Morgunblaðið - 22.08.1939, Blaðsíða 5
I»ríðjudagur 22. ágúst 1939,
orgtmMaðið
Útget.: H.í. Árvakur, R«yk3avlk.
Rltstjörar: Jön KJart&naaon oc V&JtjT Sffönaaon (&byrcö*rma8ltl>).
▲uKlýsingar: Árni 01».
Ritstjörn, auerlýBisg&r oi afrroltlsl*: ▲natnrvtrastl 8. — Slml ÍSOO.
Ájjkriftargj&ld: kr. 1,00 á raánuOl.
í lausasOlu: 10 aura elntaklO — 11 &nr» raoO LMbök.
SKATTARNiR SKAPA ATVINNULEYSIÐ
ATVINNUIjEYSIÐ er eitthvert
þyng-sta 'böl og sárasti harm-
®r, sein steðjað getur að fullvinn-
andi manni. Hvort sem það er
æsknmaðurinn, fullur af lífsþrótti
og starfslöngun, eða heimilisfaðir-
inn, með konu og börn, sem vant-
■ar fæði og klæði, — fyrir hvern
anann er það þyngra en tárum
taki, að vera, atvinnulaus, að geta
-ekki fengið að vinna fyrir sjer og
■8Ínum, að vera meinað að neyta
;J>eirrar orku og krafta, sem nátt-
óran hefir látið honum í tje.
En svo er okkur sagt, að Island
■eigi bestu fiskimið í heimi, að
-óþrjótandi landflæmi, móar og
mýrar, bíði ræktunar, að í foss-
nnnm búi óbeislaður kynjakraftur,
•og að hverirnir geti skapað mögu-
leika til að rækta hjer suðræn
aldin. Það er sagt í ræðu og riti,
að ísland sje ónumíð land með
«ótæmandi fi-arntíðarmöguleíka,
land, sem geti fætt miljón eða mil-
jónir mahna.
(Og alt er þetta satt.
★
iEn hveruig í ósköpunum stend-
vnr þá á því, að af rúralega hundr-
að þúsund íbúum þessa land skuli
liþósundir þjást af feöli atvinnu-
leysismsl
Það stafar ;að iniklu leyti af
Því, a.ð hjer 'hefir ríkt alröng og
háskaleg stjórnmálastefna, sem
hefir laraað átvinnulífið og drepið
niður framtak manna og mögu-
leika ttil að ráðast til glímu við
ttáttúruna og noifæra hinar ónot-
mðu og óþrjótandi auðlindir.
Það, sem altaf og alstaðar hefir
yerið lyftktöqg framfara og grund
'vðllur uudir blómlegu atvinnulífi,
-er framtak manna, starfslöngun
’þeirra og ávinningslöngun. Menn
leggja ékki krafta sína og fjár-
imuni í atvinnnrekstur, nema þeir
íái að njóta ávaxtanna af starfi
■BÍnu. En þott hlutverk ríkisins eigi
jfyrst og fremst að vera það, að
■örva menn ©g styrkja til framtaks
og framkvæmda, þá hefir hið op-
•inbera á mörgum sviðum gengið í
þveröfuga átt, með liöftum, höml-
um og einokunarfjötrum, en þó
I langríkustnm mæli með hinum
gífurlegu skattaálögum. Skatta-
kerfið og skattþunginn lijer á
landi er orðinn svo f jarri öllu viti,
;að það kyrkir í greip sinni löngun
manna til að ráðast í framkvæmd-
ár og atvinnurekstur, og kippir þar
;með styrkustu stoðinni nndan
'þjóðfj elagsby ggingunni.
★
í grein hjer í blaðinu á sunnu-
dagimi var nefnt dæmi þess, hve
langb er gengið. Á sumum stöðum
óti á landi er skattahrjálæðið orð-
ið slíkt, að ef nettó-ágóði yrði hjá
atvinnufyrirtæki einhleyps manns
30 þúsund krónur, þyrfti hann að
greiða í skatta 30 þúsund og 600
krónur, eða 600 kr, meira en tekj-
tirnar nema. Á ísafirði og víðar
er álagningin svo gífurleg, að ef
■íekjnr manna nema meira en 11
Þór Sandholt, arkitekt skrifar um:
Umgengnina á al-
Bæjarbúum fer fram í n -prr\m
umferðarmenninou“. I I 1 I ■ I ■ gjk ■ ZjL* 1*1
þúsundum, þarf hann að greiða
90% af því sem fram yfir er, —
90 krónur af hverjum 100 —, í
útsvarið eitt, og er þá tekjuskatt-
ur o. fl. eftir.
