Morgunblaðið - 10.09.1939, Page 6

Morgunblaðið - 10.09.1939, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 10. sept. 1939. í 59 ár ekki annað eins sumar Jón á Reynistað segir frá heyskap og búnaðar- m högum í Skagafirði JÓN SIGURÐSSON frá Reynistað er nýkominn hingað til þess að sitja fund Mæðiveikisnefndar. Hitti blaðið hann að máli og spurði hann al- mæltra tíðinda úr Skagafirði. Gamlir menn í Skagafirði halda því fram, segir Jón, að annað eins sumar hafi þar ekki komið síðan 1880, að því er heyskapartíð snertir. Svo má heita, að þurkar hafi verið svo góðir, að ekkert handtak hafi farið til ónýtis, og öll hey verkast vel, nema nú fyrir skömmu að hey sem flöt voru hröktust í nokkra daga, og þó miklum mun meira en venjulega miðað við það hve óþurkarnir voru stuttir, því svo óvenjulega hlýtt var í veðri. Spretta var nokkuð misjöfn, en yfirleitt yfir meðallag, og uppsláttur víða óvenjulega mik- 111. Jafnvel að tún, sem slegin hafi verið tvisvar, eru komin með talsvert gras í þriðja sinn, enda hlýindi óvenjuleg. Þetta upp undir 20° hiti og komið fram í september. Miðað við þann mannafla, sem bændur hafa haft, verða hey óvenjulega tnikil í hausc. ■ Hvað um vænleika sauðfjár og fjárpestirnar? Það er of snemt að segja um vænleika fjárins enn, nema hvað maður á ’von á góðu eftir sumarið. Ekkert farið að slátra hjá okkur og fje ekki sótt heim af fjalli í góðviðrinu. Um mæði- veiki vitum við ekkert heldur. Én við teljum örugt að vörður irn við Hjeraðsvötn hafi reynst traustur í sumar, epgin kind sloppið austur yfir. Smalað var á Hólum í Hjalta 4al nýlega, þar fanst engin frad með gamaveikina, svo fflenn vona að tekist hafi að uppræta hana þar, þó engan vegin sje það víst ennþá. — Eru miklar jarðabætur í Skagafirði þessi árin? — Það get jeg ekki sagt. Nýrækt er ekki mikil. Margir bændur hafa lagt meiri á- herslu á að sljetta og bæta gömlu túnin. 1 mörgum sveitum eru túnin nú orðin yfirleitt sljett og vjeltæk. Sláttuvjelum fjölg- ar með hverju ári. Og margir fá sjer rakstrarvjelar. Snún- ingsvjelar eru óvíða. Þær eru of dýrar til að fá almenna út- breiðslu. — Hrossin? — Þeim fjölgar nú. Og þó er ekki mikill markaður fyrir þau. Menn selja þau mörg til afsláttar, og slá þau af til bú- drýginda heima. — En mjólkurbúið á Sauð- árkróki? — Mjólkurvinslan fer vax- andi og verðið, sem bændur fái fyrir mjólkina hækkar held- ur. Á sumrin fer mestöll mjólk- in til Sigluíjarðar og á veturna fer þangað mikið. En því sem þá er eftir, er unnið úr, srnjör, ostar og skyr og fæst markaður fyrir þetta alt enn. Kúm fjölg- ar í hjeraðinu og fleiri og fleiri bændur verða þátttakend-i ur í mjólkurbúinu. Enn höfum við ekkert fengið sent heim af mjólkurafurðum. Og fari svo að þær fáist ekki seldar, munu ýmsir kjósa heldur að skilja mjólkina heima á bæjunum og senda þá ekki nema rjómann í búið en nota undanrennuna í fóðurbæti. IfTelmányi FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Annars finst mjer jeg hafa komið hingað á óheppilegum tíma, segir fiðlusnillingurinn að lokum, — og ekki að vita, hvern áhuga fólk hefir á tón- listarmálum á þessum stríðs- tímum. Telmányi er danskur ríkis- borgari og á heima í Vedbæk í Danmorku. Kona haiis er í fylgd með honum hjer. Hún er dóttir danska fuglafræðings- ins Eilers Schiöler, er hefir safnað 40 þúsundum norrænna fugla, þar á meðal íslenskum, enda hefir hann og komið til íslands. Telmányi hefir ferðast um alíá Evrópu og haldið tónleika í hinum ýmsu löndum. Hjeðan ætlar hann til Noregs með e.s. Lyra næst. En þaðan átti hann að fara til London. Stóð síðan til að hann færi til Austurlanda, en ekki að vita, hvað úr því verður. — Því að með stríðinu