Morgunblaðið - 22.08.1939, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.08.1939, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLA&IÐ Þriðjudagur 22. ágúst 1939. Hagavatn hefir nú fengið sína eðlilegu útrás Frásðgn sjönarvolta ASUNNUDAGINN var fóru þeir Björn Ólafs- son stórkaupm., Tryggvi Magnússon verslun- arstjóri, Stefán Stefánsson fylgdarmaður og Helgi Jónasson frá Brennu upp að Hagavatni til þess að skoða þau verksummerki sem þar hafa orðið eftir nýja hlaupið. Þessir sömu menn skoðuðu Hagavatn líka eftir hlaup- ið 1929 og frá þeim er komin sú eina skýrsla, sem til er um þær byltingar er þá urðu þar. Eru þeir manna kunn- ugastir á þessum slóðum. I I Því miður var veður ekki heppi- legt á sunnudagirm, dimt yfir og rigning. Yarð því eigi glögglega sjeð vfir alt það svæði, sem vatnið náði yfir áður, en sýnilega hefir vatnið grynkað enn meira heldur an eftir hlaupið 1929. Pjárgirðing náði áður upp að vatninu og út í það svo langt að ætla mátti að fje færi ekki fyrir endann á henni. En mr er girðingarendinn á þurru landi og spölur frá honum út í vatn. Frá Birni Ólafssyni hefir blaðið íengið eftirfarandi frásögn um það hvernig nú er umliorfs þarna: 16. ágúst 1929 hljóp Plagavatn síðast. Hafði vatnið þá sprengt vestasta hluta skriðjökulsins og ruðst fram yfir fjallsröndina og myndað Leynifoss. — Síðan hefir „taglið“ á skriðjöklinum, sem náði alveg að fossinum, bráðnað á stóru svæði og horfið með öllu og kom- ist í línu við skrifjökulsbaltkann frá Hagafelli. Við austurenda skriðjökulsbakk- ans hefir vatnið ieitað útgöngu og grafið sig undir jökulröndina á nokkur hundruð metra breiðu svæði \it í hamragil eitt mikið sem er í fjallsröndinni. Þar hefir vatnið fundið iitgöngudyr þegar það hafði grafið sig gegnum jök- ulinn. Þetta nýja afrensli er á að giska 500 metrum norðar en Leynifoss. Vatnsflaumurinn hefir síðan myndað sjer djúpan farveg niður fjallið og fram eyrarnar, og skol- að burtu öllu sem fyrir var, klöpp- um og melum. Þar sent vatnið kemur undan jöklinum myndast lón og síðan steypist vatnið í stór- um fossi niður gljúfrin. Umbrotin eru ekki eins stórkost- leg og 1929. Vatnið hefir breyst mikið og þornað á stóru svæði. Það er erfitt að reikna hversu vatnið hefir mikið lækkað, en eftir skriðjöklinum að dæma, gæti það verið um 8—12 metrar. Nii má ganga þurrum fótum um stór svæði af sandi. og möl, sem voru undir vatni eftir hláupið 1929. Vatnið virðist nú hafa fengið sína eðlilegu útrás og gljúfrin, þar sem Leynifoss var áður, munu að líkindum aldrei framar duna af hamförum jökulvatnsins. Barða svarað. í Berlingatíðind- um mótmælir danski sagnfræðing- urinn Ellekilde skoðunum Barða Guðmundssonar um landnám á ís- landi til forna, en kveðst sömu X skoðunar og Barði um það, að danskra áhrifa hafi gætt mjög mikið í Noregi á víkingaöld- inni. (PÚ) SKEMTISTAÐUR TEMPLARA. FEAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU. laufga fagurvaxna björk. Tignir, sterkir, stórir rísi stófnar hjer um gróna mörk. Á eftir töluðu þeir Helgi Sveins- son umdæmiskanslari, Sigfús Sig- urhjartarson störkanslari, Plosi Sigurðsson þingkanslari og Guð- jón Halldórsson, sem flutti kvæði til sjálfboðaliðanna, sem mest og best hafa unnið við landnámið í öllum frístundum sínum nú í tvö sumur. Á milli ræðanna var sung- ið og auk þess söng I. 0. G. T.