Sími 4045 ■y ..... - — „Það skil jeg vel“, sagði Yv- onne hraustlega. „Jeg skammast mín þegar fyrir hræðsluna“. — Og að svo mæltu gekk hún rak- leiðis inn fyrir þrepskjöldinn. Hún kom auga á auðan bekk úti í einu horninu. Þangað gekk hún, fram hjá mönnunum, sem stóðu úti á miðju gólfi og ljet sem hún tæki ekki eftir háðsglósum og móðgandi augnaráði þeirra. Henni hafði tekist að yfirvinna þá skelfingu, sem hafði gripið hana, o$ vonin um að fá brátt að sjá eiginmann sinn hjelt henni uppi. Bn þeagr hurðin lokaðist á eftir leiðsögumanni hennar, fanst henni hún alt í einu óúmræðilega einmana og yfirgefin. Maðurinn, sem hafði fylgt Yvonne í veitingahúsið, gekk hægt sömu lei$ til baka. Við hornið á múrvegg hússins nam hann staðar, en maður, sem skaust út úr myrkrinu, kallaði í hann lágum' róm. „Bruð það þjer, Martin-Roget borgari f“ „Já“. „Gekk alt vel?“ „Já“. „Og stúlkan er komin mn?“ ,.Já“. Það skríkti í hinum. „Einfaldasta ráðið er altaf það besta“, sagði hann. „Hana grunaði ekkert. Þetta var ofur auðvelt. Þjer eruð mesti bragðarefur, Chauvelin. Mjer hefði aldrei liugkvæmst þetta“. „Jeg hefi gengið í skóla hjá meistara allra meistara í kænsku og ofdirfsku. Við höfðum líka! hina sterku von fangans í liði með okkur, von fangans um að komast úr fangelsinu. Og stúlkan gekk í gildruna, af því, að hún ber ótak- markað traust til Rauðu akurlilj- unnar‘ ‘. „Og nú sleppur hún ekki úr gildrunni“, svaraði Martin-Roget. „Jeg vildi, að jeg gæti fengið tím- ann til þess að líða fljótar. Jeg er orðinn óþolinmóður! Þessi napri norðvestan stormur smýgur líka í gegnum merg og bein“. „Ætli hann fari ekki í taug- arnar á yður, borgari“, sagði Chauvelin hlæjandi. „Mjer er ekki vitund kalt“. „Þei, þei“, sagði hinn er fóta- tak heyrðist í myrkrinu: „Alt í lagi“, var sagt, og mað- ur nálgaðist. „Er það Fleury?“, spurði Chauvelin. „Já, borgari!“, var svarað, óg Fleury lagði höndina á öxl Chauvelins. „Við skulum ekki vera of ná- lægt veitingahúsmu“, sagði hann. „Nú fer að líða að því, að nætur- svallararnir fari að koma, og við megum ekki styggja þá“. Hann leiddi þá inn í mjótt sund, sem var á milli „Dauðu rottunnar“ og húss Louise Adet, í skjóli við múrveggi beggja húsanna. „Hjer getum við talað saman í næði“, sagði hann. Lítil ljósskíma sást fyrir ofan höfuð þeirra. „Hvað er þetta?“, spurði Chauve lin. Lítið op, sem engin mannleg vera kemst í gegnum“, svaraði Fleury þurrlega. „Það liggur inn í lítið skot, þar sem stiginn endar. Jeg gaf Friche skipuni um að koma stúlkunni og föður hennar þar fyr- ir, svo að þau sjeu ekki að flækj- ast fyrir þegar áflogin byrja. Það gerði jeg eftir tillögu yðar, Chauvelin borgari“. „Alveg rjett. Jeg var hræddur um, að þau feðginin yrðu töfruð burt, meðan þjer og menn yðar ættuð í höggi við skrílinn. Mjer fanst ráðlegra að vita þau geymd á öruggum stað“. „Stiginn er öruggur“, svaraði Fleury. Hann liggur úr veitinga- stofunni upp í kvistinn. Engar bakdyr eru á hiisinu. Það er bygt upp að múrveggnum á Le Bouf- fay“. „Hvernig er hermönnunum kom- ið fyrir?