getur alt breyst, segir hann. í dag ætla þau hjónin austur að Gullfossi og Geysi og kvaðst Telmányi hlakka mjög til íarar- innar. Vonandi verður Geysir örlátur á gos fyrir hann, eins og hann sjálfur er örlátur á fagra tóna úr fiðlu sinni, fyr- ir íslenska tónlistarunnendur. Þ. Tónlistarfjelagið biður þess get- ið, út af grein hr. Emils Thorodd- sen í blaðinu í gær, að á síðustu hljómleikum fjelagsins voru gestir samtals 614. Hinsvegar lrefir hús- |ið sætarúm fyrir 609, auk sæta á 'svölum. Ræða Gorings Sonja Björg C'arlsson. Nýr fþróttakennari Ungfrú Sonja Björg Carlsson er nýlega komin heim til íslands frá Svíþjóð. Hún hefir stundað leikfimisnám við Central Gymnastik Institut í Stokkhólmi í tvö ár og er útskrifaður íþrótta- kennari þaðan. Auk leikfimi hefir hún lagt stund á iðkanir og kenslu í alls- konar inni- og útiíþróttum, með- al annars í sund-, skauta- og skíðaíþróttinni. Ungfrú Sonja Björg mun hafa á hendi kenslu við Kvennaskól- ann í vetur, auk annara íþrótta- starfa. Hraðkepni í knattspyrnu ,<rr tii • • Gamliruppáhalds keppendur - ■•• u/iy it? aha E- , . .J „a r, i nginn yngri en 30 ara, og ,, enginn, sem: kept hefir síð- astliðm 3 ár!“ Þetta eru skilyrðin sem Kpatt- spyrnuráðið setur fyrir þátttöku í hraðkepninni, sem hefst á íþrótta- vellinum kl. 2 í dag. í>ar keþpa fyrst Fram og K. R., síðán Valur og Víkingur, og svo koll af kolli. Alls verða leikirnir sex, en hver þeirra stendur ekki yfir nöma í 15 mínútur. Dómari verður Gunnar Axelsson. Þarna keppa margir af þessum gömlu, góðu knattspyrnumönnum, sem voru uppáliald Reykvíkinga fyrrum. Þarna má sjá þá Pjetur Hoffmann, Arrehoe Clausen, Júlla Páls, Guðmund Halldórsson, Sig- urjón Pjetursson, Þóri Kjartans- son, Helgá Eiríksson, Guðjón Ein- arsson knattspyrnudómara, Björn Eiríksson flugmann. Verður án efa bæði spennandi og Spaugilegt að sjá til þeirra. Að knattspyrnunni lokinni ætl- ar Sigurgeir Ársælsson, hlaupá- garpur Ármanns, að reýna að setja nýtt Islandsmet í hlaupi á milli- vegalengd. Slasast við slökkvi- liðsæfingu ísafirði, laugardag. órður Finnbogason rafvirkja- meistari slasaðist hjer við slökkviliðsæfingu í dag. Slysið atvikaðist þannig, að kað- all, sem notaður var við æfing- una, slitnaði og fjell Þórður til jarðar úr ca. 8 metra hæð. FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. u.r af alvöru til vesturs og sent þangað til viðbótar ekki minna en 70 herfylki“. Hann sagði ennfremur, að hann væri sannfærður um að aðgerðir Breta og Frakka á vesturvígstöðvunum mundu ekki verða neitt stórfeldar og að á-\ stæður Bretlands fyrir því, að ganga í stríðið væri hreinn barnaskapur. SIGURINN VlS. Hann sagði, að Þýskaland hefði öll nauðsynleg skilyrði til þess að heyja styrjöldina með sigri. Nóg af úrvals fólki og hráefnum, en hinsvegar mundu Þjóðverjar verða að neita sjer um marga hluti. Hann kvaðst játa að gerfivörur væru ekki eins góðar eins og hinar raun- verulegu vörur, en ef nauð- synlegt væri, þá myndu Þjóð- verjar ganga í baðfötum ef ekki væru til önnur klæði, held ur en tapa stríðinu. NEYÐIN KENNIR — Brauð, sagði hanxi, er nauð- synlegasta fæðan, og af því er nóg til. Hitt er alkunnugt mál, að Þjóðverjar eta of mikið af kjöti og ef að þeir borða minna af því, þá hefir það ekki aðr- ar afleiðingar en þær, að þeir verða grennri og fallegri á vöxt og þurfa minna efni í föt og er það aðeins til góðs fyrir þjóðina. Það kann að vera, sagði hann, að einhverjum ykkar falli það illa að þurfa að nota verri sápu, en við erum vanir að nota. En við verðum að sætta okkur við það. Eins getur líka farið svo, að; við höfum enga sápu. Og þá er ekki ann- að en að ganga með óhreinar hendur. ÚTVARPSBANNIÐ. Þá