- kórinn nokkur lög. Veður var ekki. gott, hvast Qg hálfkalt og gekk með skúrum. Var því færra fóllc heldur en vænta mátti við þessa athöfn. Staðurinn var allur fánum ákreyttur og gjall- arhornum var komið fyrir svo að allir heyrðu ræðurnar. REYKJAHLÍÐAR- ÆTTIN. FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. sárafáar, enda er þess að gæta, að bækur eins og- þessar eiga að vera heimildatrit, sent óhætt sje að treysta — yfirleitt. Um þessa hlið bókarinnar sje jeg mjer ekki fært að dæma, því að til þess þyrfti jeg að bera allar dagsetningar saman við kirkjubækur, en hitt er mjer kunnugt, að höfundurinn lagði alvið við að vanda verlr sitt eftir föngrnn. Dæmi um óná- kvæmni hefi jeg þó rekist á, t. d. þar, sem segir um Þorlák Jónsson frá Gautlöndum (bróður höfund- arins), að liann hafi dáið í Khöfn 1898. En Þorlákur druknaði í Khöfn á aðfangadag jóla, 24. des. 1897. Frágangur á bókinni er sjerstak- lega smekklegur, bæði um prent- un, pappír og band. Hefir höfund- ur notið þar að frænda síns, Stein- gríms Guðmundssonar prentsmiðju stjóra, sem hefir annast um þá hlið útgáfunnar og verið höfund- inum að öðru leyti til hvatningar og stoðar. Bók þessi verður áreiðanlega kærkomin ættingjunum og einnig öðrum, sem hafa ánægju af ætt- vísi og fróðleik. Guðni Jónsson. Dráttarbraut Jóhanns Hansson- ar á Seyðisfirði var tekin í notk- un þann 18. þessa mánaðar. Reynd ist hún vel og má taka á land á henni alt að 150 smálesta skip. Bíl stolið og ekið á honum austur yfir Þjórsá Unglingspiltur hjer í bæn- um stal bíl, aðfaranótt sunnudags og ók á honum aust- ur yfir Þjórsá. Þar varð hann bensínlaus, komst með mjólkur- bíl að ölfusá aftur, labbaði nið < ur að Litla-Hrauni og sagði þar frá athöfnum sínum. Það var bíllinn R 1092 frá Litlu-bílstöðinni, sem stolið var. Bíllinn stóð ólæstur vestur á Öldugötu, því að maður hafði fengið hann leigðan daginn eft- ir og ætlaði að ganga að honum þarna snemma morguns. En þegar hann kom á staðinn var bíllinn horfinn. Var nú farið að leita um allan bæ, en hann fanst ekki að heldur. Og þegar síminn var opnaður, var hringt í allar áttir og spurst fyrir um bílinn. Að lokum kom tilkynning frá sýslumanninum í Árnessýslu að bíllinn mundi vera austur hjá Steinslæk í Holtum. Svo var símað frá Litla-Hrauni, að þang-> að hefði komið piltur, Hjörtþór Ágústsson, og tilkynt að hann hefði stolið þessum bíl og skilið við hann þarna. Var nú sent austur til þess að sækja bílinn og piltinn og komið með báða ti,l bæjarins. Var ekk- ert annað að bílnum en að hann var bensínlaus. Hjörtþór hefir ekki bílstjóra- próf, en hefir fengið að grípa í stýri við og við hjá bílstjór- umv Hann hafði verið undir á- hrifum víns þegar hann tók bíl- inn, og er því mesta furða að hann skyldi komast slysalaust þessa löngu leið. Þegar hann var spurður að því, hvert hann hefði ætlað að fara, þá 'vjssi hann það ekki; sagðist