“ „Þeir eru í leyni hjer á næstu grösum, áfjáðir í að ná í bráðina. Um leið og Paul Friche hefir kom- ið ólátunum af stað, erum við til- búnir að gera áhlaup á húsið. Jeg fullvissa yður um það, Chauvelin borgari, að enginn sleppur úr greipum okkar“. „Er Paul Friche kominn?“ „Já, og þegar byrjaður á verki sínu, ef jeg þekki hann rjett“, svaraði Fleury og þreif um leið í handlegg Chauvelins, því að rjett í þessu heyrðist ógurlegur gaura- gangur inni í veitingahúsinu. Há hróp heyrðust, stólum var velt um koll og glös brotin. Farið ekki strax, Fleury borg- ari“, sagði Chauvelin, er kapteinn- inn bjóst til þess að leggja af stað. „Nei, jeg gef þeim ensku tæki- færi til þess að sýna sig, áður en jeg hleypi hermönnunum af stað. Leiðin liggur þeim opin, en her- mennirnir liggja. í leyni í húsum á móti. Jeg sendi þá af stað eftir 3 mínútur“. „Já, gerið það“, hvíslaði Chauve- lin, „og góðan afla!“ Fleury livarf í myrkrinu og hin- ir tveir læddust á eftir honum. Chauvelin neri saman höndun- um. „Þjer eruð enginn andi, Rauða akufli].ja“, tautaði hann. „Og í þetta sinn held jeg- ....“ VII. KAPÍTULI. Hávaðinn í veitingahúsinu. vonne settist út í horn og reyndi að gleyma umhverf- inu, þó að það væri ekki auðvelt. Hatursfull augnaráð hvíldu á henni og ógnandi móðgunarorð heyrðust. Yvonne tók líka eftir því, að maðurinn og konan á bak við af- greiðsluborðið horfðu stöðugt á hana og stungu saman nef.jum. Brátt kom maðurinn — George Lemoine, eigandi „Dauðu rottunn- ar“, til hennar. Hana hrylti við háðsbrosi hans. Hann var líka hræðilega rang- eygður, varirnar þykkar og vot- ar, og brennivínsdaun lagði út úr honum. „Hvað þóknast yðar náð að drekka?“, spurði hann í smjaðurs- legum róm. Yvonne, sem hafði fest sjer orð I LAUSRI VIGT: púður, ljóst og dökt 0,35, krem, dag- og nætur, frá kr. 0,50, bað- salt 0,50, tannpúlver 0.35 og Brillantine frá 0.50. Hárgreiðslu stofa J. A. Hobbs, Aðalstræti 10, sími 4045. AUGNABRÚNALITIR ávalt hjá Hárgreiðslustofu J. A. Hobbs, Aðalstræti 10, sími 4045 KAUPUM FLÖSKUR, ■tórar og smáar, whiskypela, ^lðs og bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Sími 5395. Sækjum. Opið allan daginn. KAUPUM FLÖSKUR glös og bóndósir af flestum teg- andum. Hjá okkur fáið þjer á- valt hæsta verð. Sækjum tfl yðar að kostnaðarlausu. Sími 5383. Flöskuversl. Hafnarstr. 21 EFTIRMIÐDAGSKJÓLAR aumarkjólar og blúsur í úrvali. Sauúiastofan Uppsölum, Aðal- stræti 18. — Sími 2744. GULRÓFUR, hinar góðu og stóru frá Saltvík fást nú daglega nýuppteknar í ^ og heilum pokum. Sendar jheim. Sími 1619. Það var á guðleysingjasamkomu í Rússlandi. Margir trúleysingjar töluðu þar af móði og óvirtu boð- skap frelsarans. Á eftir var áheyr- endum boðið að taka til máls, en þeir yrði að vera stuttorðir. Fá- tæklega biiinn maður reis á fætur, stóð nokkra stund þögull, en svo kallaði hann hátt og snjalt hina gömlu rússnesku páskakveðju: „Kristur er upprisinn!