sagði hann að ástæð- an til þess að Þjóðverjum væri bannað að hlusta á út- lent útvarp væri sú, að leið togár Þýskalaiids vildu alls ekki leyfa það, að þýska þjóðin hlustaði á hinn sóðalega frjettaburð er- lendra ríkja. Þýsku þjóð- inni myndi ávalt verða sagður sannleikurinn um þessa styrjöld af leiðtog- um hennar sjálfrar. Þá gerði Göring að umtals- efni flugrit þau, sem breskar árásarflugvjelar hefðu undan- farið kastað niður yfir Þýska- land, og kvaðst ekkert hafa við það að athuga. En ef í stað þeirra kæmi ein einasta sprengikúla, þá mundu Þjóðverjar gera sínar gagn- ráðstafanir. Hann sagði, að flugritin væru samin á óaðfinnanlegri þýsku, og hlytu þessvegna að vera skrifuð af þýskum úrhraks- mönnum eða Gyðingum. Um Hitler sagði Göring, að þýska þjóðin elskaði hann svo mikið, að hún gæti ómögulega hugsað sjer að vera án hans. 100 FALT I STAÐINN. Loks lýsti Göring yfir því, að fyrir hverja eina fallbyssu sem Bretar og Frakkar eyði- legðu fyrir Þjóðverjum, myndu þeir smíða 100 í staðinn og fyrir hver 10000 skot sem þeir eyddu myndu þeir framleiða hundrað þúsund. Þjóðverjar hefðu nóg hráefni til slíkrar framleiðslu. SMÁFISKARNIR. Bretar hefðu líka nóg hrá- efni og aðrar nauðsynjar, en þeir þyrftu að flytja það alt að sjer. En skipin sem flytja þetta alt til Bretlands, sagði Göring„ þurfa óhjákvæmilega að fara yfir hafið og þá eru stundum smáfiskar á sveimi í djúpimv sem geta orðið slíkum gestum hættulegir. REYKJAVÍKURBRJEF FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. að rifja þetta upp nú. En eins og jeg mintist á áðan: Á erfiðlnka- tímum geta menn oft lært að breyta til, og það svo um munar. V erslunarst j ettin. ið aðgengilega og fjölbreytta mánaðarrit V erslunarmanna fjelags Reykjavíkur, Frjáls versl- un, birtir á forsíðu síðasta tölu- blaðs ávarp um árásir þær, er verslunarstjettin befir orðið fyrir á undanförnum árum. Þar er kom- ist svo að orði: „Hinn pólitíski aðili samvinnu- hreyfingarinnar i landinu hefir valið sjer það óviturlega hlutverk, að rægja verslunarstjettina frammi fyrir aliri þjóðinni Þessi aðili hefir ekkerc færi látið ónot- að til að brýna það fyrir lands- mönnum, liversu mikið úrhrak man.nfjelagsins þessi stjett sje og hún sje stórhættuleg þjóðinni í heild. Þessi bardagaaðferð sam- vinnumannanna er samboðin nokkrum pólitískum áróðursmönn um þeirra; en ekki samvinnuhreyf- ingunni í heild. Enda er áróður af þessu tagi um heila stjett jafn fávíslegur og hann er ódrengileg- ur, Ef of rnikið var að vænta- dréngskapar úr þessari átt, hefði að minsta kosti mátt búast við að hygni hinna betri manna hefði einhverju fengið að ráða í áróð- ursdeild samvinnumannanna. Þeir sem ausa svívirðingum yfir keppi- nauta sína, eru yfirleitt taldir vera á lágu menningarstigi“. Og enn segir í sömu grein: Yonbrigði. A róðurinn hefir valdið þeim > ? mestum vonbrigðum, sem að honum hafa staðið. Þjóðin hefir engan gaum gefið honum, en hann hefir þjappað verslunarstjettinní fastar saman og vakið hjá henní meðvitund um sinn eigin styrk- leika. Andstæðingar hennar hafa komist að raun um, að hún verð- ur ekki vegin með orðum einum. Verslunarstjettin getur borið höf- uðið hátt. Hún þarf engan að hiðja fyrirgefningar á tilveru sinni og hún þarf ekkert ámæli að hera fyrir starf sitt. Hún hefir mikið hlutverk að vinna í þjóð- fjelaginu og því erfiðari sem tím- arnir eru, því meira er um vert að hún leysi starf sitt vel af hendi. Sá sem rekur viðskifti sín af drengskap og heiðarleik, er þjóðinni meira virði en þeir sem vilja draga af honum mannorðið. Og ekki verður um deilt, hvort hlutskiftið er betra“..

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.