hafa ætlað að aka eitt- hvað, og „slá“ sjer bensín ef það þryti, því að enga peninga hafði hann. En svo þraut ben- sínið fjarri bensínstöð og ferða- laginu var lokið. Sofnaði Hjört- þór þá í bílnum; og svaf þar um stund. Þá bar þar að mjólkurbíl, og komst hann með honum út að Ölfusá. Þá var runnið svo af honum, að hann var farinn að fá áhyggjur út af öllu saman, og tók þá þann kost að ganga niður að Litla-Hrauni og gefa sig þar fram.' Hann bíður nú dóms. 3. flokks mótið hefst í kvöld Knattspyrnumót 3. flokks hefst í kvöld. Sú nýbreytni verð- ur nú að kept verður í tveim- ur umferðum, 12 leikar í stað- inn fyrir 6 áður. Mótið hefst kl. 6°S keppa þá Valur og Víkingur. Dómari verður Þorsteinn Einarsson. Að þeim leik loknum keppa K. R. og Fram og dómari á þeim leik verður Árni Jónsson. Sjómannakveðja. Parnir til Þýskalands. Vellíðan. Kærar kveðj ur. Skipshöfnin á Helgafelli. Blaðamaniiaförin FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Þoka var á dalnum og sást ekki til jökla og ljelst það veður niður undir Þingvöll. Er til Þingvalla kom var klukk an að ganga fjögúr. Eftir hádeg- isverð í Valhöll voru gestunum sýndir Þingvellir. Veður var sæmi legt um það leyti, en fjallasýn lít- il og staðurinn naut sín ekki sem skvldi. Pálmi Hannesson rektor var þangað kominn til þess að flytja ræðu um þingstaðinn fyrir blaða- mennina. Flutti hann ræðuna í Lögbergsbrekkunni. Talaði hann bæði um sögu staðarins og sögu þjóðarinnar í sambandi við Al- þing, en lýsti að síðustu Þiugvöll- um frá sjónarmiði jarðfræðings. Var ræða hans stuttorð og gagn- orð. Að því búnu talaði Bögholm magister. Hann ávarpaði fyrst ferðamannahópinn á íslensku. Vjek hann síðan að sögu þjóðar- innar, þeim anda frelsis, jafnrjett- is og lýðræðis, sem hjer hefir ríkt. Bar liann íram þá ósk, að þjóðinni mætti takast að sameina það besta í fortíðinni og nútíð- inni og vera svi frjálslynda menn- ingarþjóð, sem henni hæfir best, í samfjelagi Norðurlandaþjóða. Bar ræða hans vott um kunnleik á þjóð vorri og mikla samúð í vorn garð. Þvínæst var haidið suður Grafn- ingsveg að Þrastalundi og þar gist aðfarauótt mánudags. Veður var dimt alt til kvölds, og þessi dagur ferðarinnar sá eini, er veður var svo óhagstætt, að það spilti á- nægju gestanna. Er að Þrastalundi kom var þar kominn Tómas Jónsson borgarrit- ari til að undirbúa það, að blaða- mennirinr vrðu gestir bæjarstjórn ar á mánudag. Skínandi Geysisgos. Þegar ferðamennirnir vöknuðu í Þrastalundi á mánudagsmorgun var veður svo slæmt, að engar horfur voru á því, að um ánægju- legt ferðalag yrði að ræða þann daginn. Því útsynnings haugarign ing var. Pj-rsti þáttur ferðalagsins var að fara upp að I.jósafossi. Þar var Steingrímur rafmagnsstjóri. Hann Sýndi gestunum stöðina. Þá var stytt upp. Síðan haldið að Þrasta- lundi til hádegisverðar. Þar bauð Tómas Jónsson gest- ina velkomna. Mintist hann m.a. á það í ræðu sinni, að þó það væri allfjarri bænum, sem þeir væru í boði bæjarstjórnarinnar, þá væri það tyent sem skoðað yrði þann dag, er kæmi bænum mjög við, orkuverið við Ljósafoss og hverir, en jarðhitinn væri það næsta, sem