“ Það varð steinhljóð í salnum um stund. En svo komu svörin: „Sannarlega er hann upprisinn“, eitt og eitt á stangli fyrst, en seinast tók allur áheyrendaskarinn undir. ★ Beaverbrook lávarður, enski blaðakóngurinn, hefir nýlega sagt, að af ótta við stríð hafi hann keypt pappír handa blöðum sínum fyrir ^4 miljón sterlingspunda, og geymi pappírinn hingað og þang- að. Hann spáir því, að ef stríð skellur á, muni það verða svo miklum vandkvæðum bundið, að senda blöð til kaupenda, að það verði lagt niður, og menn verði sjálfir að sækja blöð sín. ★ í Ameríku fer það mjög í vöxt, að börn sje skilin eftir í greinar- leysi, til þess að hið opinbera eða finnendur verði að sjá um þau. Til þess að reyna að sporna við þessu hefir nú verið fundið upp á því ráði, að taka mót af iljum allra barna, sem fæðast í fæðingarstofn- unum, og ef eitthvert þeirra finst svo í greinarleysi, er hægt að þekkja það aftur á rákunum í iljunum. ★ í sænsku þorpi um nótt. Tveir ölvaðir menn slaga um götu og leiðast. I ■ *- Nei, sjáðu hvað sólin er björft, segir annar. — Þetta er ekki sólin, það er tunglið, segir hinn. — Það er sólin. — Það er tunglið. Nú mæta þeir þriðja fylliraft- inum og biðja því hvort það sje heldur sólin eða tunglið, sem þeir sjá. Ilann glápir lengi á himinhnöttinn og svarar svo: — Ekki skal jeg dæma um það, því að jeg er bráðókunnugur hjer í bænum. ★ í handbók amerískra liðsfor- ingja eru mörg heilræði, og þar er meðal annars leiðarvísir um það hvernig eigi að sætta menn. Ráðið er ofur einfalt. Látið þá fága stóra gluggarúðu, annan að utan, hinn að innan. Fyrst í stað munu þeir gefa hvor öðrum ilt auga og jafnvel ausa úr sjer skömmum. En það fer fljótt af. Þeir sjá brátt hvað þetta er heimskulegt og fara að hlæja — og þá eru þeir orðnir góðir vinir aftur. ★ Það eru lög í Síam, að tukthús- fangar geta keypt sjer frelsi með því að giftast ungfrúm, sem eru hann að leysa úr að „pipra“. fylgdarmannsins vel í minnir reyndi að brosa, eins og ekkert væri og horfa kæruleysislega á manninn. „Jeg vil gjarna eitthvert vín“,, sagði hún glaðlega. „En jeg á enga peninga!‘ ‘ „Og leyfist rnjer að spyrja,, hvaða erindi þjer eigið hingað,. göfuga frú, fyrst þjer ætlið ekki að njóta neinnar hressingar ?“ Framh. íuC/tyntUtujfuv VENUS SKÓGLJÁl mýkir leðrið og gljáir skón* burða vel. VENUS-GÖLFGLJÁI afburðagóður og fljótvirkur. — Ávalt í næstu búð. MUNIÐ fallegustu og ódýrustu blómin.. Blómasalan, Laugaveg 7, símf 5284. FRIGGBÓNIÐ FÍNA, er bæjarins besta bón. I.O.GTT ST. VERÐANDI NR. 9. Fundur í kvöld kl. 8. — 1. Inn- taka nýrra félaga. 2. Ásgeír- Magnússon: Frumsamið. — 3. Elías Mar: Frumsamið. 4. Nokk- ur orð (Þ. J. S.). OTTO B. ARNAR, löggiltur útvarpsvirki, Hafnar-*- stræti 19. Sími 2799. Uppsetn- ing og viðgerðir á útvarpstækj*- um og loftnetum STÓR STOFA í nýtísku húsi er til leigu 1. okt. Uppl. í síma 3492, til kl. 7« MAÐUR I FASTRI STÖÐU, óskar eftir eins til 2ja her- bergja íbúð 1. sept. eða 1. okt. Upplýsingar í síma 5302. 4 HERBERGJA ÍBÚÐ með öllum þægindum, helst í austurbænum, óskast straks eða 1. okt. Uppl. í síma 1853. HÚSNÆÐI. 2 herbergi og eldhús með þæg- indum vantar mig 1. október I eða við miðbæinn. Benóný, Hafnarstræti 19. Sími 3964. SKRIFTARSKÓLINN. Jeg byrja kenslu 1. september. Blok-skrift kenni, jeg einnig. — Jóhanna Ólafson, skriftarkenn- ari. Sími 5328. LÍTIL JÖRÐ óskast til leigu eða kaups, helst: í nágrenni Reykjavíkur. Tilboð merkt „Framtíð“, sendist MbU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.