Ef litið er á tollana, þá verður
útkoman ekki glæsilegri. Margar
nauðsynjavörur til atvinnurekstr-
ar eru tollaðar svo gegndarlaust,
að það verður sem mylnusteinn
um háls atvinnurekstrarins. At-
orkumaður einn rjeðst í bygg-
ingu verksmiðju, er veitir fjölda
manns atvinnu. Eiírn hlutur í verk-
smiðjuna kostaði 1200 krónur. Þeg-
ar að er gætt, kemur í ljós, að
helmingurinn af þessari upphæð er
gjöld til hiná opinbera.
Viðhorfið til atvinnurekstrarins
hefir verið í fám orðum þannig:
Ef maður ræðst í atvinnurekstur
og tapar á honum, verður hann
sjálfur að bera hallann, og fær
hnjóðsyrði og ákúrur í kaupbæti.
Ef hann græðir á rekstrinum, fær
hann ekki að njóta þess sjálfur,
heldur er ágóðinn af honum tek-
inn í sjóð hins opinbera, oftast
megnið af ágóða-num, stundum all-
ur og stundum þarf að borga með
honum.
Það er eðlilegt, að menn gerist
tregir til þess að ráðast í atvinnu-
rekstur við slík skilyrði, fórna fje
og starfskröftum við þvílíkan að-
búnað. Skattabrjálæðið verður því
til þess að draga úr framleiðslu og
atvinnurekstri og auka atvinnu-
leysið.
Þess vegna verður hjer að ger-
breyta um stefnu. Það verður að
lækka skattana og álögurnar og
það verulega. Núverandi ástand
þýðir dauðadóm yfir framtíð lands
og þjóðar.
En til þess að geta lækkað skatt-
ana, er nauðsynlegt að stíga ann-
að spor fyrst, og, það er að lækka
útgjöld ríkisins í stórum stíl. Það
er hægt að skera niður fjárlögin
um miljónir, og það verður að ger-
ast, ef þjóðin á að lifa.
★
En enginn þarf að ætla, að nið-
urskurður fjárlaga og lækkun
skatta fáist hljóðalaust. Lýðskrum-
ararnir, alþýðuvinirnir, öreigasyn-
irnir munu koma allir í einni lest
og segja við alþýðuna: Nú sjáið
þið umhyggjuna fyrir alþýðunni!
Nú á að læltka háu skattana,
ljetta af þeim ríku og velta byrð-
unum yfir á hið breiða bak al-
þýðunnar!
En það skyldu verkamenn at-
huga, að lækkun skattanna er
ekki einungis í þágu atvinnu-
rekendanna sjálfra, heldur fyrst
og fremst fyrir verkamanninn, at-
vinnuleysingjann. Lækkun skatt
anna er óhjákvæmileg til þess að
örva framtakið, leysa bundið afl
úr læðingi, auka atvinnulífið og
útvega hinum atvinnulausa vinnu.
Því að eins og nú er ástatt mn
álögur á landsmenn, þá eru það
fyrst og fremst skattarnir, sem
skapa atvinnuleysið.
fram í
umferðarmenningu“,
er þrídálka fyrirsögn í ,Vísi‘
4. þ. m., og eru það gleði-
fregnir. Það er þó e. t. v.
álitamál, hvort bæjarbúum
er hjer í rauninni sjálfum
fyrir að þakka eða því, sem
lögreglan hefir fyrir þá gert,
og þeir ýmist sjá sjer bein-
an hag í að notfæra sjer
(fótgangandi fólk) ellegar
eru því sem næst nauðbeygð-
ir til að fylgja (bílarnir),
sbr. gulu umferðarsteinana.
Mundi ekki sækja í sama horfið
aftur, ef þeir væru farnir og lög-
reglan hætti afskiftum af málinu?
En hverjum sem þetta er að þakka
eru það gleðifregnir.