Reykjavíkurbær ætlaði að virkja, þó ekki væri það þar austurfrá. , Morten Nielsen ritstjóri við Arbejderbladet þakkaði borgarrit- ara móttökurnar. Hann talaði m. a. í ræðu sinni um framfarahug þjóðarinnar og þá miklu trú ís- lendinga á framtíð landsins, er lýsti sjer í framkvæmdum vorum hvarvetna um landið. Haldið var frá Þrastalundi kl. 11 % áleiðis til Geysis, og komið þangað eftii^ tæpl 2 tíma akstur. Sólskinslítið var á þeirri leið og sólskinslaust við Gullfoss. En för- inni var hraðað, því menn vildu hafa daginn fyrir sjer, ef biðin þyrfti að verða löng við Geysi. Að Geysií var komið nokkru fyr- ir kl. 3. Þá var komið glaðasólskin og kyrt veður. Hafði hverinn ekki gosið síðan á miðvikudag, og þótti varðmanni líklegt að hann gysi brátt, eftir að vatnið var lækkað; í skálinni og sápa sett í hann. Að liðinni þó klukkustund byrj- aði hann að láta á sjer bóla. Og brátt reis upp hið tígulegasta gos,. með fögrum regnbogum í úðan- um. T'rðu hinir erlendu gestir æði forviða og sagði liver um sig, að gosið væri að öllu leyti fegurra og tilkomumeira en þá nokkru sinni hafði grunað að ósjeðu. Eftir kaffidrykkju í skálanum við Geysi var haldið til Þrasta- lundar aftur og setin miðdegis- veisla bæjarstjórnar, er borgarrit- ari stjórnaði. Þar var dr. Björn Björnsson og flutti stutta ræðu um Reykjavík. En síðan útbýtti hann meðal hinna erlendu blaðamanna vjelritaðri greinargerð um fram- þróun bæjarins. En Steingrímur Jónsson,.er einnig var í Geysisför- inni, talaði þar um rafmagnsmál- in í stórum dráttum. Peter Tabor þakkaði enn gest- risni bæjarstjórnar og ágæta ferð- og skemtilega, og árjettaði Gunn- ar Nielsen það' með ræðu' þar sem hann komst svo a| orði, að Is- lendingarnir, sem verið hefðu í þessari ferð, mættu vita það, að sú yrði nú breyting á, að í stað- inn fyrir að Islendingar hefðu hingað til ekki haft nema einn sendiherra í Danmörku, þá ættu þeir þar tíu sendiherra fra'mveg- Yaltýr Stefánsson talaði og nokk ur orð þarna, þar sem hann lýsti ánægju hinna íslensku blaðamanna yfir ferðalaginu. Síðan var haldið til Reykjavík- ur. I clag verða liinir dönsku blaða- menn gestir Verslunarráðsins. við árdegisverð að Hótel Borg, og í kvöld í boði hjá sendiherra Dana, Fr. d. Fontenav Innbrot Stolið nokkrum buxum ðfaranótt sunnudags var brotist inn í Klæðaversl- un G. Bjarnason & Fjeldsted í Aðalstræti og stolið þar nokkr- um fullsaumuðum karlmanns- buxum. Þjófurinn hafði farið inn um glugga að húsabaki og mun glugginn hafa verið illa kræktur aftur. Lögreglan er nú að leita að þeim ,sem innbrotið framdi. Sambandsfundur kvenfjelaga. Dagana 13. og 14. þessa mánaðar var sambandsfundur austfirskra kvenfjelaga haldinn á Norðfirði. Pundinn sátu auk sarnbandsst.iórn ar fulltrúar frá 7 kvenfjelögum. Á fundinum voru rædd heimilis- iðnaðai'mál húsmæðra, uppeldis og skólamál og kirkjumál. Á sunnu- dag var fundarhlje og bauð þá Kvenfjelagið Nanna fundargest- um inn í Norðfjarðarsveit. Pund- urinn fór hið besta frarn og var lokið á mánudagskvöld með kaffi- drykkju í barnaskólahúsinu. (PÚ)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.