Þrátt fyrir þetta er hin ytri
menning ekki á mjög háu
stigi hjá bæjarbúum, á ýmsum
öðrum sviðum, t. d. hvað snertir
þrifnað á götum úti eða víða-
vangi, eins og greinilega kemur
Ijós af skrifnm dagblaðanna við
og við í seinni tíð.
* * # m m
I þessum skrifum hefir verið
bent á, að breyta þurfi hugsunar-
hætti bæjarþúa með ræðum og
riti, og er það eitt grundvallar-
atriðið að því markmiði að skapa
virðingu og samábyrgð allra lands-
manna fyrir góðri umgengni í
hygð og óbygð, til sæmdarauka
fyrir þjóðina og prýði fyrir
landið.
Einnig hefir verið á það hent,
að koma þyrfti fyrir ruslakörfum
á, götum úti og við torg og opin
svæði þar, sem það hefir ekki enn
verið gert, og þyrfti það að kom
ast í verk sem allra fyrst. Von er
til þess að slíkar framkvæmdir
bæru árangur engu síður en
H1 j ómskálagarðinmn.
'Oðru máli er að gegna með þjóð-
vegi og hið fagra landslag okkar,
sem sumir segja að sje óviðjafn-
anlegt. Enginn lætur sjer detta
hug að heimta ruslakörfur með-
fram ölluin þjóðvegum, hvað þá
heldur upp um holt og hæðir eða
alla þá staði sem ferðamenn og
sumardvalarfólk leggur land und-
fót. Hjer verður beinlínis að
ír
kenna fólkinu þrifnað og vekja
sómatilfinningu þess, því það er
algerlega ósæmandi, að þjóð, sem
telur sig standa á sæmilega háu
menningarstigi, eins og við Is-
lendingar erum að reyna að gera
kröfur til, gangi um landið sitt
eins og hjer á sjer víða stað.
Jeg vil taka Kleifarvatn sem
dæmi: — Um helgar liggur þar
oft margt fólk í tjöldum, enda er
lágu á víð og dreif um árhakkana
og ána. Við svona aðkomu fá menn
andstygð á vatninu úr ánni og
viðdvölin á staðnum verður mun
óskemtilegri en ella. (Þess skal
getið að ekki virtist vera fólk í
selinu um þetta ieyti).
Þvílíkur frágangur á almanna-
færi er með öllu óverjandi og má
ekki eiga sjer stað, ef við ekki
ætlum að velja okkur það hlut,-
skifti, að verða nefndir sóðar bæði
innanlands og utan. Að vísu höf-
um við ekki fengið neitt hrós fyrir
að vera þrifin þjóð, á erlendum
vettvangi nema það gagnstæða sje
heldÞr ríkara í áliti manna, enda
þótt lítið beri á dómum nm þetta
atriði í opinberum skrifum. Það
er því full ástæða til þess, að víð
hættum að gefa erléndum ferða-
1 mönnum átyllu til að bera okkur
óþrifnað á hrýn.
Fáeinir menn geta á þessu sviði
unnið þjóðinni, sem heild, óbæt-
andi tjón, með! sóðaskap sínum og
slæmria umgengni á víðavangi, og
ferðafólk verður að láta sjer skilj-
ast, að það hefir skyldur gagn-
vart almenningi um góða um-
gengni ekki einungis á víðavangi
heldur einnig á sínum eigin lóð-
um og löndum, sem snúa að al-
inannafæri.
Það kostar afar litla fyrirhöfn
fyrir hvern einstakling, að gæta
þess ætíð að skilja aldrei við dval-
arstað sinn óþrifalegri en hann
var, þegar komið var að lionum.
Helst er það brjefarusl, sem erfitt
er að hafa hemil á, ef hvast er,
en með dálítilli hugsun og aðgætni
er ætíð hægt að koma í veg fyrir,
að það fjúki úr höndum manns,
og síðan finna stað, þar sem auð-
velt er að koma ruslinu fyrir, áður
en farið er.
Ef ekki er um mikið rusl að
ræða má oftast troða því í holur
undir steinum eða þ. h. Ef um
langan viðlegutíma er að ræða á
að safna öllu rusli á einn stað og
síðan má brenna því sem brent
verður, enda kunni fólk þá að fara
með eld á víðavangi og ekki síður
að ganga frá hormm vel slöktum.
Síðan skal safna saman ösku og
óbrennanlegu rusli og grafa í jörð
á lítið áberandi stað og ganga vel
frá.
Flest þau ungmenna -og íþrótta-
fjelög, sem nú eru orðin all stór
þáttur í þjóðlífi voru, hafa ferða-
skátarnir, og færi betur, ef áhrifa
þeirra gætti víðar í þessu tillíti
en raun ber vitni um.
Að lokum vildi jeg óska þess, að
við gætum nú haldið áfram á
þeirri framfarabraut í ytri menn-
ingarbrag, sem fyrstu orð þessar-
ar greinar gefa til kynna, að við
sjeum að leggja út á.
Þór Sandholt j
arkitekt.
OOOOOOOOCXXX
1
þar fagurt og skemtilegt, en hví- lög eða útisamkomur að einliverju
lík aðkoma! Maður verður að
hyrja á því að tína saman alls-
konar rnsl og matarleifar eftir
aðra, áður en nnt er að finna góð-
an og þrifalegan tjaldstað. Annað
dæmi get jeg nefnt nm fólk, sem
eftir langa göngu ætlaði að hafa
viðdvöl í Kaldárseli og hafði mælt
sjer mót þar við annað ferðafólk.
Þar var aðkoman engu betri, gaml-
ar og nýlegar niðursuðudósir,
meira og minna sundurrifnar, á-
samt fiskheinum og öðru rusli,
leyti að markmiði, á vissum árs-,
tímum, og má það ekki minna
vera en forráðamenn þessara fje-
laga kenni meðlimum þeirra ein-
földustu atriði ferðamenskunnar.
Síðan gætu meðlimirnir kent öðr-
um með góðu fordæmi, þangað til
þrifnaðurinn er kominn í öndvegi
í stað sóðaskaparins, sem nú ríkir
Einn er sá fjelgasskapur, sem
jeg tel til fyrirmyndar í þessu
atriði, að öðrum fjelögum og ein-
staklingum ólöstuðum, en það eru
Reykjahlíðarættin
Niðjatal Sr. Jóns f
Þorsteinssonar
í Reykjahlið
Eeykjahlíðarættin. Niðja-
tal síra Jóns Þorsteins-
sonar í Reykjahlíð. Jóa
Jónsson frá Gautlöndum
gaf út. Kvík. Ríkisprent-
smiðjan Gutenberg 1939.
ón Jónsson frá Gautlöndum,
sem er einn hinna þjóðkumtra.
Gautlandasystkina, hefir tekið sjer
fyrir hendur að safna saman og
gera skrá um alla niðja afa síns,
síra Jóns Þorsteirissonar í, Reykja-
hlíð (1781—1862), er var merkis-
prestur á sinni tíð og einkar kyn-
sæll. Síra Jón átti 14 börn, og
eru ætti frá þeim öllum nema einu.
Þó að ekki sje langt til ættföður-
ins að rekja, eru niðjarnir þegar
orðnir býsna margir. Telur höf-
undur ættarskrárinnar, að lifandi
afkomendur síra Jóns hjer á landi
sjeu nálægt 1000, en 200—300 í
öðrum löndum, einkum í Ameríku.
Margt af þessu fólki er þjóðkunn-
ugt, og virðist ætt þessi í heild
sinni einkar farsæl til góðra hluta.
í inngangi að bókinni er prent-
uð ævisaga síra Jóns í Reykja-
hlíð, er hann samdi á gamals aldri,
og auk þess gerir höfundur þar
grein fyrir næstu forfeðrum síra
Jóns og framætt hans. Eii í niðnr-
lagsorðum ræðir höfundnr um það,
hvernig rit hans varð til og svo
um ættina alment. Er það vel sam-
ið og fróðlegt yfirlit, sem eyknr
mjög gildi hókarinnar. Að lokum
er nafnaskrá, en alls er hókin, 122
bls. að stærð.
Um hækur slíkar sem þessa ríð-
ur mikið á því, að þær sjeu af ná-
kvæmni unnar, en jafnvel þótt
svo sje, verður seint fyrir það girt.,
að einhverjar villur kunni að fin»
ast, ekki síst í dagsetningum og
ártölmn, þar sem til er færðnr
fæðingar- og dánardagur og ár
hvers ættingja, þar sem tíl hefír
náðst. Ef vel er á lialdið, þurfa
slíkar villur þó ekki að vera nema
FBAHH. Á 8JÖTTU SfiBU